Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 1
AVE., and SIMCOE STR. WinolpcK —Man. Dept. H. Siuai 37244 — t?*r lfnar Hattar hrelnsaSlr uf radurný jatflr. Betri hreinnua jafnftdýr. XLIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 24. OKT. 1928 NÚMER 4 Öanumst vl«aklfti vl« ntaibajarmeai metl mikilll nákvæmnl og tlfti. FATALITUN OG HREINSUN Rilice Ave. and Simcoe Str. 9 C A N A D A Frá Brandon var simaö á mánu- ^aginn, að Mr. Donald G. McKen- zie, tollnefndarmaöur 'heföi veriö til- nefndur sem þingmannsefni í Lands- <lowne kjördæmi, við aukakosningarn ar. sem fara þar í hönd, á tilnefning- arfundum liberala og proigressíva er haldnir voru á laugardaginn var; til- nefningarfundur progressíva að Alex- ander en tilnefningarfundur liberala aö Griswold. —Aö Alexander talaði Bracken forsætisráöherra og kvaðst ganga að því, aö Sjö-systra málið yrði aðal úrslitaefnið í kosningunum. Mr. McKenzie talaði þar næstur, og kvaðst hafa samþykkt að .taka við stoðunni sem ráðherra náma og auðs- uppspretta i ráðuneyti Brackens, ef hann næði tilnefningu á þessum fundi. Kvaðst hann ekki leggja sérstaka á- herzlu á það hverjum flokki hann íylgdi, aðeins hafa velferð Mani- tobafylkis fyrir augum, og myndi hann vinna allt er hann igæti í fylkisþarfir. Kvaðst hann glaður skyldi koma á opinn flokksfund conservatíva ef hann yrði haldinn, og reyna að fá bar allan þann styrk er hann gæti til þeirrar fyrirætlunar.— Mr. J. W. Smith, frá Rapid City kvað skýring- ar beggja ræðumanna fullnægjandi. Þegar bændur hefðu myndað með sér pólitízkan flokk, þá hefði sér sannar- lega skilist, að sá flokkur vildi ekk- ert hafa með gömlu pólitízku flokk. ana að igera. Ef Mr. McKenzie gæti nú sagt, að hann væri ekki háður nokkrum pólittzkum böndum, þá væri hann ánægður fyrir sitt leyti. Mr. McKenzie fullyrti að svo væri ekki, og tilnefndi Mr. Smith hann þá sent þingmannsefni. Var það stutt af Mr- Roy McPhail. En áður en tilnefningin fór fram var Mr. Mc- Kenzie lagður af stað til Griswold. —(Á tilnefningarfundinum að Alex- ander voru viðstaddir unt 75—80 fulltrúar.) A tilnefningarfundinum að Gris- 'vold voru unt 40 til 45 fulltrúar. Stýrði fundinum R. K. Smith for- ntaður liberala i Landsdowne kjör- dæmi. Viðstaddir voru einnig H. A Robson, K.C., leiðtogi fylkisliber- ala, Duncan Cameron formaður lib- erala flokksins í Manitoba; J. T. Morkin, formaður liberala í Winni- Peg. o. fl., o. fl.— Toluverð óánægja kom í ljós á fundinum með tilnefningu Mr. Mc- Kenzie, eins og á stóð. Herrnir Kegnin, að ýmsir fulltrúar hafi talað heizklega á móti tilnefningunni, Og enginn verið ánægðari með hana «n svo, að jafnvel þeir er helzt mæltu nieð henni kváðust aðeins gera það vegna þess, að þeir treystu ekki liber- al þingmannsefni að ná kosningu, ef þrir væru í kjöri, en conservatívum 'rði endilega að bægja frá sætinu. Kkki samþykktu allir fulltrúar .til- nefninguna. Sátu sex eða átta, er aðiir fulltrúar stóðu upp til sam- Þykkis.— hundarstjóri spáði samruna lib- erala og progressíva. “Eg sé ekkert annað en einhverskonar samruna ffamundan liberölum qg progressívum. I‘að er býsna hart aðgöngu að biðja ntenn, sem fæddir eru liberalar, að fara, þenna veg í þetta skiíti, en eitt- hvað verður að gera. Milli þessara ‘tveggja flokka er skilgreining án þess aS nokkru muni. Einhverntíma nljóta þeir að renna saman en mér finnst að yngri flokkurinn eigi að stiga fyrsta skrefið í þá átt.” Því bætti fundarstjóri við, að það væri trú sin, að ef Mr. McKenzie næði kosningu, þá myndi hann koma miklu til leiðar um það, að flokkarnir rynnu saman. D. G. McKenzie, sem