Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1912. AUir saman skipstjórar. Samúel beiö þangað til þeir beygðu fyrir horn- iS; þá tók hann til með svoddan ilsku, að þeir vissu varla hvað þeir áttu að gera við liann; tvívegis komu póliti og gáfu honum, það ráð, að fara heim áður en þeim dytti annað i hug, svo hann varð að sitja á sér og ekki gera neitt1 á meðan Pétur og sá rauði tóku taki, sinn um hvorn handlegg og sögðust vera að fara með hann heim. Hann tók til aftur þegar heim kom og sat lengi upp við dogg í rúrrrinu og lét dæluna ganga og hlakk- aði yfir þvi hvaö hann skyldi gera við þá, ef hann gæti. Svo þegar hann væri nýbúinn að segja, að hann vildi óska að hann sæi Rauð soðinn lifandi eins og humrafisk, þá sneri hann við blaðinu, kallaði hann vænsta dreng og sagði það vera honum ólíkt, að reyna að hafa kvenmann af gömlum félaga sínum og að þau hefðu fengið elsku hvort á öðru þegar þau sáust í fyrsta sinni i sporvagni. <-Hún er of ung handa þér,” sagði Rauður, “og oí lagleg líka.” ‘■'Það er verzlunarstaðan, sem hann er skotinn í,” segir Pétur Russet. “Hérna, Rauður, við skulum slá um, hver okkar skal hafa hana.”, Rauður sat á rúmstokknum hjá Sam og sagði nei fyrst, en á endanum þá tók hann upp dal hjá sér og kastaði honum upp. Þann dal sá hann aldrei framar, og þó reif hann Sam fram úr rúminu og rótaði fötunum fram á gólf hvað eftir annað. Hann leitaði á fjórum fótum fyrir vist i hálftíma og Satrt- skaut því fram, að þegar hann væri orðinn leiður á að leika bjamdýr, þá mætti kannske vonast eftir að hann hefði sig í rúmið og færi að sofa eins og krist- in manneskja. Næsta morgun tóku þeir til þar sem þeir hættu, en enginn vildi vægja til og lofa einum þeirra að reyna sig i næði, svo að endirinn varð, a'ð þeir urðu ásáttir um að sá skyldi hljóta blessanina, sem» mest ynni til hennar. Rauður keypti hálsklút, sem gerðí Samúels að engu og Pétur lagði drjúgan skilding i uppstandandi flibba, sem var svo stór, að hann gleypti hann hreint klárlega. Næsta kvöld tíndust þeir inn í búðina til ekkj- unnar, hver í sínu lagi. Rauði Rikki braut pipuna sína og þurfti að fá sér aðra í staðinn; Pétur Russet þurfti að kaupa sér tóbak; og Sam gamli kom sein- astur, brosandi út að eyrum, með dálitla silfurnælu handa henni, og sagðist hafa fundið hana. Það var allra fallegasta næla og Madama Finch var svo ánægð með hana, að Pétur og sá rauði náðu .hvorugur upp í nefið á sér fyrir vonzku, að þeim skyldi ekki hafa dottið þetta í hug. “Small skip'erra hefir lengi verið fundvís á smá- vegis,” segir sá rauði svo á endanum. “Hann hefir lengi fengið orð fyrir það,” segir Pétur Russet. “Það er hentugur ávani,” segir Rauður. ”Það sparar peninga-útlát. Hverjutn gafstu gull arm- bandið, sem þú fanst hérna utn kveldið, skip’erra?” segir hann og sneri sér að Sam. “Gull-armband?” segir hann. “Eg fann ekkert gull armband. Hvað ertu að þvaðra?” “Jæja, gott, skip'erra; eg tneinti ekki neitt ilt tneð því,” segir sá rauði með hendina á lofti. "Eg þóttist sjá það á syllunni fyrir ofan þig; kannske rrrig hafi dreymt það. Máske eg hefði lika heldur