Heimskringla - 03.08.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.08.1921, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WÍNNIPEG, 3. ÁGÚST 1921 HEIMSKRINGLA (Stoínuö f Kfmir flt fl Uverjuin miflvikudegi. CtKei’emiur <>k eiKen<lur: THE VIKING PRESS, LTD. 729 SHKKBROOKK ST„ WINNIPEG, MAN. TalMÍnUt N-6T*:S7 Ver5 blaftMÍn^ er firKanKurina borjr- ÍMt fyrlr frnm. Allar borKanir «ea41at rflðKiOHnni Uiaftxlns. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON U«n»fn«krlfí «11 blnSslMK! THE VlKIXki PRESS, t.«d„ Bnx 31T1, Wlnnl]>ee, Mnn. U«anankrlf« «11 ritstJ6raiu< EDITOfl UEIIISKRINGLA, Boi 3171 WÍBnlpeg, Man, The "Helmskringla’' is prlnted and pub- llshe by the Viking Press, Llmlteð, at 72» Sherbrooke Street, Wlnnlpeg, Manl- toba. Telephone: N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 3. ÁGOST 1921 Friður á jörðu. Jafnari niðurröðun á auð án þess að skerða einstaklingsréttinn, virðist erfið ráð- gáta úr að leysa. Að auðlegðin dreifist sem jafnast yfir landið, vita allir að er mjög heillavænlegt, því með því móti afkastar hún mest í þá átt að framleiða gnægtir þess sem því eru gefnar af hendi náttúrunnar. Auður og örbirgð hafa aldrei átt samleið, og hafi hann nokkurntíma rétt henni hendina, þá hef- ir handtakið oftast verið svo kalt, að það hefir læst nístandi ískulda hrolli gegnuim allar hennar taugar og hún hefir skolfið meira eftir en áður. Því handtakið hefir verið til þess að grípa það lítið sem örtiirgðin átti en ekki til þess að hjálpa henni til að auka það og margfalda. Gamalt máltæki segir að hver sé sinnar Iukkusmiður og er það rétt aðeins að nokkru leyti. Ef allir væru fæddir með jöfnum hæfileikum bæði sálar og h'kama og undir sömu skilyrðum, væri málghátturinn sannur, en slíkt er fjarstæða. Sá sem fædd- ur er í allsnægtulm af heilbrigðum foreldrum, boripn á höndum sér, veitt alt sem hægt er að veita, kent alt sem hægt er að láta hann læra og síðan veitt tækifæri að hefjast upp á efstu tröppur mannfélagsins, er vissulega fæddur undir betri lífsskilyrðum en sá sem er annaðhvort fæddur af vanheilum foreldr- um eða alinn upp í armæðu og fátækt, eða þá hvorttveggja. Auðvitað eru mörg dæmi til þess, að þrátt fyrir alla erfiðleikana hafa sumir getað hafið sig af neðstu tröppunni upp á þá hæstu, en þeir eru samt margfalt fleiri sem fallið hafa á miðri leið; sem urðu of þreyttir til að geta haldið áfram, þegar vonarhæðin var enn í fjarska og urðu frá að hverfa þegar sól mannsæfinnar var enn hátt á lofti. Hefðu þessir hinir sömu átt við þægi- legri lífskjör að búa, hefðu þeir átt tilkall til þeirra réttinda sem hvert það barn er fæðist ætti að eiga tilkall til, n.I. þeirra, að vera gefin nægileg Iífsskilyrði til þess að ná and- legum og líkamlegum þroska, þá hefði áreið- anlega þjóðfélaginu orðið meira gagn að til- veru þeirra. Þetta ætti að sanna iréttindin fyrir því, að jafnari niðurröðun á auð væri heppilegri. En hvernig er hægt að gera það án þess að skerða einstaklings réttinn, spurj- um vér? ✓ Það hefir verið og er viðtekin regla, að sá sem aflar sér með sinni eigin vinnu á lögleg- an hátt einhvers, sé réttmætur eigandi að þeim feng. Tökum t. d. Iandneimann; hann tekur sig upp búferlum, flytur út í óbygðir, nemur sér þar land samkvæmt skilyrðum þeim sem lögákveðin eru, fer út í