Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. ANNAR KAFLI. Lauru þótti vænna um bjartsýni en svartsýni, og gat sjaldan séð dökku deplana. pessir óþægi- legu spádómar ómuðu sem “rugl” í eyrum hennar. Jana sneri sér að lafði Oakburn og sagði henni alla æfisögu Clarice, frá byrjun til enda. Húr. hafði mikil áhrif á lafði Oakbum, sem aldrei kvaðst hafa heyrt neitt jafn undarlegt og þetta hvarf. pegar Jana sagði söguna, mintins hún lauslega á draum sinn um Clarice, sem hafði trufl- að hugarró hennar stórkostlega. Laura, sem var að leggja sofandi bamið niður í litlu vögguna, greip fram í fyrir henni með háðslegum orðum. “Draumurinn, já, alveg rétt! Maður má ímynda sér að þú sért gömul fóstra, Jana? Hvern- íg þú getur dvalið við þessa heimsku, get eg ekki skilið. Lafði Oakbum starir á 'þig, og til þess hefir hún sannaríega fulla ástæðu”. “Að minsta kosti höfum við ekkert heyrt um Clarice síðan mið dreymdi þenna draum”, svaraði Jana, og hin lága rödd hennar gaf í skyn, hve mikii áhrif þetta efni hafði á hana. “pegar Clarice aft- ur er á meðal okkar, hraust og rösk, þá mun eg gleyma draum mínum”. Laura kerti hnakkann og sneri baki að Jönu. “Eg verð að fara i yfirhöfn mína”, sagði hún svo við greifainnuna; ‘Iþjónar yðar munu ímynda- sér, að eg ætli ekki að koma. Eg sendi þau boð ofam að þeir skyldu bíða, þegar vagninn kæmi aftur með Jönu”. Jana hafði séð undrunarsvipinn á andliti lafði Oakbums, og ávarpaði hana aftur þegar Laura var farin úr herberginu. “Eg verð að segja yður lafði Oakbun, sem svar upp á háðsyrði Lauru, að mig á minni liðnu æfi hefir dreymt þrjá eða fjóra mjög undarlega drauma. peir hafa staðið í eftir- tektarverðu sambandi við markverða viðburði, sem átt hafa sér stað litlu síðar. Eg er ekki að eðlisfari hjátrúarfull; eg held að mín áskapaða skoð<|n sé því gagnstæð; en það var óum flýjan- legt að þessir draumar skyldu ekki festa rætur í minni mínu, sem eitthvað það, sem hvorki er mögulegt að gera grein fyrir né skilja”. “Og þér höfðuð einn af þessum undarlegu draumum viðvíkjandi Clarice?” “Já, eg hafði það. Hún var þá ekki orðin lafði Clarice; það var hræðilegur draumur, og hann virtist vera fyrirboði dauða hennar. Dag eftir dag, stund eftir stund verður þessi draumur, þegar eg set hann í samband við óvissuna um Clarice, betur lifandi í minni mínu. Eg get ekki gleymt honum”. “Hvernig var hann?” spurði lafði Oak- bum. “Mér kæmi betur að þurfa ekki að segja yður hann”, sagði Jana. “Stundum finst mér, að ef eg segði Lauru hann, myndi h<|n hæðast minna að honum”. “pér hafið þá ekki sagt henni hann ?” “Nei, gagnvart henni verð eg að leyna honum fremur ödlum öðrum”. “En hvers vegna einmitt gagnvart henni einni, lafði Jana?” “Nú jæja, tilfellið er — en það ómar heimsku- lega, janvelf í mínum eigin eyrum þegar eg minn- ist á það, hvað þá heldur í eyrum annara? — Til- fellið er nefnilega það, að í þessum draumi var hr. Carlton. maður Lauru, mjög Óþægilega blandaður saman við atvikin. Hina smáu viðburði eða atvik, get eg ekki sagt yður; en mig dreymdi að Clarice var dáin, og hún sagði að hr. Carlton væri orsök í dauða hennar eða að vissu leyti meðsekur um hann”. Greifafrúin var alveg laus við hjátrú, og þegj- andi og kurteis furðaði hún sig á skoðunum Jönu. En hið hátíðlega andlit og tempraða rödd hafði