átt að þegja um það?” Sam var á svipinn álíka eins og hann gæti bitið hann á barkann, sérdeilis af þvi hann sá að Madama Finch tók vel eftir þessu. þó hún létist ekki gera það. “O. það,” segir hann svo eftir stríða umþenking. “Já, eg hafði upp á eigandanum. Þú getur ekki trú- að því hvað hann varð feginn að fá það aftur.” Rauði Rikki fór að hósta, og datt 1 hug að gamli Sam væri sniðugri en hann hafði haldið, og áður en honum datt nokkuð annað í hug til að segja, þá leit Madama Finch upp á gamla Sam og fór að tala um skipið hans og hvað mikið hana langaði til að koma út í það. ‘‘F.g vildi að eg gæti tekið þig um borð,” segir gamli Sam og gaf hinum hornauga, “en það stendur svoleiðis á, að skipið mitt er í Dunkirkju út i Frakk- landi, Eg skrapj) hingað til London svo sem i viku eða hálfs mánaðar tíma, að gamni minu.” "Mitt er þar líka,” segir Pétur Russet. rétt þeg- ar hinn slepti orðinu. “Þau liggja hvort við annars hlið þar á höfninni.” “Nei, er það virkilega?” segir Mad. Finch, lagði höndurnar í keltuna og hristi höfuðið. “Eg hefði gaman af að koma út í skip einhvern tima, og eg var búin að einsetja mér það, úr þvi að eg þekti þrjá skip’erra.” Hún leit brosandi á Rjkkard. og Sam og Pétur horfðu á hann líka og hugsuðu hvort hann mundi líka leggja sinu skipi við akkeri i Dunkirkju við hlið- ina á þeirra. “O, eg vildi að við hefðum kynst svo sem hálf- um mánuði fyr,” segir Rauður með sorgarsvip. “Þá skildi eg við mitt skip, Sjóflnguna, og nú er eg að biða eftir öðru skipi, sem eigendurnir eru að láta hyggja handa mér, því að þeim þótti hitt of lítið fyr- ir mig. Hún var gott skip samt.'Sjóflugan, þó lítil væri. Eg hefi myndina af henni einhvers staðar, hélt eg væri." Hann leitaði i vösum sínum og dró upp gamla brotna ljósmmd af gufuskipi, þar sem hann hafði verið kolamokari fyrir nokkrum árum, og rétti henni. “ Þetta er eg, þarna á kommandó-brúnni,” segir hann og benti á einhverja figúru með pipuleggnum. “Það er auðséð á vaxtarlaginu,” segir hún og rýrir fast á myndina. “Eg þekki þenna vöxt, hvar sem eg sé hann.” “Þú hefir aðdáanleg augu, Madama. segir Sam og gat varla komið út úr sér neinu orði. “Það sér hver maður,” segir sá rauði. “Svo stór og blá augu hafa aldrei sézt fyrri.” Madama Finch sagði honum að láta ekki til svona, en þeir sáu báðir, Pétur og Sam. að henni þótti vænt um þetta. “Það er satt. sem satt er." segir Rauður. “Eg er bara óbreyttur alþýðumaður og segi rétt eins og mér þykir vera.” ‘‘Blátt er uppáhalds liturinn minn,” segir Sam, með bliðum rómi.. “Blá eins og trygðin.” Pétri Russet fanst hann verða aftur úr, svo að hann segir: “Eg hélt að móraut^væri þinn litur.” “Hvað!” sagði Sam og snerist við honum. “Og því þá það?” “Eg hefi mínar ástæður,” segir Pétur og kinkar kollinum og kreistir saman varirnar mikið einbeiti- lega. “Elg hélt eínmitt, að mórautt væri liturinn hans” segir sá rauði. ‘ Eg veit ekki af hverju. Það er ekki til neins að spyrja mig að því, vegna þess, að ef þú spyrðir mig, þá gæti eg ekki sagt þér það.” “Mórautt er allra fallegasti litur,” segir Mad- ama Finch. Hún furðaði sig