Lögberg - 19.06.1919, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.06.1919, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSfMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1919 NUMER 25 Ráðsmenn járnverksmið j anna gera grein fyrir því hvernig að þeir skilja sam- eiginlega hagsmonasamninga [Collective Bargaining.] öllu fólki til athug’unar hafa ráðsmenn jámverkstæðanna í Winnipeg, sem verkfallið var gjört hjá, gefið út yfir- lýsingu um það, á hvem hátt að þeir skilji sameiginlega hugs- muna samninga (oollective bar- gaining), og að hverju leyti að þeir séu fúsir til þess að viðhafa þá aðferð í verksmiðjum þeim, sem þeir veita forstöðu. Og hljóðar sú yfirlýsing á þessa leið: Winnipeg, 16. júní 1919. TiJ borgarbúa í Winnipeg:— Vér undirritaðir höfum frétt, að nokkrir jámbrautarþjónar hafi tekið þátt í þessu hlut- tekningarverkfalli hér í Winni- peg, og gefið sem ástæðu fyrir þeirri athöfn að nokkrir ráðs- menn járnverksmiðjanna, sem hlut eiga að þessu máli, hafi ekki viljað viðurkenna rétt verka- manna sinna til sameiginlegra hagsmuna samninga (colleetive bargaining). Pað er meining vor að hér hafi verið og sé um misskilning að ræða, að því er snertir afstöðu vora gagnvart sameiginlegum hagsmuna samningum (collec- tive bargaining), og til þess að gjöra afstöðu vora sem allra ljósasta, þeim er hlut eiga að málum, viljum vér taka eftir- fylgjandi fram. f stjórnarráðssamþykt, sem Ottawastjórnin gerði í júlí 1918 er tekið fram, meðal annars: “2 AHir verkamenn skulu hafa rétt til þess að mynda fé- lag sín á meðal, og skal sá rétt- ur þeirra skýlaust viðurkendur, og skulu þeir hafa rétt til þess að semja í gegnum sína umboðs- menn, er þeir sjálfir kjósa, við vinnuveitendur um vinnufyrir- komulag, kaupgjald og annað sem lýtur að velferð þeirra.” ’petta ákvæði Dominion stjórn- arinnar í sambandi í spursmálið sem um er að ræða, ætti að voru áliti að vera viðurkent af þeim málsaðiilum, sem hlut eiga að máli. Og það hefir verið vilji vor að það kæmist á í verksmiðj- um þeim, sem vér eigum yfir að ráða. Vér höfum oftar en einu sinni lagt fram skriflega og ákveðna stefnu vora í sambandi við þetta ^triði, en það virðist ekki hafa náð ákvörðuðum til- gangi, eða oss virðist ekki hafa tekist að gjöra stefnu vora nógu ljósa í þessu atriði. pess vegna setjum vér hér fram afstöðu vora í sambandi við sameigin- lega hagsmuna samninga (col- lective bargaining) í von um að misskilningur sá, sem verið hef- ir á milli verkamanna vorra og vor, bæjarbúa og vor, og almenn- ings yfirleitt mætti eyðast og hverfa. 1. Verkamönnum skal á eng- an hátt misboðið af vinnuveit- endum, né heldur vinnufólki hvort heldur það tilheyrir verka- mannafélögum eða ekki. 2. Meðlimum hinna ýmsu verkamannafélaga, sem vinna á verksmiðjum þeim sem vér und- irskrifaðir eigum yfir að ráða, skal vera heimilt að leggja fram texta yfir kaupgjald, vinnutima og annað sem að vinnu þeirra lýtur, fyrir ráðsmenn hinna ýmsu verksmiðja, eða allir sam- eiginlega fyrir alla ráðsmenn verksmiðjanna. 