skóginn, fellir trén, teglir þau til og hleður upp bjálka ofaná bjálka, unz hann að lokum hefir bygt hús fyrir sig og sitt lið. Hann hefir unnið starf þetta með sínum eigin höndum, hjá eng- um hefir hann þegið neitt, nema náttúrunni; enginn getur haft neitt tilkall þar til, eignar- réttur hans er þess vegna ómótmælanlegur. Hann fer síðan til verks og yrkir landið og á þann hátt framleiðir auð, sem orðið ge.ar meiri en útheimtist til fífs viðurhalds. Væri nokkurt réttlæti í því, að hann ætti ekki auð þann sem hann einn hefir framleitt og var áður álls ekki til? Tæplega. Það mun held- ur enginn reyna að gera nema sá er lifir í draumóra landinu ómögulega, — landinu þar sem enginn á neitt en allir eiga þó alt. Tökum þá annað dæmi. Af framsýni sinni hefir ein- hver séð að á vissum stað væri mjög arð- vænlegt að koma upp verkstæði. Hann fer því til nokkurra sem hann þekkir, skýrir þeim frá hugmynd sinni, sýnir þeim fram á líkurnar fyrir að slíkt muni heppilega takast ©g fær þá til að ganga í félag með sér til að setja af stað verkstæðið. Fyrirtækið hepnast og áður en varir er það orðið að stóru auð- veldi, og félagið sem þessi eini maður með f Bandaríkjunum hafa sterkar skorður verið reistar gagnvart innflutningi og hér í Canada einnig, og væri það rétt ef þær sporn uðu aðeins á móti þeim flokki sem líklegur væri til að spilla fyrir landinu eða verða því að byrði. En því miður eru þær bæði nokk- framsýni sinni hefir stofnað, orðið að auð- uð hlutdrægar og ein'hliða. Þótt stríðið sé á félagi. Hefði þessi eini maður ekki séð mögu- leikana, hefði auðveldi það aldrei myndast. Hvernig er þá hægt að neita því, að auður þessi sé réttmæt eign þessa félags, þar sem sá auður hefði aldrei átt sér stað án tilveru þess? Það er samt annað sem hægt er að gera, og það er, að koma í veg fynr að auður þessi leggi ekki það smærra, sem vinnur í áttina til almennra heilla, undir sig, eða geri samninga við annað félag sér jafnsterkt, til að geta undirokað alt annað sam vinnur að sama takmarki, og gera þar af leiðandi alla samkepni ómögulega. Hvert land ætti að hafa sterk lagaákvæði er útilokaði öllum möguleikum að þannig löguðum samningum. Það ætti að sjá um, að ómögulegt væri að sölsa undir sig einstaklingsréttinn með sér- stökum samtökum, og það ætti að reyna að stuðla sem mest og bezt að því, að hver og einn einasti borgari þess og búandi geti orð- ið sjálfstæður. Það væri ekki að skerða sér- eign auðmannsins þó takmarkaðir væru möguleikarnir fyrir inntektum hans og fært landinu í nyt, því til eflingar og upbyggingar, því ef land hans fer í afturför eða verður gjaldþrota, þá hlýtur af sjálfu sér auður hans að eyðast og að engu verða. Landið er í voðalegum skuldum; skatta- álögin þyngjast ár frá ári og þjóðin stynur þungt undan byrði þeirra. Auðurinn er nóg- ur til, bæði sýnilegur og óáhrærður. Ef þeim sýnilega auð væri varið til að framleiða þann ósýnilega auð í þarfir þjóðfélagsins, en ekki einstakra manna, væri björninn unninn og hinum þungu álögUm létt. Þjónar vorir, sem vér kjósum til að sjórna landinu og sjá um landsmál vor, mega ekki vera hræddir við að ganga skref út af alfaraveginum og kanna nýja stigu, ef þeir gæta þess að hygg- indi ráði fótmáli þeirra. Þeir þurfa ekki að rífa niður til að geta bygt upp; efnisviðirn- ir eru