Lögberg - 19.06.1919, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.06.1919, Blaðsíða 2
Síða 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1919 Fréttabréf. Seattle, Wash., 1. júní 1919. Tíðarfar. Veturinn iiðni var einn af þeim beztu er við höfum haft hér við “Pug-et Sound”. Aldrei langvinnar rigningar eftir nýár, rigndi mjög sjaldan lengur en dag í senn, <jg oftar að eins hálfan dag. Fnosts ekki að geta og snjó festi aldrei hér við borg- ina, en talsverður snjór kom hér norður með ströndinni seinni hluta febrúar mánaðar, sem lá um tvær vikur. Vortíðin hefir verið iheldur óstöðug, en þur þó að yfirvarpinu og ágætis vinnu- veður altaf að heita má, en loft- ið ekki orðið verulega hlýtt enn, enda nokkuð snemt fyrir þetta pláss, svo norðarlega. Vanalega koma hér ekki stöðug vorhlýindi fyr en í júní, enda þótt góð tíð megi kallast alt vorið. — Heilsu- far fólks hér á meðal íslendinga er yfirleitt 'heldur gott nú. pungt kvef hefir að sönnu geng- ið að undanfömu og loðir við marga enn, en sú sending er enginn nýr gestur hér á vorin, •» Mannalát og slysfarir. )?ann 5. maí 1919 lézt að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar Mr. log Mrs. C. B. George, konan Herdís Gísladóttir (auka- nafn) Mrs. Siverz, 74 ára gömul. Panamein hennar var nýrna- veikiHbg langvarandi gigjt. Tvær dætur hinnar látnu fylgdu henni til grafar ásamt mönnum þeirra, Margrét og María. Sú fyrnefnda Mrs. George og hin Mi^. Indriða- son frá Pt. Roberts, Wash. Vönduð blóm voru lögð á kistu hinnar framliðnu af ísl. vinum ar nýjar “contracts” fyrir viðar- skipum hafa verið teknar á þessu ári og sumar ónýttar af lands- stjórninni, sem gefnar voru út síðastliðið ár. Flestir tréskipa- smiðir hætta því að búa til skip af iþeirri tegund jafnóðum og þeirra “contracts” renna út, og sem sumum er lokið nú þegar. Aftur á móti halda járnskipa- smíðar áfram enn í eins stórum stíl log áður, sem gefur um 25 þúsundum manna atvinnu. Svo er meira bygt hér í borginni af húsum á þessu vori en verið hefir þrjú undanfarin vor, og utlit er fyrir að það haldist í sumar, og kom það vel smiðum sem sviftir voru atvinnu við tré- skipasmíðið. — Meiri stræta- vinna verður hér nú á þessu ári og er þegar byrjuð, en verið hefir í mörg undanfarandi ár. Finkum verður það “asphalt” lagning; gjörist þess líka þörf, því margar götur bæjarins eru illar yfirferðar á vetrum og á sumrin með öllu ófærar, einkum fyrir bifreiðar. Margar aðrar atvinnugreinar Krefjast ótölu- Iegs f jölda fólks við allskonar verzlun og iðnað. Mikið uppistand hefir verið gert hér í borginni á þessum fyrri hluta ársins með verkföll- ýmsra flqkka, manna og sama kjölfari síðar og gjörðu þá betur, og mundi þá Seattle Unions finnast sér væri borgið. Mörg fleiri félög hafa verið hér á “strike” að undanfömu, sem flest hafa þó jafnað með sér aftur nú með málamiðlun. Félagsskapur, heimsóknir og burtferðir. um kvenna. Allir skipasmiðir og menn þeir sem unnu að tilbúning skipa, 35 þúsundir að tölu, gerðu verkfall þann 21. janúar og báðu um meira kaup, sérstaklega fyr- ir verkalýðinn, sem sagt var að hefði of lítið í samanburði við handverksmennina. Alment kaup manna þar, var fjórir dollarar á dag, en kaup ihandverksmanna 6 dollars og 88 cent og þar yfir. — Var mælt að handverks og vélamenn væru ánægðir með og vandamönnum og einnig af J kjör sín, en hefðu gert verkfall annara þjóða fólki. Mrs. Siverz 1 líka hinum til hjálpar. Má vera var jarðsungin