Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Side 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.11.1914, Side 2
196 ÞJCÐVILJINN. XXVIII., 56.-57. (Hvað helzt hefur tíðinda gjörzt.) Síðan blað vort var siðast á ferðinni, hefur allt gengið i sama þófinu, hvort sem litið er til viðureignarinnar milli Þjóðverja og Bandamannanna (Frakka, Breta og Belga), eða milli Ljóðverja og ! Rússa, eða loks Rússa og Austurríkis- manna. Stórorustur hafa engar orðið, er úr hafi skorið, og iítt á því byggjandi, þó að símfregnirnar er hingað hafa borizt, láti sem B-ússum og bandamanna-hernum hafi þó fremur unnizt á, en hitt, nú síð- «stu tvær vikurnar. í Galizíu látið, sem Austurríkismenn ! hafi nú nýlega hörfað undan Rússum við j San-fijótið, og Þjóðverjar verið hraktir j þar sem Bakiarjevo heitir (á landamær- j -um Austur-Prússlands). Vatni höfðu og Belgir veitt á Yser- dalinn um mánaðamótin síðustu, og Þjóð- verjar orðið þar undan að hörfa. En hvorki ræðir þó hér, eða ella, um atburði, er þýðingu geti sagzt hafa, að því er til ófriðarins í heild sinni kemur. Til tíðmda má það á hinn bóginn telja, að ein þjóðin enn, þ. e. Tyrkir, er nú og komin í ófriðinn. Sögðu þeir Rússum stríð á hendur 30 okt. síðastl., og vita menn ógjöria i tilefnið, en helzt gizkað á, að verið hafi að áeggjan þýzkra iiðsforingja, er fengnir höfðu verið til þess að kenna Tyrkjum nýtízku hernaðar-aðferðir Prússa. Hótu herskip Tyrkja, er í Svarta- hafinu voru, þegar skothríð á kastala- borgina Feodosíu, suðaustanvert á Krím- skaganum. Borgin hét áður Theodosía (íbúar þar um 30 þús.), og var háð yfirráðum Tyrkja, unz þeir létu hana af hendi við Rússa, er friðurinn í Jassy var saminn (árið 1792) Herskip Tyrkja hafa og skotið á borg- ina Novorossijisk, norðan til við Svarta- hafið (ibúar þar um 17 þús.), og að lok- um á stórborgina Odessa (íbúar um 460 þús.), en ófrétt hve mikil spjöll hafa að orðið. Sagt er, að herskip Rússa, sem í Svartahafinu eru, séu flest gömui, og því mjög hætt við, að Tyrkir geti orðið þeim þar mjög skeinuhættir, þar sem skip þeirra eru mun betri. Auð vitað eru Tyrkir nú og skoðaðir sem fjandmenn hinna þjóðanna, er Rússa megin eru í ófriðnum, og 3. nóv. síðastl. skutu brezk og frakknesk herskip á Dar- daneilavirkin, seminnsiglinguna til Svarta- hafsins verja. Virkin hófu þá og skothríð á móti, en náðu lítt, eðúr eigi, til herskipanna, er betri fallbyssur höfðu. En um skemmd- ir á virkjunum, er þó urðu nokkrar, brest- ur enn greinilegar fregnir. — Þá hafa Bretar og þegar siegið eign jg " ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 8 kr. 50 aur., orlendis 4 kr. 50 aur. og í Ameríku doll.: 1,50. Borgist fyrir júní- mánaðarlok. — TJppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sina fyrir blaðið. b»-~. ——.......1 « sinni á eyjuna Kypros í Miðjarðarhafinu, er lotið hefur yfirráðum Tyrkja, þó að Bretar hafi að vísu haft þar mest ráðin, síðan 1878. (G-erðu þá svofellda samn- inga við Tyrki). Sumir eru hræddir um, að það, að Tyrkir eru nú orðnir við ófriðinn rxðnír, kunni að valda því, að hin rikin á Ralk- anskaganum risi nú og upp, svo að allt lendi þar í báli og orandi að nýju. Víst er, að Grikkir hafa nú þegar sætt færi, og slegið eign sinni, „í bráð- ina“, að því er þeir orða það, á Norður- Epírus, þ. e. suðurhlutann af Albaníu. Hafa þeir tilkynnt stórveldunum, að þeir geri það til að friða landið., Að líkindum verða stórveldin þá og að láta sitja við það, sem komið er, — liafa, sem stendur, í öðru að snúast. Að því er kemur tii atburða, er gorzt bafa utan 'norðurálfuunar, og að ófriðnum lúta, skal þessa eins getið: Sjóorusta nýlega hfð við Ohiii-strendur (í Suður-Ameríku). — Þar börðusc 5 þýzk herskip við 4 eða 5 ensk berskip (fiotadeild Craddock’s aðmíráls), og veitti Þjóðverjurn betur. Sökk eitt af herskipum Breta, er „Monmouth11 nefndist, en skipið „Good hope'1 skemmdist til muna. — Hiu skipin forðuðu sér til lands. — Bretar hafa nú nýlega gert þá ráðstöfun að herlögin skuli gilda á Egyptalamli iýrst uin siun, koma þar í stað borgaralegu