Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 8

Lögberg - 16.05.1918, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAí 1918 Bæjarfréttir. Lestrar samkoma verður hald- inn í Tjaldbúðarkirkju á sunnu- dagskveldið kemur kl. 7. Mr. Benedikt Hjálmsson kom til bæjarins norðan frá Riverton á laugardaginn. Mr. John H. Johnson kaupm. frá Hove P. O. Man. kom til bæj- arins á mánudaginn. Mr. Bergþór Helgason, Hove P. O. Man. kom til bæjarins um síðustu helgi. Olgeir Frederikson frá Glen- boro kom til bæjarins í vikunni hann kom með syni sínum Ár- mann, sem kom til þess að ganga í herinn. Kvennfélag Tjaldbúðarsafnað- ar er að undirbúa Basar, sem það ætlar að halda 30. og 31. þ. m. Nánar auglýst síðar. Mr. Jón Kernested, lögreglu- dómari frá Winnipeg Beach, kom til bæjarins á fimtudaginn var. Mr. porgrímur Sigurðsson frá Framnes P. O. Man. kom til bæj- arins um miðja vikuna. Kom hann með 8 bola og fékk fyrir þá til samans $1,000.00. Mr. Stefán Stefánsson frá Winnipegosis varð fyrir því slysi að verða fyrir hringsög með hægri hendina, og misti framan af tveimur fingrunum. Mr. Stefánsson, þrátt fyrir þetta, kom í vikunni sem leið til þess að innritast 1 herinn. Raulað *í rökkrinu. Skynjar dyr í skerja hring skeið viö byrinn þáCa. orsök fyrir afleiðing, aldrei spyr til ráða. Þekking, banni ýmsra í áður sannaö skýrir, himin ranna Hilmir þvi högum manna stýrir. Guð, um sárin sollnu bind, særði ljárinn fagur, þá mun tára tæma lind tími ár og dagur. Gegnum tár niér leiðir lýs lögöu sári eiri, ein ef bára úfin rís elta þrjár og meiri. Finn eg bandiö friöar hnýtt fyllir andann góöu, inn á landið ljómar blítt lífsins handan móð.u. Loks við breiðan bana ós bregður neyðar stunum. Guð úr heiði gef mér Ijós glatt. í leiðindunum. /. G. G. bát út á vatn, til þess að leggja net, en á meðan þeir voru að því hvesti snögglega og bát þeirra fylti, svo hann fór um, báðir mennirnir komust þó á kjöl, en áður en hjálp kom var Aðal- steinn sokkinn. — Aðalsleinn heit Jónsson var einhleypur maður um fimtugt. Mr. Jón Pétursson frá Gimli, Man kom til bæjarins um helgina og lagði af stað í kynnisför á þriðjudagskveldið, til dóttur sinnar, er heima á í Blain, Wash. IWIIIMII mWHBWBW Næsta laugardag kl. 3 verður dregið um rúmteppi, sem barna- stúkan “Æskan” hefir verið að selja “Tickets” fyrir í Goodtemp- arahúsinu á Sargent Ave. Benedikt J. Lindal frá Wadena Sask. er á ferð í bænum. Hann er bróðir H. Lindals hér í bæ og þeirra tveggja Lindals bræðra, sem íallnir eru í stríðinu. Hann stýrir stórri timburverzlun í Wadena og g.iörir það með mikl- um dugnaði, enda hefir timbur- félagið hinar mestu mætur á honum. Mr. C. Olafsson umboðsmaður New-York Life félagsins er nú fluttur á sjöunda loft í Lindsay Bldg., þangað sem læknamir Bjömson og Brandson fluttu fyrir mánuði síðan. Utanáskrift til hans er nú, 7th Floor Lindsay Bldg., Winnipeg, en telephone númer Garry 2827. íslendingadagsnefndin hefir ákveðið að gefa 4 medalíur fyrir íslenzka glímu, 1. 