Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.09.1914, Blaðsíða 5
XXVIII., 46.-47. JpJOÐVILJINNJ 166 atörfum til 1. febr. næstk., setjast þá að nýju á rökstólana í Kristjaníu. f 26. júlí þ. á. andaðist í Berlin prófessor Karl Koepping, 66 ára að aldri, nafnkunnur þýzkur málari. — Hann var fæddur í Dresden, en dvaldi um hríð í París, málaði þar landslags-myndir og »natura morte«-myndir (þ. e. „dauðu nátt- úruna11, t. d. dauð dýr, fölnaðar jurtir o. fl. o. fl.), en gat sér að vísu lang mestan orðstý sem „raderer11, þ. e. sem sá, er myndir teiknar á koparplötur. — 29. júlí síðastl. var hundrað ára af- mæli dönsku lýðskólanna („Folkeskolen"), — stofnaðir með tilskipumim Friðriks konungs VI. frá 29. júlí 1814. — Aldar- afmælisins var í Danmörku minnzt á þann hátt, að hahlin var i Kaupmannahöfn sýning á ýmsu, er að starfi og tilhögun lýðskólanna lýtur, sem og að sögu þeirra. f Látinn er 9. ág. þ. á. frakkneski stjórnmálamaðurinn Georges Cochery, 59 ára að aldri, — ráðherra í Meline’s-ráða- neytinu 1896—’98 og í Briand’s-ráða- neytinu 1909 (fjármálaráðherra). — Dá- inn og nýskeð Jules Lemaitre, 61 árs að aldri, skáldsagnahöfundur og blaða- maður. — 29. júlí þ. á. andaðist og í París Adnen Hóbrard, ritstjóri blaðsins „Le Temps“, er—í ritstjórnartíð hans — einatt var mjög áhrifamikið blaó, og þá eigi hvað sizt að því er til utanríkis- málefnanna l;om. — Nýlega l.efur Klaus Berntsen, fyr ráðaneytisformaður Dana, o. fl. menn í heldri röð, skorað á menn, að leggja fram fé til að reisa iíkneski Anders Nielsen’s, fyr landbúnaðaráðherra, — Hann var einn dönsku ríkisþingsmanna, er sæti áttu í dansk-islenzku millilandanefndinni 1908. Forseti í Mexico-lýðveldinu, síðan er Huerta sleppti völdum, og fór úr iandi með fjölskyldu sinni, er Carbajal hers- höfðingi, og hefur hann sleppt ýmsum úr varðhaldi, er i fangelsi voru settir vegna pólitiskra yflrsjóna, meða Huerta var forseti lýðveldisins. — Mælt er, að Wilson, forseti Bandamanna, vilji þó eigi viðurkenna forsetatign Carbajal’s, nema Carranza, uppreisnar-foringi, verði með- stjórnandi hans. í síðastl. júlímán. þ. á var fimm ára gömul telpa, Solveig Zöbisch að nafni, dóttír verksmiðjueiganda í grennd við háskólaborgina Lund (í Svíþjóð) að leik með öðrum börnum, og kom þá til þeirra ókunnur karlmaður, ginnti hana til sín, tók hana í faðm sér, og hljóp síðan brott með hana. — í kauptúnmu Lomme (í Svíþjóð) vitnaðist, að hann hafði keypt sokka og skó handa barninu, en ófund- inn var þó þorpari þessi og barmð, er síðast fréttist. t Síra Þorsteinn Halldórsson (prestur að Brekku í Mjóafirði). Látinn er nýskeð, i sept. þ- á., sira Þor- steinn Jósep Iialldórsson, prestur að Brekku í Mjóafirði (í Suður-Múlaprófastsdæmi). Hann var sonur síra Halldórs heitins, prófasts að Hólmum í Reyðarfirði, bróð- ír síra Lárusar heitins Halldórssonar, frí- kirkjuprests, og þeirra systkina. Síra Þorsteinn var fæddur 80. janúar 1854, og kominn ,því talsvert á 61. ald- urs-árið, er hann andaðist. — Stúdent varð hann vorið 1877; og lauk nokkru síðar guðfræðisprófi á prestaskólanum, og .tók prestsvigslu 3. sept. 1882. Hann var einn hinna kyrrlátu í land- inu, er hafði hugann við prestsembættið og heimilið o. s. frv., en gaf sig lítt, eður eigi, að almennum þjóðmálum. Ekki virðast Bretar vera al-ókvíðnir því, að uppreisn geti nú er minnst varir, orðið á Egyptalandi. Þeir virðast eigi óhræddir um það að Egyptar sæti nú færinu, meðan er norð- urálfu-ófriðunnn geisar sem ákafast, og reyni ef unnt er, að afla sér fulls þjóð- arsjálfstæöis. Á þetta bendir það, að í öndverðum þ. m. (sept.) höfðu Bretar þegar sent um 20 þús. hermanna til Egyptalands, og þá þó enn sögð von þangað á 70 þús. her- manna í viðbót. Alveg sérstakra atvika vegna, at- vika, er ritstjórann varða einan, hefur „Þjóðv.“ eigi getað verið neitt á ferðinni í 2—3 vikurnar síðustu, — hafði og komið að mun örar út fyrri árshelming- inn, en til stóð og skipti því minna, þótt ögn yrði hlé á, blaðið þó enn frem- ur á undan tímanum, en eptir. Hitt að fréttirnar sumar, sem i blað- inu birtast að þessu sinni, eru þá nokkuð farnar aé eldast, stafar af því að dráttur- inn varð á útkomu blaðsins En þeirra vilja þeir þó sízt missa, er i fjarskanum eru, og eigi hafa neitt blað- anna nema „Þjóðv.