á, hvað gengi að Sam gamla. “Blá,” segir sá rauði. “Stór, blá augu; það á við mig. Sumir halda mest upp á svört eða mórauð,” segir hann og leit á Pétur Russet og Sam á víxl, “en bláu augun eru mitt uppáhald.” Þetta létu þeir ganga alla vökuna, og hvenær serr» dyrabjallan hríngdi og ekkjan varð að skreppa fram til að afgreiða, þá sögðu þeir hver öðrum til syndanna í hálfum hljóðum, og einn ganginn kom hún fljótlega inn aftur og þá mátti rauði Rikki til að útlista fyrir henni að hann hefði verið að. sýna Pétri Russet sprungu á hnúanum á sér. Rauði Rikki kom fyrstur næsta kvöld og skenkti henni tekönnu úr postulini, með stórri sprungu rétt hringinn í kringum bumbuna, þess vegna hafði hann fengið hana billega, en hann sagð- ist hafa flýtt sér svo mikið með hana til hennar, að hún hefði dottið hjá sér, svo kvenmanninum þótti eins vænt um hana eins og hún væri heil. Hún setti liana upp á glóðarsylluna og talaði svoleiðis um Rikka, hvað vænn hann væri og höfðinglyndur, að Pétur lagði grófa peninga í málaðan nósastamp handa henni kveldið eftir, og þurfti þó peninganna með handa sjálfum sér.. Þarna voru þeir þrir vitlausir eftir Madömu Finch, en hún vandist því mjög fljótt og hafði sig undan þeim furðanlega. Hún var svo þý'ð og góð við þá alla sarnan, að jafnvel eftir viku spreng þá var enginn þeirra viss um hvern hún vildi helzt. Þeir tóku upp á að skreppa þangað á öllum tím- um dags, að kaupa tóbak og svoddan nokkuð. Þeir voru alt af hver í sínu lagi þá. en á kveldin hittust þeir þar allir og voru artugir hver við annan alt kveldið,1 og skömmuðust svo alla leiðina heim. Þá varð það alt í einu að þeir Rauði Rikki og Pétur Russet steinhættu að koma alveg umtölulaust. Fyrsta kveldið þá sat Sam og bjóst við þeim á hverri mínútunni, og var svo hissa, að hann gleymdi að hag- nýta sér að hann var einn; en kveldið eftir þá byrj- aði hann á þvi klukkan hálf átta, að taka um hend- ina á Madömu Finch og kreista hana og var búinn að koma meiri partinum af handleggnum utan um mittið á henni klukkan þrjii kort i tíu. Hann gerði ekki meira það kveld, af þvi að hún sagðj honum að láta ekki til svona, og hótaði að kalla, ef hann hætti ekki. • Hann var kominn hálfa leið heim, þegar hann fann út af hverju rauði Rikki og Pétur höfðu hætt að koma, og eftir það þrammaði hahn heimleiðis með svo breiðu brosi, að allir sem hann mætti, héldu hann geggjaðan. Hann háttaði og sofnaði með þetta bros á vörunum, og þegar þeir Péttir og Rikki komu heim skömmu eftir lokunartíma, þá vaknaði hann brosandi og spurði hvar þeir hefðu verið. “Mér veittist ekki sú ánægja að hitta ykkur hjá Madömu Finch i kveld,” segir hann. “Nei,” segir Rikki stuttlega, “okkur var farið að leiðast það.” “Það var óhollusta að sitja alt liðlangt kveldið í loftlausri stofukytru,” segir Pétur. Sam karlinn stakk kollinum niður undir og hló þangað til rúmið hristist, og gægðist upp við og við og kókti á þá Pétur og Rikka og tók svo til að hlæja þangað til hann var rétt kafnaður. “Eg veit hvað til kemur,” segir hann svo og sezt upp og þurkar sér um augun á rekkjóðinni. “Nú, við getum