2. og 3. verð- laun og svo fyrir fegurðarglímu. petta er að eins bundið því skil- yrði að ekki færri en 10 menn til- kynni ritara nefndarinnar (S. D. B. Stephenson) þátttöku sína fyr- ir 15. júlí næs^k. Nefndin vill gera sitt til að efla og viðhalda þessari fögru og þjóðiegu íþrótt og skorar nú á glímumenn í bygð um og bæjum að taka þátt í glímunum 2. ágúst. Bazar. Eins og áður hefir verið aug- lýst hefir kvenfélag Fyrsta lút. Bazar” í sunnudagaskólasal kirkjunnar þriðjudaginn 21. maí næstk. Salan byrjar kl. 3 á þriðjudaginn og heldur áfram til kl. 11 að kveldinu. Ein og und- nfarin ár, verða þar seldir marg- ir þarflegir og eigulegir hlutir fyrir yngri og eldri, með eins vægu verði og unt er. Auk hins vanalega varnings verður seldur ísrjómi og kaffi. Kvenfélagið vonast eftrr að sem flestar safn- aðarsystur (þó þær tilheyri ekki kvennfélaginu) sendi félaginu gjafir eða á annan hátt leitist við að styðja að því að þessi út- sala geti hepnast sem bezt, og vonast félagið eftir góðum á- rangri og mun ekki til spara að allir sem þangað koma geti farið þaðan ánægðir. — pað verður tekið á mótum gjöfum seinni part mánudagsins og á þriðju- daginn í sunnudagaskólasal kirkjunnar. Mr. porleifur Jackson, sem um tíma hefir dvalið norður við ís- lendingafljót kom til bæjarins í vikunni og dvelur hér um tíma. Lögbergi hefir nýlega verið sent lag eftir hr. S. K. Hall, við texta saminn af þeim bræðrum J. G. Johnstone og Astor John stone. Nafn lagsins er: “We’re Away, Hip-Hooray (Till Kaiser Bill is Done. — Verð 40c. Jóns Sigurðssonar félagið er hjartanlega þakklátt öllum þeim, sem á einn eða annan hátt, styrktu það á laugardaginn var, er það hafði sölu í Lindsay Build ing; öllum er hjálpuðu okkur til að gera þann dag bæði ánægðu- legann og arðvænlegann, þar sem ágóðinn var rúmir $224.00. Við getum ekki lýst því með orð- um, hvað mikil uppörfun og hug- arhressing það er fyrir félags- konur, að sjá hvað allir eru sam- taka með að styrkja félagið; svo það geti haldið áfram að vinna að þeirra mesta áhugamáli, sem er að senda öllum íslenzku her- mönnunum okkar, handan við hafið, sendingar — glaðnihg, bæði haust og vor. Eftir því sem þeir f jölga, verður þörfin meiri. Mr. Águst Magnússon sveitar- skrifari frá Lundar var á ferð- inni hér í bænum í vikunni, hann kom með ungum íslending, sem kallaður hafði verið í herinn það- an að utan. Mr. Marel Einarsson lagði af stað héðan úr borginni, áleiðis til San Fransisco, til þess að heim- sækja bræður sína tvo, sem þar eiga heima. Böðvar bóndi Jónssort frá Langruth var á ferð hér í bæn- um í vikunni. \ __________ Adam porgrímsson guðfræðis- nemi kom utan frá Winnipegósis og Red Deer Point í fyrri viku. Hann messaði tvisvar í Winni- pegosis og einú sinni á Red Deer Point. Sagði hann góðar fréttir af safnaðarstarfi landa vorra þar. Báðir þessir söfnuðir eiga einlæga kristindómsvini og sam- vinna er þar góð, þótt safnaðar- lífið sé þar að eins í byrjun. Sunnudagsskóli er komin á fót í Winnipegosis