Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 2
2. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. OKT. 1928 Arngrímur Johnson Málfundafélagið hafði ákveðið að minnast Arngríms Johnson eftir frá- fall hans. Ástæðan var aðallega sú að hann var meðlimur þess. Hann var einn af stofnendum þess og þess fyrsti forseti. Starfaði hann í því félaigi með lífi og sál eins og hans var eðli að hverju sem hann vann. Og þó verkahringur málafundafélags- manna væri og sé smár, þá samt hefir það félag ekki verið með öllu þýðingarlaust. Arngrimur sá strax þýðingu þá, er siíkt félag gæti haft, og gaf sig því fúslega fram til mynd- unar þess. Hann stjórnaði því í heilt ár. En þá var heilsa hans og kraftar að hnigna svo hann færðist undan að halda áfram forstöðu þess. Eins og ritgerð, sem fylgir hér með, ber með sér, var Arngrímur eindreg- inn Socialisti og var því eigi hvað sízt fyrir hans áhrif meira rætt um verkamannamál í félaginu en önnur mál, jafnvel þótt margt anað værí rætt, félagsmönnum til gamans og þeim er sóttu fundi þess. Félags- menn voru flestir socialistar og þess- vegna var það málefni jafnan kært umtalsefni. Það, að Arngrímur var elztur fél- agsmanna, var ekki aðal ástæðan fyrir því að allir litu upp til hans Sem fyrirmyndarmanns, heldur mUdtl fremur hvað höfðinglegum persónu- leika hann var gæddur og hvað mikill atkvæðamaður hann var. Þessi sí- starfandi sál, þetta sterka framsókn- areðli, nátitúrugreind hans, einlægni Og trúmennska, mannúð og veglyndi, „ggrði hann að þeim manni, sem vakti á honurn tráust óg velvild allra sem komust í kynni við hann. Norrænt víkingseðli og þrek bæði til sálu og iíkama var arfur hans frá föðurlandinu. Það var hans höfuð- stóll, sem bar honum háar rentur í þessu landi — sem gerði hann að stórum manni. Arngrimur var einn af þeim allra fy-vstu frjáls-sinnuðu Islendingtim í þessu landi. Hann stóð ajlstaðar fremst í hópnum — svo frjáls, að trúmál vor gátu aldrei tjóðrað anda hans. eða lamað framsókn hans í framíaramáium lands síns. Hann var sannur skoðanabróðir fjallaskálds- ins og unni honum mjög — kunni mikið af kvæðum hans utanbókar. Þeir höfðu verið æskuvinir og and- legir fóstbræður. St. G. Stefánsson, Sigurbjörn Stefánsson og Arngrímur Johnson, má segja að hafi verið fyrirrennarar frjálshugsunarhreyfingar Vestur-Is- lendinga. Lífsskoðanir manna auglýsa kar- akter þeirra. Sannleiksást, mannúð og réttlætistilfinning eru einkunnir frjálslyndra manna. Aðeins frjáls andi getur skilið frjálslyndi. Arn- igrímur var hugsjónamaður, þrunginn af mannúð, réttlsetistilfinningu og sannleiksást. Andinn var stór, á- setningurinn góður og viljinn tak- markalaus. Viljinn að geta lifað öðrum til góðs, var driffjöður í allri hans starfsemi. Aðeiife frjáls andi getur unnið frelsinu gagn — að leysa böndin af mannsandanum er hvers manns eða konu göfugasta verk. Andleg ánauð er böl —mann anna stærsta böl. Það skilja þeir einir sem frjálsir eru. Arngrimur var andlega frjáls. Hann var andlegt stórmenni og þess vegna fékkst hann aðeins við sitór verkefni. Socialisminn er sltærsta hugsjón mannanna. 