Lögberg - 31.08.1933, Side 2

Lögberg - 31.08.1933, Side 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1933 Fertugaáta og níunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags' Islendinga í Veáturheimi Haldið i Argylebygð i Manitoba frá 23. til 27. júní 1933 Skýrsla þingnefndar í skólamálinii Nefndin, sem skipuð var í skólamálið leggur til: 1. Að þingið þakki nefnd skólans fyrir dyggilegt starf í þarfir skólans á liðnu ári. Sérstaklega finst oss þakkarvert að í ár urðu inntektir meiri en útgjöld. Er það án efa dugn- aði og áhuga nefndarinnar að þakka. 2. Að þingið þakki kennurum skólans ekki aðeins fyrir dygga þjónustu hvað kenslu snertir, heldur einnig fyrir fórn- fýsi þeirra í þarfir skólans með því að launa að mestu leyti fjórða kennarann. 3. Að einnig beri að þakka þeim ónefnda heiðursmanni sem gaf skólanum tvö þúsund dali á árinu. 4. Að vegna þess að nemendur hafa verið fleiri í ár en nokkru sinni fyr, og Sökum þess að útlit er fyrir að nemend- uin fjölgi heidur en fækki á næsta ári, þá leggjum vér til að skólanum verði haldið áfram eins og að undanförnu. J. G. Jóliannsson B. Theo. Sigurdsson G. Thorleifsson Guðbjörg Freeman Mrs. C. P. Paulson. Flutti framsögumaður, sem er kennari við miðskóla, fróðlega ræðu um ásigkomulag skólamentunar nú í borginni Winnipeg. Taldi hann sennilegt, ef aðsókn héldi áfram að aukast að skólanum, að hann kæmi bráðlega til með, fjár- hagslega, að bera sig sjálfur. Að því búnu var skýrslan tekin fyrir, lið fyrir lið. 1. liður var samþyktur. 2. og 3. liður sömuleiðis. Um 4. lið urðu allmiklar umræður. Loks var hann bor- inn undir atkvæði og samþyktur. Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Þar með var málið afgreitt á þessu þingi. Forseti tilkynti, að samkvæmt nýrri breyting á aukalög- um, færi kosningar embættismanna fram að morgni næsta dags. Sem gæzlumenn kosninga tilnefndi hann þá J. S. Gillis og Ásbjörn Sturlaugsson. Var þá sungið versið No. 45: “Vertu hjá mér hirðir bezt- ur, hjartað mitt svo eigir þú.”—Að því búnu var fundi slitið, kl. 6 e. h.—Næsti fundur fyrirhugaður í kirkju United Church of Canada, að Baldur, kl. 8 e. h. sama dag.— ÁTTUNDI FUNDUR i kirkju United Church safnaðar að Baldur kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra Sigurður ólafsson stýrði. Forseti kynti þinginu dr. Richard Beck, prófessor í nor- rænum fræðum við ríkisháskóla Norður-Dakota ríkis, í Grand Forks, er, að tilmælum forseta, væri þar kominn til að flytja fyrirlestur. Fór hann um leið lofsamlegum orðum um fyrir- lesarann, bæði sem merkan mann og svo um mentaferil hans og stöðu hans sem fræðimanns. Flutti dr. Beck síðan fyrir- lestur, er hann nefndi “Kirkjan og friðarmálin.” Erindið frábærlega merkilegt og vandað, að dómi þeirra er heyrðu. Kvað for^eti sér myndi erindi þetta verða minnisstætt alla æfi. Var fyrirlesaranum síðan greitt þakklætisatkvæði með því að allir risu úr sætum, samkvæmt tillögu séra R. Marteins- sonar.