nógir til án þess, ef þeir aðeins nota þá. Vér komum þá að síðasta atriðinu: Aukn- ing mannfjölgunar, og skyldur þjóðfélagsins gagnvart hverju því barni sem fæðist. Það er tvent sem aðallega útíheimtir þetta og happadrýgst hlýtur að verða; það fyrsta er, að auka fólksfjöldann með innflutningi inn í landið frá öðrum löndum. Hið síðara, að gera lífskilyrðin svo þægileg, að fjölgun hjá þjóðinni sjálfri innanlands fari í vöxt og óttinn fyrir erfiðleikunum með uppalning barna hverfi; einnig að þjóðin finni það skyldu sína gagnvart landinu, að koma ekki í veg fyrir fæðingu barna. Fyrir stíðið var stórfé varið til að útbreiða þekking á landi voru í Evrópulöncfunum, og orsakaði það innflutning í stórum stíl. Því miður voru ekki ætíð sem álitlegastir sumt af þeim innflytjendum er fengust, og sumir þeirra sem að verki því unnu, enda og friður kominn á, þá virðast þjóðirn- ar eiga bágt með að rétta bræðrum sínum og systrum sem áður voru óvinir, hendina og segja: Þeir sem réðu ráðum voium sýndist sitt hverjum og urðu missáttir. Metorð, valda fíkn og illar tilhneigingar verzlunarguðsins kyntu hatursbálið og vér börðumst sem vér máttum hver fyrir sitt land, en nú erum við sáttir. Gleymum þessvegna því sem orð- ið er og látum okkur það aðeins að kenn- ingu verða og lærum að meta hvern einn að verðugi fyrir það sem hann er og hefir fram að bjóða, en ekki eins og vér sáum hann sem óvin vorn. vandir að virðingu sinni og þeim meðölum 1 er þeir notuðu til að fá fólk til að byggja upp landið, og þar af leiðandi peningum þeim sem kostað var til þess, ekki eins vel varið og vera skyldi; en alt fyrir það feng- ust stórir hópar af nýtum og dugandi borgur- um. Það sem hefði átt að leggja aðal áherzl- una á var að fá bæncfur og fólk sem vildi i vera sjálfstætt og byggja upp lanciið, en j minna af lýð þeim er tii borganna vildi flytja, | með því augnamiði að gerast vinnutól ann- ara, og hugsa aðeins um að geta unnið nægi- j lega fyrir fötum og viðurværi sínu. Fólk það | Iítur vanalega aðeins á klukkuna með öðru auganu en á tilvonandi dalina með hinu, án þess að hugsa um, hvort það er að gera land- inu gagn með vinnu sinni. Því dettur sjald- an í hug annað en reyna að hafa selm mest gjald fyrir sem minst verk, og þar af Ieið- j andi spillir fyrir sjálfu sér og þeim sem það j er í þjónustu hjá. — Þetta þarf að breytast. J Landið þarf á innflytjendum að halda, en j þeir þurfa að vera góðir. Það er nóg af svo- ; leiðis fólki í gömlu löndunum, sem fegið | vildi koma hingað ef kjör þess og skilyrði j fyrir að gera land vort að framtíðar bústað sínum væru gerð aðlaðandi og aðgengileg. Þjóðarígurinn þarf að hverfa og enginn nýt- ur maður eða nýt kona sem til vor vill koma í þeim tilgangi að gera land vort að sínu fósturlandi, má til þess finna að hann eða hún séu útlendingar í framandi landi, setm litið er niður til líkt og þeir væru á lægra stigi en vér sem erum fyrir. Orðið útlendingur (the foreigner) í þeirri merkingu sem það hefir hér mest verið notað, verður að gleymast og jhverfa. ÖII þau góðu þjóðareinkenni sem /þessir innflytjendur flytja með sér ættum vér að færa oss til gagns. Þau eru stór inntekta- liður ef þau eru réttiiega hagnýtt. Þá komum vér að síðara atriðinu, að gera lífsskilyrðin svo þægileg, að fjölgun hjá þjóð- ínni sjálfri