1 þeirri hug- sjón v^r innifalin trú hans. Sann- leikurinn var hans guð — í mannvit- inu tilbað hann þann guð og þjónaði honum í dyggðinni. Allir frjálsílyndir Islendingar, og sérstaklega Málfundafélagsmenn sakna Arngríms úr hópnum og minn- ast hans jafnan með hlýhug og virð- ingu. S. B. Benediktsson. *■ * * Eg var á unga aldri þegar ég fyrst heyrði minnst á Arngrím Johnson. Á þeim dögum var talað um hann sem fríhyggjanda. Hann var á þeim timum starfandi í lestrar- og kapp- ræðufélagi, sem skipað var nokkrum helztu hugsandi mönnum meðal Is- lendinga. Tók hann siterkan þátt í því félagi og reyndi af fremsta megni að halda því lifandi. En í þá daga, eins og mönnum mun ljóst, var það nálega ómögulegt að halda slikum félagsskap uppi. Svo flutti hann til British Col- umbia og heyrði ég eíkkert af honum í nokkur ár. En síðar, er ég frétti af honum hafði hann, eins og við mátti búast af honum, haldið áfram sinni andlegu starfsemi á ströndinni. Hann hafði gengið í “Canadiska Jafnaðarmannafélagið”, (The Soc- ialist Party of Canada) þar, og stóð framarlega í að útbreiða jafnaðar- skoðanir þar vestra. Hann myndaði hið fyrsta verka- mannafélag í Vancouver og Victoria og var þess traustasti stólpi. Og fyrir hans dugnað náði það allmikl- um framförum í þá átt að bæta lífs- kjör þeira er unnu fyrir lægstu kaupi í þeim borgum. Það var ekki fyrr en 1914 að ég kyntist honum persónulega. Það var í byrjun stríðsins að félag var sitofnað af nokkrum íslendingum i IWinnipeg í þeim tilgangi að stofna blaðið “Voröld,” blað, sem var and- stætt herskyldu á mönnum til hernað- ar án þess að herskylda auð lands- ins, og svo að halda fram almennum j af naðarskoðunum. Hann tók ákveðin þátt í að stofna þetta blað og lagði sig fram til að halda því lifandi undir mjög erfið- um kringumstæðum. Þær erfiðu kringumstæður héldu áfram og blaðið yarð að hætta, Næst minnlst ég nokkurra manna er komu samáú í húsi S. J. Farmers, fyrverandi borgarstjóra og núver- andi fulltrúa í bæjarstjórninni og þingmanns á Manitobaþingi. Arn- grímur kom til mín og bað mig að sækja þenna fund. Þar voru nú 12 manns mættir, allir tilheyrandi “The Dominion Labor Party” og áttu allir heima í vesturparti borgar- innar. Þessir menn ákváðu að út- Kiewel’s White Seal Bezti bjór í Canada Eini bjórinn sem er á kristals skírum fiöskum Sími 81 178, - 81 179 KIEWEL BREWING CO., LTD. St Boniface, Man. nefna fulltrúa fyrir komandi bæjar- kosningar og sendu nafnalistan Dom- inion verkamannafélaginu til stað- festingar. Venja hafði verið fram að þessu, að útnefna fulltrúa á fél- agsfundum án tillits til þess hvort þeir áttu heima í kjördæminu eða ekki. Þessir menn ákváðu að þeir sem búsettir voru í kjördæminu skyldu útnefna sína fullitrúa og væru svo styrktir af félaginu i heild. Og man ég að Arngrímur hélt fast við þá stefnu. Það ár var stefna þess smáflokks viðtekin. En næsta ár var gerð tilraun til að rjúfa þessa reglu. Gerði Dominion Verkamanha félagið tilraun til að útnefna menn sem þessum hóp vóru andstæðir. Deilur út af þessu máli voru harðar og biitrar