ekki allir haft sigurinn.” ‘,‘Hvað meinarðu?” spurði Rikki mikið óþýðlega. “Hún vildi ykkur ekki,” segir Sam. “Það er mín meining. Og! mig furðar heldur ekkert á því, ekki vildi eg sjá ykkur, ef eg væri stúlka.” “Þig er að dreyma,” segir Pétur með fyrirlitn- ing. “Rósa-stampurinn þinn kemur sér vel á sínum tíma,” segir Sam, hugsandi til þess, að hann hafði af whisky. “Ef eg hefði vitað, að þér lá svona mik- ið á, þá hefði eg getað sagt þér eins og var fyrri.” “Það hefðum við átt að gera,” segir Pétur og hristir höfuðið. "Segja mér,” segir Sam og setti 4 þá stór augu. “Segja mér hvað?” “Af hverju við Pétur hættum,” segir Rikki; “en kannske þér standi lika á sama?” “Satna um hvað?” segir Sam. “Það er makalaust, hvað henni hefir tekist að haldá því leyndu,” segir Pétur. Gamli Sam setti upp stóru augun á ný, og þar á eftir bað hann þá að segja á hreinni ensku það sem þeir byggju yfir, en ekki að reyna að spilla mann- orði heiðarlegs kvenmanns, sem væri ekki til staðar að svara fyrir sig. “Það spillir ekkert mannbrði hennar,” segjr Rikki. “Það er henni til sóma, ef rétt er á litið,” segir Pétur Russet. “Og Sam fœr þá ánægju að ala þá upp,” segir Rikki. “Ala þá upp,” segir Sam með skjálfandi rödd og bleikur i framan. “Ala hverja upp?” “Krakkana hennar, vitanlega,” segir Rikki. “Sagði hún þér ekki frá þeim? Hún á m,u I” Sam lézt ekki vilja trúa þeim fyrst í stað, og sagði að þeir fyndu upp á þessu af öfund. En dag- inn eftir ranglaði hann inn í kál- og aldinabúð í því sama stræti, þar sem Rikki hafði rekist inn í nokkr- urn) dögum áður, og þar fékk hann að vita, að þetta væri þvi miður alveg satt. Níu börn, það elzta ekki nema fimtán ára, voru hjá frænd'fólki sínu til og frá af því að skarlatssótt var i næsta húsi. Samúel karlinn vappaði heim eins og maður, sém gengur 1 svefni, með poka undir hendinni, full- an af appelsinum, sem hann vissi ekki hvað hann átti við að gera, og gaf Rikka trúlofunar hringinn, ef hann gæti náð honum, og tók svo fyrstu iest til Til- bury og réðist i skiprúm til Kína. fwrsr Gerty bjargar unnustanum. W. eft'ir W. JACOBS. "Þakklæti," sagði næturvörðurinn með kuldar hlátri. “Hú! Minstu ekki á þakklæti við mig. Eg befi fengið nóg af þvi um dagana. Ef fólk, sem eg hefi hjálpað, hefði gert helming skyldu sinnar — þó ekki væri nema helminginn, segi eg — þá sæti eg nú í nrinum eigin vagni.” Hann gtrði tilraun til að árétta orð sín með því aö halla sér aftur á bak, eins og hann væri á ferð í vagni, en gleymdi að sápukassar eru ekki til þess gerðir , og var rétt dottinn aftur á bak. Hann náði jafnvæginu og horfði hvast yfir fljótið og saug pip una í ákafa. Það var Ijóst, að rangsleitni fyrri daga kom upp í huga hans. “Harry Thomson var einn,” sagði hann loksins. ‘Eg skrifaði öll kærustubréfin fyrir hann í sex mán uði, því hann var óupplýstur maður, og gat ekki gert annað að því en kossana í endanum, sem liann vildi alt af setja sjálfur; þvi hræddur var hann um hana, það var hann. Bara þremur dögum eftir giftinguna kennir hann einn dag þar sem eg stóð í grandaleysi og rauk í mig alveg steinþegjandi. Eg var