3. Vinnumenn þeir, sem eru meðlimir hinna ýmsu félaga þeirra manna er við járnverk- stæði vinna, að undanteknum jámbrautarverkstæðunum skulu hafa rétt til þess að kjósa um- boðsmenn sína út hópi þeirra manna er vinna í því, eða þeim verksmiðjum sem hlut eiga að máli. 4. Eftir að samkomulag á þeim grundvelli sem hér að framan hefir verið tekið fram er fengið, og samningar undir- skrifaðir af báðum málsaðilum, skál ráða öllu ósamkomulagi sem upp kann að'koma til Iykta sem hér segir: a) öll misklíð sem upp kann að koma ætti að vera jöfnuð af ráðsmanni félagsins, ef unt er. b) pegar samkomulag getur ekki komist á milli ráðsmanns- ins og verkamannadeildar þeirr- ar, sem hlut á að máli, skal nefnd manna frá félaginu sem hlut á að máli ræða málstað sinn við nefnd frá verksmiðju- eigendunum. c) Ef samkomulag næst ekki á þann hátt, skal nefnd frá öll- um verkamanna félögum sem þjónar verksmiðjunnar eða verk- smiðjanna sem hilut eiga að máli tilheyra, reyna að koma á sam- komulagi. ö. Ef samkomulag getur ekki náðst á þann hátt, skal um- boðsmanni ailsherjar verka- mannafélagsins tilkynt og em- bættismaður frá þeirri deild þess félags beðinn að koma og hjálpa til þess að jafna sakimar. 6. Á meðan að samningstil- raunir þær, sem að ofan er bent á standa yfir, skulu verkveitend- ur halda áfram verkstæðum sín- pm og ekki heldur skulu verka- mennimir gjöra verkfall. VULCAN IRON WORKS, Per E. G. Barrett. MANITOBA BRIDGE & IRON WORKS, Per H. B. Lyall. DOMINION BRIDGE CO., Per H. W. Warren. pessi yfirlýsing er álitin að vera sprottin eða til orðin fyrir milligöngu sáttanefndar þeirrar, sem frá félögum jámbrauta þjónanna hefir að undanfömu verið að leita sátta í verkfalls- málunum. Var afrit af henni sont til verkamálaráðherrans G. D. Róbertson, sem er staddur hér í bænum, einnig til sáttanefnd- ar jámbrauta verkamannafé- laganna, sem nefnd er hér að framan og til yfirmanna jám- brautanna þriggja, sem eru bú- settir hér í bœnum. Svör þeirra eru sem fylgir: Winnipeg 16. júní 1919. Mér hefir verið afhent eintak af yfirlýsing sem Vulcan Iron Works, Manitoba Bridge & Iron Works og Dominion Bridge Co. hafa gjört til aímennings í sambandi við sameiginlega hags- muna áamninga (collective bar- gaining) að því leyti sem þeir snerta verksmiðjur þeirra. Stefna félaganna, eins og hún er sett fram í þessari yfirlýsing er full viðurkenning á sameigin- legum hagsmuna samningum (collective bargaining), eins og það hugtak hefir verið skilið og eins og því 'hefir verið beitt, og er nákvæmlega samhljóða við- tekinni reglu sem verkamenn járnbrautanna hafa fylgt í þessu efni, og að mínu áliti ættu verkamenn að hallast að þeim skilningi og láta sér hann lynda. G. D. ROBERTSON, Minister of Labor. Winnipeg 16. júní 1919. Við undirskrifaðir umiboðs- menn félags þeirra manna, sem á jámbrautarlestum vinna, er- um kunnir hugtakiflu um sam- eiginlega hagsmuna samninga (collective bargaining), eins og það hefir verið skilið af oss og af þeim mönnum, sem tilheyra þeim félögum sem við erum um- boðsmenn fyrir, og eins og því hefir verið beitt þegar um það