Lögberg


Lögberg - 19.06.1919, Qupperneq 3

Lögberg - 19.06.1919, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNf 1919 Síða S Vane Nina EFTIR Charles Garvice Þrem mántiðum síðar gekk M-annering eitt kvöld niður' ©ftir Strand. Klukkan var ellefu, (>g iír ■elikhúsuunm streymdi skrautklaedda fól:k- ið út á götuna, sem áður var mannmörg. Man- nering Ihafði ekki komið peningalaus til London, Í'ví án þesls að vita [>að, hafði hann tekið með sér peningapvngjuna, sem hann hjargaði frá “Alpínu”. En liann skeytti svo lítið um útlit s;tt, að liann líktist helzt flökkumanni í gömlu, slitnu fötunum sínum, og við og við litu lög- reglumennirnir grunsömum augurn á hann, þar sem hann fylgdi fólksstraumnum kæruleysis- lega. Hann leit hvorki til hægri né vinstri, en hélt áfram hugsunarlaust. Þrengslin, vagnskröltið, hávaðinn, hrópin, Máturinn og samtalið liafði huggandi áhrif á hann. En innan um hávaðann heyrði hann bái'uskvampið á eyjunni og rödd Nínu, sem kallaði á hann. Alt í einu varð hann þess var, að hann stóð fvrir framan Gaiety leikhúsið. Fólkið strevTndi út úr því. Mannering stóð hjá ljóskerastaur og beið eftir tækifæri til að halda áfram, hann leit hugsunarlaust á konur og karla, þegar einn af þeim síðarnefndu sagði: “Heyrðu maður minn, getur þú útvegað okkur vagn?” • Mannering leit í kring um sig; sá sem fal- aði var maður, er istóð við hlið fallegrar konu. Hann þekti þau bæði, en án þess að segja eitt orð, gekk hann spottakorn ofan götuna og gat fengið þar vagn. “Kæra iþökk,” sagði maðurinn og rétti að honuin skikling. Mannering hló beiskjulega; inaðurinn leit á hann og hló furðandi og frá sér numinn: “Mannering! Hamingjan góða!” — og áður en Mannering gat svarað eða dregið sig í Jdé, greip maðurinn í handlegg hans, sneri sér að konunni og sagði ákafur: “Blanche, þetta er Mannering; seztu inn í vágninn; yið komum á eftir þér.” Hann slepti ekki handlegg Mannerings, og þegar konan, sem var svo hissa að hún starði að eins á þá, var farin af stað, kallaði hann á annan vagn og lyfti næstum því Mannering upp í hann. “Flýftu þér inn, í hamingju bænum,” sagði hann. “Mannering, ert þú hér — og í þessu ásigkomulagi? Við héldum öll, að þú værir tf&rinn til Ástralíu. Við Shöfum leitað að þér allstaðar. Hvað hefir komið fyrir! Þú ert veikur, er það ekki! Hvar hefir þú verið ! En það er ekki vert að þú svafir neinni spurningu fyr en við erum komnir heim.” Mannering starði á onanngrúann á götunni eins og í draumi. Rödd þessa manns minti hann á hið umliðna líf. “Eg lenti í skipbrofi, Letchford,” sagði hann loks með hásri rödd. Sir Clharles Lefdhford leit á hann rannsak- andi meðaumkunaraugum. * “Lentir þú í skipbroti! Tjáttu nú bíða að tala um það þangað til við komum heim. Viltu vindil, kunningi miun!” Þetta var hyggileg og vingjarnleg uppá- stunga. Mannering tók ýið vindlinum, kveikti í lionum, hallaði sér aftur á 'bak og reykti, bangað til hann varð rólegri. Síðasta hálfa N mánuðinn hafði hann ekki haft efni á að fá sér vindil. Vagninn nam staðar fyrir framan eitt af fallegu húsunum í Sloane Court, og Sir Charles tók Mannering með sér inn í viðfeldna og skrautlega borðstofu. Ilann leit í kring um sig. “Þú manst eftir Blanche! Við vorum gift fyrir tveim mánuðum síðan-----. ” Mannering kinkaði kolli ósjálfrátt. “Eg sé að hún er enn ekki komin ofan frá búningsklefa sínum. Komdu með mér upp í búningsklefann minn og þvoðu hendur þínar, ef þú vilt það. Kvöldverðurinn stendur á borðinu. Þjónninn er háttaður.” Hann fylgdi Mannering upp í búningsklef- ann sinn, og fór svo inn til lafði Letchford. “Hamingjan