Lögberg - 31.08.1933, Side 3

Lögberg - 31.08.1933, Side 3
LÖGBERjG, FIMTUDAGINN 31. ÁGÚST, 1933 Bls. 3 KAUFIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASlf& DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WTffNIPEG, MAM. Frá Islandi Eftir Pétur Sigurðsson Nú dettur mér Amerika í hug, því eg sit hér austur á NorSfirði i amerískum hita. Hér er glaða sól- skin hvern einasta dag og hitar svo miklir að jafnvel Vestur-íslending- ur svitnar af því að ganga á jafn- sléttri götunni. Tiðarfar hefir verið hér sérlega gott i sumar og vor á Austfjörðum, þurfar og mikið sól- skin. Það má segja að árað hafi hér vel. Afli hefir ekki verið mikill nú um tíma, en veturinn fór vel meS menn hér eystra víðasthvar og fisk- aðist þá vel bæði síld og þorskur. . Eg er staddur hér á mínum vana- legu 'ferðalögum og í mínum vana- legu erindunyað prédika kristindóm, andlega menningu og bindindi. Bjóst ekki við að koma miklu í verk liér um hásláttinn og annatíma, en reynslan hefir nú orðið sú, að eg hefi haft fult hús kvöld eftir kvöld, og hefi nú lofað að stanza hér leng- ur en eg ætlaði mér. Á sunnudag- inn (nú er laugardagur) ætlar barnaverndunarnefndin hér með mikinn hóp af börnum inn í f jörð, inn í sveit og fer þar fram barna- guðsþjónusta og fleira. Eg slæ í förina með. Um kvöldiö hefi eg svo lofað að prédika við messu hjá presti. Það er ætlan mín að fara um alla austfirði og sennilega eitt- hvað upp um Hérað líka. Er búinn með Seyðisf jörð, og heimsótti einn- ig Loðmundarfjörð á kosningadag- inn og flutti þar erindi. í Loð- mundarfirði eru nú aðeins 8 bæir og eitt býli í eySi. Fögur var fjalla- sýnin af heiðinni milli Loðmundar- f jarðar og Seyðisíjarðar um kvöld- ið er eg reið heim. Eg hafði góðan og skemtilegan hest. Seinast er eg skrifaði Lögbergi, skýrði eg frá ferð minni hér um Austfirði í vetur. Mér þykir vænt um að geta sagt, að það starf mitt hefir borið góðan árangur. En nú j er eg að hugsa um að rekja mig ofurlítið aftur í tímann, þótt frétt- irnar komi þá allar á afturfótunum. Á leið minni til Austurlands sat eg Stórstúkuþingið, sem að þessu sinni var háð í Vestmannaeyjum. Það var fremur fáment, en fór vel og ■skipulega fram og voru þar ýmsar ráðstafanir gerðar viðvíkjandi bindindisstarfsemi hér á landi fram- vegis. Þrjár fjölmennar samkomur höfðum við þar í sambandi við þingið. Menn hugsa nú töluvert um atkvæðagreiðslu, sem á að fara fram í haust um bannlögin. Vilja nú margir óðir losna við það litla, sem eftir er af þeim, og virðist sem skilningur manna sé orðinn mjög ruglaður viðvíkjandi svo skýru og vafalausu atriði. lýn það er nú einu sinni svo að menn kunna illa að meta góðan hlut fyr en þeir hafa mist hann. Skömmu áður en eg fór til Aust- fjarða hafði eg ferðast um alla VestfjörSu. Þar hafði einnig árað vel. Grasspretta mikil sVo að sums- staðar var farið að slá um Hvíta- sunnu. Allan maímánuð hafði ver- ið blíðutíð og þurkar og nýting því orðið góð á fiski, en sunnan lands hefir verið mjög óþurkasamt í alt sumar. Eg fór um alla Vestf jörðu, alla aðal firðina og yfir öll fjöllin þar á milli á rúmum þremur vikum og flutti tvö og þrjú erindi á hverj- um stað, og tókst sú ferS í alla staði betur, en eg bjóst við um þann tíma, sem f lestir hafa mikið að gera. Ekki var hægt að sjá annað en liðan manna væri þar yfirleitt góð. Á Patreksfirði eru nú gerðir út tveir togarar og atvinna var þar góð. Á Á Bíldudal höfðu menn einnig feng- ið sér tvo línuveiðara svo að þar hafði líka breyzt töluvert til batn- aðar. Engin veruleg kreppa. Á Önundarfirði hefir kreppan eigin- lega aldrei gert vart við sig. Á ísa- firði sagði kunnugur maður mér, sem búið hefir þar allan sinn aldur, að eiginlega hefði atvinna aldrei ver- ið betri þar að vetrarlagi, en síðasta THE GIRL WHO IS HAPPY This girl who is really happy is the one who is useful, inde- pendent, self-reliant, self-supporting—and the ability to be self- supporting is the result of training—always. The mastery of stenography furnishes a sure means of self- support—and the mastery may be quickly attained. A few months in our shorthand department will qualify the average young lady having a High School education, some native ability, and the inclination to work, for a good position where pro- motion wili be certain. Stenography will give her a respectable place among rcspect- able people who appreciate worth and accomplishment. Y°u should write, call or telephone for free, valuable informa- tion concerning our work. TUITION RATES Day School (full day) $15.00 a month Day School (half day).