ógiftur þá og skildi ekki í hvað kom til. Mér datt ekki ann að i hug en að hann væri vitstola, og með þvi að eg hefi alt af verið slóttugur og alla tið haft óbeit á vitlausu fólki, þá lét eg hann elta mig upp á kontór. Að segja, eg ætlaði að láta hann gera það, en hann kom ekki, og eg slapp með naumindum frá 14 daga tugthúsi fyrir fyllirí og uppistand á almanna færi. Bill Clark var annar. Hann var trúlofaður kvenmanni og vai-ð leiður á öllu saman, svo eg fór og sagði henni að hann væri giftur og ætti fimm tekið utan um ekkjuna, “og eg þakka þér kærlega | börn> af þv; hann bað mig um það. Bill var gleiður fyrir tekönnuna, Rikki! fyrst, en undir eins og hún fór að daðra við annan, “Það er þó ekki meinngin, að þú sért búinn að þá kom hann að lritta mig og sagði að eg hefði eyði- biðja hennar þér fyrir konu ?” segir Rikki og leit til la^t lif sjtt fyrir sér. Vi« komumst í orðakast útaf Péturs. þvi, vitanlega, og eg eyðilagði tvö rif af því í það “Ekki fyllilega; en eg ætla að gera það og eg skal veðja tveimur krónum .slétt, að hún tekur mér.” Rikki vildi ekki veðja, og Pétur ekki heldur, jafnvel ekki þó hann hækkaði sig upp i seðil, og nú sat hann upp við dogg og lét dæluna ganga og mont- aði af því hvað hann hefði gott lag á kvenfólkinu svo að þeir fengu velgju af 'að lilusta á hann. “Eg vildi ekki sjá hana, þó hún bæði mín á hnjánum,” segir Rikki og reigði hnakkann. “Eg ekki heldur,” segir Pétur. “Vertu velkom- inn og haltu til góða, Sam. “Þegar eg hugsa til allra þeirra kvelda, sem fóru til ónýtis yfir þeirri feittt kerlingarskrukku, þá finst mér—’ ’ “Þetta er nóg,” segir Sam með skerpu. “Svona orðbragð á ekki að brúka um kvenmann, jafnvel þó hún hafi hryggbrotið mann.” “Jæja, gott,” segir Rikki, “haltu áfram og hafðu vinninginn, Sam, þú heldur þú sért svo sniðugur hvort sem er.’ Sam sagðist ætla að gera það, og morguninn eftir var hann svo lengi að snurfusa sig, að hinir gátu varla talað alminlega við hann. Hann rauk út undir eins eftir frúkostinn og þeir sáu ekki meira af honum fyr en klukkan tólf um kveldið; þá kom hann með fulla whisky flösku og var svo kátur, að‘ þeir sáu strax hvað var. “Hún sagði “já” klukkan tvö í eftirmiðdaginn,” sagði gamli Sam brosandi, eftir fyrsta staupiði. “Það var rétt komið í kring klukkan eitt, en þá hringdi dyrabjallan svo eg varð að byrja upp á nýtt. Hvað um það. Það var aldeilis ekki leiðinlegt.” "’Er það meining þin að segja okkur, að þú sért búinn að biðja hennar þér fyrir konu?” segir sá rauði og rétti fram staupið sitt tómt. "T&. eg meina ]iað," segir Sam, “og eg ætla að vona að þið erfið það ekki ? Henni leizt aldrei á ykkur, hvornugan; hún sagði mér.