hefir verið að ræða að koma því í framkvæmd, lýsum hér með yfir því, að skilningur sá sem fram kemur hjá mðsmönnum jámverkstæðanna í yfirlýsing þeirra í sambandi við sameigin- lega hagsmuna samninga (col- lective bargaining), er sú sama frumregla sem félög þau sem vér erum umboðsmenn fyrir, hafa fylgt og lagt til grundvall- ar þegar um framkvæmdir í þá átt hefir verið að ræða frá þeirra hendi. ASH KENNEDY, Asst. Grand Chief Engineer, Brother- hood of Locomotive Engineers. GEO. K. WARK, Vice-President, Brotherhood of Loco- motive Firemen and Engineers. JAMES MURDOCK, Vice-President, Brotherhood of Railroad Trainmen. H. E. BARKER, General Chairman, Order of Railway Conductors. D. McPHERSON, General Chairman, Order of Railroad Telegraphers. 1 A. McANDREWS, Acting General Chairman, Mainten- ance-of-Way Employees. Vér undirritaðir höfúm lesið yfirlýsing þá frá Vulran Iron Works, Manitoba Bridge & Iron Works og Dominion Bridge Co. dagsetta 16. þ. m. og sem stýluð er til Winnipegbúa. pað er álit vort að það sem þar er tekið fram, sé viðurkenn- ing á sameiginlegum 'hagsmuna samningum (collective bargain- ing) á sama hátt og það fyrir- komulag hefir verið notað og skilið í öllum samningum á milli járnbrautafélaga Canada og vinnufólks þeirra, eða réttara sagt félaga þeirra sem vinnu- fólkið tilheyrir og ætti að vera undirstaða fyrir sanngjömum jöfnuði á misklíð þeirri, sem á sér stað milli ráðsmanna járn- verksmiðjanna og verkamanna þeirra. D. C. COLEMAN, Vice-President, Canadian Pacific Rail- way Company. A. E. WARREN, General Manager, Canadian National Railways. W. P. HINTON, Vice-President and General Manager, Grand Trunk Pacific Railway Co. Verkamannaþing Bandaríkjanna. pann 11. þ. m. hófst hið ár- lega verkamannaþing Banda- ríkjanna í Atlantic City, N. J. — Framkvæmdarnefnd hinna sameinuðu verkamannafélaga lýsti yfir óskiftu fylgi sínu við grundvallarlög þau, er friðar- þingið í París hefir samið fyrir Alþjóðasambandið, og hva^ti alla flokka í Bandaríkjunum til þess að sameinast um þetta stórmerka nýmæli. — í skýrslu téðrar nefndar er farið svofeld- um orðum um friðarsáttmálann í heild sinni: öll grundvallarskilyrðin fyrir varanlegum heimsfriði, eru tví- mælalaust fléttuð inn í friðar- sáttmálann, og með slíku fyrir- komulagi hlýtur lýðfrelsinu í í íheild sinni að vera íborgið. — Engin mannaveric eru alfullkom- in, en að vorum skilningi, ná meginatriði friðarsáttmálans næst fullkomnunartakmaricinu sjálfu — að minsta kosti miklu lengra og hærra, en nokkru sinni hefir áður komist verið í því, að vinna að alþjóðaheill.” Áhrif frá verkamannafélögum Bandaríkjanna, þvngst á metunum. “Hinir 9 liðir friðarsáttmál- ans, um almennar umbætur á kjörum verkamanna, að því er snertir siðferðislega og líkam- lega vellíðan ásamt tryggingu fyrir fullnægjandi launakjörum þeirra, hljóta að hafa hin bless- unarríkustu áhrif á hag einstak- linganna og iðnaðar og viðskifta- líf um heim allan.” “Aldrei áður hafa slík ákvæði verið sett inn í nokkum alþjóða- samninig, og aldrei áður hefir í sögu heimsins nokkur