tilnefndur var á laugardaginn sem þingmanns- efni Brackensstjórnarinnar í Lands. downe kjördæmi, var tekinn í fylkis- ráðuneytið á mánudaiginn var. Vann hann embættiseið að stjórnarskránni, sem ráðherra náma og náttúrufrið- inda Manitobafylkis, kl. 11 f. h., að viðstöddum forsætisráðherra og ráð- henra hans. Perdue háyfirdómari tók eiðinn af Mr. McKenzie, i fjar- veru fylkisstjórans, Hon. T. A. Burr- ows. Fyrra þriðjudagskveld varð sá merkisatburður hér í Winnipeg, að stofnuð var staðardeild Kú Klúx Klan félagsins nafnkunna, á fundi er hald- inn var í Norman Hall. Var skipu. lagsfrömuður félagsins í Manitoba- fylki, Daniel C. Grant frá Brandon helzti ræðumaður fundarins. Hafði verið boðað til hans með leynd, en þó hafði Free Press komið einum fregnritara sínum á fundinn og birti blaðið itarlegan fundargerning dag- inn eftir. Kvað sú frétt Mr. Grant hafa farið stórum orðutn um hið hræðilega lastabæli Winnipeg, því- nær glæpsamletgt afskiftaleysi lög- reglustjórans, Chris. Newtons og siðgæzlustjóra lögreglunnar, William Eddy, og lýst því, hvilík nauðsyn væri til þess, að þeir yrðu tafarlaust reknir frá embætti. Þessi Klan ætti ekkert skylt við Bandaríkjaklaninn, ! heldur væri hann runninn vestan úr I Sask. og hefði þar “algerlega hreins- |að til” i Moose Jaw og fleiri bæj- um, er hefðu verið hln eitruðustu spillingarbæli, áður en Klaninn kom þangað, en væru nú aðsetursstaðir réttlátra. — Ekki var St. Boniface borin betur sagan en Winnipeg enda væri þar fullt af kaþólskum mönnum og páfavaldi, en Klaninn væri hinn öfluigasti óvinur allra slíkrar fordæðu. Þyrfti að taka vel í þann lurg og yfirleitt í lurginn á Gyðingum, Negr_ um qg óbrezksinnuðum og ókonung- hollum tartaralýð, er gengi hér ljós- um logum, og væru frumkvöðlar flærðanna og uppspretta allskonar spillingar. Aherzla var lögð á það, að félagsigjöld væru. greidd. Þegar Mr. Grant las þessa frá- sögn Free Press vildi hann ekki kann- ast opinberlega við allt er þar var sagt, en þá stimplaði Mgr. Jubinville, kaþólskur prestur og aðstoðarmaður Beliveau erkibiskups i St. Boniface, Mr. Grant sem raggeit og óskilríkis- mann í hvívetna, og lýsti því yfir að rómversk-kaþólska kirkjan myndi beita öllu afli sínu til þess að taka fyrir kverkar Klansins, ef hann ætl- aði að hefja ofbeldisstarfsemi sína i St. Boniface. I sama streng tók lögreglustjórinn þar, Mr. Th. Gagn. on. Skutu nú Klansmenn á fundi i Nor- wood og andæfðu þar ýmsu í Free Press. Einn maður, er eigi var albúinn að fylgja þeim í öllum atr- iðum nema greinilegri skýringar kæmu fram um þau var rekinn af fundi. Eftir félagsgjaldi var gengið, sem vonlegt var, og skýrt frá því að það væri $13.00 fyrir karlmenn, fyrstu sex mánuðina en fimmtíu cent 4 mán- uði eftir það, en $6.50 fyrir konur og minni upphæð ársfjórðungslega eftir það. Free Press segir að Newton lög- reglustjóri hafi kynnt sér fundar- igerninginn, en eigi fundið ástæðu til þess að elta ólar við Klaninn að svo stöddu, talið þetta fimbulfamh og markleysu eina. Lögsóknari Stjórnarinnar R. B. Graham, K. C , hafði hið sama að segja, og lét á sér skilja, að þetta myndi ekki sizt gert af því að kunnugt væri, að álitleg upphæð af félagsgjaldinu rvnni jafn- an í launasjóð skipulagsfrumkvöðl- anna. i-iei fö rsJf* P* L Bæj aretj órnakosningar faj'a nú i hönd hér í Winnipeg. Hefir Dan McL.ean borgarstjóri tilkynnt opin- berlega, að hann muni sækja um endurkosningu. Sem stendur er tal- ið sennilegast að eqginn sæki á móti honum, þótt einhverjar fregnir spyrð- ust um það, að John Queen, fylkis- þingmaður myndi sækja á móti hon- um