það sjálf.” skiftið. Eg fór upp á spítala að vitja um hann — þar hefir mér alt af þótt gaman að koma — og þá talaði hann svo ljótt, að það var sent eftir hjúkrun- arstúlkunni að heyra það. Þetta eru nú bara tveir; en eg gæti nefnt heilan tug af }æim, ef eg vildi. Hávaðinn af minu and- streymi utn dagana hefir komið af því,, að eg hefi reynt a’ð gera öðrum gott til, og alt það þakklæti, sem eg hefi fengið fyrir það kæmist fyrir í bjórkollu sem tekur pott, með pott af öli í. Eina tilfellið af ósviknu þakklæti, sem eg hefi heyrt getið um, henti mann sem var á sama skipi og eg, — unglingsmann, sem hét Bob Evans. Við vor- um á leið frá Aitckland á barkskipi, sem hét Dreka- Flugan, þá dettur hann fyrir borð, og annar maður, Georg Crofts hét hann, einhver sá bezti sundmaður sem eg hefi vitað, stökk út og bjargaði honumi. Þetta var 1 bezta veðri, sjórinn eins og stöðui- vatn og skipið alveg kyrt að heita mátti, en sá sem heyrði Bob Evans tala, mátti halda að Georg Crofts væri einhver sá hjartaprúðösti piltur, sem uppi hefði verið. Honum var ekki neitt um hann áður, heldur en okkur hinum, þvi að Georg var sýtinn pg sérgóð- ur nirfill; en eftir að Georg var búinn að bjarga honum, þá gat hann ekki hrósað honum nógsamlega. Hann hét þvi. að á tneðan liann ætti fyrir bita eða sopa, þá skyldi Georg vera velkominn að því og að hann skyldi gera hverja bón hans, hver sem hún svo væri. Það versta var, að Georg tók þetta eins og hann tsflaði það, og alla leiðina sem eftir var, lét hann eins og hann ætti hvert bein i Bob, og í þann tíma, þegar við komum í Eundúnafljót, þá mátti Bob ekki um frjálst höifuð strjúka. Hann var trúlofaður og fékk sér verelsi i landi, alt af meðan við stóðum við, og lifði sparlega, og þegar Georg fann það út þá með VEGCJA GIP8. Hiö bezta kostar yður ekki meir en það lélega eða svikna. Biðjið kaupmann yðar um ,,Empire“ merkið viðar, Cement veggja og finish plaster — sem er bezta veggja gips sem til er. Eigum vér að segja yð- ur nokkuð um ,,Empire“ Plaster Board— sem eldur vinnur ekki á. Einungis búið til hjá Manitoba Gypsum Co.Ltc/. Wmnipeg, Manitoba SKRIFIS) rftir BæKlingi vorum yð- —UR MÚN ÞYKjA HANN ÞESS VERÐUR. Rauði Rikki og Pétur Russet gláptu hvor á ann- I það sama settist hann upp hjá honum. an. “Hún segist hafa elskað mig alla tíð frá því fvrsta við sáumst,” segir Sam og helti í staupin hjá þeim, til að bæta þeim í skapi. “Við fórum út sam- an eftir te og keyptum trúlofunarhringinn, og eftir "Það verður þér ekkert dýrara, ef þú ferð rétt að þvi að segja.” Bob fór ekki rétt að, en vildi ekki alminlega láta Georg vita það. af þvi að hann hafði bjargað lífi hans, og lét hann heyra það. Tlann hugsaði sér að það fékk hún einhvern til að vera i búðinni og við !áta hann finna smátt og smátt, að hann mætti til að fórum i hljóða-skála. Pagoda heitir hann, og þar fram eftir götunum.” “Eg ætla að vona að þú hafir ekki borgað rmikið fyrir trúlofunarhringinn, Sam,” segir Rikki, því hann varð altaf brjóstgcVður eftir tvö eða þrjú staup fara varlega vegna stúlku sinnar, og fyrsta kveldið sem þeir voru i landi, þá tók hann hann með sér þangað 1 kvöldskattinn. Gerty Mitchell, hún hét svo stúlkan hans, frétti ekki slysið fyr en Bob sagði henni frá því; hún hljóðaði upp yfir sig þegar hún heyrði það, lagði hendurnar um hálsinn á Bob og fór að kyssa hann framan í Georg og móður sinni. “Eg held þú ættir að kyssa hann líka,” sagði Mrs. Mitchell og benti á Georg. Georg þurkaði sér um munninn með handarbak- inu, en Gerty lét sem1 hún ekki heyrði.” “Að