—Að þvi búnu tilkynti forseti, að söngflokkur, undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar, myndi syngja nokkur valin lög. Var þá sungið bæðí “O, Canada,” og “ó Guð vors lands,” en þingheimur og allir viðstaddir stóðu á meðan. Að því loknu söng söngflokkurinn “ísland, þig elskum vér,” og “Þú bláfjalla geimur, með heiðjökla hring,” en óli Ander- son söng sóló-þættina í hinu síðarnefnda lagi. Söpg þá flúkk- urinn enn nokkur valin islenzk Iög, af frábærri list, en á- heyrendur þökkuðu fyrir á venjulegan hátt. Séra E. H. Fáfnis mintist hins merkilega starfs Brynjólfs Þorlákssonar í þarfir söngljstarinnar, og minstist þess um leið, að hann myndi væntanlega bráðum vera á förum til íslands. óskaði hann honum heilla og hamingju í þeirri för. Stakk upp á að Brynjólfi væri þakkað starf hans með því að allir stæðu á fætur, og gerðu áheyrendur það greilega, með dynjandi lófaklappi. Á svipaðan hátt var og þakkað ungum listamanni, Árna Sveinssyni, er leikur frábærlega vel bæði á orgel og slaghörpu, og sem þarna spilaði fyrir flokkinn og hefir oft spilað á fundum þingsins. Aðsókn á fundi þessum var feikna mikil. Kvöldstund þessi, að allra dómi, frábærlega ánægju- leg. Fundurinn endaði með því að sunginn var sálmurinn 178: “Vor Guð, oss lýsa lát þitt orð.” Lýsti þá forseti hinni postullegu blessan, og var fundi síðan slitið, kl. 10 f. h. Næsti fundur fyrirhugaður í kirkju Glenboro-safnaðar kl. 9 að morgni, næsta dag.— NÍUNDI FUNDUR i kirkju Glenboro-safnaðar þ. 27. júní, kl. 9 f. h. Fundurinn hófst með bænargjörð, er séra E. H. Fáfnis stýrði. Gjörðabók 6. 7. og 8. fundar var lesin og staðfest. Forseti skýrði frá, að samkvæmt núgildandi aukalögum færi kosn- ing embættismanna nú þegar fram. Fyrst lá fyrir kosning forseta. Var kosið skriflega, og án útnefningar, eins og lög ákveða. Fór fyrsta atkvæðagreiðla þannig, að séra K. K. ólafson hlaut 49 atkvæði; dr. B. B. Jónsson 6; séra H. Sigmar 3; séra Sig. ólafsson 2 og séra N. S. Thorláksson 1 atkvæði. Einn seðill var ógildur. Næst lá fyrir kosning skrifara. Við íyrstu atkvæða- greiðslu hlaut séra Jóhann Bjarnason 58 atkvæði. Séra Sig. ólafsson fékk 3, og séra E. H. Fáfnis 1 atkv. Þá lá fyrir kosning féhirðis. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut S. O. Bjerring öll greidd atkvæði, 61 að tölu. Þá lá næst fyrir kosning vara-embættismanna. Vafa- forseti var kosinn séra H. Sigmar, vara-skrifari séra E. H. Fáfnis, og vara-féhirðir A. C. Johnson, allir endurkosnir i e. hlj.—■ f framkvæmdarnefnd voru kosnir, með forseta, þeir séra Sig. &lafsson, G. J. Oleson, J. G. Jóhannsson, J. J. Myres, Arni Eggertson og séra Jóhann Bjarnason. Forseti skýrði frá að séra Jóhann Friðriksson, sökum nauðsynlegra embættisverka, er fyrir lægju, yrði að hverfa burt af þingi. — Kvgddi séra Jóhann með vinsamlegum kveðjuorðum til þingsins og til prestakallsins, er haft hefir kirkjuþingsfólk, í ár, sem gesti sína. Þá lá fyrir að kjósa í skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla. Kosnir voru til 3. ára þeir J. G. Jóhannsson, Árni Eggert- son og A. S. Bardal. Sömuleiðis voru endurkosnar til 3. ára þær Mrs. C. P. Paulson og Mrs. O. Onderson. f stjórnarnefnd Betel voru endurkosnir til 3. ára þeir dr. B. J. Brandspn og Jónas Jóhannesson. Ráðsmaður kirkjubyggingarsjóðs var endurkosinn, í e. hlj., S. O. Bjerring. Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir, í e. hlj., þeir T. E. Thorsteinson, og F. Thordarson. Ráðsmaður Sameiningarinnar var kosin Mrs. Flóra Ben- son, endurkosin í e. hlj. Þá var næst rætt uin aðferð að kjósa milliþinganefnd, til að hafa með höndum undirbúning 50 ára hátíðar kirkju- félagsins. Samþykt var að forseti skipi 2. manna nefnd, til að leggja til um menn í þessa milliþinganefnd. Tilnefndi forseti þá séra N. S. Thorláksson og A. E. Johnson. Eftir að þeir höfðu vikið af fundi um stund, tilkyntu þeir að þeir