og er í undirbún- ingi á Red Deer Point. Söfnuð- urinn í Winnipegósis er að safna fé til kirkjubyggingar, og horíir mjög vænlega ti'l að kirkjan kom ist upp bráðlega. Mrs. H. John- son, kona H. Johnson klæðskera, forseta safnaðarins, hefir mynd- að söngflokk, sem syngur við Guðsþjónustur, og er söfnuður- inn vel settur að hafa slíkan söngkennara, sem Mrs. Johnson er. Hr. Björn Halldórsson kaup- maður, sá er um hríð veitti for- stöðu Dominion hótelinu, hér í borginni, og upp á síðkastið hef- ir rekið verzlun á homi James og Main stræta, hefir nú flutt ný- ega vestur í bæinn og opnað nýja búð á Arlington og Sargent, þar sem útibú Union bankans áður hafði aðsetur. — Verzlar Hall- dórsson þar með tóbak, vindla og vindlinga, suðræn aldini, og svaladrykki. Enn fremur hefir hann knattborð, þeim til skemt- unar, er íþrótt þá iðka. — íslend- ingar eiga að minnast fslendings- ins, þegar þeir þurfa að skreppa í búð. Islenzkir sjúklingar á almenna sjúkrahúsinu. Gefin saman í hjónaband þ. 1. maí s.l. voru þau Gunnar S. Ein- arson og Málfríður Júlíana Guð- mundsson. Fór hjónavígslan fram að heimili foreldra brúðar- innar, Jóns bónda Guðmundsson- ar og Steinunnar Magnúsdóttur konu hans á Gíslastöðum í Breiðuvík í Nýja fslandi. Séra Jóhann Bjamason gifti. Brúð- guminn er sonur þeirra hjóna Sigfúsar Einarsonar og Guðrún- ar porláksdóttur, er búa á Ljósa- landi í Breiðuvík. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður þar í grend við ættingja þeirra og vini. Dóttir vitavarðarins. Á mánudagskveldið var, lék Dorkas félagið “Dóttur vitavarð- arins” í annað sinn fyrir fullu húsi, í Goodtemplarahúsinu hér í bænum. Leikurinn er skemtilegur, og atburður sá, sem hann segir frá fer fram á Carolina ströndinni, þar sem vitavörðurinn Ichabod Buzzer býr með konu sinni. Mikilsháttar Bandaríkjafólk var á siglingu með fram ströndinni, þegar á skellur ofsa veður, og á skipinu er ung dóttir Hon John Enlow,sem bjargast eða bjargað er af fiskimönnum, og flutt til vitavarðarins. John Enlow fréttir til dóttur sinnar hjá vitaverðinum, og fer að sækja hana, en kona vitavarð- arins skiftir á dóttur sinni og dóttur Enlows, svo alast báðar stúlkurnar upp. Síðar kemst alt upp og Enlow heimtar dóttur sína heim til sín. Hlutverkin í leik þessum, sem eru vandasöm og erfið, mega heita vel af hendi leyst, og sum óvanalega vel, þegar tekið er til- lit til þess, að fólk þetta er óvant yið leikmensku. Vitavörðurinn, kona hans, Nanna, sem elzt upp hjá þeim og Sir Arthur, brezkur aðalsmaður, sem við sögu þessa kemur all-mikið, leika ekki ein asta vel, heldur af list, svo nátt- úrleg í tali, hreyfingum og fasi, að maður hefði getað hugsað að það fólk ætti að eins heima á leik- sviðum, og það fyrsta flokks Hinir aðrir sem í leik þessum tóku þátt, léku sumir vel, aðrir miður, eins og líka gefur að skilja, en yfirleitt var leikurinn vel af hendi leystur, og ef að Dorkas félagið heldur áfram að velja svona smekklega leiki, og leysir þá jafnvel eða ef til