og að lokum sögðu þessir menn sig allir úr Dominion Verka- mannafélagiinu og mynduðu það sem nú er nefnt “The Independent Labor Party.” Eg man eftir — og vil ávalt muna eftir fundum vorum á skrifstofu Vor- aldar á sunnudögum. Hér um bil ein tylft af oss komu þar saman tiP að ræða um aðferð og ráð til að mynda nýjan pólitízkan verkamanna- félagsskap. Eg man hvað látlaust við störfuðum, hve mikið við ræddum oig bollalögðum um rétta aðferð á fél- agsmyndun, hvað rækilega við rædd- um ýmsar skoðanastefnur og brut- um til mergjar jafnaðarkenninguna. Og var Arngrimur ávalt í broddi fylkingar í baráttunni fyrir meira hugsunar. og athafnafrelsi. Menn- irnir, sem tóku ákveðnastan þátt þar i á móti Dominion Labor Party voru: F. J. Dixon, S. J. 'Farmer, W. E. Small, Arngrímur Johnson, Jack Knott, J. J. Sarrtson, Harry Veitch, J Simpkin, T. Fly, ég og fleiri, sem ég man ekki nú hverjir voru. Þessir ofannefndu 12 eða svo menn ákváðu loks að halda áfram. Þeir keyptu eign á Agnes stræti, sem nú er nefnd “The West End Labor Hall,” kölluðu saman almennan fund er fyllti húsið og mynduðu “The In- dependent Labor Party” (Hinn 0- háða Flokk Verkamanna). Afleiðingin varð sú, að The Dom- inion Labor Party datt úr sögunni, svo þar var annað spor stigið áfram í verkamannahreyfingunni. Gegnum alla þesa baráttu var Arn- grímur í harðasta bardaganum og sigur I. L. P. má að mjög miklu leyti itelja til hans óþreytandi elju Oig dugnaðar. Og félagið viðurkenndi hæfileika hans og hagnýtti ávalt hans góðu dómgreind með því að kjósa hann í öll erfiðustu og vandasömustu störfin. Hann var einu sinni út- nefndur af miðdeildinni sem fulltrúa- efni í bæjarstjórnina. Hann barð- ist vel og hart í þeirri kosningahríð sem ákveðinn jafnaðarmaður, en náði ekki kosningu. Það kjördæmi hefir I. L. P. ekki enn getað unnið, þó fyrir stöðuga elju að ná því, sé það nú komið í það horf að falla verkamönn um i skáut í náinni tið. Arngrímur Johnson féll frá mitt í stríðinu. Hann var starfandi fram að hér um bil viku áður en hann dó. Hann fékk sla,g sem leiddi hann til bana. Vér, sem höfum starfað með honum síðastliðin 10 ár, í baráttunni fyrir verkamannamálum í þessari borg, finnum _nú til þess mikla skaða sem verkamannahreyfingin hefir beðið. Það er erfitt að fylla sæti þess fél. agsmanns, sem alltaf mátti treysita, þess, sem sífellt var starfandi, sem ávalt var djarfur og einlægur, sem fann að verkamannamálin voru hans æfistarf, sem hafði verið persónu- gjörvingur hinnar tilkomumestu hreyfingar heimsins — þegar hann var svo snögglega burt kallaður. Skarðið í vorn hóp verður aldrei fyllt. Og ég vona innilega að verka mannahreyfingin heiðri ávalt minn- in,gu þess manns, sem starfaði svo vel og lengi í þarfir hins mikilvæga málefnis. Eg vona innilega að íslendingar, sem eru kynbræður hans, geri eitt- hvað til að viðhalda minningu þess manns sem svo var mikill á meðal þeirra, jafnvel þó ég verði að við- urkenna að verkamannastarfsemi, stefna og áhugi — hin yfirgripsmikla nytsemi þeirrar hreyfingar til góðs, sé naumast ennþá búin að ná viður- kenningu