hugsa sér, ef þú hefðir druknað,” segir hún og vafði sig að Bob á ný. “Hann var ekki langt frá þvi,” segir Georg og hristi höfuðið. “Eg er illa syndur, og samt hugsaði eg með mér, að annað hvort skyldi eg bjarga honum, ellegar fara sjálfur í sjóinn með honum.” Hann þurkaði sér um varirnar með handarbak- inu á ný, en Gerty skifti sér ekkert af því, annaði en það að hún sendi Ted litla bróður sinn eftir bjór. Siðan settust þau að sriæðingi öll saman og Mrs. Mitchell drakk Georg til í bjór og sagðist vonast til, að drengurinn sinn yrði líkur honum, Jægar hann yxi upp. “Mig langar til að liann verði góður mað- ur og hugaður,” segir hún. “Þó hann verði ekki fríður, þá gerir það minna til.” ■'Hann gæti orðið hvort tveggja,” segir Georg, snöggur. f'ÞVi þá ekki?” Mrs. Mitchell sagðist halda, að þaö gæti vel látið sig gera, og sló Ted utanundir fyrir að hafa Hátt meðan hann væri að borða, og annan kinnhest til fékk hann þegar hann sagðist vera búinn að borða fyrir góðri stund. Þeir Georg og Bob urðu samferða heim alla leiðina og alt af var Georg að tala um hvaö Bob ætti fallega kærustu og hvað mikil hepni það hefði verið fyrir hann, að hafa ekki farið i sjóinn. Hann fór aftur þangað daginn eftir með Bob og eftir kveld- skattinn sögðust þau Bob og Gerty ætla að vera sam- an úti um kveldið, og þá lét hann bjóða sér að vera með þeirn. Þau fóru 1 sporvagni til hljóða-skála og Bob borgaði fyrir þau öll. Georg sýndist aldrei muna eítir því, að stinga hendinni i vasann, og eftir að sönghljóðin voru úti, þá fóru þau í matarbúð og fengu sér álastöppu, en jafnvel það léta hann Bob borga líka. Eins og eg sagði áður, þá var Bob Evans troð- fullur af þakklæti, og sýndist varla nema sanngjarnt' að hann eyddi dálitlu í þann mann, sem hafði hætt lífi snnu til þess að bjarga honum.'og nú varð hann aí) hýsa hann og fæða, og borga fyrir hann hvert sinn er þeir fóru út þar fyrir utan, svo hann eyddi mikiö meira en hann hafði ráð á. “Þú ert ekki nema einu sinni ungur á ævinni,' Bob, sagði Georg eitt kveld, þegar Bob mintist á að skildingarnir væru fljótir að fara, “og ef eg hefði ekki verið, þá hefðirðu aldrei lifað það að verðal gamall.” Nú með þessu peninga útdragi og svo það að hafa Georg ait af á hælunum hvert sem þau fóru, þá stóð ekki lengi þangað til Gerty og Bob sinnaðist. “Mig langar ekki til að eiga neina gufu,” segir Gerty. “Tveir geta talað í trúnaði, en þrír ekki, og þess utan, því getur hann ekki borgað fyrir sig? Ilann er það gamall. Þvi átt þú að vera að eyða þirium jteningum 1 hann ? Hann borgar aldrei svo mikið sem grænan kopar.” Bob sýndi henni fram á, að hann ætti ekki hægt með að tala um þetta, af því að hann ætti Georg líf sitt að launa, en hann mú.tti alveg eins tala við lukt- arpóst. Þyí meir sem hann afsakaði sig, því meir þyknaði í henni, svo að hún segir á endanum; “Tveir geta talað i trúnaði, en þrír ekki, og ef við getum ekki farið út, nema Georg Crofts sé á hælunu'm á okkur. þá skal eg fara út með honum án þín.” Iíún lofaði þessu ekki upp í ermina sína, heldur tók hún næsta tækifæri sem bauðst, meðan Bob skrapp