vill betur af hendi, þá þarf það ekki að kvíða því að það fái ekki á horfendur. í lok leiksins færði Miss Mar- grét Brandson Miss Margréti Freeman, sem lék Nönnu (stúlk- una, sem ólst upp hjá vitaverð- inum) mjög fallegan blómvönd. Ágóðann af leik þessum gef- ur Dorkas félagið í sjóð hjálpar- nefndar 223. herdeildarinnar, og er það fallegt. VORVEÐUR þýðir svöl kvöld og svala morgna; annaðhvart máské mjög lágt í “Fumace” eða þá alveg brunnið út. Á þessum tíma árs, mundu flestir fagna yfir því að hafa eina af vorúm FLYTJANLEGU R AFM AGN S-HITUN ARÁHÖLDUM, til þess að yla upp hin hrollköldu herbergi á kvöldin, eða þá til þess að gera notalegt á morgnana þegar menn fara á fætur. Vér höfum þessa Rafmagns Heaters af öllum stærðum og verði, við allra hæfi. J>ér getið komið þeim við, í hvaða herbergi sem er, þeir brenna ótrúlega litlu. Komið og skoðið sýningarpláss vort við fyrsta tækifæri. GASOFNA DEILDIN. Winnipeg Electric Railway Co. 322 Main Street Talsími: Main 2522 Á fcstudagskveldið var komu nokkrir íslendingar saman hér i bænum í húsi Hon. Thos. H. Johnson til þess að ræða þjóð- ræknismál í sambandi við stríðið Nefnd manna var kosin til þess að athuga þetta mál frekar. Mtr. S. A. Johnson, 635 Alverstone. BJorn Swainson, Olenboro, Man. Fred Frldflnsson, Uave, Man. Una Gislason, Reykjavlk, Man. Hermann Johnson. Lundar, Man. Bergur Jónsson, Vidir, Man. Mrs. F. Christianson, 589 Alver- stone, Winnipeg. John Sigurdson, 640 Agnes St, City. Mrs. A. B. Austman, Vidir, Man. A. B. Björnson, Wynyard, Sask. Mrs. H. J. Eggertson. 766 Victor St. Mrs. M. Goodman, Kandahar, Sask. Ed. Hanson, Dogr Creek, Man. Ný gift eru þau Helga Kerne- sted, dóttir Mr. og Mrs. John Kernested á Winnipeg Beach og Björn Guttormsson. Heimili ungu hjónanna, eftir 18. maí, verður Suite 38 Adanác Apt. hér í bæ. Mr. Gísli Sveinsson frá Gimli kom til bæjarins í vikunni; hann sagði þær fréttir, að í vikunni sem leið hafi þeir Vigfús bóndi Arason í Kjalvík og Aðalsteinn F réttabréf. Wild Oak, Man. 26. apríl 1918. pau hjón Jakob Sigurðsson Crawford. og kona hans, Helga porsteinsdóttir, Crawford frá Athabasca, Alta. komu nýlega í kynnisferð hingað norður í Big Pont-bygð að finna vini og kunn- ingja norður hér. Að kveldi mánudagsins 1. apríl var þeim hjónum haldið fjöl- ment samsæti að Herðibreið, Wild Oak, Man. Fyrir samsætinu gengust Mr. og Mrs. Davíð Valdimarsson og Mr. og Mrs. Bjami Eastman. Magnús Pétursson stjómaði sam sætinu. Las hann upp velorðað ávarp til þeirra Crawfords hjóna þakkaði þeim félagsstörf þeirra hér í Big Point-bygð og góða framkomu í hvívetna. Síðan af- henti Magnús þeim hjónum dá- litla vinargjöf í peningum frá samsætismönnum, og sagði að þessari gjöf hefði átt að fylgja komin enn þá þaðan sem hún hefði verið pöntuð. Minjagjöf sú, er umræðir, var handa Jakobi, úrfesti með gull- nisti, en handa Helgu, únliðsúr úr gulli. Gripir þessir, eða minjagjöf var afhent þeim Craw- fords hjónum 4. apríl af Mr. og ^VIrs. Davíð Valdimarsson. Eftir