Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Page 1
■ Þ JÓÐVIL JINN 56.-57. nr. Reykjavík 15. nóvember 1914. XXVIII. árg. Stjórnarskrárbreytingin óstaðfest enn. (Einatt veriö að bræða.) Eyrir rúmri viku fluttu flest, ef eigí öll, blöðin, sem út koma hér i Reykja- vik (að blaði voru þó undanskildu) fregn- ir þess efnis, að stjórnaskrárbreytingin væri þegar staðfest af konungi, — hefði verið staðfest á rikisráðsfundi um mán- aðamótin síðustu, auk fjölda annara laga. Fregn þessari var þá og svo almennt trúað, að sagt var, að sumt kvennfólkið i höfuðstaðnum hefði þá þegar verið farið að hafa viðbúnað til veizlufagnaðar, þar sem kosningar- og kjörgengisrétturkvenna væri þá loks viðurkenndur að lögum. jJE Því miður reyndist fregnin um stað- festingu stjórnarskrárbreytingarinnar þó eigi SÖnn, en sprottin af einhverjum mislestri á símskeyti til Stjórnarráðsins, eða misletran i þvi, getið þar eigi lag- ann sjálfra, er staðfest höfðu verið, en að eins númera þeirra, og þar af þá sprott- inn misskilningurinn, er fyr er getið, og þotinn var jafn harðan um land allt. Símskeyti, erritstjóra „Ísafoldar1* barst ! síðan frá ráðherranum sjálfum, 8. nóv. þ. á., tók þó af skatid, sagði þá allt enn óútkljáð um stjórnarskrána og fánann. Annað og enn eigi frétt orðið. er þetta er ritað (þ. e. 14. nóv. 1914). Það er óefað „fynrvarinn“, er sam- þykkt stjórnarskrárbreytingarinnar var bundin, sem þurft hefur eitthvað að bræða. Tvær smekkleysur í nýútkomnum bókum. Þær koma ekkert hvor annari við, en af því að jeg rakst á þær báðar í sömu andránni, þá læt jeg þær fylgjast að. Fyrri smekkleysan er í nýútkominni 3. útgáfu af stuttri kennslubók 1 Íslend- inga sögu eptir Boga Th. Melsted, K.- höfn 1914. í þeirri bók er ná reyndar margt hvað öðru iíkt. Fyrsta setningin er svona: „Allt landið hér umhverfis, og miklu, miklu meira, er ísland“. Þetta er nú ritað og gefið út i Kaupmannahöfn og verður sjálfsagt lesið og lært af mörgum í Vesturheimi! En sleppum því, þetta er nú fyrir börnin, að æfa sig á að brjóta heilann um það. Vátryggið eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.) t'yrir eldsvoða í brunabótafélaginu „ Generaí” stofnsett 1885. Aðal-umboðsmaður fyrir ísland: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyrir Norður-lsafjarðar- sýslu er Jón Hróbjaitssonverzlunarstjóri. Hitt geta fullorðnir látið til sín taka, hvort það á að vera hlutverk barna- fræðara, að innræta unglingum sérstakar flokks-skoðamr í stjórnmálum. En í þessu kveri standa setningar eins og þessar: „Enn er til alþingiskosninga, kom um sumarið (1908), voru þó sökum ákafasta undirróðurs ýmsra manna kosnir miklu fleiri mótstöðumenn uppkastsins en fylg- endur þess“. — — — „Varð þá bar- átta míkil á Alþingi (1909) milli þeirra Björns Jónssonar, ritstjóra Isafoldar, og Skúla Thoroddsen ritstjóra um ráðherra- embættið. Þeir höfðu báðir barizt á móti uppkastinu, og vildi hvorugur þeirra að Hafstein væri lengur ráðherra“.---------- „En nú varð aptur sorgleg barátta á þingi (1911) um ráðherraembættið o. s. frv.