Jaganna. Bendir þetta að líkindum á það, að þeir treysta eigi drottinholiustu Egypta meira en í meðallagi, óttast, að þeir Kynnu nú að rryna að nota tæki- færið, til að afla landi sínu fulls þjóðarsjálfstæðis Tyrkir hafa og nýlega sent eitthvað af her- liði til Egyptalands, og þar sem Egyptar eru trúbræður þeirra, en yfirráð Breta all-óvinsæl, sem von er, þá er auðvitað sízt að vita, hvað í kanu að skerast. — Brezka herskipið „Minerva“ iét nýlega skot- Virið dynja á bafnarborginni „Akabah, bæ í Ara- hfu við Rauðahafið. Þar eyðilagðist hermanna-skáli, pósthúsið, en bæjarbúarnir fiýðu. — Þýzkt herskip, „Yorck“ að nafni, sökk nýskeð f Norðursjónum, — rakst á tundurduE. — Japanar hafa nú nýlega, eptir nokkurra daga skothríð náð borginni Tshingtau, sem er h'ifuð- horgin í Kiautschou-héraðinu í Kína. En Kiautschou-héraðið seldu Kfnverjar Þjóð- verjum á leigu í 99 ár árið 1898, og hafa Þjóð- verjar sfðan lagt þar járnbrautir o. fl.j — höfðu og vígirt höfuðborgina all-sterklega, þó að nú hafi svo farið, sem oiðið er. — Ekki hefir Bretum enn teftizt ið bæla niður uppreisnina f gömlu Búa-iýðvoldunum. Trans- vaal og Oranje, né heldur í Caplandinu, og þykj- ast. þó vel á veg komnir, eða telja þær róstur eigi mjög hættulegar. Segja nýlegar fregnir, að Botha hershöfðingi hafi unnið sigur á Beyers hershöfðingja, þar sem Sanderton heitir, og komið liði hans á tvístring, og Aíberts hershöfðingja hafa sigrað uppreisnar- menn við Lichtenberg og tekið þar 240 fanga, en 40—50 uppreisnarmanna fallið. Flokkur Maritz’ hershöfðingja, er aðal-forystu uppreisnarmanna hefur í Caplandinu, sagður og kominn að mun á tvístring. — Á höfninni í Pinang (á Malakkaskaganum á Austur-Indlandi) sökkti þýzka herskipið „Em- den“ nýlega rússneska herskipinu „Jamchug", og drukknuðu þar 85 menn, en 112 urðu sárir. — Frakkneskum tundurspilli sökkti þaðþarog um sömu mundit. A hinn bóginn fréttist 10. nóv þ. á., að „Síd- ney“: oitt af berskipttm Ástrolíumanna, hefði skotið á „Emden“ og rekið það á land á Kokos- evjum, og hefði það brttnnið þar — Annað þýzkt herskip, „Koenigsberg“ aðhaíni, var og hrakið á iand af brezkum hcrskipum, og strandaði, við Mafía-eyju (við Au-ttur-Afríku- strendur), — Norðursjóriim. (Eitt orustusvæði). 4. nóv. síðastl. gaf Bretastjórn út j tiikynningu þess efnis, að eptirþann dag bæri að skoða allan Norðursjó- inn, sem eitt orustusvæði. Tilkynning þessi mun í fyrstu hafa verið skilin á þá leið, að þar með væri þá loku skotið fyrir allar siglingar um Norðursjóinn, sbr. og hér aptar í þessu nr. blaðs vors. Sem betur f’ór, reyndist þó eigi svo, - - skipum þó enn fært, ef þau fara ná- kvæmlega eptir tilsettum reglum, gæta þess, að fara eigi eitt fet út fyrir ákveðn- ar línur á sjónum. Siglingaleiðin — þótt reynt sé að þræða sem nákvæmast ákveðnar leiðir — þó engu að síður vafalaust afar-hættu- leg, Og betur að eigi yrðu nú slys að. En ósvifnin, sem lýsir sér í því, að alhepta þannig fjölfarnar siglinga- leiðir, eða gera þær að niun hættu- legar, og hirða alls ekkerb um, hvað af leiðir — þ. e. hvort fjöldi manna, er leið- ina fara, missa þá líf eða limu, eda jafn vei milljónir manna verða bjargræðis- lausar, vegna ónógra, ef eigi altepptra aðfiutninga — hún keyrir svo úr liófi, að firnum sætir. Sízt hugsa þeir og um, að til sé þó siðferðisleg ábyrgð, er svo haga gjörðum sínum, eða að slíku gjörast valdir. ísflrzku málin á Alþingi 1914 (Saga málanna á þinginu.)" II. Að því er snertir símaiagningu til norðurhreppanna þriggja í kjördæminu, þ e. til Snæfjalla-, Grunnavíkur- og Sléttu- hreppa, hafði eg, á þinginu 1913, fengið samþykkta þingsályktun þess öfnis, að síma-leiðin um þessar slóðir, og alla leið að Látrum (sem og að Höfn) í Sléttu- hreppi, yrði sem allia-fyrst rannsökuð.1) A undan þinginu í sumar, sem leið, hafði mér nú að vísn eigi borizt nein 1) Á útdrættir.um úr hréfi landBaímastjórans, Sem birtur er hér síðar i greininni, sést hvað því veldtir, að rannsóknin er enn eigi fram farin, en frestað til sumarsins 1915“: Sk. Th

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.