$10.00 amonth Night School $ 5.00 a month Mr. Ferguson’s policy of providing' “Better Teachers and Better Employment Service” has attracted more than 40,000 students to this College during the past twenty years. In fact, it is quite impossible to secure better value in business education than is available at “The Success.” ENROLL NOW Phone 25 843 D. F. FERGUSON, President and Principal PORTAGE AVE. at Edmonton St. vetur. Atvinnuleysið er oft meira tal en virkileiki. Að minsta kosti mundi flestir geta fundið eitthvað að gera á landi hér. Snemma í vor ferðaðist eg mikiö um í Eyjafirði og dvaldi þá nokkuð á Akureyri. Þá var innflúenzan að ganga viða þar um slóðir, annars var líðan manna góð. Afli var góð- ur með köflum og til landsins áraði prýðilega vel. Um sumarrnál gerði þó stórhríðarbyl upp úr mestu bliðu- tíð, en breyttist þó fljótt til batn- aðar. Dagana, sem eg var staddur á Akureyri veittist mér sú ánægja að hlusta á 6o manna söngflokk Björg- vins Guðmundssonar, tónskálds, syngja hátíðar-kantötu hans. Eg er allra manna óhæfastur til þess að dæma um sönglist, en víst er um það að söngur þessi hreif mig, og er það þó ekki tilfellið með mikið af söng, sem eg heyri. Eg varð líka mjög hrifinn, og jafnvel enn hrifn- ari 'af söng Kósakkanna, sem komu hingað til landsins fyrir skömmu. Það var töluvert um að vera á Ak- ureyri þessa daga, því þá var út- varpskvöld frá Akureyri, og var þá varpað út bæði söng og ræðum frá Mentaskóla Akureyrar, einnig frá barnaskólanufn, þá hátíðar-kantötu Björgvins Guðmundssonar, og enn- fremur var söngflokkurinn “Vísir” þar, frá Siglufirði, og söng í út- varpið. Þeir voru einnig að syngja á grammafón plötur. Fyrir utan þær ferðir mínar, sem eg hefi nú nefnt, fór eg tvær ferðir á þessu tímabili til Vestmannaeyja og sömuleiðis tvær ferðir suður með sjó, til Keflavíkur og Grindavíkur. Allstaðar virtist líðan manna vera ágæt, og kreppa er lítt sjáanleg, sem betur fer, þótt oft sé minst á minst á kreppu. Og það verður ekki annað með sanni sagt, en að vel hafi árað á landi hér síðustu árin og blessun Guðs hafi hvílt yfir landinu. Ef engin blöð væru til í landinu, til þess að þyrla upp skömmum og ó- hróðri um menn og málefni, mundu flestir halda að alt væri með feldu. Eg fæ nú mörgum mönnum fremur gott tækifæri á að kynnast mönnum hér víðsvegar og félagslífi manna, og ekki hefi eg neina löngun til þess að segja slæmt af þvi, og vafalaust er hægt að segja mikið gott um það. Margir kvarta yfir því, að kirkjulíf sé dauft,, en andlegt líf þjóðarinn- ar mun þó vera að mun betra, en margur hyggur, og nokkrar, jafn- vel töluverðar framfarir munu vera á kirkjulega sviðinu. Bindindismál- in eru alls ekki illa kortiin hér held- ur. Það er að vísu nokkur óregla á stöku stöðum, mest þar, sem mest vín er salt og bruggað, en þar sem gott eftirlit er og framleiðsla engin, þar er heldur enginn drykkj uskapur, og talar þetta mjög skýru máli um það, hvað gera þurfi. Ekki get eg hugsað mér það, að almenningur muni framar líða hér á landi mik- inn drykkjuskap, þannig finst mér álit manna og hugur í þeim sökum, og er gott til þess að vita. Þá ætla eg að enda þessar línur með því, að geta þess, að nú er eg búinn að fara með barnaverndar- nefndinni hér á Norðfirð; og barna- hópnum í skemtiförina, sem eg mintist á hér fyr í greininni. Það var i alla staði mjög ánægjulegur dagur. Börnin og unglingarnir voru um 170. Inni í sveitinni, í