undir merki óháðra verkamanna. Blaðið Tribune skýrir frá því, að leiðtogar flokksins hafi neitað því, að það væri í ráði, enda hefir það verið nokkurskonar hefð, að borgar- stjóri hér sæti tvö kjörtímabil í embætti. Frá Ottawa er símað 20. þ. m. að fánamál Kanada muni verða á döf. inni á næsta sambandsþingi. Er sagt að C. R. Maclntosh, liberal þingmað- ur frá North Battleford, munf verða framsögumaður þess máls á þingi að Kanada fái sérstakan fána. Kom það til orða fyrir nokkruin árum, og urðu um það þær stælur, að ekkert var gert til þess að hrinda því i fram- kvæmd. Sagt er að Mr. Maclntosh ætli ekki að leggja það til að Kanada afneiti “Union Jack,” heldur koma í þann fána einhverju kanadisku sér- einkenni. Kveður hann svo vera í Astraliu og Nýja Sjálandi, qg hafi þegnar þeirra ríkja komið fram und- ir þvi merki á ólympisku leikjunum í sumar, þar sem Kanada hafi ekkert séreinkenni ihaft. En engin laun- ung er það, að til þess þykir mörg- um tími kominn. Eftir því sem “Tribune” skýrir frá nema byggingarleyfi, sem veitt hafa verið í Winnipeg 1928, $9,341,210.00. I fyrra námu byggingarleyfi samtals $7,569,300.00 Arið 1926 námu þau $10,362,000.00 en þá var byggð hin mikla búð Hudsons Bay félagsins. Enn eru nokkrar vikur eftir af bygg- ingartímanum, og þá ekki talið ólík legt að bygingar muni ná hámarkinu, er sett var i hittifyrra. Er þetta einn vottur um að atvinnulíf er að glæðast hér, enda enginn efi á því. að miklar uppgangstímar eru nú fyrir hendi i Manitobafylki. ----------x---------- Fjær og nær. Séra Þorgeir Jónsson messar að Arborg sunnudaginn 28. þ. m. kl. 2 ef.tir miðdag. Á fimmtudaginn í fyrri viku var frú Önnu og séra Albert E. Kristj- ánssyni boðið til 'kveðjusamsætis að heimili Mr. og Mrs. Hjálmars Gislá- sonar, að Victor stræti hér i bænum, og mun það hafa verið í samráði við Málfundafélagið íslenzka. — Voru ágætar veitinigar framreiddar, og kveðjur fluttar yfir borðum. Mr. Hjálmar Gíslason flutti aðalræðuna; gerðiglögga grein fyrir samræminu í persónulegum skoðunum og opin- berri framkomu séra Alberts og þakk- aði honum einlægni hans við allt sem hann vissi satt og frjálst. For_ seti máifundafélagsins, Sigfús B. Benedictson tók í sama strenginn eins og allir þeir, er þar báru þar fram þakklætiskveðjur og árnaðaróskir. Aðrir sem mæltu þar nokkur orð voru Mr. qg Mrs. Fr. Swanson, Mr. og Mrs. J. Jónatansson, G. K. Jóna- tansson, og Sigfús Halldórs frá IHöfnum. Samsætinu sleit fyrst æði tírna ef.tir miðnætti. Mótmæla- fundur Fundur verður haldinn í St. Paul’s United Church á horninu á Notre Dame Ave. og Pearl Str., þriðju- dagskveldið 30. okt. kl. 8, til þess að mótmæla þeirri stefnu heimfararnefndar Þjóðræknisfélagsins, a ð þiggja styrk af almannafé í sambandi við heimförina 1930. Sjálfboðanefndin. StL-V Frá Islandi Isafirði 15. sept. Slldvciði Skip þau, sem hafa verið á sild- vé -ðum og lagt upp afla sinn hjá Kveldúlfi, Hesteyri, eru nú öll hætt veíðum og hafa fiskað vel. Hávarður Isfirðingur 12171 mál. Skallagrímur .............12035 — Þórólfur .... —- ........ 11681 — Snorri Goði .............. 8938 — Egill Skallagrímsson . . 8894' — Arinbjörn Hersir ......... 7906 — Hafstein ................. 6028 — Sigríður ................. 