áhrif á hana, og henni lá við að fallast á þessa skelfilegu lotningu. “Hann var þá ekki orðinn maður Lauru; en eg sá hann daglega, þar eð hann var læknir föður mins; og eg segji sjálfri mér, að það atvik, að eg sá hann svo oft, hafi orsakað það, að hann bland- aðist saman við drauma mína. Eg segi sjálfri mér að þessir drauma samfundir hafi hlotið að vera að eins af tilviljun, en þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir skynsemina, dómgreind mína ög vilja, geti eg ekki útrýmt mynd þeirri af Carlton, sem eg sá í draumnum, úr huga mínum, og frá þessu augna- bliki hefi eg ávalt fundið til hræðslu við hr. Carl- ton. Eg get ekki búist við því, að þér, lafði Oak- bum, getið afsakað eða skilið þetta; eg finn sjálf■ að það er alls ekki rétt”. * “En þekti Carlton Clarice systur yðar?” spurði greifainnan með mjög mikilli samhygð. “pað hefir hann efalaust ekki gert. Og þess vegna er skynsemi mín og minn góði skilningur mér gagnstæð, en tilfinningin og hræðslan eru kyr og skilja ekki við mig. Eg gat þess einu sinni við Lauru, að hr. Carlton væri mjög óþægilega bland- aður saman við drauminn, og að eg gæti ekki forð- ast að hugsa um hann án hryllings og ótta, en því hefir hún að líkindum gleymt. petta var áður en hún giftist. pess vegna vil eg síður, meðfram vegna löngun hennar til að hæðast að draumnum, minnast á þá í nærveru hennar. Eg skyldi alls ekki hafa minst á drauminn nema til skýringar á þeirri orsök, að eg varð óróleg og skrifaði Clarice nokkur bréf, sem aldrei hefir verið svarað”. “Viljið þér segja mér drauminn?” spurði greifainnan af hluttekning sinn. “Eg viðurkenni að eg trúi ekki þeim skoðunum, sem sumir hafa að draumar séu eins konar aðvörun. Eg er hrædd um að eg hæðist eins mikið að þeim og lafði Laura, en mig langar til að heyra þenna draum”. “Jana hristi höfuðið. “Eg hefi aldrei sagt nokkrum manni hann. Fyrirgefið mér, lafði Oak- burn, að eg enn þá neita að endurtaka hann fyrir yður. Án tillits til míns eigin óvilja, held eg það mundi ekki vera réttlátt gagnvart Carlton”. Lafði Oaktmm gat ekki varist brosi, og Jana sá það. “Já”, sagði hún sem svar, “eg veit hve heimskulegt það hlýtur að sýnast. pað er heimsku- legt, og eg skyldi vera þakklát, ef eg gæti losnað við þann hleypidóm. sem hann hefir vakið hjá mér gegn hr. Carlton. Hleypidómurinn er heimsku- legri en alt annað. Eg finn hve ranglátur hann er, og þó —” Litli lávarðurinn í vöggunni greip nú fram í fyrir þeim. Hann hækkaði röddina með öllu því afli, sem hann átti í litlu lungunum sínum, og Jana flýtti sér að taka hann upp og færa greifainnunni hann. Á meðan þessu fór fram, fluttist Laura áfram í vagni lafði Oakbums eftir götum borgarinnar. Vagninnn hélt í áttina til East-End, fjölbygðum en ekki helzta hluta bæjarins. Hún ætlaði að heimsækja föður mann síns, hr. Caríton. Heimili Carltons var við þéttbygt stræti, sem var fremur afskekt, þar sem auður og fátækt, annríki og leti, iðni og afbrot virtust mjög óreglu- lega blönduð saman. Vagninn ók að ferköntuðu húsi úr rauðum múrsteini; það var ekki stórt, en viðfeldið og þægilegt. pað stóð dálítinn spotta frá götunni, og steinlagður garður var fyrir framan aðaldymar. Á hurðina var fest málmplata með orðunum: “Hr. Carlton, læknir”, og yfir dyrun- um hékk stór lampi með gulu og rauðu