að Magnús Pétursson hafði lokið máli sínu, færði Guð- björg Valdimarsson þeim hjón- um kvæði, sem hún hafði ort, og las það upp. Kvæðið var vel kveðið og vel flutt. Svo töluðu: Halldór Daníels- son, Davíð Valdimarsson, Finn- bogi Erlendsson, Bjami Ingi- mundarson, Ágúst Eyjólfsson, Pétur Jakobsson, Magnús Pét- ursson, í annað sinn, og Halldór Daníelsson, í annað sinn. pau Crawfords hjón þökkuðn samsætið, ræðumar og vinagjöf- ina. Jakob með ræðu af munni fram. Skorti þar ekki gott tungutak, því hann er vel máli farinn og orðfær; en Helga las upp skrifaða ræðu, sem hún hafði samið, velsamda og viðeig- andi, og viðeigandi, því hún er í bezta lagi ritfær. Síðan fóru fram veitingar, sem voru rausnarlegar og vel framreiddar. Samsætið fór vel fram og var hið rausnarlegasta. Jakob Sigurðsson, Crawford er fæddur 18. apríl 1856 að Stór- Kambi í Reykhólasveit. í móð- urætt er hann kominn af Magn- úsi sýslumanni Ketilssyni, (d. 1803). Magnús var einn af önd- vegishöldum sinnar tíðar. Jakob kom til Ameríku 1876. Hann hefir farið nokkuð víða um Ameríku. Hann var í herflokki þeim, sem bældi niður “Riels” uppreistina 1885, og var í einni orustunni í þeim ófriði. Jakob er einn af fyrstu landnámsmönn- um í Big Point-bygð, kom þang- að 1894, og bygði fyrstur ís- enzkra manna hús á “Tangan- um”, fyrir neðan “Kílana”. f Big Point-bygð bjó hann í 8 ár. 3 ár hér skamt fyrir sunnan bygðina og 6 ár í Westboume, Man., 1911 flutti hann vestur til Athabasca, Alta., þar býr hann pú góðu búi og við góðan efna- hag. Jakob átti oft frumkvæði að og studdi vel allan félagsskap í Big Point-bygð. Jakob er, sem hann á ætt til, gerfilegur maður og vel á sig kominn í hvívetna. Helga porsteinsdóttir, Craw- ford er fædd 9 nóvember 1857 í Tunguseli á Langanesi. í föður- ætt er hún komin af Einari sterka Jónssyni á Skálum á Langanesi. Helga er velgefin kona, gáfuð og sérstaklega vel ritfær á íslenzka tungu. pau hjón eru mjög gestrisin og góðviljuð, hafa þau ætíð not- ið góðra mannhylli. Héðan úr bygð fylgja þeim þakkir fyrir samvinnuna, og góðar óskir. pau eiga mörg mannvænleg böm. Einn sonur þeirra, Hrólf- ur, er í “hernum”, annar er byrj- aðuh að ganga mentaveginn. Hinir synir þeirra eru heima, og stunda búið með foreldrum sín- um. Nokkrir vinir og kunningjar þeirra hjóna, héldu þeim og sam- sæti að Langruth, þegar þau voru hér á ferðinni. H. D. 3. son. 4. 5. Ræða: Ingimundur ólafs- Eins góð og hveiti Meira en 65 þúsundir fólks í Vestur Canada hafa komist að þeirri niðurstöðu, að GREAT WEST LIFE gefi bezta skilmála að því er snertir lífsábyrgð.