þann 7. s. m. af I að tilgangur þeirra með því hafi hérlendum presti í Washelli I verið góður, en ekki varð hann grafreit. itilætluðum notum. Verkfall pann 13. maí andaðist eftir! Þetta stóð yfir þar til ellefta ianga sjúkdómsþraut kona Krist- jáns Skagfjörð hér 'í ibæ, Sæunn porsteinsdóttir að nafní. Dauða- dæguV hinnar látnu bar upp á 48 fæðingardag hennar og varð hún því réttra 48 ára. Jarðarför hennar var ein sú fjölmennasta meðal íslendinga í þessum bæ og ,fór fram frá útfararstofu * W. S. Mayfield. Séra Sigurður Ólafsson frá Blaine flutti tvær ræður í kapellunni, á íslenzku og ensku og auk þeirra flutti hann hlý orð, tveggja fjarverandi presta, til hinnar látnu og syrgj- andi ástvina, séra Jónasar A. Sigurðss/onar og séra B. E. Bergesen, sem einnig þekti vel hina látnu. Mrs. Skagfjörð var jarðsung- in af fyrstnefndum presti í Washelli grafreit sunnudaginn þ. 18. s.m. Hennar verður getið frekar síðar. pann 17. maí dó á sjúkra- hælinu í Sedro Woolley, Wash. Iljálmar (Vopni) Amgrímsson, 64 ára gamall. Hjálmar heitinn var fluttur hingað og jarðaður hér, því hér hafði hann átt heima í meir en 20 ár. Hinn látni var búinn að Iþjást nokkur síðastliðin ár af taugabilun og dvaldi síðast á áðumefndu hæli, þar sem hann dó. Hérlendur Unítara prestur talaði yfir þeim dána og jarðsöng hann, að nær- stöddum mörgum íslendingum og annara þjóða manna. Er þetta óvanalegur mann- dauði meðal íslendinga hér á svo stuttum tíma, en alt þetta fólk þurfti hvíldarinnar með og þráði að fá hana. Laust fyrir miðjan maí vildi það slys til á strætuim borgar- innar að tveir járnbrautarvagn- ar rákust saman. Varð þar af eitt dauðsfall, en átján meiddust. Af þeim sem meiddust var ein íslenzk kona, Mrs. S. Bjömsson, kona Sveins lögmanns Bjöms- sonar, búsett hér í norðurenda bæjarins. Mrs. Bjömsson marð- ist öll fyrir neðan mitti og á handleggjum og hefir verið rúmföst síðan, en er nú í aftur- bata. Seinna í sama mánuði skaðað- ist Kristján Skagfjörð við vinnu sína í trjáviðarmylnu. Timbur rakst á hann og marði hann mikr ið á mjöðm og fótleggjum, svo hann varð að fara í rúmið fyrir nokkra daga. En nú er hann einnig á góðum batav-egi. Tvær bifreiðar köstuðust um af árekstri í strætisbugðu og beið þar af þrent bana, tveir ungir menn og ein stúlka. Slys þetta skeði fyrir fáum dögum síðan og var eitt af þeim ógur- legustu. Slysfarir og dauðsföll sem or- sakast af slysum eru hér dagleg í þessari borg. Einkum eru þau af bifreiðum, strætavögnum, en þó mörg í mylnum og víð skipa- smíðar. Atvinna og verkföll. 'Rmarnir mega enn heita góð- ir hér í borginni hvað atvinnu snertir. Að vísu hefir skipa- marz að byrjað var aftur, og var mikið tjón beðið við það. Fyrst það, að þessi tími tapaðist fyrir flestu þessu fólki frá að leita sér lifibrauðs, því ekkert mátti helzt gera meðan á verkfallinu stóð. f öðru lagi unnu verkfallsmenn engan sigur , og í þriðja lagi komst ekki nærri eins margt fólk að aftur, þegar vinna var opnuð, fiins og voru þar áður en verk- fallið hófst, einkum á tréskipa- plássunum. En atvinnan þá annarsstaðar í bænum naumast orðin eins góð og hún er þó nú. Urðu því margir út af vinnu eftir það um æði tíma. Sam- bandsmenn (Labor Unions), sem réðu þessu verkfalli (yfirboðar- arþeirra), þóttust hafa grætt eða bætt málstað sinn með verk- falli þessu. En almenningur fékk ekki séð annað en tómp tap við það.1— Mitt í þessu verkfalli 5. febrúar, hófst alment verkfall um alla borgina, hið