mæltu með að þessir menn skipuðu hátíðar-milli- þinganefndina: Séra R. Marteinsson, séra H. Sigmar, Klemens Jónas- son, Sigurbjörn Sigurðsson og G., J. Oleson. Var þessi ráð- stöfun samþykt í e. hlj. Þá var tekið fyrir, á ný, 10. mál á dagsskrá: Sameiningin og Gjörðabók kirkjuþings Fýrir hönd þingnefndar í því máli, lagði C. P. Paulson frain þetta nefndarálit: Sameiningin og Gjörðabók kirkjuþings Við, sem skipuð vorum til þess að athuga útgáfumál kirkjufélagsins, viljum fyrst láta í Ijós hrygð vora yfir þeim mikla missi, sem Sameiningin varð fyrir við fráfall eins af ritstjórum hennar, séra Jónasar heitins Signrðsonar og við vitum að margir munu sakna hinna fögru og kristilegu ljóða hans og þess annars, er hann lagði til blaðsins. Nefndin leyfir sér að leggja fyrir þingið meðfylgjandi tillögur: 1. Að Sameiningin komi út í sömu stærð og með sama verði eins og á síðastliðnu ári. 2. Að þingi votti ritstjórum blaðsins sitt innilegt þakk- læti, fyrir starf þeirra og endurkjósi þá séra K. K. &lafson og séra Guttorm Guttormsson til að annast ritstjórn blaðsins á komandi ári. 3. Líka leggur nefndin til að Mrs. B. S. Benson sé end- urkosin til að veita umsjón ráðsmenskú blaðsins, og að henni sé þakkað fyrir hennar góða starf á liðna árinu. 4. Að útgáfa Gjörðabókarinnar sé falin framkvæmdar- nefndinni. Á kirkjuþingi í Baldur, Man., 26. júní 1933. C. P. Paulson J. E. Westford J. S. Gillis Dora Benson V. Bjarnar^on. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir, lið fyrir lið. 1. liður samþyktur. 2. liður sömuleiðis. 3. liður sömuleiðis. Um 4. lið urðu lítilsháttar umræður, en var síðan spm- þyktur. Séra E. H. Fáfnis vakti athygli á, að nefndarálitið geri ráð fyrir aðeins tveim ritstjórum, í stað þriggja er verið hafi. Þá var minst á stærð blaðsins, að hún væri helzt til of lítil, ef í því ætti að hirta erindi þau er flutt voru á þessu þingi og það annað, er sjálfsagt þykir að Sameiningin hafi ' meðferðis. Gerði þá Árni Eggertson þá tillögu, er A. E. Johnson studdi, að ritstjórum og ráðsmanni blaðsins sé leyft að hafa eitt eða tvö eintök stærri en venjulegt, ef þörf kref- ur. Var það samþykt. Nefndarálitið, var að því búnu, í heild sinni, samþykt í e. hlj. Þá var tekið fyrir, á ný, 9. mál á dagsskrá: Kirkjan og mannfélagsmálin Eftir lítilsháttar umræður var samþykt að líta svo á, að þessu máli sé lokið, í þetta sinn, með fyrirlestri þeim er dr. Richard Beck flutti að Baldur síðastliðið mánudagskvöld. Var málið með þessu afgreitt á þessu þingi.— Þá var teki fyrir, á ný, 8. mál á dagsskrá: Sunnudagsskólar og ungmennafélög Fyrir hönd þingnefndar í því máli lagði séra E. H. Fáfnis fram þessar tvær skýrslur: Sunnudagsskólar Sunnudagsskólar í söfnuðum okkar teljast 36 í alt. Meðlimatalan samtals í ár er 2,352, en var í fyrra 2,399. Með- altala skólasóknar hefir lækkað einnig að mun. Nefndin leyfir sér að leggja fram þessar tillögur: 1. Að prestar og leiðtogar safnaða, ásamt foreldrum, séu vinsamlega hvattir til þess að vinna að því á allan hátt, sem unt er, að unglingar vorir, bæði drengir og stúlkur, haldi áfram að sækja sunnudagaskóla eftir fermingu og að full- orðið fólk sæki sunnudagsskóla einnig. 2. Að þingið láta í ljós þakklæti sitt til Bandalags lút- erskra kvenna fyrir hinn frábærlega mikla dugnað og hina miklu hjálp, sem það hefi veitt kristilegum félögum og krist- indómi með kristnu skólastarfi sínu á prestslausum svæðum. 