5770 — Alls mun Hesteyrarstöðin hafa fengið rún 70 þús. mál. —Skutull. Þá er og nýlega látinn að heimili 1 sínu, Uppsölum í Öngulssitaðahreppi, Ingibjörg Jónsdóttir, 'kona Jóns Jónssonar bónda þar. Var hátt á áttræðisaldri. Reykjavík 25. sept. Eftirmenn Valtýs og Finns Á mánudaginn var rætt um það í heimspekisdeild háskólans hverja ætti að velja til að taka við prófess- orsembæbtum þeirra Finns Jónssonar og Valtýs Guðmundssonar. Var kosin nefnd til þess að gera tillögur um málið og eru í henni prófessorarn ir Vilhelm Andersen, Hans Brix, Bf.aridunv-Nielisen, Vatdemar Vedlel og Ostrup. — (Sendiherrafrétt). Glúggar nýja barnaskólans — Akveðið hefir verið að setja hið svo- nefnda "Vita”-gler í glugga nýja barnas'kólans. Gler þetta er talsvert dýrara en venjulegt gler, ien hefir þann mikla kost fram yfir það, að hinir “ultra”-fjólubláu geislar sólarljóss- ins koniast í gegnum það og nýtur þvi sólarljóssins eins vel innan við gler þetta, eins og undir berum himni. Laugaborunin Fullvíst er nú orðið, að uppspretta Lauganna er í sambandi við holu þa sem boruð hefir verið. Uin daginn var borunarholunni lokað nokkra daga. Vatnsmagnið sem úr henni rann opinni var um þær mundir 7 litrar á sek. En er henni var lökað jókst rensli Lauganna, sem því svar- aði. -------- Vel er róið Flestum mun nú vera orðið Ijóst, er þolinmæði hafa haft til að hlusta á, eða lesa, allan þann ósóma er hinir svonefndu “sjálfboðar” hafa borið á Heimferðarnefndina á þessu sumri, — i ræðu og riti, — að eitt- hvað annað hefir búið undir öllu því illindaskrafi en uppi var látið i fyrstu. Ádeiluefnið, er svo var lát- ið heita, var svo smávægilegt, svo mikla leikni þurfti, fram yfir það sem ]>eim var gefið, til þess að rang- færa það svo, að það gæti á nokkurn hátt sýnzt tortryggilegt, að engum gat komið til hugar, að trúa þvi, að út af því væri allur þessi glumrugang- ur. Það sýndi sig sjálft, að ástæðu- lítið var að eyða mörgum ókvæðis- orðum út af því, að Sask. stjórnin léti íslenzku-m borgurum hér í Vestur- landinu, skilmálalaust, örlitla fjárupp- hæð í té, til þess að undirbúa almenna þátttöku þeirra í hinu mikilvægasta hátíðahaldi er fyrir hefir komið í sögu Islands. Ekki var sú synd svo stór eða sökin svo mikil að út af því þyrfti að vonskast í heilt misseri, einkum líka þegar Sask. stjórninni fórst það jafn vinsamlega og drengi- lega og margoft hefir verið bent á. Eitthvað annað sem andmælendur höfðu ekki fulla djörfung til að koma með strax, hlaut að búa undir þess- um ógangi, það fundu allir. Það vakti strax illan grun hjá almenningi, er ráðist var á hlutlausar stofnanir — þegar skeytuni var beint að málum er þessu voru alveg óviðkomandi, er tilraun var gerð til að vekja upp fornt og fávist trúarofstæki, er göm- ul misklíðarefni voru grafin upp og með klunnalegu skopi reynt var að draga úr þátttöku nianna i sjálfu há- tíðahaldinu. Það gaf bendingu um að einhver annar tilgangur væri á bak við þenna sem atrglýstur var. Fólk sá það. Hver hann var þarf eigi lengur að spyrja. Með ritgerð- um síðustu í Lögbengi, hefir hinn virðulegi málsvari “sjálfboða” hra. Hjálmar A. Bergman sagt til hans. Um ritgerð hans i síðasta Lögbergi þarf ég ekki að vera margorður. Hún er að mestu leyti stiluð til mín. Aðdróttanir hans í minn garð eru það ákveðnari nú en þær hafa áður verið að ég á að vera meinsærismað- ur. Getur hann þess að fyrir níu árum síðan hafi hann heyrt mig “sverja fyrir rétti að Unitarar skírðu í nafni heilagrar þrenningar.” Eg minnist þess ekki að við höfum verið saman i rétti nema í “Tjaldbúðar- málinu” sæla, er hann tók sér fyrir hendur að gera safnaðar systlcin sín réttlaus til kirkjueiignar þeirrar er reist hafði verið á þeirra fé. Eg hélt sannast að segja að “Tjaldbúðar málið” kæmi ekki heimferðarmálinu við. Eg hélt heldur ekki að hann myndi óska efitir að rifja það mál upp, því svo mun það enn vera ferskt í hutga manna að ekki myndi honum standa óhagur af, að yfir það