margum- rædda og vítt útbreidda “Seattle General Strike”. petta verkfall stóð yfir í 6 daga þar til alt komst í samt lag aftur. Sömu flokkar manna—“Unions” orsök- uðu það sem hitt, að sjálfsögðu. ófágaðar sögur fóru víðsvegar um þetta almenna verkfall Seattle iborgar, og sííka ósvinnu átti engin borg í landinu að hafa séð fyr, sömu tegundar. óneitanlegt er að ráðist var í stórt með því að loka upp allri borginni og stöðva þar með alla yerklega hreyfingu í henni. En gæta má þess, að þetta verkfall var einnig samihygða^ verkfall eins og hitt, og stofnað í þeim til gangi að bæta kjör nokkurra sérstakra vinnulýðs deilda, sem óánægðar voru, og átti engin stjórnarbylting að hafa staðið á bak við það. En 'borgarstjóri Ole Hanson greip þetta á annan veg og safn- aði að sér vopnuðu- liði frá her- búðunum í kring og bjóst til að berja á “Union” mönnum ef á þyrfti að halda, en sem sýndu þó enga vöm log komu aldrci fram á neinn orustuvöll, því þeir höfðu aldrei ætlað sér að gera uppreist eða árás á bæinn, þrátt fyrir það þótt þeir séu liðsterkir hér, sem sýnir sig bezt með því hvað þeir gátu gert, því nálega alt stöðvaðist fyrir tvo sólar- hringa, nema bærinn varð aldrei í myrkri, eins og sum blöðin Félögin fjögur: Vestri, Ungra- fólksfélagið, kvenfélagið og safn- aðarfél. hafa haldið uppi fund- um og samkomum með talsverðu fjöri í vetur og vor, hvað sem verður nú yfir sumartímann, því margir fara burtu og koma ekki aftur fyr en í haust. Flest þessi félög munu þó halda uppi fund- um sínum reglulega, en sam- komur hljóta að verða færri. Stórmálin þrjú, sem urðu til í Winnipeg síðastliðið ár, nefni- lega þjóðræknis, Jóns Bjama- sonar og minnisvarðamálið, vöktu talsverða eftirtekt hér í vetur, á “Vestri” félagsfundum sérstaklega, því það félag tók þau öll til umræðu, (auðvitað var J. B. málið eldra en hin tvö, þó það sé talið ihér með). Tveim- ur hinum fyraefndu málum var vel tekið, og peningalegur styrk- ur veittur nú þegar öðru þeirra. Pjóðræknismálið var gamalt mál hér á vesturströndinni. Fyrir 5 til 6 árum síðan vann séra Jónas A. Sigurðsson og aðrir góðir menn hér vestur frá að því að mynda allsherjar félag meðal fs- iendinga á Kyrrahafsströndinni, sem miðaði að því að viðhalda tungu vorri og íslenzkum bók- mentum og öllu þvi fegursta úr arfi íslenzkrar þjóðar. En fyrir daufhey^n 'og hluttökuleysi vissra manna varð ekkert af að sú grein íslenzks þjóðfélags kæmist hér þá á fót, og málið dó út um tíma. Nú hefir það verið endurreist austur í Winni- peg í stærra stíl Og víðtækari merking, og vonandi að það fái nú að lifa langan aldur. Á því mál þetta hlýjan blett í hjarta margra íslendinga hér á ströndinni, og ekki sízt þeirra, er gengust fyrir stofnun þess áður. Minnisvarðamálið mætti hér mótspyrnu einna Ihelst, sérstak- lega fyrir deildar skoðanir á því máli, og niðurstaðan varð sú að fundarályktan var gerð þess efn- is, að vera á móti stein eða málm- varða, en með nálega að segja hverju helzt minnismerki öðru, sem heild manna kæmi sér sam- an um, einkum þó stofnun sér- stakra líknarþarfa, ef í þann strenginn yrði tekið í því máli. Lengra varð ekki komist að sinni. Kvenfélagið og Ungraf. fél. hafa stofnað til nokkurra sam- koma að undanfömu, og hafa sýnt mikið örlyndi hjálparþurf- um með afrakstri þeirra. — Söfnuðurinn hafði tíðari guðs- þjónustur í vetur eftir nýjár og þar til á páskum en áður, og sunnudagsskóla á hverri helgi. pó fámennur sé ennþá, er hon- um sýnd