gleri. Laura sté niður úr vagninum, og þjónn opn- aði dyrnar á sama augnabliki og hún hringdi. “Get eg fengið að tala við hr. Carlton ?” “Ekki núna. petta er ekki skrifstofutími hans. Að mínútu liðinni verður hann farinn af stað til þess að vitja sjúklinga sinna”. pjónninn benti á óvandaðan vagn, sem beið þar rétt hjá. Laura hafði ekki tekið eftir honum. Henni geðjaðist ekki að neitaninni og setti á sig sinn skipandi svip. “Húsfoóndi yðar er heima?” “Hann er heima, min heiðraða frú; en eg get ekki hleypt yður inn. pað er á þessari stundu, sem hanh ekur burt, og------þama gengur hann út að vagninum”, foætti þjónninn við með glaðari róm, því honum var ógeðfelt að eiga í þrætum. Laura sneri sér snögglega við; magur maður um sextugs aldur kom út úr hliðardyrunum og gekk yfir garðinn. Hún gekk til hans. “Hr. Carlton gizka eg á?” Hún hefði ekki þurft að spyrja þannig. f þ’ess- ari foeinvöxnu, grönnu persónu, með laglega en kæruleysislega andlitsdrætti sá hún mann sinn á gamals aldri, eins og hann mundi líta út að þrjátíu árum liðnum, það er að segja ef hann lifði svo lengi. í hörðu röddinni gamla mannsins, hinni á- kveðnu framkomu hans, þegar hann sneri sér við og svaraði henni, þekti hún sömu hegðanina og hjá honum, sem var henni svo nákunnugur. “Já, eg er Carlton. Hvað viljið þér?” “Eg er komin til að tala við yður, hr. Eg er komin alla hina löngu leið frá West-End til þess, að fá að tala við yður”. Carlton leit til vagnsins. Hann sá jarlskór- ónuna á dyrunum; hann sá þjóninn og ökumann- inn í sínum skrautlegu einkennisbúningum; því enn þá var ekki farið að bera sorg fyrir dauða jarilsins. En hr. Carlton bar ekki sérlega mikla lotningu fyrir jörlum í heild sinni, og lokaða vagna og þjóna leit hann á sem nauðsynlega hluti að eins fyrir þá, sem höfðu efni á að hafa slíka gripi. “Mér þykir það þá leitt, að þér komið á þess- ari stundu, unga stúlka, það er alt”, sagði hann. “Eg get ekki tekið á móti sjúklingum heima, eftir að kl. er þrjú, og hún sló fyrir tveimur mínútum síðan. pér hefðuð geta fengið að vita um þetta hjá kirkjunni þarna. Ef eg ætti eitt sinn að breyta reglunni, yrði eg að gera það alt af. Ef þér viljið koma á morgun kflukkan-------”* 1 “Eg er enginn sjúklingur”. sagði Laura. “Enginn sjúklingur? Hvað eruð þér þá?” “Eg er kona sonar yðar, hr. Lafði Laura Carlton”. Carlton gamli lét enga undran í ljósi. Hann horfði á hana eina mínútu án þess að svara, og án þess að rólega andlitið hans breyttist hið minsta. Svo rétti hann henni kurteislega arm sinn og leiddi hana inn í húsið. Aðgöngu á þessari for- boðnu stundu, sem hann hafði neitað sjúklingum um, hve mikilhæfir sem þeir hefðu verið, veitti hann tengdadóttur sinni. Hann fylgdi henni inn í herbergi á neðsta gólfi, að öllum líkindum borðstofa, dimt herbergi með þungum, hárauðum flauelsblæjum, og snotr- um húsmunum. pjónninn var að taka matarleyf- ar af borðinu; En húsbóndi hans benti honum að hætta. “Ber þú mat á borðið aftur, Gervace”. “Ekki handa mér”, sagði Laura, um leið og hún settist í hægindastól. “Eg kýs helzt að neyta einskis”, sagði hún við Carlton. Gervace gekk út með bakkann, og Carlton sneri sér að henni. “pér eruð þá unga stúlkan, sem sonur minn hefir gifzt. Eg óska yður láns og ánægju”. “pér eruð mjög vingjarnlegur”, sagði Laura, um leið og hún