góða, Blanche,” sagði hann. “Eg þekti hann naumast. Eg hélt að hann væri flækingur. Ilann er mjög sorgþrunginn, og ráfar um í einhvers konar meðvitundarleysi. Þú manst eflaust hvernig hann var.” “Vesalings maðurinn! Já, auðvitað man eg eftir honum. Sagðir þií það við hann, Charlie!” spurði hún með lágri rödd. Nei, eg hefi enn ekki haft tíma til þess. Þú verður að hjálpa mér, Blanche. Nú skál eg sækja hann.” Mannering sat fyrir framan búningsborðið og þreifaði ósjálfrátt á burstunuin. Sir Charles fór með hann ofan í borðstofuna, þar sem lafði Blanche tók á móti þeim mjög alúðlega. Hun var mjög kvíðandi, af því svipurinn í augum Mannerings var bæði æstur og sorgþrunginn. “Það gleður mig að þér eruð kominn aftur, hr. Mannering. Og þér munið eflaust eftir mér — Blanche Favasan—” hún roðnaði, þegar hún nefndi skírnarnafn sitt. “Eg er góð vin- kona Judith Orme, eins og þér vitið.” “Eg man vel eftir yður,” sagði Mannering með djúpu tómhljóðsröddinni, sem var svo ólík vanalega rómnum hans. “Fáðu þér nú sæti,” sagði Letchford, og leit aðvarandi augum til konu sinnar, eins og hann vildi segja: “Láttu hann nú vera í friði fyrst urn sinn, og láttu mig spjalla við hann.” Það leit ekki út fyrir að Mannering tæki eftir því, að klæðnaður hans ætti illa við skraut- ið umhverfisvhann; hann hné niður í stólinn óg fór ósjálfrátt að borða. Letdhford taláði um hitt og þetta og aðallega við konu sína. Man- r.ering leit við og við utan við sig til húsbóndans og konu hans. Þegar þau voru búin að neyta * matar, stóð lafði Blanclie upp, en maður hennar iienti hemii a\i vera kyrri. “Farðu ókki frá okkur, Blanehe,” sagði hann viðkvæmur. “Við verðum nú að tala al- varlega við Vane. Segðu okkur fyrst frá hvað fyrir þig hefir komið, góði félagi minn.” Mannering leit fj'rst til þeirra hugsunar- 1-mst, svo stundi hann eins og maður,_sem lengi hafði verið einmana. “Hvað fyrir mig hefir komið! Alls ekkert. Jú — auðvitað, eg lenti í skipbroti. Alpína rakst á sker og sökk. ’ ’ “Hamingjan góða. Þú hefir orðið fvrir einhverju voðalegu. Það veit eg — þú ert að eins skuggi af því sem þú varst, Vane!” “Já, — eg þjáðist mikið,” svaraði Man- nering. Hann starði á borðdúkinn og lék sér með ávaxtahnífinn. “Eg þjáðist mikið.” “ Bjargaðist enginn annar!” spurði Letch- ford. “Nei, engum öðrum varð bjargað. Hún -----rödd hans dó og höfuðið ihné niður á brjóstið. Lafði Letchford laut áfram af meðaumkun og laúða, en maður hennar stóð upp og sótti vindlakassa. “Reyktu. kunningi milin, Blanche líkar það,” sagði liann. Mannéring greip vindil með ákafa, og með- an hann revkti varð hann léttbrýnni. “Og svo komst þú til London,” sagði Leteh- ford, “Ilefir þú fundið nokkurn af fjölskyldu þinni eða nokkurn annan, síðan þú komst!” “Nei, engan.” “Það er undarlegt — og það er leiðinlegt,” tautaði Letchford. Mannering leit til hans. “Ilvers vegna! Hvers vegna ætti eg að lieimsækja nokkurn? Mig skorti ekki peninga. Eg á enn þá dálítið eftir.” Hann stakk hendinni í vasann og tók upp fáeina skildinga. Letchford átti bágt með að dylja undrun- aróp sitt. “Góði félagi minn, — góði Vnne, Þú átt þó ekki við að þú hafir ráfað um London eins og fátækur vesalingur, og að þú vitir ekki að -----nei, þú verður að hjálpa mér, Blanche!” Hún roðnaði Um léið og hún laut áfram og lagði hvítu liendina sína ofan á hendi Man- nerings. “Hr. Mannering, Charlie langar til að segja yður frá nokkru, og eg er fús til að hjálpa honum — en það er freinur erfitt, og þér verðið að vera þolinmóður við oikkur. ” Mannering leit til hénnar fremur forvitnis- lega, en hún stundi og bætti