sérstök viðleitni af A. S. Sumarliðason. forstöðumanni hans nú. Annars ér okkur hér í mörgu ábótavant sem söfnuði, enn sem fyr, hvað sem því veld- ur. Hér er margt af góðu kristi- lega sinnuðu fólki, og ber furðu lítið á mismunandi trúarskoðun- um meðal þess, en samtök og samhygð á þeim efnum sýnist þó að vera það sem er til fyrirstöðu. Séra Jónas A. Sigurðsson, sem þjónað ihefir þessum söfn. nú um tíma tók köllun íslenzks safnaðar vestur í Saskatc'hewan, Canada og flutti þangað 6 maí s. 1., kona hans og böm leggja af stað héðan og til hans, 3. j úní. Býst séra Jónas við að koma hér vestur aftur með haustinu og dvelja 'hér yfir veturinn. En óákveðið mun enn, hvoru megin fjalla hann þjónar eftir það. Um þann 20. marz s. 1. var hér á ferð norðuríshafa konungurinn ar hefir nokkur undanfarandi i Washington ríki á almennum skólum. Ungfrú Edwards er ættuð úr austurbygðínni íslenzku, í Minnesota ríkinu og kom hér að eins við á leið þangað til að sjá nokkra kunningja sína það- an, sem hér eru búsettir nú. Margir fleiri íslendingar hafa komið hingað að austan og sum- ir af þeim sezt að. pann 26. apríl s. 1. giftu sig ihér í borginni Sigurður Magnús Oddson og Margrét Th. Vigfús- son. Gifting hinna ungu persóna fór fram í dómhúsi bæjarins. austan fjalla báru með sér um eitt skifti. Ljót"var sagan sem barst frá hafi til hafs í vetur um þetta al- menna verkfall, eins og mörgum er kunnugt, en ekki var hún öll þess verð að leggja trúnað á hana. Og hefði Ole Hanson “Mayor of Seattle” ekki þeytt úr sér öðru eins moldviðri og hann gerði, nær og fjær, um það verkfall, þá hefði sagan að iíkindum orðið öfgaminni. Til að skýra þetta mál betur útheimtir bæði tíma og rúm og meiri stjómfræðing en eg er. Bkkert vanst fyrir Union- mönnum með þessu verkfalli, frekar en hinu, nema ef vera smíðin niinkað að mun, því engv- kynni að einhverjir sigldu Fáséður söngskari ungra sveina. Eitt þúsund ungum drengjum frá 12 til 15 ára hefir verið safnað saman í einn flokk af H. E. K. Whitney (Director) til æf- inga í song, 600 eru héðan úr borginni en 400 úr öðrum bæj- um ríkisins. 200 af þessum skara eru æfðir hljóðfæraleikar- ar, 80 þessara sveina eru héðan frá Ballard, að eins tveir íslenzk- ir drengir eru í hópnum sem spurst Ihefir af héðan, Kári Johnson og Elmore Anderson. Sefnt í júní leggur þessi hópur af stað héðan og þvert yfir land- ið, frá hafi til hafs í sérstakri járnbrautarlest, fyrir 60 daga burtuveru, og er ætlast til að ferðin nái yfir 40 ríki, og að stanzað verði í 70 borgum og bæjum. Söngflokkur þessi gengur undir nafninu: “Whitney íirengjasöngflokkur Washington ríkis”. Heill 'hópur stjórnara fylgir þessu liði héðan fram og til baka, einnig læknar, hjúkrun- arkonur, ræðumenn, matreiðslu- menn og fleira þjónustufólk, og altaf verður búið í ferðavögnun- um, sem hafa marga aukavagna með öllum útbúnaði eins og í bæ væri. f þeim 70 bæjum sem staðið verður við, verður sungið, og seldur inngangur til að hjálpa til að bera kostnaðinn. þess utan verður safnað hér tvö hundruð dollars fyrir hvern dreng, áður en lagt verður af stað. Ferð þessi á að vera gerð til þess að manna unglingana og lofa þeim að sjá meira af fegurð náttúrunnar og stórvirkjum mannanna. Aldrei hefir jafn stórum hóp ungra sveina boðist hér annað eins tækifæri að skemta sér yfir sumarfríið frá skólanum, eins og nú, þeim alveg að kostnaðar- lausu. Og sennilega ihefir aldrei fyr í landinu verið gerður út annar eins hópur