—“No. 1 hard” Policy. Félagið hefir ekki unnið álit sitt með lítilmótlegu aug- lýsingaskrumi, heldur einungis fyrir það hve þess Policies eru aðlaðandi. Meira en $155,000,000 umsetning, era beztu meðmælin, sem félagið getur sýnt eftir tuttugu og fimm ára starf. Og eins og hámark Lífsábyrgðarhagnaðar, er það sagt um GREAT WEST LIFE POLICIES, að þær séu “eins góðar og hveiti”. Allar upplýsingar veittar samstundis. The Great West Life Assurance Co., Aðal-skrifstofa—Winnipeg ^ í Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl 1918, hélt lestrarfélagið Árgalinn”, að Wild Oak, Man., tuttugu ára afmælissamkomu í amkomuhúsinu Herðibreið. Samkoma þessi var all-fjölmenn. Inngangur og veitingar ókeypis. par fór fram: söngur, upples- ur á framsömdum kvæðum, ræðuhöld og að síðustu dans. Samkomunni stjórnaði Erlendur Guðm. Erlendsson, forseti lestra- félagsins. Söngnum stýrði Carl Lindal kaupmaður í L^angruth. Ræðu og upplestrar prógramið 1. Upplestur, frumsamið kvæði Vlrs. Guðbjörg Valdimarsson. 2. Upplestur, frumsamið kvæði ] }avíð Valdimarsson, sem um leið íélt ræðu. Bæði þessi kvæði áttu sem var heimilis hjá Halldóri Kernested, farið á smá dálítil minjagjöf, sem ekki væri við tuttugu ára afmæli félagsins. Ræða: Magnús Pétursson Ræða: Halldór Daníelsson. Skýrslu ágrip um störf og hag félagsins um þau 20 ár, sem það er búið að starfa. Ingimundur ólafsson á nú heima að Reykjavík P. O. Eft- ir ósk forstöðumanna samkom- unnar gerði hann sér ferð til að vera á samkomunni. Hann er einn af stofnendum félagsins, studdi það með ráði og dáð, með- an hann dvaldi hér. Enn er hann félagsmaður þess, þó hann geti ekki haft not bóka félagsins vegna fjarlægðar. Lestrafélagið “Árgalinn”, er stofnað 1. febr. 1898. Á stofn- unarfundinum voru 14 menn, sem allir gerðust félagsmenn. í árslok 1898, voru félagsmenn 22 að tölu. Af þeim eru 8 enn í fé- laginu, þar af einn búsetur utan bygðarinnar, Ingimundur ólafs- son. Fjórir era dánir: Tómas Ingimundarson, Jósef Helgason, Friðfinnur porkelsson og Björn Benediktsson. Tíu hafa flutt burtu úr bygðinni. Á nýári 1918 voru félagsmenn 43 að tölu. Meiri hluti þeirra á heima í. Big Point-bygð, all- margir í kauptúninu Langruth. Einn félagsmaður á heima að fsafold P. O. Man, Big-Grass- bygð. Á nýári 1918 átti félagið 400 nr. af bundnum bókum. Bæk- uraar eru að sjálfsögðu mest- megnis skemtibækur og sögu- bækur, þó á félagið talsvert af fræðibókum og tímaritum t. d. “Skírnir”, “Einreiðina”, alla frá upphafi, “Andvara” o. fl. f sjóði átti félagið á nýári 1918 $70.56, þess utan á það bókaskápa að þörfum og starfs- bækur: fundabók, útlánsbók, bókaskrárbók og reikningsbók. 1916 lét félagið prenta skrá yfir hinar bundnu bækur. Skrá- in nær fram til nr.- 355, að því nr. meðtöldy. Árið 1918, era þessir menn í stjórn félagsins: Forseti Erlend- ur Guðm. Erlendsson, féhirðir Davíð Valdimarsson, skrifari Halldór Daníelsson, bókaverðir Halldór Daníelsson og Sigurður Finnbogason, yfirskoðunarmenn Bjarni porsteinsson Eastman og Jóhann Arnór Jóhannsson. pess skal getið, að Davíð Valdi- marson hefir verið féhirðir fé- lagsins frá upphafi, og er það nn. Hann hefir leyzt þann starfa vel af hendi, með dugnaði og skyldurækni. Enginn annar hef- ir jafn lengi gegnt störfum í stjóm félagsins. Félagið hefir notið hylli bygðarmanna, hafa þeir sýnt það, með því að gerast félagsmenn og einnig með því, að styrkja og sækja samkomur þær, sem haldnar hafa verið næstum árlega, til arðs fyrir fé- lagið. Með góðum óskum um fram- tíð félagsins og þökkum til allra þeirra, sem hafa styrkt það, á einn. og annan hátt, endast þess- ar línur. 