við: “Þér hafið ekki komið til Lesborough!” Mannering hristi höfnðið. “Nei, þvtf ætti eg að gera það?” “Eg veit að yður og frænda yðar, lávarði Lesborough, köm ekki vel saman,” sagði hún, “en eg hélt að þér hefðuð máske heyrt------.” “Nei, eg hefi ekki heyrt neitt. Hvað er það?” Letehford stóð upp og lagði handlegg sinn um herðar vinar síns. “Það eru slæmar nýungar, Vane,” sagði hann alvarlegur. “Jarlinn er dáinn.” Mannering kinkaði kolli og varir hans skulfu. “Mér þykir það leitt,” sagði hann. “Mér þótti vænt um hann, þó okkur kæmi illa saman að síðhstu. Hann áleit að eg væri um of sjálf- stæður, — eg vildi ekki þiggja peninga hans. Hann var góður maður. Ágúst er þá jarl af Lesborough núna?” Letchford stundi þungan og leit vandræða- lega til konu sinnar. “Það eru fleiri slæmar nýjungar, hr. Man- nering,” sagði hún með blíðu röddinni sinni. “Lávarður Ágúst og sonur hans — þeim þótíi alt af svö vænt um hann, eins og þér vitið.” Mannering kinkaði kolli. “Já, Harry er reglulega kjarkgóður piltur,” sagði hann hugs- andi. v ‘-‘Þeir ætluðu að fara þangað til að vera við jarðarförina. Það — það—” “Það vildi til jámbrautarslys,” sagði Letchford, þegar hún fór að stama. “Ákaflega voðalegt járnbrautarslys. Fimtán dóu. Meðal þeirra var Ágúst og sonur hans.” Mannering leit á þau í leiðslu. “Deyddur! Djarfi góði drengurinn. En hvað það er sorglegt. Deyddur,” tautaði hann með ihásri rödd. Hjónin litu hvort til annars, og Letchford laut aftur niður að Mannering. “ Já, það er sorglegt. Voðalega sorglegt,” sagði liann hægt. “Og það breytir að miklu le\di stöðu þinni, gamli vinur. Skilur þú það ebki ? ’ ’■ Mannering leit til hans. “Breytir stöðu minni? Hvernig?” “Getur þú ekki skilið það?” sagði Letch- ford. “Bæði gamli jarlinn, Ágúst og drengur- inn hans eru dánir, og þar af leiðir að---” “Þér eruð jarl af Lesborough,” endaði Blanche setninguna. Mannering starði á þau devfðarlegur, svo fór liann að skjálfa,/ og litlu síðar fól hann and- litið í höndum isíiium, og táralaus ekki hristi unga líkamann hans. IX. KAPÍTULI. \ i Stormurinn gerði ekki \-art við sig, fyr en liinn hagstæði vindur var búinn að flytja Nínu langt út á hafið á flotanum. Hún vissi alls ekki í hve voðalega ferð hún hafði ráðist, fyr en eld- ingarnar og þrumurnar létu til sín heyra; hún hafði breytt eftir augnabliks hugsun, án þess að renna hugamnn til þess, liverjar afleiðing- arnar gætu orðið. En himininn varð dökkur, að eins elding- arnar sveimuðu blikandi gegnum skýin. Hræðsla og iðrun greip liana, hún varð hrædd urn sjálfa sig, og iðraðist breytni sinnar gagnvart Man- nering; hér var hún stödd á hinu stormauðga hafi og hafði skilið liann eftir í hinni voðalegu einveru á eyjunni. Hún dró seglið niður og hnipraði sig sam- an á flotanum; hún breiddi seglið ofan á sig, til að verjast regninu og vindinum. Að lítilli stundu liðinni fann hún að flotinn losnaði í sundur, hún tók kaðal, batt hann utan um sig og festi hann svo við bjálkana. Hún gerði þetta að mestu leyti ósjálfrátt, um leið og -liún spurði sjálfa sig, hvað Mannering mundi hafa gert, ef liann Ihefði verið eins á sig kominn og hún. Jafnvel nú treysti hún hönum. Það var gott að hún tók þessa varúðar- reglu, því stormurinn fór vaxandi. Flotinn losnaði í sundur, og hún flaut á þessum bjálk- um, sem hún hafði bundið við sig. Hávaðinn í storminum gerði hana næstum heyrnarlausa, sjórinn blindaði hana og hún lokaði augunum og beið dauðans. En í stað dauðans féll hún í meðvitundarlaust ásigkomulag. Storminn lægði jafn skyndilega og hann kom, og þegar hiin opnaði augun aftur, sá hún sólina