ungra söngv- ara frá einu plássi. Vonandi er að þeir kunni að meta þessa ferð og nota sér hana réttilega. Sagt er að foreldrar hvers drengs séu beðnir að gefa 10 dollara þeim til gamans á leiðinni. En allir þeir peningar sem afgangs kostnaði verða þegar heim er k'omið, ef nokkrir verða, eiga að gefast til munaðarlausra bama i Armeniu og Belgíu. — Á miðju síðastliðnu sumri bauðst bæjarstjórnin hér til þess að leggja út í þann fá- heyrða kostnað að kaupa út alla strætisvagna útgerð þessarar borgar, járnbrautir og bygging- ar m. m. fyrir $15,000,000, og elftir langvinnar rannsóknir og málaleitanir þings og laga voru kaup þessi dæmd réttmæt, og 1. aþríl síðastliðinn gekk alt undir nafni Seattle borgar sjálfrar. Er því alt strætisbrautakerfið sagt aé vera eign bæjarins nú, sem borgast á á næstu 20 árum. Engin önnur borg í heimi, nema Glasgow á Skotlandi, á sínar strætisvagnabrautir enn, segir aðai umsjónarmaður þessara strætisbrauta Murp’hine”. Er frægi, Vilhjálmur Stefánsson. [því naumast hægt að segja að Seattle sc á eftir stórborgununi austur frá með alt ! — Rétt þegar eg er að ,loka þessu bréfi, fréttist að Jón Maríus Guðmundsson fóstursonur þeirra hjóna pórðar pórðarsonar og kristínar Siveinsdóttur konu hans, ihafi látist þann 27. maí s. 1. í Kent, Wash. Verður Marí- us jarðaður við ihlið fósturföður síns, sem lézt fyrir fáum árum síðan í Bremerton', Wash. ---- H. Th. Mrs. Chas. Peden þyngist um 27 pund. Var tvisvar sinnum skoðuð af lækni og sagt að uppskurður væri eina vonin. Hélt hann fyrirlestur áheyrileg- an að blöðirn sögðu, um ferðir sínar í norðurihöfum og sam- fundi við Eskimoa þar. Til- tölulega fáir íslendingar komust að til að hlusta á hann, svo var húsið pakkað af fólki löngu fyrir tímann. En vel þótti þeim lönd- um, sem heyrðu til ihans, hann koma fram og ferðasaga hans fræðandi og skemtileg. Einnig kom hingað um miðjan maí prófessor Sigurður Péturs- ’son, og dvaldi 'hér í borginni um tvo sólarhringa. Próf. Péturs- son er kennari við háskólann í Corvallis, Oregon, og hefir stundað þar kenslu nú í átta ár sam^Jeytt. Hann dvaldi hálfan dag hjá Gunnari B. Thorláks- syni hér í Ballard, og mætti þar um leið nokkrum gömlum vinum sínup og samtíðarmönnum frá Mínniota og Minnesota og ná- grenninu þar, hvar hann ólst upp þar til hann fór í University í því ríki, hvaðan íhann útskrif- aðist fyrir 9—10 árum síðan með beztu einkunn. Litlu seinna kom hér til borg- arinnar ungfrú Christina Ed- wards, skólakennari, sem kent Júlíana skáldkona. Um heiminn fékstu farartálma þig flýði heilladís. Ef þú spurðir eftir pálma þá að þér rétt var hrís. pú hlógst en aldrei heyrðist kvarta þótt hrykkju tár á kinn. Banvænt sverð þér sat í hjarta— það sá ei heimurinn. pú vandist meira vetrar hörku en vorblæ suðri frá, eins og rós á eyðimörku sem enginn virðist sjá. R. J. Davidson. “Eg hefi nú nýlokið úr þriðju Tanlac flöskunni og þyngst um tuttugu og sjö pund,” sagði Mrs. Chas. Peden, að 550 Mill Street, Huntsville, Alabama. Mrs. Peden er ein af nafnkunnustu merkiskonum í þeirri skemti- legu borg og hefir dvalið þar svo árum skiftir. “pegar eg byrjaði að nota meðal þetta var eg að eins 98 pund að þyngd,” hélt hún áfram, “en nú er eg komin upp í eitt hundrað og tuttugu og fimm pund, og hefir mér aldrei liðið betur á æfinni. í fjölda mörg ár hafði eg étt við alvarlega magaveiki að stríða, og fundið til mikils sársauka í bakinu. Stundum urðu þjáningamar svo magnaðar, að eg