innanlands fari í vöxt, og óttinn fyrir erfiðleikunum með uppalning barna hverfi; einnig að hætt sé að koma í veg fyrir fæðingu barna. Að gera lífsskilyrðin þægi- legri væri óefað hægt með því að sjá um að hver fengi sanngjarna borgun fyrir sitt starf og afurðum af verkum hans væri ekki mis- boðið með því að láta aðra hafa ósanngjarn- an ágóða af þeim. Tökum t. d. eins og nú á sér stað. Vörur bænda hafa fallið svo í verði að þeir verða að vinna fyrir sama sem ekki neitt, til að framleiða þær. En hvað skeður ekki svo, þegar þær eru komnar til þeirra sem síðast þurfa að kaupa þær; verð- ið er þá orðið svo gífurlega hátt, að þeir geta ekki risið við og verða í mörgum tilfellum án þeirra að vera. Töktfm t. d. nautgrip; söluverðið sem bændur fá fyrir þá á fæti er hálft annað cent fyrir pundið, ef þeir eru reglulega góðir. Það er nóg að gera ráð fyrir að þeir léttist um þriðjung við slátrun og kostar því ketið rúm 2cent pundið þann sem keypt hefir af bændum. En sá sem kaup- ir það svo aftur í smáufrn stíl út frá kjöt- salanum, verður að borga frá 15 upp í 54 cent fyrir pundið. Síðastliðið haust kostaði bóndann að fá þreskt hvert búshel af höfrum 12 cent, en á markaðinum fékk hann aðeins 18 til 28 cent fyrir það, en samt er sex punda haframjölspokinn seldur í búðunum á 40 cent. Svona mætti telja upp hérumbil alla landvöru, og yrði svipað millibil á verð- Iaginu frá fyrstu hendi til síðustu. Það er auðsjáanlega eitthvað rangt við þetta, og hvar þau rangindi liggja er auðfundið ef að er gáð. Fyrst eru tröppustigin sem varan verður að ganga eftir alt of mörg og svo eru samtök heildsöluhúsanna með að halda verð- inu sem hæðstu til þeirra sem vöruna verða að kaupa orðin svo sterk, að sá selm fyrir utan þau vildu standa, hefði ekkert bolmagn til að rísa þar öndvert við. Þetta þarf að breytast. Lög landsins ættu að vera svo úr garði gerð, að þannig löguð samtök færu ómöguleg. Bóndinn verður að fá það verð , fyrir vöru sína sem skapað getur honum ekki nógu , þapgjleg Iffskjör. Með því eina móti er það hugsanlegt að möguleikar landsins verði framleiddir og Iandbúnaður verði aðlaðandi en ekki Iíkastur endalausum þrældómi eins og nú í alt of mörgum tilfellum tíðkast. — Þrældóm sem aðeins gefur af sér nægilegt til að draga fram lífið án allra vona um happadrjúga framtíð og sjálfstæðis virki- Ieika. Undir þægilegum lífskjörum mundi þá fjölgunin skapast af sjálfu sér. Hinn voða- legi barnadauði mundi réna og foreldrarnir ala upp hæfari borgara fyrir föðurlandið er létu sér ant um að sjá velgengi þess. Það er fullsannað að hver sú þjóð sem flestan og mestan stéttamun hefir, fer smátt og smátt1 hnignandi. Fátækt í stórum stíl brýtur hið eðlilega náttúrulögmál, og sama gerir auð- urinn, sitt upp á hvern máta. Fátæktin getur ekki séð afkomendum sínum farborða. Auð- urinn álítur það vera of mikla fyrirhöfn og skyggja á listisemdir sínar. Afleiðingarnar verða þær sömu, fækkun íbúanna í stað þess að ef jöfnuðurinn væri meiri yrði það fjölg- un.. Til þess eru vond dæmi að varast þau, segir gamli málshátturinn. Dæmið höfum vér fyrir augunum. Lítum til sumra Evrópu- landanna. Þau hafa sum þeirra, t. d. Frakk- land, nú þegar séð það sjálf og hafa reynt og það með góðum árangri, að bæta úr því. Vér getum varast að feta þá braut sem þar var