friðar- sáttmáli innihaldið jafn vitur- legar ráðstafanir, og umfram alt annað, er það beinlínis að þakka áhrifum frá verkamannafélög- um Bandaríkjanna.” Stefnuskrá framkvæmdar- nefndarinnar, lagði fyrir þingið margar og merkilegar uppá- stungur í sambandi við 'bætt kjör verkamanna, og krefst þess að þeim verði hrint í fram- kvæmd umsvifalaust. Frjálslegt iðnfyrirkomulag. Lögð er mikil áherzla á það í skýrslunni, að verkamenn skuli krefjast fulls og ótakmarkaðs réttar til stofnunar og starf- rækslu sameinaðra verkamanna- félaga, og að samþykt verði lög þess efnis, að glæpsamlegt skuli talið, að brjóta í bága við þann viðurkenda rétt, á hvaða hátt, sem fram kynni að koma. Launakjör. Eftir að hafa lýst yfir því, að engin önnur leið sé ihugsanleg fvrir verkamenn til þess að ná sanngjörnum vinnulaunum, en samtakaleiðin, farast fram- kvæmdarnefndinni þannig orð í skýrslu sinni: “Verkamenn þjóðarinnar krefjast allir fyrir einn og einn fyrir alla lífvænlegra launa fyr- ir alla flo!kka verkamanna, jafnt viðvaninga, sem æfða menn, þannig að sérhver verkamaður geti ásamt fjölskyldu sinni lifað heilbrigðu og ánægjusömu lífi.” Vinnutími. Skýrsla framkvæmdarnefnd- arinnar krefst 8 stunda vinnu á dag, og að yfirvinna sé bönnuð, Forsprakkar verkf allsins teknir fastir af Oominion-lngreglunni nema þá aðeins að brýn nauðsyn krefji. pess er og krafist að konum séu greidd jafnhá laun og körl- um, ef þær leysa af hendi sömu störf, en bannað skal með lög- um, að þær séu látnar vinna nökkur þau verk, sem verið geti líkamskröftum þeirra um megn. Vinna barna. “pung refsing skal við því lögð, ef vinnuveitendur mis- bjóða bömum og unglingum við áreynslu, í eigin hagsmuna skyni, og skal krefjast frekari lagasetninga, er enn betur tryggi atvinnuskilyrði og drengi- Lga meðferð unglinga og annara litilmagna. pjónar hins opinberlega skulu einskis í missa af almennum fcorgararéttindum. — Skýrslan mælir með meiri og nánari samvinnu á meðal allra hlutaðeiganda, að því er snertir framleiðslu fæðutegunda, úthlut- un þeirra og flutning, og telur að á þann hátt einan geti þjóðfé- lagið losast við milliliðina, sem í mörgum tilfellum séu ein af höfuðorsökunum fyrir óeðlilega háu vöruverði—dýrtíð. Mælt er með því, að lög, sem í fyrstunni kunna að hafa talin verið ósamrýmanleg stjórnar- skipuninni, skuli öðlast gildi ef samþykt eru óbreytt í annað sinn. Skýrsla nefndarinnar mælir eindregið á móti því, að verka- menn stofni sérstakan, pólitísk- an flokk, og telur þá leiðina heillavænlegri, að verkamenn einungis styðji til kosninga þá menn af öðrum flokkum. sein vinveittir eru málefnum þeirra. Starfræksla opinberra þjóðnytja á kostnað hins opinbera. “Hvar sem því verður við komið ættá stjórnin að starf- rækja opinberar þjóðnytjar, al- menningi til jafnra hagsmuna. En hvaða fyrirkomulag, sem um er að ræða við rekstur jám- brauta o. s. frv. þá skal þess stranglega gætt, að hagur jám- brautarþjónanna og annara verkamanna sé að f ullu trygður. Einnig skal ríkisstjómin eða stjórnir hinna einstöku ríkja starfrækja alt vatnsafl, og