Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.10.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEG 24. OKT. 1928 Sérhver sína skyldu (Eftír Randolph Lichfield) Hann hélt áfram að spyrja án þess að svara- meðan móðirin, sem stóð og hélt sér við rúmið með báðum höndum, horfði á hann óttaslegnum augum, skjálfandi til hvirfli til ilja. Allt í einu hristi læknirinn höfuðið. “Endinn er mjög nálægur,” sagði hann lágt. “Það hefði átt að flytja hana í sjúkra- húsið fyrir mörgum stundum síðan. En nú er of seint að flytja hana þangað. Það er sannarlega enginn tim;. til að útvega hjá'p. Jæja, þér verðið að hjálpa mér, og við skulum gera allt sem við getum.” “Ó, hvað ætlið þér að gera?” stundi móð irinn. “Gera holdskurð,” svaraði hann fljótlega, um leið og hann tók úlnliðalínið af sér og bretti upp ermarnar. “Það er ekkert annað sem getur bjargað lífi hennar.” “Nei,” sagði hás rödd bak við þau. “Eg vil engan holdskurð. Hún er áreiðanlega ekki svo veik.” “Góði maður minn,” sagði læknirinn við föður litlu stúlkunnar, sem studdist, við dyra- stafinn. “Barnið. deyr; ekkert annað en strax framkvæmdur höldskúrður getur bjarg- að henni. Ef þér neitið samþykt yðar.” — Hann ypti öxlunum átakanlega. — ‘“Ef ekki, farið þér til hallarinnar og biðjið lafði Brant- on að gera svo vel og lána bifreið og bifreiðar- stjóra til minna umráða, þar eð hér er um líf eða dauða að tefla.” “Eg skal fara,” tautaði maðurinn, og snéri sér við. “Eg skal fara.” “Það er rétt,” svaraði lækniiinn. “Eg \ oi i5 að fá hana til þess að senda boð til bæj- arins. Nú frú — hvað sem þér heitið- herð- ið upp hugann. Þér vitið að líf hennar er í okkar höndum. Eg þarf sjóðandi heitt vatn.” “Grátekki heyrðist um leið og hún þaut ofan í eldhúsið. Læknirinn andvarpaði, hristi höfuðið og fór að leita í töskunni sinni. “Þetta er hættulegra en nokkurt annað tilfelli sem ég hefi átt við,” tautaði hann og beit á jaxlinn. Eg skyldi gefa fimtíu pund til að þurfa ekki að eiga við þetta — vesalings litla barnið.” “Missið ekki alla von ennþá,” sagði lækn- irinn, um leið og hann þurkaði kvíðasvitann af enni sínu, og rétti hina hendina að borðinu. Nú reyndi einhver að opna dyrnar, sem voru lokaðar, og þau heyrðu að sagt var: “Bifreiðin er komin — bíður.” “Biðjið manninn að hraða sér til sjúkra- hússins, og koma þaðan með einhverja hjúkr- unarkonu hingað,” sagði læknirinn. “Seg- ið þér honum að flýta sér. Missið þér ekki kjarkinn, móðir, ítrekaði hann. “Þér hafið verið duglegar, og það versta er búið. Hún er þess verð að berjast fyrir hana.” Holdskurðurinn var afstaðinn, og móðir- in, sem var næstum meðvitundarlaus, sat á rúmstokknu-m og reyndi að drekka kalt vatn úr bolla. Mann læknir knéféll við hina hlið rúmsins þreifaði á slagæð bamsins með annari hendi- en hinni studdi hann á hjarta hennar og horfði rannsakandi augum á föla andlitið. 