lágum skóg, er mjög tilvalinn blettur, hvammur djúpur og þröngur i skjóli við hæð. Hann er eitt af þessum guðshúsum, sem svo víða finnast á landi hér. Þar hófst samkoman með söng. Sigdór Brekkan, barnakenn- ari stjórnaði söngnum og var auð- séð að hann gerði það ekki utan við sig. Hann hefir gert mikið fyrir börnin og unglingana hér í þessum efnum. Þá fór fram barnaguðs- þjónusta framkvæmd af séra Jakobi Jónssyni, og var hún í mjög góðu samræmi við stað og tækifærið. Þá skemtu börnin sér á eftir og fóru í blómaleit og þegar þau komu aftur, hópuðust þau utan um Brekkan kennara, og var það reglulega gam- an að heyra hann segja börnunum alt um blómin. Að loknum leikum gafst mér tækifæri á að ávarpa barnahópinn, og var svo haldið heim, höfðu allir skemt sér prýði- lega vel. Að endingu kær kveðja til Canada I og allra þar, sem af íslenzku bergi eru brotnir. Eg uni hag mínum hér prýðilega vel og vegsama starf mitt, en það fara samt hlýir straumar á- valt um mig, er eg minnist Canada, og þykir mér vænt um að eiga svo góðar endurminningar um landið í vesturátt og mundi fagna því að eiga eftir að heimsækja það aftur sem snöggvast. Norðfirði, 24. júlí, 1933. Gleðimót Fimtudaginn 24. ágúst var gleði- mót haldið í samkomuhúsinu á Mountain til heiðurs Jóhannesi lækni Jónassyni. Var þar fjölmenni viðstatt, en hafa þó víst verið ýms- ir fleiri sem vildu vera þar, en fréttu ekki um samkomuna í tíma, því fyr- irvarinn var ekki langur. Og sumir voru svo önnum kafnir að þeir kom- ust ekki að hein;an. Samkvæmi þessu var hrundið af stokkunum af hr. Gunnari Oddson við Hallson, N.D. Talfærði hann þetta við nokkra nágranna sína og fáeina aðra, sem hann náði tali af. Var hugmyndinni mjög vel tekið. Því þegar brotið var upp á því að gjöra eitthvað Jóhannesi lækni til heiðurs, og til að auðsýna honum velvildarþel og þakkarhug, þá virt- ist fólki það mjög fýsilegt í alla staði, Annars hafði fólk varla bú- ist við að heilsa Jóhannesar, svo biluð, sem hún nú er, mundi leyfa að hann tæki þátt í slíku samkvæmi. En hann var um þessar mundir fremur með hressara móti, svo það var ráðist í að halda áfram með þetta samkvæmi, og það fljótt, þó kannske yrðu ekki tök á að það yrði eins veglegt og f jölment eins og all- ir hefðu þó ákosið. Eins og vænta mátti var prógram stutt. Heiðursgesturinn mátti ekki við því að það væri dregið á langinn. Stutt ávörp fluttu Gísli Jóhannsson, Sylvia Johnson og séra H. Sigmar. Gunnar Qddson flutti honum einn- ig ávarp í frumsömdu ljó'ði. Var heiðursgestinum síðan afhent nokk- ur f járupphæð frá þeim er þar mættu, til minningar um þessa stund, og sem tákn þeirrar velvildar og þessa þakkarhugs, sem fólkið ber til lians. Fyrir hönd Tóhannesar þakk- aði stjúpsonur haus, Arnljótur Ól- afson. Og loks talaði öldungurinn sjálfur hlý þakkarorð til fólksins. Var svo drukkið kaffi með heið- ursgestinum, að íslendinga sið. Höfðu veizlugestir komið með nokkrar vistir tpeð sér, og ýmsar konur viðstaddar gengust fyrir því að tilreiða þær. Jóhannes Jónasson (Jóhannes læknir er hann ávalt nefndur hér) er mjög við aldur. Hann er kom- inn nokkuð yfir áttrætt. Síðustu tvö árin eða meira hefir heilsa hans verið mjög biluð. Laust eftir átt- rætt misti hann að mestu leyti sjón- ina. Á afmælisdegi hans er hann varð 81 árs að aldri var gjörður uppskurður á öðru auga hans af dr. Jóni Stefánssyni í Winnipeg. Tókst það vel og fékk hann aftur nokkra sjón. En vegna þess að heilsa hans bilaði svo alvarlega í haust er leið hefir sú bætta sjón ekki orðið til þelrrar hjálpar, sem annars hefði sjálfsagt orðið. Jóhannes mun hafa verið þrek- maður mikill á yngri árum, með á- gæta heilsu, mikla burði og mikinn hetjumóð. Þegar fáir voru læknar hér um slóðir í fyrndinni, og erfitt til þeirra að ná sökum fátæktar, vondra vega og ýmislegs annars; þá fór Jóhannes að gefa sig við lækn- inguni. Og var þá inikið til hans sótt i því sambandi, og þótti fólki hann reynast sér frábærlega vel í þeim sökum. Hélt hann áfram að