gengin, og vér getum, ef vér skiljum hvað þjóð vorri er fyrir beztu, séð um að þeir einir ráði málum vorum sem leglegir eru arinn til að leiða þjóðmál vor til farsælla lykta. Með gleði getum vér Iitið fram á veginn því vér sjáum að aldan er risin sem vekur þjóðirnar til sannrar meðvitundar um köllun sína, köllun þá, að ala ekki öfund og hatur í brjósti til þess eða þeirra sem eru að reyna að komast sem lengst áfram í fraimfararbar- áttunní, heldur að keppast við og komast það einnig sjálfir, og meira að segja, rétta lítilmagnanum hjálparhönd ef hann þarf á að halda. Ef vér erum trúir sjálfum okkur, iþá verðum vér einnig trúir öðrum, því annara velmegan skapar einnig okkar eigin. Stór- mennin eru að reyna að leggja grundvöll fyrir því að varanlegur friður komist á. Sárin eru mörg og stór og sum ærið sollin, en með þeim réttu gróðrarsmyrslum er hægt að græða þau. Þegar Wilson lagði niður sínar fallegu friðar- sáttmálareglur er komu á vopna- hlé, hefir óefað vakað fyrir hon- um hin göfugasta hugsjón sem til er í manneðlinu; hugsjón órjúf- anlegs friðar, þó honum auðnað- ist ekki að fylgja því máli fram til hlýtar, en nú virðist benda á, að bjartviðri sé í nánd og ef hver þjóð og hver einstaklingur gerir sitt til að bæta meinin og byggja upp úr þeim efnum sem til eru, en ekki eyðileggja þau, þá veroa sól- ríkir dagar í nánd fyrir land og lýð og friður á jörðu. Ilt er að gera svo öllum líki. “Vér skjöllum okkur sjálfa. — Segið þér mér, hættir ekki mörg- u/m til þess? — Vér teljum okkur trú um að vér höfum sent her- menn vora austur yfir haf til að vernda Frakkland og England frá falli og til að vernda mannkynið yfirleitt frá óréttlæti og allskonar voða. Þetta er ekki satt. Ekkert af þessu kom okkur til hugar. Vér sendum hermenn vora bara til að vernda Bandaríkin og gerðum það seint og hikandi. Vér vorum ekki of stoltir að fara í stríðið, hvað sem það nú annars þýðir. Vér vorum ekki hræddir við að berjast. Þetta er hreinasti sannleikur. — Vér komum þessvegna í endalök- in og hjálpuðum ykkur og sam- bandsþjóðunum ykkar til að stytta stríðið. Þetta er nú alt og sumt sem vér gerðum og alt sem vér í raun og veru segjumst hafa gert. Auðvitað er það samt sannleikur, að, ef stríðið befði staðið yfir þrjú til fjögur ár lengur þá hefð- um vér sent frá fimm til tíu milj- ónir hermanna á vígvöllinn, eins og búið var að ákveða samkvæmt herskyldulögum okkar, en til allra hamingju þurfti þess ekki við. Vér getum þess vegna haldið áfram að starfa á starfsviði því sem fram undan okkur liggur og er það starfsvið mjög svo stórvægilegt, eins og vér nú fyrst erum farnir að hafa hugmynd um.” Þetta er tekið upp úr ræðu þeirri sem Mr. George Harvey sendiherra Bandaríkjanna í Eng- landi hélt eftir að hann var ný- kominn til Lundúna, og hafa Bandaríkjablöðin úthúðað honum mjög fyrir það tiltæki. Meðal ann- ars segir New York Times að for- dæmingarnar hafi risið upp sem sterkur vatnakliður um land alt. Prestarnir hafa mótmælt því úr prédikunarstólunum, ræðuskörung arnir af ræðupöllunum og blöðin segja að hann hafi með köldu blóði svívirt hinn heilaga tilgang þjóðarinnar og hermanna þeirra er vígvöllinn fóru. Það lætur stundum illa í eyrum bæði fyrir einstaklinginn og þjóðina í heild sinni að heyra sannleikann sagð- an án þess hann sé fyrst