10 maí 1918. A. llillBllllBIIIIBmiIIBIIIII IRJ0MI I SÆTUR OG SÚR iKeyptur Vér borgum undantekningar- laust hæsta verð. Flutninga- brúsar lagðir til fyrir heildsölu- ver5. Fljót afgreiðsla, góð skil og kurteis framkoma er trygð með því að verzla við The Tungeland Creamery Company ASHERN, MAN. og BRANDON, MAN. niiMiHjaiiiHiiuHiimiuHuinnimHiiHuuHniHiitimiuHiiHiiiiHuiii STOFNSETT 1883 HÖFUÐSTÓLL $250.000.00 R. S. ROBINSON, Winnipeg 157 RupertAve. og 150-2Paciric Ave. Til minna sl-fjölgandi viöskiftamanna: |>að veitir mér sanna ánægju aö geta tilkynt yöur, aö verzlunar aöferð mln hefir hepnast svo vel, aö eg sé mér fært aö borga yður eftlrfarandi hækkandi prisa fyrir. MUSKRATS. Afarstór Stór Miðluugs Smá No. 1, Vor $1.20 $1.00 75c 58c No. 2, Vetrar, e'ða fyrrihluta vors, eöa létt skinn 90c 70c 50c 36c No. 3, Haust eöa fyrrihluta vetrar .. 70c 60c 40c 30c Skotin, stungln og skemd 15c til 30c. Kitts 5c til 15c. 8má $7.50 5.00 SLÉTTU OG SKóGARÚLFA SKINN. Afarstór Stór Miðiungs No 1 Cased $19.00 $15.00 $10.00 No. 2 Cased 15.00 12.00 8.00 No. 3 $2.00 tll $3.00 No. 4 50c Laus skinn % minna. Rauö og mislit refaskinn, hreýsikattarskinn, Marten og Lynx, eru í afarháu verði. Eg greiði öll flutningsgjöld (express) eða endurgrelðl. ef áður hafa borguð verið. Póstreglur krefjast þess, að útan á hverjum pakka sjáist hvað í honum er, þess vegna þarf að standa FURS utan á^ til þess aö koma 1 veg fyrir óþarfa drátt eða önnur óþægindi. oss undir eins skinn yðar. Sendiö Varanlegur SKÓFATN AÐUR hjá MOYERS skógerðarmanni sem selur með niðursettu verði. NOKKRIR SKÓR MEÐ GJAF VERÐI. Oxford kvennskór, súkku- laðs litir með sniðnum hælum. Vanaverð $6.00. Allar stærð- ir til. Niðursett verð $2.45 / Karlmannaskór úr kálf- skinni, brúnir, nýenskt lag, sérlega myndarlegir skór og þægilegir á fæti. Vanaverð $8.00. Söluverð $5.45. 150 lágskór handa bömum með einni spennu; stærð 8—10 Söluverð $1.55 Moyers Shoe Co. 266 PORTAGE AVENUE Póstpantanir af greiddar f yr- ir þetta verð. Nefnið Lög- berg þegar þér pantið. Leiðrétting. f síðasta tölublaði Lögbergs, hefir fallið úr minningargrein- inni um Skúla G. Lindal, þessi málsgrein: Hann var sonur hr. Jakobs Hanssonar Lindal, er nú býr í Wynyard, Sask., og konu hans önnu Hannesdóttur, sem andaðist árið 1909. — petta eru lesendur blaðsins vinsamlega beðnir að athuga. Innilegar þakkir til allra, sem héldu okkur og börnunum okkar kveðjusamsæti að Mozart, Sask. í tilefni af því að við vorum að flytja þaðan alfarin. — Hjartans pakklæti fyrir gjafimar, sem okkur og börnunum voru færðar og fyrir margra ára viðskifti og vináttq, og óskum við og vonum að ykkur megi æfinlega líða vel í framtíðinni. Winnipeg 11. maí 1918 J. H. Johnson, Guðríður H. Johnson l il Caniuia Ranða kross félagslns. Safnað af Mrs. Cr. H. Tomasson, Hecla P. O., Man.: Jens G. Johnson ..............