Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1938 3 Me?5an Hekla hamröm gaus, hélstu ró og snilli, eldsmubrotin æÖrulaus aðgættir með stilii. Oft og vítt hún upp úr sér eld og reyk þá spúði, aldrei skóp slíkt æðru þér eða kraft þinn lúði. Þú við kannast Kötlugjá í köldum Mýrdalsjökli; eldi er þeytti og ösku flá undan fanna hökli. Yfir horfðir fólk og féð fast um daga og nætur; orka og festa er þér léð, þú aldrei bugast lætur. Haltu vörð um öld og ár ís og grjóti festur, vertu f jalla hilmir hár hollvættanna mestur. Krýni höfuð kólgan blá, kyrð og ró við fætur, meðan fagra Island á eld og sólskinsnætur. M. Ingimarsson. Björg Jónsdóttir Johnson Sólin skein inn í herbergið á sjúkrahúsinu i Vancouver, þegar sá er þetta ritar og kona hans áttu sið- ustu samfundi með vinkonu sinni, Björgu Johnson, skömmu fyrir and- lát hennar. Bros lék um andlit hennar og glaðværðarorð fóru henni um varir, er mintu á ótal marga liðna vinafundi, sem allir stafa sól- skini og yl að hjörtum þeirra sem nutu vináttu hennar og' trygðar. Hún hafði átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin, en þó þetta síð- asta tilfelli væri alvarlegs eðlis, voru vinir hennar farnir að gjöra sér á- kveðna von um bata, þegar þeim l>arst harmfregnin um lát hennar að kvöldi hins 3. marz síðastliðins. Dauðamein hennar var hjartasjúk- dómur, er batt enda á æfi hennar í svefni. Má því segja, að engiil dauðans hafi lokað augum hennar mjúkri hendi til hins síðasta svefns og hlift henni við hinum margvís- legu þrautum, sem oft eru samfara hárri elli, því hún var ekki nema 61 árs og 6 mánaða gömul þegar hún dó. Björg sál. var fædd 4. ágúst 1876, á Skógarströnd við Breiðafjörð. Því miður hefir sá er þetta ritar ekki getað náð í neinar verulegar upplýsinga um ætt hennar þrátt fyrir talsverða viðleitni. Faðir hennar, Jón, var lengi ráðsmaður hjá séra Guðmundi Einarssyni( ?) á Breiða- bólsstað á Skógarströnd. Þorbjörg, móðir hennar, var dóttir Guðmund- ar og Bjargar konu hans, er lengi bjuggu í Öxney á Breiðafirði. Ekki er mér kunnugt hvar foreldrar Bjargar reistu bú, eða hvaðan þau fluttu til Ameriku; en það mun hafa verið einhversstaðar í Breiðafjarð- ardölum. Til Ameríku fluttu þau árið 1885. Var Björg þá 9 ára gömul. Settust þau að í Mikley í Nýja íslandi og bjuggu þar á ýms- um stöðum, en þó lengst á Borðeyri, á suðaustur homi eyjarinnar. Kynt- ist Björg því á uppvaxtarárum sín- um öllu erfiði og skorti frumbýlis- ins i eyðiskógum Nýja íslands. Varð hún, eins og aðrir, að byrja ung að vinna fyrir sér. Var þá helzt að leita til bogarinnar Winnipeg i þeim efnum. Árið 1899, hinn 17. marz, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Jónssyni, frá Grund í Mikley. Varð samverutimi þeirra því 39 ár. Nokkur fyrstu hjúskap- arárin bjuggu þau í Selkirk og höf ðu þar greiðasölu. Þaðan fluttu þau til Grunnavatnsbygðar og bjuggu í grend við Hove pósthús. (Nafnið á pósthúsinu átti að vera Hof, en enskurinn er frábærlega tornæmur á mál). Ruddu þau þar mikið land og breyttu því í akra og engi. Höfðu þau þar allmikið bú. Með framúr- skarandi atorku og hagsýni beggja hjónanna komust þau í al'lgóð efni. Hafði Jón jafnan fiskiútgerð á vetrum. Eftir 11 ára búskap í Hove bygðinni fluttu þau hjón til Oak Point. Gaf Jón sig þá nær eingöngu við fiskiútgerð og verzlun með fisk. Guð blessi þig, Björg. Þökk fyrir alt sem þú varst og vanst. Ást þín og trygð eru nú dýrmætir gim- steinar í minningasjóði vandamanna