telgdur, skafinn og svo málaður hjákát- lega óviðeigandi IituJm, svo hann ekki særi hinn uppskafningslega, óheilbrigða fegurðarsmekk. ....Oodd’s nýmapiílur eru bezte nýmametSaliS. Lækna og gigt, bakverk^ hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa fr» nýmnum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyf*öL um eða frá 'The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto^ Ont.......... fyrir dómarann að hleypa sér ekki í imikla æsingu. Hann varð að gá að því að dæma ekki svo aS hann yrði sjálfur dæmdur. Hann kallaði hvorttveggju málsaðila fram, og bauð að sókn og vörn í málinu skyldi þegar hafin Eftir að hann hafði hlýtt á alla máiavöxtu fanst honum ekki eins erfitt og hann hafði hugsað, a$ komast að því rétta og fella sann- gjarnan dóm í málinu. “Mér þykir sérlega fyrir,” sagði hann við bankastjórann, “að gögn in sem hér hafa komið fram í þessut máli þera það með sér, að þú sért sekur. Eg verð því að dæma þig til eins árs betrunar'hússveru.” Lögmaðurinn sem varði mái bankastjórans lagði þá fram ótal skjöl og gögn því til sönnunar að heilsa bankastjórans væri svo slæm að hann gæti með engu móti tek- ið út þessa hegningu. Hann hefði fyrst og fremst þegar hann var of- ur lítill drenghnokki marið á sér eina tána, og nú rétt nýveriðw hafði hann svignað um hnjáliðinn annan, þegar hann eitt sinn steíg út úr bifreið sinni. “Nú,” sagði dómarinn, “þettar breytir málavöxtunum. Málið verður þá ekki að svo stöddu lykt- að.” — Bankastjóranum létti við að heyra þetta og hann gekk upp- réttur út úr réttarsalnum, steig. upp í bifreið sína og rendi á fleygi- ferð niður strætið og stanzaði ekki fyr en við dyr bankans. Klukkan var orðin tíu. Nafn Jóns Jónssonar var kallað upp x dómsalnum. Hann var kærður fyr ir þjófnað. Hann var illa til fara, óhreinn og ræfilslegur og ódaun- in lagði af flýkunum sem hann var * i. “Þú ert sekur um þjófnað; get- urðu neitað því?” spurði dómar- inn. “Eg var kominn í dauðann af hungn.” “lÞað leysir þig ekki frá að taka út hegningu,” svaraði dómarinn. “En dómari sæll, eg var veikur; fékk hvert sjúkdómsáfallið á fæt- ur öðru; eg fékk fyrst Iungna- bólgu; svo kvaldist eg af melt- ur ingarleysi, og nokkru seinna var eg skorinn upp við botnlangabólgu; lækningar við þetta kostuðu al- eigu mína og drjúgt betur. En við það ætlaði eg ekki að gefast upp, og gafst ekki upp fyr en gigtin ‘lagðist svo á mig að eg gat ekki unnið.” “Sex mánaSa tugthúsvist,” sagði dómarinn og -sneri sér ugur á svip frá manninum. Dómsorðið. Klukkan var 9 að morgni. Dóm- nn var kominn í sæti sitt og rendi augunum yfir salinn án þess að snúa höfðinu minstu vitund til hliðar.Það lá fyrir honum að dæma í stórmáli, sem Magnús Ketilsson bankastjóri elti grátt silfur út af við fylkið. Það var hvorki um on~ Þuríður Þorbergsdóttir dáin. Hinn 6. júlí, síSastlicSinn, and_ aSist a8 heimili sínu í Riverton, merkiskonan Þuríður Þorbergs- dóttir, kona Þorvaldar Þorvalds- sonar, og mófSir þeirra bræSra Sveins, Þorvaldar sál. og Þoibergs sem allir Vestur-lslendingar kann. ast viS. ÞuríSur sál. var fædd á Dúki, í SæmundarhlíS, 8. janúar 1838. meira né minna að ræða en tvær Voru foreldrar hennar Þorbergur miljónir dala. Það var því betra hreppstjóri á Dúki, Jónson, hrepp-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.