“ Aður höfðu verið taldir yfirborðs- kostir uppkastsins, en ekkert er nefnt það, er því var fundið til foráttu. Hins vegar er kosningaundirbúningurinn þeim megin kallaður kallaður „ákafasti undir- róður“. Og í þessu ágrips-kveri, þar sem farið er svo fljótt yfir sögu íslands, að ekki er rúm til þess að nefna Benedikt Sveinsson t. d., — þar er farið út í inn- byrðis undirbúning flokks undir ráðherra- val, eins og i smásmugulu og nákvæmu vísindariti væri, og hagað síðan orðum svo, sem ekki hafi verið aðrar ástæður til stjórnarskipta, en keppni um „ráðherra- embættið“. Er þetta nú svipað því, að það sé kafli úr ágripi af sögu Islands? Nei, það er líkast því, sem það sé tekið beint úr deilugrein í flokksblaði. Enn hlægi- legri verður þessi smekkleysa, er þess er gætt, að í þessu kveri nær bókmennta- sagan yfirleitt ekki lengra hjá Boga, en til 1880. Honum hefur verið sérstaklega brátt að skrifa um „pólitík11 seinustu ára, sem er þó einatt sá kafli sögunnar, sem varasamast er að leggja dóm á, enda láta sagnaritarar það optast biða nokkuð. K aiTpend tit* „Þ»jóðviljans“, sem breyta um bústaði, (*ru vinsamlega beðnir að gera afgreiðsl- unm aðvart. I. l».liltiiliiln|ii|»i||.ri|,i|„lnli;|i,li:|.'|iiliHHlWlillllillii|ii|ii|Mi'|iHi'l'i|imiHlliHmHHHHIUmiwHimiHm»HMI>llliÍÍl Hin smekkleysan, sem jeg get ekki stillt mig um að minnast á, er i skýrslu gagnfræðaskólans á Akureyri, árið 1913— 1914. Þar er einn kafli ym samkomu lag kennara og nemenda, og er það talið gott og blessað, en svo kemur þessi á- drepa: í síðuatu skýrslu var þess petið að Dem- endur héðan i Menntaskólanum hefðu stofnað félag með sér til þess að halda við samband- inu við skólann hér. Nú hefur heyrzt að þegar sé farið að dofna yfir þessum fél’gs- skap, hvað sem því veldur, og er það ílla farið. Lítur út fyrir að Reykjavíkurioptið hafi eigi átt vel við har.n. Hefði það óneitanlega verið drengilegra, lýst meiri mannrænu og göfugum metnaði að reyna að hafa bætandi áhrlf á skólalífið syðra og standa eigi að baki þeim beztu, sem fyrir voru, heldur en láta undan síga og skipa sér i flokk hinna lakari. Er von- andi að nemendur héðan hafi þetta jafnan hugfast hvar sem þeir koma fram. Með þvf einu móti verða þeir sér og skólum þeim, sem þeir ganga á til sæmdar. Þetta hefur virzt nemendum hér fullljóst, þó suruum þeirra hafi máske gleymst það, þegar til Reykjavíkur kom. En v,.nandi eru þeir ekki margir með því marki brenndir. Hvað á nú þetta að þýða? Er maðurinn svona vondur út af því, að Norðlingar skuli heldur kjósa að lifa skólalín sínu i samblendi við annað fólk en að halda sér í afkróningi einum sér? Það nær ekki nokkurri átt, það væri allt of heimskulegt. — Eða hafa þeir í raun og veru fengið orð fyrir það, aó hafa „skipað sér í flokk hinna lakari“ hér? Jeg hefi haft nokkur kynni af ýmsum skólapiltum í seinni tíð, og hefi jeg aldrei heyrt þessa getið, fyr en jeg rakst á það í hinu íburðarmikla málskrafi skólastjór- ans — eða skólameistara, eins og hann kallar sig — við skólauppsögn. Ef þessi áburður hefur verið til áður, þá er hér um bil jafn smekklegt að tylla honum í skólaskýrsluna, hvort sem hann var sannur eða loginn. Ef hann var sannur, þá var hann skólanum nyrðra og meist- aranum til lítils sóma, en ef hann er loginn — sem jeg veit að verið hefur, hafi hann verið til — þá tók þó fyrst út yfir allan þjófabálk. Þetta er því smekkleysa, hvernig sem ! á það er litið, auk þess, sem þarna virð- ist anda einhverjum kulda til skólalifs- ins í Reykjavik, og ætti þess ekki að verða vart úr þessari átt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.