1 Holdskurðurinn var afstaðinn, en ásigkomu- lagið var efasamt, eins og hann hafði búist við. Þegar hann leit upp sá hann að móðirinn . var komin að því að falla í öngvit. “Það er betra að þér farið frá rúminu og Jeggist á gólfið,” sagði hann að hálfu leyti utan við sig og snéri sér að barninu. “Legg- ið þér fæturnar upp á stól eða eitthvað ann- að.” Um leið og hún stóð upp tók einhver í skráarhún hurðarinnar, og barði svo. “Hjúkrunarstúlkan — hjúkrunarstúlka, Wilson, læknir,” hvíslaði alúðleg rödd. Læknirinn stóð upp og náði mátulega snemma í móðirina, sem var að detta. Hlý- lega en fljótt lagði hann hana niður og lét skemil undir fætur hennar. Svo opnaði hann dyrnar fyrir hjúkrunarstúlkuna, sem leit á hann með slíkum ákafa eins og hún vildi segja honum eitthvað. En áður en hún gat sagt nokkuð, hafði það verið áform hennar, fór hann undireins að segja henni frá kring- umstæðunum “Stór hætta, — voðaleg hætta, systir,” sagði hann að lokum, “og ég er hræddur. Lít- ið þér nú eftir vesalings konunni, viljið þér? Hún hefir verið dugleg.” Hann var aftur þotinn að rúmi barnsins, en nú horfði hann ekki á það, heldur á úrið sem lá á borðinu. “Henni batnar,” sagði hann, og varð glað- ari á svip en hann áður var, “áreiðanlega.” Öll eftirtekt hans var hjá barninu og úr- inu, meðan systirin vakti konuna til meðvit- undar og fylgdi henni ofan. Þegar hún kom aftur og gekk hávaðalaust að rúminu, leit hann á hana og sá eitthvað undarlegt í augum hennar, svo hann horfði enn fastara á hana. Hún leit undireins niður og á andlit barns- ins, og tautaði eitthvað um það, hve erfitt og hættulekt væri að gera lioldskurð undir þess- um kringumstæðum. “Setjist þér niður systir, setjið þér yður — þér gerið mig viðkvæmann,” sagði hann í lág- um róm. Hún settist, leysti línhúfuböndin sín og fleygði þeim aftur yfir axlimar. Og um leið og hún stundi þungan stóð hún upp, eins og hún væri komin að því að hljóða. Þegar hún settist aftur, leit læknirinn fast á hana. “Verið þér rólegar,” sagði hann í skip- andi róm. “Getið þér ekki farið héðan núna?” sagði hún, um leið og hún hvíldarlaust spenti greipar og losaði hendumar sundur aftur. “Þér get- ið komið aftur.” Hann leit á hana undrandi. “Þér megið treysta mér,” sagði hún og hreyfði sig óróleg. “Farið þér heim, Mann læknir, farið þér heim — þér getið komið aft- ur seinna.” “Systir Wilson,” sagði hann hörkulega, emð þér búnar að missa vitið?” Hún þrýsti annari hendinni á brjóstið en rétti hina að honum. “Húsið yðar er að brenna, við sáum það um leið og við fórum framhjá. Og einhver hljóðaði — hljóðaði,” sagði hún andvarpandi. Tom stóð upp á augabragði. “Guð minn góður,” hrópaði hann og hljóp til dyra, en snéri sér aftur. “Eruð þér vissar, alveg vissar, að það hafi verið mitt hús?” Hún kinkaði kolli og strauk línhúfuna af höfði sínu. Tom gekk aftur til dyranna, nam þar staðar og leit eftir frakkanum sínum, lagaði svo treyjuermarnar. Um leið og hann tók frakkann varð honum litið á áhöldin, sem lágu á borðinu og hann stóð kyr. Höfuð hans hné niður á brjóstið og axl- irnar eins og lyftust. Frá hinum skjálfandi fingrum hans datt frakkinn á gólfið. Hann lagði annan framhandlegginn yfir augun og varir hans hreyfðu sig. Um leið og hann lét handlegginn