sklína í gegn um þétta þoku. Blæalogn var á sjónum. Hún fann til brennandi þorsta, og hún vissi að hún var að missa vitið. Alveg eins og Mannering, átti hún langar samræður við hann; hún endurkallaði í huga sinn allar giftingarreglurnar, og lifði að nýju ýmSa við- burði sem átt liöfðu sér stað á eyjunni. Þegar hún vaknaði aftur, var sjórinn jafn kyr, og bjálkarnir flutu áfram næstum hreyf- ingarlausir. Hve lengi hún lá þannig, vissi hún ekki, en alt í einu heyrði hún fjarlægan hljóð- færasöng inni í þokunni. Hún|hlustaði devfð- arlega. Var hún dauð, og kom pessi hljóðfæra- söngur frá hinurn himnesku bústöðum? Þá nálgaðist hún það land, sem enginn vfirgefur aftur. En Mannering — maðurinn liennar — hann var enn á einmanalegu evjunni. (Vhvernig gat hún fengið sig til að yfirgefa hann? Illjóðfærasöngurinn varð hærri og greini- legri, og alt í einu heyrði hún sterka rödd segja: “Maður útbyrðis,” og á eftirheyrði hún nokkr- ar skipanir. Svo sljófgaðist meðvitund hennar aftur, og þegar hún opnaði augun llæst, mætti liún meðaumfcunar augnatilliti ungrar stúlku, sem laut niður að henni. “Líður vður betur? Getið þér skilið mig? Eg vona að þér séuð nú komin til <>spiltrar með- vitundar aftur?” sagði ung og fjörug rödd. “Eg er betri,” svaraði hún. “Hvar er eg?” “I skipinu “The British Queen” — sem er eitt af Weldonlínu skipunum, eins og þér vit- ið,” svaraði röddin. Nína vissi það ekki, en hún stundi og sneri höfðinu burt. “Við fundii'tn yður bundnar við leifarnar af flota,” sagði röddin, “og við erum öll svo kvíðandi yðar vegna. En talið þér nú ekki tneira! Læknirinn sagði að eg yrði að fá yður til að vera rólegar, þegar þér vöknuðuð til með- vitundar aftur. ” “Hver eruð þér?” spurði Nína deyfðar- lega. “Polly Bainford. Eg varð sú fyrsta til að sjá yður. En nú sneypir læknirinn mig, ef eg tala meira við yður. Reynið þér nú að sofna.” Nína sneri sér að veggnum, og augnabliki síðar svaf hún vært. Þegar hún vaknaði, sá hún aftur Polly Bainford við lilið sína. Unga stúlkan kinkaði kolli til liennar glaðlega. “Þetta er stórkostlegt. Þér hafið sofið fullar átján stundir, skal eg segja yður. Og þér lítið miklu betur út. Þey. Nú kemur lækn- irinn.” Skipslæknirinn var ungur nlaður, og lét í Ijós sjáanlega feimni þegar hann þreifaði á líf- æð hennar. “Yður líður miklu betur,” sagði hann. Nípa ýtti hðndi hans til hliðar, reis upp og sagði: “Eyjan! Ilvar er hún? Eg vil fara þangað aftur. Þér verðið að finna hana. Hann er þar — þér verðiþ að frelsa hann. Eg skildi hann eftir aleinan—alveg einmana.” “Þey!” tautaði læknirinn, en þegar hún vildi ekki hætta að tala um eyjuna, sótti hann skipstjórafm. Hann átti sjálfur fimm dætur, og hann stóð við .kliðina á rúmi Nínu og horfði á hitaveika andlitið hennar með föðurlegri blíðu og meðaumkun. “Hvað er það, barnið mitt?” spurði hann í huggandi róm. “Eyjan,” stamaði Nína upp. “Hún er ekki langt í burtu; þér finnið hana. Hann er þar alveg aleinn. Eg bið yður svo innilega að snúa við og saakja hann. Eg yfirgaf hann — eg held eg hafi verið brjáluð-----” f \ Skipstjórinn klappaði hendi hennar og leit á læknirinn. “Hvaða eVja?” spurði hann alúðlega. ‘ ‘ Eg veit það ekki. Hvernig ætti eg að vita það?” tautaði hún. “Hún hefir ekkert nafn. Við lentum í skipbroti nálægt henni —” “Vesalings vina mín, við tókum yður upp í skipið úti á hafinu fyrir mörgum dögum síð- an,” sagði skipstjórinn í meðaumkunarróm. “Við getnm ekki snúið við nú orðið.” ‘ ‘ Látið þér mig um hana, ’ ’ sagði læknirinn. “Iiún talar óráð. Það er að líkindum ekkert að ma^rka þetta.” Nína fékk aftur óráð, og hann