meðal íslenzks almennings. En sá tími mun koma, að íslenzkir niðjar munu meta og efla meira verkalýðsins en nú er gert. Þá verð- ur starf Arngríms Johnsons betur vdðurkennt af landsmönnum hans. V. B. Anderson. Islenzk guðfræði (Consequent evolutionism.) I. Krafturinn, sem öllu hefir hrundið af stað og undir býr tilverunni, er í öllum stöðum einn og hinn sami. En við misjafnlega erfiðleika er að eiga, og þessvegna er hið mikla verk mjög misjafnlega komið áleiðis. Glögt má þó skilja hvert er takmark- ið. FuIIkomin samstillin,g allra orkutegunda og tilverumynda, pan- harmoni eða diasyntagma. Rafeind- irnar (proton,- elektron) tengjast í hverfi, sem menn kalla atom (eigin- lega ódeili, af því að menn héldu að það væru frumagnirnar), atomin i enn samsettari heildir, molecule, samagnir. Hin samsettasta samögn er orðin svo margsamstillt heild, að hún getur, í félagi við aðrar slíkar, tekið við þeirri hleðslu, sem kallast líf. Hinar smæstu lifandi agnir, sem kalla mætti fyrstlinga, sameinast síðan og mynda einstaklinga, svo margsamsetta, að frumutalan skiftir þar þúsundum miljóna. Maðurinn er slik vera. Og svo kemur það, sem menn hafa aldrei gent sér ljóst. Þessar samsettu verur leitast enn við að sameinast í nýja heild, og þegar sú sameining tekst,, eða því fremur sem hún tekst, því meir koma fram nýir, stórkostlegir og óvæntir kraft- ar og hæfileikar. Takmarkið er fullkomin stjórn lífsins á hinu lif- lausa upp itil lífsins, jafnframt því sem lífið nær alþroska á þeirri afl_ raun. Lífið á að vera svo sigur- sælt, að ekkert geti grandað og ekk_ ert tafið, aldrei sé afturför en alltaf framför. II. Hér á jörðu sjáum vér líf, sem er ennþá ekki komið á sigurbraut, Jíf, sem er í hinni mestu hættu, ef ekki fer að verða komist á þá braut. En sigurbrautin má seigja að sé leið- in til guðs. En að komast til guðs er að verða sjálfur guð. A annan hátt getur það ekki orðið. Fyrir lífinu, er hófst hér á jörðunni sem ósýnileg smáögn, liggur að verða guð almáttugur. Svo má nefna hina fullkomnu tilveru. Og þar er ekki neitt sem sé öðru æðra, heldur er þar fullkominn jöfnuður. Hinn almáttugi guð er óendanlega margar verur, sem hver er alfullkomin vegna hins alfullkomna sambands við allar aðrar. III. Leiðin til guðs er löng. Ef vér nefnum þúsundir miljónir ára, þá gefur það nokkra hugmynd um þann tíma, sem liðinn er síðan lifið hófst liér á jörðu. En þó er það einungis stutt árabil, þegar miðað er við þann tíma, sem móðir vor, sólin, hef- ir til verið. Er það talið vera knrigum í miljónir áramiljóna. Ofe að vísu er sólunni farið að fara aft- ur, hún er farin að gulna og kólna, og befiv þó ekki farið nema stutt skeið af æfi sinni ennþá, við að xvi sólnanna er talin um 200 m'iljónir áram:! jóna En sólin er aðeins smá- nei-ti í stitr.band. því af miljónum nii'jóna sólna, ;ern vér nefnum vetr- arbraut. 