skal löggjöf sett því til tryggingar, eins fljótt og auðið er. pá er og mælt með því, að stjórnin hlutist til um að al- menningi sé gert auðveldara með að eignast ábýlisjarðir sín- ar, en verið hefir að undanförau. pess er einnig krafist, að taf- arlaust séu úr gildi numin höft öll, sem lögð hafa verið á rit og málfrelsis meðal þjóðarinnar. Tryggingarfélög vinnuveit- enda, er uppvís hafa orðið um óleyfilegan gróða, skulu missa erindisbréf sín og skal fram- kvæmdarstjóm þeirra dregin fyrir dóm. Innflutningur fólks. Loka skal landinu fyrir inn- flutningi fólks um næstu tvö ár, og koma því til leiðar að allir út- lendingar, sem í landinu eiga heima, taki út borgarabréf, ef þeir hafa eigi áður svo gert. Skatt skal leggja á allan gróða af allri framleiðslu, þó eígi svo háan að framleiðslan bíði hnekki. Einnig er mælt með hækkuðum tekju og erfðaskatti ásamt skatti ónotaðs lands. Leggja skal alla hugsanlega rækt við skóla þjóðarinnar, og viðurkenna rétt kennara til þess, að ‘bindast samtökum í þeim til- gangi að fá betri launakjör. Einnig er þess krafist, að verkamenn eigi alment fulltrúa úr sínum flokki í skólanefndum. — Allar vistnáðningaskrifstofur skulu reknar á kostnað ríkisins. — Vistráðningaskrifstofur ein- stakra manna, skulu lagðar nið- ur eins fljótt og því verður við komið. Húsagerð. Stjómin skal koma á fót lán- félögum í þeim tilgangi, að létta undir við húsafoyggingar og hvetja einstaklinga til þess að eignast heimili, og að bæja og sveitarfélögum sé leyft að gang- ast fyrir að slíkum fyrirtækjum sé hrint í framkvæmd. pá er þess einnig krafist að herliði rikisins sé safnað og við- haldið á lýðfrjálsum grundvelli, svo því verði aldrei vikið frá hinum sanna tilgangi. Greiða skal hermönnum kaup þar til þeir hafa fengið atvinnu aftur, og hlutast til um að þeir geti fengið lönd til ábúðar með aðgentgilegum skilyrðum. — Skýrsla framkvæmdamefnd- arinnar sýnir að í hínum Samein- ,uðu verkamannafélögum Banda- ríkjanna eru 3,260,068 meðlimir. Þar á meðal tveir úr bœjarstjórninni, Mr. Heaps og Queen. Allir fluttir til Stony Mountain fangelsisins og bíða þar, þar til mál þeirra verða tekin fyrir. Orsök afarverðs á ull- arfatuaði í Cauada. Óheyrilegur gróði verksmiðjanna. Nefnd sú, sem er að rannsaka verð á lifsnauðsynjum manna í Canada, hált fund í Ottawa ný lega og yfirheyrði þar verk- smiðjueiganda einn frá Sher- brooke, Ont. sem W. E. Patton heitir. Er hann einn í félagi því sem Patton Manufacturing Co. heitir og í því er ullarfatnaður búinn til. Er sumt af því sem hann bar fram aJl fróðlegt, og sýnir manni ástæðuna fyrir því, að u'llarfatnaður er seldur fyrir afarverð vor á meðal. Mr. Patbon sagði að hagnaður verksmiðjunnar hefði verið 6.88 af hundraði 1914, 26.15% 1915, 35.38% 1916 og 46.81% 1917. Lögmanni nefndarinnar Mr. Pringle, þótti hagnaðurinn álit- legur og mælti: “Hefir þetta ekki áhrif á verð á fötum í Canada ?” “Jú, það hefir ekki lítið að gjöra við það,” mælti Mr. Patton. í yfirheyrzlunni kom það fram að árið 1917 græddi þetta félag 17% á höfuðstól sínum, sem er $600,000, eftir að félagið var búið að borga í pjóðræknissjóð og allar skuldir. 