fann til óvildar gegn Carlton. Hún vissi hve notasælir nokkrir af peningum hans gætu orðið þeim; hún hataði hann fyrir það, að bann hafði neitað að hjálpa syni sínum, og var samkvæmt hugboði komin þenna dag. til að ná hylli hans og verða vina hans. En það var eitt- hvað í rólegu augunum ha ns og rólegu framkom- komunni hans sem sagði henni að hún mundi ekki ná takmarki sínu, ef það væri það, að fá hann til að hjálpa sér í fjármálalegu tilliti, og Laura víg- girti sig með drambi sínu og fór að fá óvild á hon- um, eins og hún fékk á hverjum þeim manni, sem^ var henni andstæður. “Eg er í London fáeina daga, hr. Carlton, og mér fanst að eg ætti að koma og kynnast yður, áður en eg færi úr borginni. Eg vissi ekki að yð- ur væri það óþægilegt”. “Mér er það ekki óþægilegt. pað gleður mig að sjá yður hér. Er Lewis líka í bænum?” “Eins og hann mundi ekki vera kominn til yðar, ef hann væri hér”, svaraði Laura. “Eg var kölluð til borgarinnai af sorglegum ástæðum”, bætti hún við, um leið og augnartillit hennar og rómur urðu blíðari. “Faðir minn er dáinn. Eg kom ekki nógu snemma til að sjá hann lifandi”. “Faðir yðar? Eg bið yður forláts, eg gleymdi hver —” “Jarlinn af Oakbum”, sagði Laura mikillát- lega, um leið og hún talsvert móðguð gat ekki trú- að gleymsku hans. “Jarlinn af Oakburn, það er satt. pegar eg las um dauða hans, var eg sannfærður um að eg kannaðist við þetta nafn, af einni eða annari sér- stakri ástæðu- en eg mundi ekki, að hann var faðir konu sonar míns. pér virðist vera reiðar, góða mín; en ef þér ættuð að gegna því starfi sem eg geri, mynduð þér ekki furða yður á gleymsku minni með tilliti til slíks. Lewis og eg skrifuðum að eins mjög lítið hvor öðrum um hjónaband hans, og eg er ekki viss um að nafn föður yðar hafi ver- ið nefnt oftar en einu sinni í bréfum hans. Ýðar eigið nafn er Laura”. “Eg er lafði Laura”, svaraði hún með miklum æsingi. “Og mjög fallegt nafn er það! Eg átti einu sinni litla systur með því nafni- hún dó. Og mér finnast vera margir mannsaldrar síðan, þegar eg hugsa aftur í tímann. Og hvernig gengur Lewis í South Wennock? Hann ætti að vera orðinn dug- legur læknir nú á tímum; hann hefir efni í sér til þess, þegar honum þóknast að nota það”. “Honum gengur eins vel og honum getur gengið sem lækni”, svaraði Laura. “Enginn hjálp- ar honum. Hann ætti að hafa lokaðan vagn, en hann hefir ekki efni á því”. Ef hann hefði haft efni á því, þá hefði kona hans tileinkað sér vagninn til eigin afnota. Að aka um kring í vagni með kórónu á og öll önnur merki um tign og auð, var einmitt viðeigandi skemtun fyrir Lauru með hennar hégómagirni. “Ó, Lewis verður að láta sér líka að bíða”, sagði Cariton. “Eg átti engan lokaðan vagn fyr en eg var búinn að starfa miklu lengur við lækn- ingar en Lewis er enn búinn að gera. Segið hon- um frá mér, góða mín, að þeir sem viti hvemig þeir eigi að græða, viti vanalega líka hvemig þeir eigi að bíða”. “pað vil eg ekki segja honum”, svaraði Laura djarflega. “Mér finst- hr., að þér ættuð að 'hjálpa honum”. “Finst yður það, unga stúlka ? Hvað vinnur hann sér mikið inn fyrir starf sitt? Sex eða sjö hundruð árlega? “Já, það held eg”. “pað er meira en eg gerði á hans aldri. Og ' eg vil ráða honum til að koma því svo fyrir að það endist”. Áherzlan, sem hann lagði á síðustu