fyrnd- ist betur en komið er. Það mun eiga að skiljast svo að ég hafi átt að leggja af þenna eið, er hann talar um, í þessu máli. Eg minnist þess ekki að hafa svarið það að Unitarar skírðu í nafni heilagrar þrenningar, i þeirri merkingu sem höf. á við með héilagri þrenningu eða bundin er við skilning hans á hinum almennu trú- arjátningum. En hitt getur vel verið, að ég hafi bent á, að i Helgi. siða bók hinnar Uni.tarisku kidkju sé leyft orðaval við barnsskírn, svo hin alkunnu orð í Matt. guðspjalli (28 kap. 19 v.) megi notast við skírnar- athöfnina í stað annara er þar standa líka og er þá ekki vikið langt frá sannleikanum. Vil ég benda höfundi á, “Book of Prayer and Praise, for Congregational Worship,” B^oston American Unitarian Association, 18 93, pp. 188 and 192. Meira er ó- nauðsynlegt að segja um þetta efni að þessu sinni. En ef okkur endist aldur til, eftir að höfundur er orð- inn laus við hina ábyrgöarmiklu stöðu er hann kaus sig sjálfur í, að halda uppi hlífiskildi fyrir sótna Vestur.Islendinga, getur vel svo farið að nógu gaman yrði fyrir okkur, að rifja upp Tjaldbúðarmálið gamla, sem minningar frá æs'kuárunum. Þá endurtekur höf. það aftur, sem hann hefir áður borið á mig, að ég hafi átt að segja fyrir hálfu öðru ári siðan, að Heimfararnefndin væri aö sækja um fjárveitingu til stjórn- anna i Manitoba og Sask., og rétt- lætt þá umsókn með því, “að þessi heimför Vestur-Islendinga væri sú ódýrasta innflutninga auglýsing, sem að stjórnin hefði fengið, því hver maður væri óbeirlínis útfjutninga- agent þegar heim kæmi.” Til staðfestingar þessum ummælum ber hann fram vottorö frá fornvini mínum, hra. Stephen Thorson, um að ég hafi sagt þessi orð í húsi hans í Langruth í fyrra. Eg verð að játa það, að ég varð dálítið hissa á að slíkt vottorð skyldi koma úr þeirri átt. Eg hafði ekki átt von á því. En ég hefði þó furðað mig enn meir á því ef ekki hefði mér borist fregn- ir á mánudaginn, þann 15. þ. m. um að ekthvað þessu líkt væri á seiði, eða tveim dögum áður en “Lögberig” kom með þessar staðhæfingar. Menn komu vestan frá Langruth þenna dag til þess að geta hlýtt á almenna fundinn er haldin var í St. Paul’s kirkjunni þá um kveldið að tilhlutun Heimfararnefndarinnar. Þeir komu við á prentsmiðju “Heims- kringlu,” og fænðu mér eftirfylgj- andi bréf: Langruth, Man., okt. 14., 1928. Dr. Rögnvaldur Pétursson, Kæri vin: I gærkveldi var ég kallaður niður í Langruth Trading búð, af ritstjóra Lögbergs, qg var erindi hans við mig að lesa fyrir mig bréf frá Mr. S. Thorsyni. I bréfinu segir Mr. Thor son að þú hafir sagt við sig, að hver maður sem heim færi, væri ó_ beinlínis innflutninga-auglýsing. Þetta hefir víst átt að ske þegar við heim- sóttum Mr. S. Thorson í fyrra, þegar þú komst hér út til að messa um páskana. Mr. S. Thorson segir í bréfinu að ég hafi verið viðstaddur. Ritstjóri Lögbergs vildi fá' mi|g til að samsinna það að ég hafi heyrt þig tala þessi orð. En til þess var ég ófáanlegur, af þeirri ástæðu að ég hafði aldrei heyrt þau af þínum vörum. Rréfið var lesið aðeins einu sinni svo ég veit eki hvort ég set orðin sem þú átt að hafa sagt laukrétt fram eins og þau stóðu í bréfinu, en ég veit að þér er kunnugt um hvað hér er um að ræða. Eg hélt máske að þér kæmi betur |að vita um þetta baknag qg þess- |vegna skrifaði ég þessar línur. Þinn einlægur, (signed) S. Finnbogason. Gerði sá, er færði mér bréfið, hr. Jón Thorsteinsson, þá skýringu við það, að laugardaginn næstan fyrir, eins og bréfaritarinn tekur frani, hefðu þeir hr. Einar Páll Jónsson (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.