31. janúar 1919 var hagnaður- inn hjá þessu sama félagi kom- inn upp í 72.9%, og afgangur fé- lagsins, sem það þurfti að borga tekjuskatt af eftir að hafa borg- að allan kostnað var $1,010,427. “Eg býst við að þú kallir þetta sanngjaman hagnað,” mælti Mr. Pringle. “Eg kalla það mjög myndar- lega afkomu,” mælti Mr. Patton. “óhæfileg ágengni,” tautaði einn nefndarmaðurinn. Mr. Pringle benti á að ef Canada borgari kæmi til Sher- brooke og vildi kaupa ullarfatn- að, sem væri búinn til þar á staðnum, þá yrði hann að borga 72.9% til verksmiðjueigendanna umfram það, sem fatnaðurinn tilbúinn kostaði þá (og til þess að fá góð ullarföt yrðu menn að fara alla leið til Englands), og svo ef að heildsölu og smákaup- mennirnir legðu 70% á vöruna, sagðist hann ekki sjá hvar þetta mundi lenda. “Ef þú gjörðir þig ánægðan með minni ágóða, væri þá ekki hægt að selja mönnum ódýrari fatnað til þess að klæða sjálfa sig og skyldulið sitt?” spurði Mr. Pringle. Við þesisari spurningu þagði Mr. Patton. “Gætir þú ekki fært niður verð á fatnaði, með því að gjöra þig ánægðan með minni hagn- að?” spurði Mr. Pringle. “Vissulega”, mælti Mr. Pat- ton. Mr. Patton sagði að í Canada væru frá 100—150 ullarverk- stæði og sagðist hann ekki vita til þess að landstjórnin hefði sett einu einasta þeirra hin Á þriðj udagsmorguninn var voru tuttugu og einn af leiðtog- um verkfaillsmanna í Winnipeg og annara sem við verkfaHið voru riðnir teknir fastir, sam- kvæmt skipun frá Dominion stjóminni. Voru þessdr menn teknir á heimilum sínum frá því kluikkan 2 og þar til klukkan 4 á þriðjudagsmorguninn, og voru flestir þeirra fluttir í fangelsið í Stony Mountain. Á meðal þeirra sem teknir voru og kærðir eru um að vera í samsæri með landráða tilraun- um, eru: John Queen, bæjarráðsmaður. Abraham A. Heaps, bæjar- ráðsmaður. William Ivans, ritstj. Wes+ern Labor News. George Armstrong. Róbert B. Russell. R. E. Bray. Max Charitonoff. Moses Almazoff. Mike Rerenczuk. A. Schopplerei. Á meðal þeirra sem kærðir em fyrir að hræða verkamenn, em: Wasyl Gawolok. Bil Mayee. Richard Walker. E. Brown. A. J. Bradley. Frank Leitner. John Malcom. S. Miller. F. G. Palmer- J. Haweck. Dan Boatl. Um aðferð Dominion stjóm- arinnar í þessu máli getum vér lítið sagt, emm ekki nógu kunn- ugir málavöxtum til þess að leggja dóm á málið að svc stöddu. En í fljótu bragði sýn- ist oss að heppilegast hefði verið að láta tímann og réttlætistil- finningu verkamannanna sjálfra gjöra þessa menn útilæga úr sín- um félagsskap, þegar þeir sáu, sem þeir hefðu hlotið að gjöra, að þessir leiðtogar vom að leiða þá út á glapstigu, og hegna þeim svo fyrir afbrot sdn. En Dominiön stjórnin hefir máske haft einhverja ástæðu til þess að framkvæma þetta ein- mitt nú, sem vér vitum ekkert um — og kemur það þá í ljós við yfirheyrsluna. minstu takmörk að því er prísa snerti. Mr. Pringle fór hörðum orðum um þetta ástand. Hann benti á að sökum erfiðleika með inn- flutning á vörum, sem stafað hefði af stríðinu, þá