og Polly Bainford stunduðu hana með nákvæmni. Það leið heil kiva áður en hún kom til fullrar með- vitundar aftur, og þá var skipið farið að nálg- ast England. Nína lá með lokuð augu og þjáð af verkj- úm, hún hlustaði á bylgjusk\rampið við skips- hliðina. Stundum heyrði hún hlljóðfæraslátt og söng, og mundi þá eftir deginum, þegar hún ílaut á sjónum hjálparlaus og máttvana. “Hverjir eru að syngja og hvað syngja þeir?” spurði hún. Polly lagaði rúmfötin. Auglýsið íbezta ísl. blaðinu, Lögberg. Þér eruð VTSS með að fá meira brauð og betra brauð með því að brúka ueua ur&uo meo pvi ao uruiia f PURIT9 FLOUR1 (Govemment Standard) Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. Ceral Lieense No. 2-009. Flour License No. 16, 16. 17, 18. R. S. ROBINSON Stefnsett 1883 NöfiSitóll $250,000.00 Útlbö; Kaupir undir elns RAW FURS HÚÐIR—^JLL —SENECA RÆTUR verð jrreitt Seattle. Wa*h.. 8. S. A. Edmonten, Altm. Le Pa*. Man. Kenora, Oit No. 1 Afarstór Vor- • rottusklnn No. $2.50 1 Afarfftór trlfaskinn >. 1 Afarstór Dökk Mink $22.00 $12.00 Smærri skinn ojr léleirri hlutfallsleffft & læera verð. SendiN vöruna undireins þvf eftir*ipnrnin e.r óvanalesa mikil. Afarhátt verö borgaö fyrlr Fisher og Martin — sendltS annatShvort meC express eða pósti. • No. 1 Saltaftar nautshútHr 24c. SENDID BEINT TIL 6?- No. 1 Ivips 80c. No. 1 Calf 42Vzc. HEAD OFFICE 157 BUPERT ST.. WINNIPEG 150^—152 Paeifie Avt. Ea«t BBEHHBBSHBMHDDBHHBHHBBHI TIL ATHUGUNAR 500 menn vantar undir eins til þess aS læra að stjörna biíreiBum og gasvélum — Tractors á Hemphills Motorskólanum 1 Wlnnipeg, Saskatoon, Edmonton, Caigary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda í Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjörnuSu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar orðiS að fara I herþjön- ustu eSa eru þá á förum. Nú er tími ti) þess fyrir ySur aS Iæra góBa iSn og taka eina af þeim stöSum, sem þarf aS fylia og fá í laun frá $ 80—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vlkur fyrtr ySur, aS læra þessar atvinnugrelnar og stöSumar bíSa ySar, sem vél- fræSingar, bifreiSastjórar, og vélmeistarar á sklpum. NámiS stendur yfir í 6 vikur. Verkfæri frl. Og atvlnnuskrif- stofa vor annast um aS tryggja ySur stöSurnar aS enduSu námi. SláiS ekki á frest heldur byrjiS undir eins. VerSskrá send ókeyplg. KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er. Hemphlils Motor Schools, 220 Pacific Ave, Winnipeg. Útibú I Begina, Saskatooit, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. AT ' * • • L • timbur, fjalviður af öllum j Nyjar vorubirgðir tegundum. geirettm og aU- ! konar aðrir strikaðir tigIar, hurðir og gluggar. fComið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir ■ að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, Limit*ri HENKY AVE. EAST WINNIPEG Nefnið Lögberg þegar þér verzlið við þá eða þau félög sem auglýsa í blaðinu c VIÐSKIFTABÆKUR (CODNTER BOOKS Hérna er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsins, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU .á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetts einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það r beinn peninga sparnaður fjrrir íslenzka Mat- vöru- og Alnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bff:kur »ínar bjá oss. SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN, SEM BEZT BRENNUR. SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Wt)t Columbta $reöö LIMITED Cor. Sherbrooke & William, Winnipeá Tals. Garry 416—417 - _ •

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.