síga nið- ur, andvarpaði hann og axlirnar lækkuðu. “Nei” sagði hann í viðkvæmum róm, og kné niður við rúmstokkinn. “Nei! þessu lífi verð ég að bjarga — þetta er mín vinna! Guð og einhverjir aðrir fyrir þau, guð hjálpi þeim!” Þegar fingur hans fundu aftur slagæð bamsins og hin hendin hjarta þess, leit hann tryllingslega til systurinnar, sem hafði hulið andlitið í höndum sínum og sýndist gráta. “Sendið þér vagnin tQ að komast eftir hvað skeð hefir,” sagði hann hörkulega. Hún stökk á fætur og flýtti sér ofan. “Gladys!” andvarpaði hann um leið og hann laut niður að barninu. “Svo lík henni! Er það ekki undarlegt! Góði guð svo voða- legt.” “Systir,” sagði hann skjálfandi, þegar :hún kom inn aftur, “lítið þér á þetta barn. íÞér — þér hafið séð elztu dóttur mína, — Gladys?” “Eg sá það næstum á sama augnabliki og ég kom inn,” svaraði hún í mikilli geðshrær- ingu. “Ó farið þér nú heim — farið þér heim.” “Eg fer — ó, ég verða að fara,” hrópaði hann hásum róm og reis til hálfs á fætur, en kné svo niður aftur. “Já,” sagði hann litlu síðar; “henni batn- ar nú. Eg — ég ætla að fara. Hún er frels uð. Eg kem aftur.” “Tefjið mig ekki,” sagði hann við mann, sem hann mætti í stiganum. Hjúkrunarkon- an segir yður frá öllu.” Tveim sekúndum síðar þaut bifreiðin ofan brekkuna. “Guð hjálpi þeim! Guð hjálpi þeim! Guð hjálpi þeim!” tautaði hann viðstöðulaust. Allt í einu rann bifreiðin ofan í skurð og stöðvaðist svo skyndilega, að það lá við að hann kastaðist út úr henni. Önnur bifreið kom upp brekkuna. “Er þetta vagn lafði Brentons,, spurði Tom og hoppaði út. “Já, vona að þér hafið ekki meiðst.” ee*.í' •>»* “Nei, hjálpið mér dálítið; ég verða að halda áfram.” Bifreiðin var óskemd og hann hélt áfram. Mikill mannfjöldi hafði hópast kringum húsið hans, sem var eitt eldbál. Hann stökk ofan úr vagninum og fór að ryðja sér braut. “Nei, afsakið. í guðanna bænum, lof- ið mér að komast áfram. Afsakið! — afsak- ið!” Hann hrinti mönnum frá sér til þess að komast áfram. “Gladys! — Ronny, hvítvoðungur! og — ó, Fló! Fló!” hvíslaði hann og ruddist á fram. “Snúðu við,” hrópaði lögregluþjónn til hans. “Þetta er læknirinn Mann,” sagði einhver fyrir aftan hann. “Litla stúlkan mín! Drengurinn minn! konan mín!” stamaði hann. “Öllu líður vel, læknir, líður vel,” sögðu eldliðsmaðurinn og lögregluþjónninn sem ein- um munni. Allir eru frelsaðir.” “Allir? — Allir?” endurtók Tom. “Já, allir eru frelsaðir og óskemdir, for- maðurinn okkar frelsaði þau, ekki hættulaust fyrir sjálfan sig.” “Þarna er frúin — þarna yfirfrá,” sagði hann. Börnin eru í húsi frú Dixons.” “Þarna? Hvar? — hvar?,” hvíslaði Tom, og braust áfram. Hann rasaði, datt að hálfu leyti, reisti sig við og datt aftur við fætur hennar. Hún hljóðaði, laut niður að honum til að hjálpa honum á fætur. “Þið eruð heilbrigð, — öll,” andvarpaði hann. “Já, já; það var einhver sem frelsaði þau.” Annar maður, auk hans sjálfs, þessa nótt hafði gert skyldu sína. ENDIR. -------x------- Hútan og hárlokkurinn (Eftir Molly Doddson) Það var kaldur dagur í lok janúar árið 1900, og