hafði helzt ekkert viðþol, leitaði eg þá læknis, og tjáði hann mér að ekki væri um annað að gera fyrir mig en ganga undir upp- ;skurð. Heilsu minni fór hnign- andi dag frá degi, og var eg orð- in aðeins níutíu og átta punda þung og gat með herkjum staul- ást um ihúsið. “Matarlystin var alveg á för- um, og það lítið sem eg gat etið, jók mjög á gasólguna í magan- um, varð orsök til höfuðverkjar og óeðlilegs hjartsláttar. pegar þessi tilfelli sóttu mig heim, varð eg venjulega mjög tauga- slöpp og kveið eg hverju augna- bliki, og á næturnar fækk eg ekki sófið, sem nokkru næmi. “Mér var stöðugt að hnigna, var helzt ekkert orðin annað en beinin og bjórinn, eins og kom- ist er að orði. Kvíðinn ætlaði al- veg að gera út af við mig; mér fanst eg aldrei sjá annað fram- undan, en uppskurðarborðið og fagurgljáandi. hnífinn. Eg var ákaflega hrædd við uppskurði y.firleitt, en hafði einsett mér að láta skríða til skara, með því að ekki var um annað að ræða, en að tefla upp á líf og dauða. Eg bjó mig því að öllu leyti undir þá alvalegu athöfn og fór að finna systir mína sem í nágrenn- inu bjó, til þess að kveðja ihana, ef til vildi í síðasta sinn, því ekki var unt að segja nokkuð um það, hvort eg mundi standast eld- raunina eða eigi — lifa eða deyja. Systir mín bað mig í öllum hamingju bænum, að láta fresta uppskurðinum um hríð, og reyna að minsta kosti um hríð eitthvað uppbyggjandi heilsulyf. Næsta dag þegar eg kom frá lækni mínum, fór eg að hugsa alvarlegar og dýpra um uppá- stungu systur minnar, og með því eg ihafði nýlega heyrt getið um tanlac, hugsaði eg sem svo, að það fjteti naumast spilt nokkru þó eg reyndi af því eina flösku eoa svo. Eg fór því rakleift inn í næstu lyfjabúð og keypti flösku. pess skal getið, að eg hafði fyrir löngu mist trú á meðölum, og gerði þetta því fremur af hlýðni við systur mína, en af því að eg héldi að það myndi koma mér að nokkru haldi, — en hvílíkur hamingju- dagur það varð fyrir mig! Eg hefi algerlega sloppið við að þurfa að ganga undir upp- skurðinn, því með því að nota Tanlae hefir heilsa mín batnað svo ótrúlega fljótt, að eg er vaxin upp úr öllum fötum, sem eg not- aði, áður en eg tók að nota þetta undralyf. Mér fór að batna undir eins. pað var eins og meðplið fengi fullkomið vald yf- ir mér, þegar eftir fyrstu inn- tökuna. pað mýkti mig alla, og innan fárra daga var bakverk- urinn úr sökunni. Eg var svo glöð og Iétt á lund að eg réði mér varla, heldur flýtti mér á fund nágranna minna til þess, að skýra þeim frá umskiftunum. Eg sendi það bráðasta eftir annari flösku, og eftir að hafa klárað úr þeirri þriðju, var eg orðin 'heil heilsu — alveg eins og önnur kona. “Eins og eg hefi áður sagt, þá er eg nú orðin eitt hundrað tuttugu og sjö pund á þyngd, og öll föt mín orðin svo þröng að eg þarf að spretta þeim upp og auka í þau dúkum. Matarlystin er orðin svo góð, að eiginmaður minn segir að eg geti á fáum dögum etið hann út á húsgang. Og eg get meira að segja drukk- ið eins mikið kaffi og mig lang- ar í, og var mér þó harðbannað það áður af læknum. — Bak- verkjarips ícenni eg ekki tíðar og sef vært og draumlaust eins og barn. — Taugamar eru orðnar styrkar, eg vakna með brennandi starfslöngun á morgnana og finst heimilisverkin aðeins leikfang. Eiginmaður minn ræður ekki við sig fyrir fögnuði, og ná- grannar okkar tala ekki um ann- að, en hina dásamlegu heilsubót, COPENHAGEN Munntóbak Búið tilúr hin- um beztu. elstu, safa- mestu tó- baks blöðum, er ábyrgst að vera algjörlega hreint Hjá öllum tóbakssölum Þetta er tóbaks-askjan sem hefir aÖ innihalda heimsin bezta munntóbek. The Campell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta Ijósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstu og bcztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. •í r?»t ,v»si rría/tf.rré; Sérstaklega gott boð. Ágætur Frystiskápur og Sumars forði af ÍS á HÆGUM MÁNAÐAR AFBORGUNUM No. 1.