stunda lækningar talsvert, svo lengi sem líkamskraftar leyfðu. Út af því ivernig hann stundaði lækningarnar, og í hvaða anda hann starfaði á því sviði, urðu víst vinsældir hans hvað mestar. Eg er ekki kunnur sögu þessarar bygðar, hin fyrri árin. En þegar eg kom hingað fyrir sjö árum, skildist mér að einn allra vinsælasti maður bygðarinnar væri Jóhannes læknir. Og fann eg fljótt að þær vinsældir stöfuðu meðal annars og jafnvel fyrst og fremst af því að hér var maður, sem hafði á sinni tíð haft mikið þrek, en þó enn þá meiri mannúð og góðvilja, og að hann hafði oft beitt þessum öflum óspart í baráttu við ýmsa sjúkdóma og ýmsan krankleik fólksins,—mönnum til heilsubótar og hjálpar. Hafði hann oft bæði daga og nætur barist við erfiða vegi og ýmsa óblíðu nátt- úrunnar til að liðsinna hér sinni kynslóð eftir fremsta megni. Enda mun það áreiðanlega rétt vera að hann á mikil ítök í hjörtum fjölda fólks innan þessarar íslenzku sveit- ar. Nú eru árin orðin mörg, sem þessi bygð hefir notið hans góðu krafta. Ellin hefir nú sett innsigli sitt á hann. Likamsþrekið, þó mikið væri, hefir bugast fyrir magni mikilla starfa. Það var því vel farið að fólkið hér auðsýndi honum þetta vinarþel og þessa þakklátsemi, sem samkvæmið túlkaði, jafnvel þó ekki gætu eins margir tekið þátt í því eins og hefðu viljað. LTin það þykist eg viss að alt Tiygðarfólkið sameini hugi sína í því að óska hinum mikilsvirta öldungi allrar blessunar á æfikveldinu, og einnig í þvi að biðja Drottinn að létta honum þann kross, sem bilaðir likamskraftar hafa óhjákvæmilega i för með sér. — H. S. PROFE5SIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 8Í4 — Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnlpeg, Manltoba CARLTON ELECTRIC PHONE 80 753 641 SARGENT Raf-aðgerCir af öllum tegundum, ásamt vírlagningu. Raf-stör yðar “dlsconnected” ÓKEYPIS. Alt Verk Ábyrgst H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœtHngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 04» DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlíi) Talsimi 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Glmli og er þar aO hitta fyrsta miOvikudag I hverjum mánuOl DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office ttmar 4.30-6 Heimlll: 6 ST. JAMES PLACE Wlnnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson TannXæknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Helmilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœöingur 801 Great Weat Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsiml 4 2 691 DR. A. V. JOHNSON ltlenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Simi 96 210 Helmilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaöur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasiml 71 752 Dr. P. H. T„ Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELLi BLVD. Phone 62 571 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annaat um út- farir. Allur útbúnaður sá beiti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 501 562 G. S. THORVALDSON BA, LL.B. Lögfrasöingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION life building Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 . , DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Buildlng Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aC hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Stml 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur elds&byrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimajs. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. lglenzkur XögfrœöinQur Reaidence Phone 24 208 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson ViCtalstimi 3—6 e. h. 632 SHERBURN ST,—Simi 30 »T7 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 SimiC og semjlð um aamtalatima J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBO Fasteignas&lar. Lelgja hús. Ot- vega peningralán og eldsábyrgO af Allu tagl. 1 lone 94 331

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.