0,g jafnvel slíkt samband, sem æðir áfram í geiminum 700 rast- ir (km.) á sekúndu hverri, er aðeins sem smáögn í hinni miklu smið heimsins. I svo sem miljón ljós- ára fjarlægð frá oss, þ. e. svo langt, að ljósgeislinn, sem fer 300,000 rastir á sekúndu, er miljón ár að komast það, — eru *tvö önnur sólnasöfn slík sem vetrarbrautin, en það er ekki ó- líklegt, að aldur slíkra safna —sem ég hef nefnt the cosmic molecule— verði að telja í triljónum ára eða kvaðriljónum. Slikar tölur mun einnig verða að nefna, ef segja skal, hversu mörg eru af þessum óskiljan,. lega stórkostlegu sólnasöfnum í heimshverfi því, sem þau eru eindirn ÞJER SEM NOTIÐ TIMBUR KAUPIÐ A F The Empire Sash and Door COMPANY LIMITED Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstefa: 5. Gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. McLEOD RIVER HARD COAL Lump and Stove size KOPPERS WINNIPEG ELECTRIC COKE Only one Koppers Coke sold in Winnipeg McCRACKEN BROS. Retail Distributors Phone 29 709 .Salllngm Montreal Montreal Montreal Montreal Montreal Montreal j Qnebec St. John St. John St. John St. John I I from —Nov. —Nov. —Nov. —Nov. —IVov. —Nov. —Nov. —Dec. —Dec. —Dec. —Dcc. Njótið Jólanna Heima á Ættjörðinni í»ú getur fari?5 heim um jólin, fljótlega og þægilega met5 Canadian Pacific skipunum, sem sambönd hafa vib skipaferöir í Nor?5ursjónum. Farþegar, er bí?5a þurfa skipa, eru hýstir á kostnaö félagsins og fæddir, ókeypis á beztu gistihúsv*m, farangur fluttur ókeypis. StærMtu «r hrnt5«kreiftuntu aklp frá Canada. LAgjt fnrujnhl fram og tll baka. Slgllngar tfbar. 2—S.S. DuchfNR of Rrdford to GlaNgon, Belfant, lilverpool 11— S.S. Montclare .......to (HaNgow, Llverpool 10—S.S. Mellta ............to C'herhourg, Southampt., Hamb. 16— S.S. DucheNN of Atholl to (alanuow, Belfant, Llverpool 21— S.S. Montrope .........to Cherbourg, Southampton, Antn. 23^8.S. Montcalm ..........to CrlaMuow, Llvcrpool 28—S.S. Mlnnedona .—...... to GIbmkow, Belfamt, Llverpoel 7—S.S. Mitagama ......... to ( herbourg, Southampton, Antw. 7—S.S. Montclare .........to GlaNgow, BelfaMt, Llverpool 12—S.S. DucheMM of Athol to GlaNgow, Llverpool 14—S.S. Mellta .......... to St. Heller, Channel iMlandn Cherbonrg, Southampton, Antw. SJERSTAKAR LESTIR GANG A BEINT AÐ SKIPSHLIÐ Spyrjist fyrir hjá stöttvarstjórum et5a skrifit5 eftir upplýsingum til: R. W. GREENE, C. P. R. Bld*., Cal* ary, G. It. SWALWELL, C. P. R. Bldg., Sankatooa or W. C. CASEY, . General Agent, C. P. R. HIrtg., Maln and Portage, Wlnnlpeg. CANADIAN PACIFIC HEIMSINS STÆHSTA PLUTNIIVOAFJEIAG •H SÍMI 57 348 SÍMI 57 348 DOMINION LUMBER AND FUEL CO. LTD. Verzl&r með allskonar tegundir af Timbri og EfniviO fjrrir byggingar, jafnt smáar sem stórar. Hefir jafnan á reiðum höndum allskonar eik, furu, gluggakarma o. s. frv. Allur trjáviður þur og vel vandaður. 667 Redwood Avenue WINNIPEG —MANITOBA. ►<a Capital Coal Co.Lta. Phones: 24512 — 24151 Wholesale and Retail ALLAN, KILLAM AMcKAY BLDG. 364 Main Street THE Best Grade Canadian and American COAL Elgin Lump ...... ...... Elgin Stove ............ Elgin Nut .............. Ford and Solway Coke Dominionj Lump ......... Black Gem Lump ......... Black Gem Stove ........ $12.00 $10.50 $ 9.50 $15.50 $ 7.00 $11.00 $10.00 WE WANT YOUR ORDER

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.