$1.00 Jónas Doll ...........-.......1 1-0® Mr. og Mrs. Th. Hallgrlmsson .... 5.00 Joe K. Johnson ................10.00 ónefndur ...................... 25 Jén Slguregirsson ............. 1-00 Mrs. B. Kjartanson ............ 25 Mr. og Mrs. G. Pálsson ....... 1.00 G. J. Austfjörð ............. 1-00 Mr. og Mrs. Th. Thordarson ........ 6.00 Mr. og Mrs. B. Stefánsson ..... 2.00 J6n Kjartanson ................ 1-00 Jón Sigurðson ................. 2.00 H. Davíðson ................... 2.00 Mr. og Mrs. Joe Halldórsson .. 2.00 J. GuÖJónsson ...................25' Mrs. J. Hoffmann ............. 1-00 Páll Jakobsson................. 1-00 Arnfrlður Thorvaröarson ....... 1.00 Siguröur Chrlstopherson ....... 2.00 Mr. og Mrs. G. H. Tómasson ... 2.00 Mrs. B. Fnjóskdal ...............50 Jakoblna Sigurgeirsson ........ 1.00 Helgl Eggertsson .................15 Björn Eggertsson .................25 Eggert Thordarson ............. 1.00 Mrs. M. J. Doll .............. 1.00 Mrs. G. Gíslason .............. 1.00 Mr. og Mrs. Pétur Bjarnason ....1.00 G. Pétursson .............-..... 1.00 Ben. Halldórsson ............. 1.00 B. W. Benson ...j.............. 1.00 Manitoba Hat Works Við hreinsum og lögum karla og kvenna hatta af öllum tegundum. 309 Notre Dame TaU. G. 2426 Mrs. H. K. Johnson ......... 4.00 Mrs. Jenslna Olson ........... 1.10 Vilhjálmur Ásbjörnsson ....... .50 Helgl Asbjörnsson ...............50 Mrs. Ingólfur Pálsson ...........50 I. E. Jóhannsson .............. 25 Mrs. H. Amundason .........— 2.00 Tómas Ásbjörnsson ...............50 Ásta og Fjóla Hselgason .........30 Mr. og Mrs. G. Guömundsson .... 1.00 Guöbergur Helgason ........... 1-00 Mrs. Valgeröur Siguröson ........25 K. J. Doll .................. 55 H. Sigfiröson .,................ 50 Stefanía 6. Thorláksson ...+.. 1.00 Lára EyfjörÖ ................. 1.00 Stefán Sveinsson ............. 1-00 Mrs. B. Pétursson ...............50 Margrét Tómasson ................50 Valdi K. Johnson ..............1-00 ónefndur ...................+— 2.00 Tómasson’s children .......... 2.40 Jóhann Jóhannsson ........... 1.00 Helen P. A. Johnson ........— 1-00 Jónas Stefánsson ............. 1-00 B. Fnjóskdal ................ 1.00 Sveinn Sveinsson, 309 Simcoe St. 6.00 T. E. Thorsteinson. Karlmanna FÖT $30-40.00 Sanngjarnt verð. Æfðir Klæðskerar STEPHENSON COMPANY, Leckie Illk. 216 McDermoi Ave. Tals. Garry 178 Nú er kominn tíminn tii að panta legsteina, svo þeir verði til að setja þá upp þegar að frost er úr jörðu, sem er um miðjan júní. —Sendið eftir verðlista. Eg hef enn nokkra Aberdeen Granite steina. A. S. Bardal, 843 Sherbrooke St., Winnipeg. SKÓSMIÐUR! Guðjón H. Hjakalín er nú kominn úr hernum og eftir tveggja ára tfma- bil frá Handverki sínu. er hann hafði stundað 22 ár. samfleytt í þessari borg hefir nú byrjað aftur Skóverzlun og Skóaðgerðir að 516 Notre Dame milliSpence og Baknora 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.