—“Little Arctic” (Galvanized) ........$24.51 $3.50 niðuhborgun og $3.50 mánaðarlega. No. 2—“Arctic” (Galvanized) ................$28 00 $4.00 niðurborgun og $4.00 mánaðarlega. No. 3—“Superior” (White Enamel) ............$35.00 $5.00 niðurborgun og $5.00 mánaðarlega. Vor 35 ára orðstír et yður fullnægjandi trygging. Dragið ekki pantanir yðar. Allar upplýsingar fást og sýnishom skápanna að 156 Bell Avenue og 201 Lindsay Bldg. THE ARCTIC ICE CO., LTD. Phone : Ft„ Rouge 981 Leggurðu nokkra peninga fyrir ? Vér greiðum 4% um árið af Sparisjóðsfé, sem draga má út með ávfsunum, nær sem vera vill. 4V£% um árið af peningum, sem standa ósnertir um ákveðinn tíma. The Home Investment and Savings Association S. E. Cor. Portage and Main. (Xext Bank of Montreal) M. BuU W. A. Windatt President Managing Director BLUERBBON TEA. Þa6 jafnar allar stéttir! Sá ríki verður að haía það at því annað er ekki betra, hinn fáiæki heíir lyrir löngu siðan tundið að Blue Ribhon Te er sparnaðar-te ánægju og segi hverjum kunn- ingja frá töfralyfinu Tanlac. “Eg er svo .óendanlega þakk- lát fyrir að hafa sloppið frá uppskurðarborðinu, að eg gef undir eins samþykki mitt ail þess að láta gera almenningi kunn- ugt um reynslu mína í þessu efni, og það fær mér sérstakrar ánægju að konum, sem af líkum sjúkdómi þjást, gefst kostur á að kynnast þessu töfralyfi.” Tanlac er selt í flöskum, og fæst í Ligget’s Drug Store, Winnipeg, og lyfjabúðum út um land. Salan fer fram undir persónulegu eftirliti umboðs- manns verksmiðjunnar. — Adv. íslenzk tunga. íslenzk tunga einkar fögur ættarlantisins kæra skraut, lifir gegnum ljóð og sögur lýsigull á fræða braut. það að vilja lesa og læra landa ýmsra spekingar: vora tungu, eilíf æra er og þjóð til virðingar. pjóð vor getur þúsundfaldast þessum mikla Leifs í heiip, og þess vegna æ við haldast ætti tungan stáls með hreim. Máli sem þeir Egill áttu ólafur Pá og synir ihans: Gunnar, Njáll og Grettir máttu ei gleyma þjóð var slíkum kranz. sem eg hefi 'hlotið. Eg nýt hvers einasta dags í óslitinni Inst í dölum, upp til fossa, yzt við. sker og fjarðar sund: ástar tendrar blíða iblossa I ibraga vina dýrast pund. Feðra vorra ei tínum tungu traust er geymir vit og list, kennið mæður ykkar ungu , óska börnum hana fyrst. Allir virða móðurmálið merkisberar fróðleikans, vilja sízt á bera bálið bezta hnoss í eigu manns. pó mig um heiminn mætti bera og margar hefði eg tungur lært: feðra málið mundi vera mér af öllum fremur kært. í munni ungra meyja ertu mærri frægstum hljómsnilling. Blómið tungna blessað vertu í barmi á hverjum fslending.— Okkar prestar og ritsmiðir Áa bezt hér styðja mál, skálds og mestu mærðar kliðir margra festa það við sál. — pökkum bræður þeim er sungu .þjóðelsk kvæði vísdóms há, vernda og græða vora tungu vits á svæðið okkur hjá. Meðan renna ár að unni og ársól spennir 'blómsturreim, ást í 'brennur íslenzknnni eiga menn hér betri seim ?- 25 maí 1919. Sv. Simonsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.