þó að viðfeldnara væri að mega vera inni í dagstofum sínum hjá ofninum, var fjöldi manna saman kominn hjá aðalstöðinni í Southampton, bíðandi eftir hermannalestinni frá Aldershot. Tvær tvífylkisdeildir af sjálf- boðariddaraliði áttu að koma með þessari lest og fara með flutningaskipinu, Úranía, sem var aðeins steinsnar frá stöðinni. Flestir þessara sjálfboðaliöa voru af auðugu og vel megandi fólki, sem nú var saman komið til að kveðja þá. Auk foreldra, systkina og ástvina her- mannanna, var mikill grúi af fólki saman kom inn þarna, til að sjá þenna óvanaleg viðburð, og til að vekja kjark og kæti landa sinna, sem lögðu af stað til að berjast fyrir föðurlandið, meðan hinir voru heima. Aðskildar frá fremstu hópunum á stöðv- arpallinum stóðu tvær stúlkur. Sú eldri, sem leit út fyrir að vera um fertugt, var há og eft- irtektaverð persóna, skrautlega klædd. í handskýli sínu hafði hún geymdan laglegan böggul og skrautlegan vasaklút. Þessi stúlka var frú Roland Longstaffe, rík ekkja, sem var komin frá London til að kveðja vin sinn. Þessi vinur, major Sholto, var vígamannlegur að útliti, sem fyrir stuttu síðan hafði verið for- ingi Madigal riddaranna, var nú einn af sjálf- boðaliðunum. Frúin, sem þrátt fyrir fjör sitt var varkár og hyggin, fékk aldrei ná- grönnum sínum ástæður til að fara með slúð- ur, og þess vegna var hún heldur ekki ein- sömul, falleg, dökkeygð, tvítug stúlka var með henni. Sibylle Hampden átti heima í þriðja húsi frá frú Longstaffe í Drotningar- götu, og átti samkvæmt skoðun þessarar konu mjög ömurlega tilveru. í raun réttri átti unga stúlkan þessari konu að þakka hinar fáu skemtanir sínar, og við þetta tækifæri hafði frúin tekið hana með sér til Southampton svo hún gæti fengið að sjá flutning hermannanna út í skipið, samhliða því að hún sjálf naut góðs af samveru hennar. “Hún kemur aldrei þessi lest,” sagði frú Longstaffe, um leið og hún fór að ganga fram og aftur um pallinn. “Mér er kalt á fótum af því að standa hér og bíða.” “Hvað hafið þér í bögglinum?” spurði unga stúlkan. “Á ég ekki að bera hann?” “Það er aðeins vasaklútar, sem hann hef- ir áreiðanlega ekki hugsað um, og tveir sápu- molar. Það eru auðvitað ekki mjög glæsi- legar kveðjugjafir, en þar á móti mjög notasæl ar. Því hagsýn er ég, ekki verður því neit- að; er það ekki satt, kæra barn?” “Jú, það er áreiðanlegt,” sagði unga stúlkan. “Eg hef komið því þannig fyrir, að í hverri viku verður honum sendur kassi með sælgæti og bögugll með skyrtum og sokkum, svo hann þarf einskis að sakna.” “Ef hann aðeins fær sendingarnar.” “Ó, þú litla ógæfu spákona. Hvers vegna ætti hann ekki að fá þær?” “Honum þykir efalaust leitt að verða að fara.” “Já, í gærkveldi sagði hann mjög hnugg- inn, að þetta yrði í síðasta sinni, í marga mán- uði, sem hann fengi að bera úlnliðalín. Nú, þvottakonan hans fær nú frí um tíma.” “Sko, þama kemur lestin,” sagði unga stúlkan áköf. “Nei, en hvað það er gaman að sjá.” Undireins og lestin nam staðar varð mik* il hreyfing á stöðinni. Vagnadyrnar voru opnaðar og út streymdu