3. Að Bandalagi lúterskra kvenna sé óskað til hamingju með hið nýútkomna rit sitt “Árdís” og að það megi verða þeirra félagsskap og þjóð vorri til mikillar blessunar. 4. Að allir sunnudagsskóla kennarar, er frekari undir- búning óska fyrir starf sitt, veiti athygli hjálp þeirri er Teachers’ Training Course veitir, sem gefið er út af U.L.C.A. Á kirkjuþingi í Baldur þ. 26. júní, 1933. E. H. Fáfnis Jóhann Friðriksson Dora Benson. Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPBR (Framh.) “Sex vikur,” svaraði hann. “Þér fáið því nægan tíma til að átta yður. Þér getið ekki haldið fast við þetta örvita áform. Þér hljótið að ranka við yður fyr eða síðar.”— “Eg skifti ekki um skoðanir. Eg játa mig sekan í glæp þeim, sem eg er grunaður um.” “Gott og vel, ef það er óbrigðan- legt áform yðar, áð þér viljið endi- lega lenda í gálganum . . . .” “Eg hefi fastákveðið að gera það, sem eg tel rétt. Það hefir ætið ver- ið leiðarvísir minn. Eg get ekki breytt eöli mínu.” Stundarkorn var algerð kyrð í klefanum.— “Eg talaði við Maríu systur yðar í morgun,” mælti lögmaðurinn. Hún kom til mín og var alveg örvingluð. Hana sárlangar til að tala við yður, og eg ímynda mér að hægt sé að koma því í kring.” “Eg ætla að treysta yður til að gera það ekki,” mælti Belmont. “Eg óska ekki eftir, að hún þurfi að líða alla þá geðshræringu. Það er alls engirt ástæða til að láta hana koma hingað. Þetta er engirin staður fyrir hana. Segið henni, að þetta sé ókleift — alveg ómögulegt —, segið henni hvað sem yður dettur í hug, en sjá- ið aðeins um, að hún komi ekki hingað.” “Eg e'r þegar búinn að segja henni, að þetta sé vel hægt,” mælti Fielding rólega. “Og eg mun gera alt, sem í mínu valdi stendur til þess, að þið náið að'tala saman.”— “Fielding — látið þetta heldur vera, það verður aðeins til ills eins.” Belmont stóð upp snögglega og lagði hönd sína á handlegg málaflutnings- mannsins. “Það er þúsund sinnum betra að girða fyrir þetta. Vesling's stúlkan litla—þetta yrði alt of mik- ið hugarrót fyrir hana. Hún er sannarlega búin að líða nógu mikið. Nú er nóg komið. Þér megið ekki láta hana koma hingað—hún á ekki að sjá bróður sinn í fangaklefa, það yrði henni áfall, sem hún aldrei biði bætur.” « “Hún grátbað mig um að útvega þetta leyfi. Það var eins og það væri lífið um að gera fyrir hana.” Belmont varð alvarlegur á svip. “Það er ekki til neins,” mælti hann óþolinmóðlega. “Hvað á hún að gera hingað? Þér haldið þó ekki, að hún geti talið um fyrir mér. Alt það, sem þér vinnið með þessu, er að gera hana enn þá örvæntingar- fyllri. Þér eigið það á hættu, að hún fái taugabilun af þessu öllu saman.” “Hún er systir yðar,” mælti Fielding. “Henni þykir mjög vænt um yður. Það væri harðúðugra af yður, að neita henni að koma hing- að, heldur en að leyfa henni að tala við yður. Auk þess er eg þegar búinn að heita henni því, Ralph, þér verðið að tala við hana.” Belmont greip báðar hendur hans. “Fiélding,” mælti hann í bænar- róm, heyrið nú það, sem eg segi. Þér megið ekki láta hana koma. Guð einn veit, að eg vildi mikið til þess vinna að fá að sjá hana. En eg er að hugsa um hana sjálfa, ekki um mig og mínar óskir.” “Nei, þér eruð ekki vanur að gera það,” mælti hinn þurlega. “Fielding, vitið þér hvað er orð- ið af Jamieson?” MálaflutningsmaSurinn hristi höf- uðiÖ. “Eg veit ekki annað en það, sem alkunnugt er um það mál. Eftir það, sem skeði á Shuttlefields, lok- aði María sig