“ einan, og svo er í sumum héruðunum, um eigi all-fáa. Mannalát. —o— (Páll á Kirkjubóli) í blaði voru hefur stuttlega verið getið láts Pálls bónda Jónssonar, er and- aðist að heimiii sínu, Kirkjubóli í Skut- ilsfirði (í Norður-ísafjarðarsýslu) 30. apríl þ. á. (1914), eptir allþunga legu í tauga- veiki. Páll heitinn Jónsson var fæddur að Kirkjubóli í Skutilsfirði 7. ágúst 1867, og var því að eins á 47. aldursári, er hann andaðist. Foreldrar hans voru: Jón hreppstjóri Halldórsson á Kirkjubóli og Rannveig kona hans, og hjá þeim ólst Páll heitinn upp, og dvaldi síðan á Kirkjubóli til dánardægurs. Á uppvaxtarárunum naut Páll heit- inn 3,11-góðrar menntunar og var, meðal annars, skrifari mjög góður, enda greind- armaður, og hafði jafnan gaman af blöð- um og bókum. — Á heimili foreldra sinna vandist hann og snemma allri al- gengri bændavinnu, var laginn til verka, og einatt talinn verkamaður góður og fylginn sér, að hvaða vinnu sem gengið var, — vann og tíðum meira en heilsan leyfði. 23. okt. 1890 kvæntist hann eptirlif- I andi ekkju sinni, Hallberu Jónsdóttur, I og var þeim eigi barna auðið, en höfðu þó einatt margt barna á heimilinu, er þau tóku, flest af fátækum foreldrum, og ólu all-fiest upp til fullorðinsára, all-opt- ast meðgjafarlaust, eða þá meðgjafarlítið, og reyndust að öllu, sem foreldrar. Litlu eptir giptingu sína keypti Páll heitinn 5cu f. m. i Kirkjubóli og byggði þar bæ á sléttum og fallegum velli, sem og peningshús að þörfum, og bjó hann síðan á hundruðum þessum, unz faðir hans, Jón sálugi Halldórsson hreppstjóri, brá búi vorið 1902 og byggði Páli syni sínum ábýli sitc, og bjó Páll sálugi þá eptir það einatt á öllu Kirkjubólinu til dánardægurs. Á Kirkjubóli er mjög fagurt, jörðin stór og kostamikil og mjög vel í sveit komin, og undi Páll heitinn því hag sínum þar einatt mjög vel, þótt heimilið væri mannmargt með köflum. Þegar eptir er Páll heitinn byrjaði búskap, var hann kosinn í hreppsnefnd Eyrarhrepps, og og gegndi síðan einatt hreppsnefndarstörfum til vorsins 1907, — lengstum, sem hreppsnefndaroddviti. Maðan er faðir hans bjó á Kirkjubóli, og gegndi hreppstjórastörfum í Eyrar- hreppi, var Páll honum mjög til aðstoð- ar og var siðan sjálfur hreppstjóri nokk- ur ár, er faðir hans hætti. I sýslunefnd Norður-tsafjarðarsýslu átti hann og sæti um hríð, sem vara-sýslu- nefndarmaður. Enn fremur var Páll hetinn og i skólanefnd og síðar í fiœdslunefnd ísveit sinni, og gegndi og fleiri trúnaðarstörfum í þarfir sveitunga sinna, er einatt möttu hann mjög mikils, sem og mátti. Einn af sveifungum Páls heitins, og honum gagnkunnugur, kemst í bréfi til ritstjóra blaðs þessa svo að orði, meðal annars: „Páll sál. var strax f æsku vel liðinn aF þeim, sem hann hafði einhver kynni af. — Hann ólst upp á mann mörgu heimili, og þótti þar æfinlega koma fram til góðs. b«ði milli húsbænda og hjúa og yfirleitt milli allra, sem hann um gekkst, svo að ailir sem þekktu hann, voru ein- róma um það, að hann væri hvers manns hug- ljúfi, enda var hann elskaður og virtur af sam- tíðarmönnum sinum11. Sami bréfritari segir og enn fremur: „Hann var fjörugt ungmenni og hafði útlit fyr- ir að vorða hraustur, sem hann átti kyn tii, en strax á unga aldri bilaði heilsan og hann lá þungar iegur, sem dró mjög úr lífsfjörinu, og gat hann því ekki notið sín, sem ella“. Að því er landsmálaskoðanir snerti, var Páll heitinn eindreginn sjálfstœdis- madui, og studdi því sjálfstæðisflokkinn mjög öfluglega að málum, enda var hann maður sjálfstœdui, einai dur og kja) kmik* ill, sem hann átti ætt til, og lá því sízt á liði sínu, er kapp var í kosningum. Aðal-störf Páls sáluga voru þó, sem eðlilegt var, einatt þau, er að sveita- og héraða-málum lutu, eins og fyr er að vikið, og að því er hjálpsemi hans að öðru leyti snertir, segir, í bréfinu til vor, sem hér að ofan er getið: „Hann var tjifinningamaður og var jafnan fyrstúr til að hjálpa öðrum, sem bágt áttu, og hvetja aðra, til að létta og undir, enda varð það : æfinlega að gagni, ef hann beitti sér fyrir ein-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.