hermennirnir — al- staðar hávaði, köll kveðjur, spaug og kát hróp, hvað innan um annan. . . . .Frú Longstaffe var fljót að finna vin sinn. Sibylle snéri sér frá þeim til að horfa á mann- fjöldann, en frúin og hinn veðurbitni herfor- ingi töluðu saman fáein orð. Allir höfðu einhvern til að tala við, allir virtust eiga ann- ríkt, nema Sibylle. Sjálfboðaliðarnir voru umkringdir af ættingjum og vinum. Hljóðlistarflokkur úr fastaliðinu lék liinn gamla, skozka þjóðsöng “AuJd Lang Syne,” og hávaðinn, sem eimreiðin í sambandi við hinar mörgu raddir og trumbuna gcrði, var svo mikill að hann hefði auðveldlega getað sprengt hljóð- himnu einhvers. Sibylle leit af einum hópnum á annan. Hún vildi sjáanlega festa sér í minni þessa ein- kennilegu sýn. Allir vom masandi, hún ein hafði engann að tala við. En stóð ekki þama hjá farangrinum ungur maður sem vörður, er enginn skeytti neitt um? Jú, það var enginn til að kveðja hann né óska honum gæfuríkrar heimkomu. Hún leit á hann ennþá einu sinni; hann var á meðalhæð, beinvaxinn, hálf- þrítugur, með fjörleg, blá augu og fallegt and- lit. Hann tók líka eftir henni — dökkeygð, töfrandi fögur ung stúlka í brúnum kjól með rauðan hatt, og sem sjáanlega var ekki kom- in til að kveðja neinn. Hún stóð þarna alein, aðeins sem áhorfandi, og þessar tvær ókunnu persónur horfðu alvarlega hvor á aðra í tæp- lega þrjátíu feta fjarlægð hver frá annari. Feimið var tillit hennar, hans djarft og ákveð, ið, en eitt var sameiginlegt hjá þeim, þesi ein- manalega tilvera þama. Nú var merkið gefið tH að fara út í skip- ið. Og þama var hermönnunum raðað í þil- farinu. Frú Longstaffe var búin að kveðja vin sinn, og kom nú allhnuggin til fylgdarmeyjar sinnar. Hljóðfærin léku kveðjusöng meðan festar vom leystar. Þegar Úranía fór að hreyfa sig þá byrjuðu kveðju hróp og allir veifuðu vasaklútum sín- um. Vasaklútur frú Longstaffe var votur af támm. Með hægð fjarlægðist skipið, en frá þilfarinu var ennþá veifað kveðjum. Einn út af fyrir sig í nánd við stýrishjólið stóð hinn einmanalegi ungi maður, og af ómótstæðileg- um innblástri og áhrifum varð Sybylla Hamp- den að veifa fjörlega og alúðlega klútnum sín- um í kveðjuskyni til þessa unga manns, og hann svaraði þesari kveðju jafn fjörlega og inni lega. Svo hvarf skipið skyndilega bak við nes, sem lá út í sjóinn, og þögn mannfjöldans varð eins og greftmn hefði átt sér stað. “Móti hverjum varst þú að veifa Sybilla?” spurði vinkona hennar á heimleiðinni. “Eg hélt að þú þekktir engann.” “Nei, ég þekki engann nema major Sholto. Eg veifaði til hugsjónar.” “Hugsaðrar tilveru,” leiðrétti frúin. “Til gæfu fyrir alla. Ó, ég gleymi aldrei þessum myndum og áhrifum þeirra.” “Hugsið yður hvemig geðslag yðar myndi vera, ef þér bæmð sérstaka vinsemd til ein- hvers af farþegunum,” sagði frúin kjökrandL “Eg hefi verið furðu staðföst, og naumast felt eitt tár, en ég veit að ég get enga manneskju séð í marga daga, og ég ætla að þakka helm- ingin af heimboðunum, sem ég hefi fengið.” (Framhald)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.