inni. Hún vildi hvorki sjá né heyra nokkurn mann. Hún lét Jerome gamla vera varðhund og gæta þess vel, að enginn kæmist inn til hennar. Hann og frænka henn- ar voru einustu manneskjurnar i húsinu, auk Maríu. Eg veit af til- viljun, að Jamieson reyndi öðru hvoru að ná tali af henni, en hon- um hepnaðist það aldrei. Veslings maðurinn leit aS lokum aumingja- lega út og var mjög sorgbitinn. Það var mesta hörmung að horfa upp á. María lokaði dyrum sínum fyrir honum og var með öllu ófáanleg til að tala við hann. Eg skil hana ósköp vel, vesalings stúlkuna, hún er svo beygð og niðurdregin af sorg og blygðun yfir þeirri skömm — þeirri vanvirðu, er fallið hefir á bróður hennar.' Þessvegna felur hún sig fyrir öllum, jafnvel fyrir manninum sem ann henni hugástum.” Fielding þagnaði og horfði einkennilega á Belmont. “Þá hefi eg gert Jamieson rangt til. Eg hélt, að hann hefði svikið hana, af þvi, að hann gæti ekki ver- ið þektur fyrir að kannast við syst- ur morðingjans,” mælti Belmont. “Það er einmitt þveröfugt. Eg efast ekki um, að hann hafi viljað giftast henni og fara burt með hana undir eins; en hann gat sem sagt ekki einu sinni fengið að sjá hana. Hún lét sér nægja að skrifa honum —eitt einasta bréf. Þaö, var kveðja, þar bað hún hann eindregið, að reyna aldrei framar að ná tali af henni eða sjá hana. Eg hefi sjálfur séð þetta bréf,” mælti Fiekling. “Hann kom til mín og bað mig um að reyna að telja um fyrir henni. En það var alveg vonlaust. Eg man vel eftir þessu bréfi. Það var of- urlítill ískaldur miði, og eg gat svo sem vel skilið, að hinn ungi rnaður var alveg frá sér, er hann fékk hann. Hún skrifaði eitthvað á þessa leið: “Þú getur víst skilið, að eftir það, sem fyrir hefir komið, verð eg að lifa einmana, það sem eftir er æf- innar. Eg á ekkert framar í vænd- um, er ást og hamingja heitir. Þetta er kveðja mín til þín. Gerðu mér nú þann greiða að koma aldrei framar til mín. Eg bið aðeins þess eins, að við sjáumst aldrei framar í þessum heimi. . ..” “Það var eitthvað á þessa ieiö, sent hún skrifaði,” mælti Fielding ennfremur. “Eg man þetta svo vel, af því að það hafði talsverð áhrif á mig. Mér virtist líka, að það væri eitthvað sérkennilegt við þetta bréf. Það var eins og á milli lmanna leyndist eitthvað, sem eg gat ekki áttað mig á. Auðvitað hefir hún, vesalings barnið, orðið að reyna svo mikið, að það hafa verið voðalegir tírpar fyrir hana, en samt. . . . .” Hún hefir alt af verið svo tilfinn- ingarnæm. Mér þykir vænt um, að mér hefir skjátlast í dómi núnum um Jamieson. Hann hefir þá hag- að sér eins og fullkpminn drengur,” mælti Belmont. Nóttin kom og færði fanganum svefn og hvíld. Morguninn eftir kom María. Hurðinni var lokað að baki henni, og þá fyrst kom hljóð yfir varir hennar; hún rétti honum skjálfandi hendurnar: . Framh. Meira en tuttugu og sjö ára þjónusta f þau tUttugu og sjö ár, sem liðin eru frá stofnun 1 fölagsins, 1906, hafa bændur Vesturlandsins notið beztu afgreiðslu hjá United Grain Growers Limited. Um þetta tuttugu og sjö ára skeið, hefir reynslan sýnt: hæfileika þessa félags til að koma viðskiftavinum sín- um að liði. 1 þessi tuttugu og sjö ár, hefir félagið skapað sér sögu og unnið alment traust. Svo sterkt, voldugt og vandað félag hefir alt, sem til þess þarf, að veita yður ábyggilega þjónustu. DNITED GRAIN 6R0WERS P Winnipeg - Saskatoon - Edmonton - Calgary

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.