orðin, sagði Lauru að engrar hjálpar væri að vænta af honum. Hún rykti til höfðinu háðslega. par eð hún bað um þetta hans vegna, sem hún elskaði svo innilega, en skeytti í raun og veru ekkert um pen- ingana sjállfa, varð hún reið yfir vonbrigðunum. Hún stóð upp til að fara. “Maður yðar þekkir ákvarðanir mínar, lafði Laura, að eg læt aldrei þvinga mig til neins — og þér verðið að fyrirgefa mér þetta orð. Segið þér honum, að eg hafi ekki breytt erfðaskrá minni, og að eg ætli heldur ekki að gera það, ef hann hér eftir heldur hylli minni; en verður að bjarga sér sjálfur á aneðan eg lifi”. “Mér finst þér vera mjög kaldlyndur faðir, hr. Carlton”. “Góða mín, yður má sýnast það, ef yður þókn- ast”, svaraði hann kæru'leysislega en mjög kurteis “pér þekkið enn ekki lundarfar eiginmanns yðar eins og það er. Á eg að segja yður hvernig hann er ? Hann vinnur sér inn sex eða sjö hundruð pund á ári, segið þér. Ef eg frá þessum degi að telja, veitti honum önnur sex eða sjö hundruð í viðbót, sem yrði tólf eða fjórtán alls. Mundi hann við árslokin álíta það of lítið og biðja um' önnur fjór- tán til viðbótar. Lewis mun áreiðanlega nota all- ar tekjur sínar, alveg sama hvaðan þær koma og eg vil síður vita peningum mínum, sem eg hefi átt erfitt með að safna,eytt á meðan eg lifi”. Laura lét á sig svarta kniplingssjaiið með hrokafullum svip, og gekk út úr herberginu, án þess að skeyta tilboði hans um vín og annað gott. Hr. Carlton gekk einnig út og bauð henni arm sinn, hefði hann ekki verið tengdafaðir hennar, hefði hún eflaust neitað honum. “Hvar haldið þér til í borginni spurði hann. “í iþví húsi þar sem faðir minn liggur and- vana”, svaraði Laura fremur æst. “Eg hefði ekki yfirgefið það vegna nokkurs annars erindis en þessa”. “pað hefir glatt mig að sjá yður, góða mín, pað skal ávalt gleðja mig að sjá yður og Lewis. Kamið þið nær sem er, bæði tvö, og dveljið hjá mér. ef að viðskifti eða skemtanir flytja yður til London, lafði Laura, og ef þér getið verið ánægð- ar með þenna útjaðar borgarinnar, gerið þá hús mitt að heimili yðar. pér skuluð vera innilega velkomnar”. Hann fylgdi henni út með mestu lotningu og kurteisi, hneigði sig fyrir henni, þegar hún sté upp í vagninn, tók ofan hattinn og stóð berhöfð- aður á meðan hún ók burt. “Hann er kurteis maður í framkomu þó hann sé lágt hugsandi”, sagði Laura við sjálfa sig. “Eg var að vissu leyti hrædd um, að hann mundi ekki vera það. Og nú get eg skilið hvers vegna honum og Lewis semur ekki — þeir eru alt of líkir”. W3 Areiðanlegustu Eldspítumar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær eru svo búnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRASTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspítur á markaðinum. Striðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR IXÍÖSKINN Bændur, Veiðlmennn or V'erslunarinenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (Mestu skinnakaupmenn í Cnnctía) 213 PACIFIC AV'ENCE..........WINNTPEG, MAN. Hæsta verð borgað fjrrir Garur Húðir, Seneca rsetur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖHU YDAK. LÁTIÐ OSS SUTA SKINNIN YDAR Skinnin eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. ÁHöIiD vor skara fram úr allra annara. VERK vort er unnið af æfðum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara i Canada. VÉR sútum húðir og skinn, með hári og án hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvað sem menn vllja. VÉR spörum yður peninga. VÉR sútum eigl leður i aktýgl. VrÉR borgum hæsta verð fyrir húðir, gærur, ull og mör. SKRIFIÐ OSS BEINA IiEIÐ EFTIR VERDSKRÁ. W. BOURKE & CO. Meðmæli: Dominion Bank 505 Pacific Ave., Brandon *> nHiiimmH ■itimmmmyiiHinmwBiimiiiiB I KOMIÐ MEÐ RJÓMANN YÐAR í Vér borgum hæsta verð í peningum út í hönd fyrii allskonar rjóma, nýjan og súran Peningaávísanir sendai fljótt og skilvíslega. öllum tómum könnum tafarlaust skilað aftur. Um upplýsingar vísum vér til Union Bank of Canada. Manitoba Creamery |Co., Ltd., 509 William Ave. k ■ ■ mmii Húðir, UU og.... LODSKINN Ef þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og hsesta verði fyrir ull og loðskirn.skrifið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið eftir verði og áritanaspjöldum. Hlýleg hugsun til Blaine. Alt er gott þá endirinn allra beztur verður. pessi einföldu orð duttu mér í hug þann 7. maí, núna þetta ár, þegar eg eftir hina löngu leið frá Blaine, Wash., steig niður úr vagninum hér á Gimli og gekk heilbrigð og glöð í fyrsta sinn inn í húsið Betel. En því varð endirinn svona góður, og því var öU ferðin, þessi langa leið hing- að, svona góð? pessi spuming kom eins og harmdulin og hik- andi, einhvers staðar innan að. — En henni svaraði fljótt ein- VEÐDEILDAR SALA á fyrirtaks bújörð. Samkvæmt lagaheimild urn sölu fasteigna, er v'eðskuld (mortgage) hvííir á, verður selt á opinberu upp- boCi í ráöhúsi Gimli bæjar í Manitoba fylki, af William H. McPherson, viöurkendum uppboöshaldara, hinn 28. dag mat mánaðar 1918, kl. 12 á há- degi, eftirgreint land. í Manitoba-fylki, og sem saman- stendur af Norðaustur quarter sec- tion (31) in Township Twenty (20) and range (4), East of the Meridian, í fymefndu fylki. Áðurnefnd eign verður seld á á- kvæðisver'ði, og í samræmi við “War Relief Act” og Seed Grain Liens, (cí nokkur eru). Sölu skilmálar. Tuttugu af hundraði kaupverðsins (twenty per cent) greiðist í pening- um við hamarshögg, en eftirstöðvarn- ar samkvæmt skilmálum, sem um verður samið á staðnum. Frekari upplýsingar fást hjá hver hljómfögur og angurblíð rödd frá sama stað: “pað var guð, sem annaðist þig með hönd- um og huga þessarar góðu og hjálpfúsu manna; hann snerti hjörtu þeirra með sínum ósýni- lega kærieikssprota, og þér til hugarléttis máttu nefna þá. Og vegna þess nefni eg nú nöfn þeirra hér, með innilegri velvild HUDSON, ARMOND, SPICE & SYMINGTON Solicitors for the Vendor. 303 Merchants Bank Bldg. Ctsauma Sett, 5 itykki á 20 cts. Fullkomið borðsett, fjólu- blá gerð. fyrir ;borð. bakka og 3 liilir dúkar með sömu gerð. úr góðu efni. bæði bráður og léreft. Hálftyrda { ferhyrning fyrir 20 cents. Kjörkaupin kynna vöruna PKOPLF7S SPECTAIjTTES OO. og þakklæti. Fyrst Mr. Andrés ,>ept* ,8, P O' ^0* 18S#* vvlnn,Pr«. Danielsson og kona hans elsku- '’ ~ , j notið goðvilja og hylli allra þar, leg Uuðbjörg, þar næst Mr. Sig- gem eg - einni ^tí6]ginni hugsan urður Thordarson og hans ágæta þakka hér með innilega_ kona Ingibjörg, öll í Blaine, það-1 an sem eg kom, og þar sem eg Detel, Gimli 8. maí 1819. hefi dvalið í 9 síðustu árin, og í Guðbjörg E. Guðraundsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.