út að kaupa sér tóbak, og fór út einsömul meði Gebrg. Þau komtt ekki aftur fyr en klukkan tiu og þá Var hún björt 1 augunum og rjóð í fram- an eins og* rós. Mamrna hennar fór að finna að við hana, en steinþagnaði fyrir henni eins og harmónika á augabragði; svo sat hún næst Georg meðan verið var að borða kvöldmatinn og hló að öllu, sem hann sagði. Bob og Georg töluðu ekki saman eitt aukatekið orð alla leiðina heim, en þegar þeir voru komnir inn í kamelsið sitt, þá segir Georg fljótlega meö hom- augagotu; “Heyrðu, eg bjargaðl lífi þinu, var það ekki svo?” 'Það gerðirðu,” segir Bob, “og hafðu sæll gert það.” “Eg bjargaði lífi þínu,” segir Georg mjög há- riðlega. “Ef eg hefði ekki verið, þá hefðirðu ekki getað gifzt nokkurri manneskju.” “Satt er það,” segir Bob. Dr. R. L. HURST, Member of the Royal College of Surgeons, Eng., útskrifaöur af Royal College of Phy*- icians, London. Sérfræöingur í brjóst- tauga- og kven-sjúkómum. Skrifstofa: 305 Kennedy Bldg., Portage Ave. (á móti Eatons). Tals, M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræPingar, SvantsTOFA.— Room 811 McArtkur Building, Portage Avenue Áritun: p. o. Box 1058. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ;; Dr. B. J. BRANDSON ! 1 11 11 Office: Cor. Sherbrooke & William TBÆPHONK GARRVSaO Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 620 McDrrmot Ava Telkphone garrv :«i 1 , | Winnipeg, Man. te Dr. O. BJORN&ON Office: Cor. Sherbrooke & William '• 1‘tXEPIIONE, GARRV 32» £ Officetfmar: 2—3 og 7—8 e. h. (! Hbimili: 806 VlCTOR Strbbt Tkmíphoni:. carry T03 Winnipeg, Man. c« Dr. W. J. MacTAVISH Í Officb 724J .S'argent Ave. Telephone .Sherbr. 040. Office tfmar li-12 f. m. 3*1 e. m. f*9 e. m. — Hbimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telefhone Sherbr. 432, J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG. Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. ****** t | Dr. itaymond Brown, I Sórfraeðingur í auffna-eyra-nef- og hále-e j úkdðm um. 336 Somerset Bldg. Taisfflii 7202 Cor. Donald & Fortage Ave. Heima kí. io—i og 3—6, J, H, CARSON, Manufacturer of ARTIFICIAL LIMBS, ORTHO- PEDIC APPLIANCES, Trusses- Phone 8425 857 Notre Dame WINNIPEg A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selnr líkkistur og annast om útjarir. AUur útbún aBur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteiaa '• 2152 8. A. 8IGURDSON >1. J. MYER8 Tals. Sherbr, 2786 Tals. Ft.R. 958 SIOUBPSOW & MYEBS BYCCIftCAF^EjtN og F/\STEICNf\SALAfl Skrifstofa: Talsími M 446 510 Mclntyre Block. Winnipeg Njófið heimilis þæginda Eignist rafmagns vél sem þvær og vindur þvott. Kost- aðeins eitt cent um tímann, meðan hún starfar og gerir þvottadaginn að frídegi. Sjá- iö hvernig húu vinnur. GAS STOVE DEPARTMENT Winaipeg Electric Raílway Ca, 322 Maln St. - Fkone Maln 25aa A. 8. BABDAL, selui Granite Legsteina alls konar stærðir. Þcir sem ætla sér að kacp- LEGSTEINA geta þvf fengið þt, með mjög rýmilegu vertJi og ætta að senáa pantanir sem fyks. til A. S. BARDAL 843 Sherbrooke St. Bardal Block

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.