hefði Pat- ton félagið getað sett upp vömr sínar um 72.9%, og yrði að bæta þar við kostnaði og hagnaði heildsa'la og smákaupmanna, áð- ur en vömmar kæmust í hendur kaupendanna. “Sá eini verulegi keppinautur sem þið hafið,” sagði Mr. Pringle, “er Dominion Textile félagið, og það mun ekki hafa verið langt á eftir yður í þessu efni.” Mr. Patton hélt fram að í síð- astliðin sjö ár, þá hafi hagnaður félagsins jafnað sig upp með 7% og að eigendurnir hefðu ekki fengið neina vexti af peningum þeim sem þeir ættu í félaginu. Mr. Stevens, M.P.: “Heldurðu að fólkið eigi ekki heimtingu á að þú lækkir verðið á vöru þinni ?” Mr. Patton: “Verkstæði okk- ar var ekki bygt í guðsþakka skyni — að eins til hagnaðar fyrir þá, sem lögðu fé sitt í fyrv- irtækið,” og svo bætti hann við: “Sá maður sem ekki getur grætt peninga á stríðstlmum, hann er pkki mikils virði.” Við þessa sömu yfirheyrs'lu kom það í Ijós að Dominion Textile félagið hafði grætt yfir 300% á uppborguðum höfuðstól SÍnum árið sem leið. En höfuð- stóúl þeirra sem upp var borgað- ur nam $2,440,000, og $1,940,000 af þeirri upphæð hafði verið gefin í hlutabréfum til eigenda þeirra félaga, sem Dominion Textile félagið hafði keypt af, en að eins $500,000 borgaðir í peningum. Hagnaður þessá fé- lags á síðasta ári, eftir að a'llar skuldir og allur kotetnaður var borgaður var $l,5i59,888, og hagnaðurinn sem það borgaði hluthöfum sínum 1918 nam 76%. Kirkjuþing komanda. pað verður haldið í Árborg, Manitoba. Byrjar kl. 11 f. h. miðvikudag, 25. júní. Byrjað verður með því að vígja kirkju Árdals-safnaðar, þar sem þingið á að foalda. Við guðsþjónustuna verður altaris- ganga, og ætlast er til, að þing- menn allir eigi þátt í henni. Ársskýrslur embættismanna verða lagðar fyrir þingið eftir hádegi hins fyrsta þingdags. par á eftir verða emfoættismenn kosnir fyrir næsta ár. Auk þeirra mála, sem einstak- ir þingmenn kunna að flytja, er víst að fyrir þingi verða þessi mál: Trúboð, a) foeimatrúboð, b) heiðingjatrúboð; Stofnanir kirkjufélagsins, a) Skóli Jóns Bjamasonar og minningarsjóð- ur um Dr. J. Bj., b) Betel; Út- gáfufyrirtæki kirkjufélagsins, a) Sameiningin, b) Sálmabókin, c) Sunnudagsskólaritin, o> fl.; Aðstaða kirkjufélagsins gagn- vart öðrum deildum lúterskrar kirkju; Sunnudagsskólar; Ung- mennastarf. Fimtudagskvöldið, 26. júní flytur séra N. Steingr. Thorláks- son fyrirlestur í þinginu. Föstudagskvöldið, 27. júní, verða umræður um trúmál, og er valið til umtals í þetta sinn, trúargrundvöllur sá, er fulltrú- ar kirkjufélaganna í Vesi/ur- heimi í Lutheran National Coun- cil hafa komið sér saman um. Var hann birtur í síðasta blaði Sameiningarinnar í ritgerð eftir séra Guttorm Guttormsson. Laugardagskvöldið, 28. júní, flytur séra Haraldur Sigmar fyrirlestur. Sunnudaginn, 29. júní, verða guðsþjónustur í öllum kirkjum prestakallsins, kl. 2 e. h. Tvær skemtiferðir í bílum um norðurhluta Nýja íslands eru fyrirhugaðar, ef timi leyfir. Vonanda verður þing þetta fjölment og gott. B. B. J. —Sameiningin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.