og vina; hin stærstu verðmæti rúannlegs lífs. A. E. K. I borg loftárásanna Ólafur Proppé segir frá. Ólafur Proppé framkvæmdar- stjóri fór til Barcelona á Spáni í er- indum Sölusambands íslenzkra fisk- f ramleiðenda, til þess að reyna að selja þangað fisk. Morgunblaðið hefir áður skýrt frá árangri þeirrar farar. Ólafi Poppé tókst að ná samn- ingum um sölu á 100 þús. pökkum (5,000 tonn) af fiski og von um sölu á 50 þús. pökkum í viðbót siðar - Eru þegar farnir héðan frá land- inu 50 þús. pakkar. Verðið sem fæst fyrir þennan fisk er mun hærra en fáanlegt er annarsstaðar og andvirði fisksins greitt í sterlingspundum;. Morgunblaðið hefir snúið sér til Ólafs Proppé og beðið hann að segja i st'órum dráttum frá ferðinni til Barcelona og fer hér á eftir frásögn hans: Flogið ti IBarcelona. Talsverðir örðugleikar eru á þvi yfirleitt, að komast inn i Spán, en þar sem eg naut fyrirgreiðslu stofn- unar þeirrar í Bercelona, er eg fór til samninga við, gekk þetta þó alt greiðlega og flaug eg sama sem i einum áfanga frá Paris til Barce- lona. Var eg eini farþeginn í flug- vélinni og gekk ferðin að óskum. Flogið var mjög hátt yfir Pyren- eafjöllin og lent á flugvelli nokkuð fyrir sunnan Barcelona. Þar var mér mjög vel tekið og alt gert til þess að sem bezt færi um mig, og eins til að flýta fyrir samningum. Var eg 8 daga í ferðinni, að með- töldu ferðalaginu, og fór eg sömu leið, loftleiðina til baka, Þá vorum við fjórir farþegar frá Barcelona, ei\ komið var við í tveim flughöfn- um í Frakklandi og bættust þar far- þegar við. enginn veit hvað skeður. Hljóta þetta að vera ömurlegar stundir fyrir aumingja fólkið. Eitt slíkt skýli var í kjallara hótelsins, sem eg bjó i, og gafst mér þá kostur á að sjá fólkið koma og fara og var þó hið síðara ömur- legra. Ekki fór eg samt niður, þvi talið var örugt að hafast við á neðstu hæðunum. Það er talið, að í Barcelona séu nú um il/2—2 miljónir íbúa, en venjuleg íbúatala er um miljón. Við- bótin er flóttafólk úr öðrum héruð- um. Ö’ll regla í borginni var hin ákjós- anlegasta, og ótrúleg ró yfir fólk- inu, þrátt fyrir ýmiskonar vandræði, og má þetta furðu sæta, með jafn miklu aðstreymi til bæjarins. Þess varð eg var, að vel er fylgst með hvernig aðrar þjóðir líta á baráttu þá, sem þarna er háð, og svo mun verá á báða bóga. Er því ekki að ástæðulausu að eg endurtek nú það, sem eg tók greinilega fram í blaði yðar eftir heimkomu mina frá ítalíu og Grikklandi, vorið 1936: Nauðsyn þess að sýna hlutleysi um fréttaburð og önnur málefni stór- þjóða, ekki sizt fyrir okkar litla land, sem jafn mikið á til annara þjóða að sækja. —Morgunbl. 13. júlí. Nokkrar heilræðavísur eftir ýmsa Lærðu biðja Guð þín gá, gott svo iðja megir; hans þig styðja hönd mun þá, hættum ryðja úr vegi. Hugrenningum haf á taum, holdsginningar deyddu; tilfinningum gef að gaum, geðshræringum eyddu. Meiddu ei innra manninn þinn með ávinning pretta; leiddu i sinnu salinn inn sjálfs Guðs minning rétta. Árið 1925 fluttu þau alla leið til San Diego, California. Kom Jón sér þar upp fiskiútgerð, en Kyrrahafið ' reyndist honum ekki eins fengsælt og Manitoba vötnin. Eftir 5 ára dvöl í San Diego tóku þau hjón sig enn upp og fluttu til Burns Lake i British Columbia. Á því svæði er heill klasi af fiskivötnum og setti Jón þar upp fiskistöð. Mun hann hafa verið fyrsti maðurinn, sem stundaði þar veiði til útflutnings, svo nokkru næmi. Mun aðallega tvent hafa verið þar til hindrunar: of mikill kostnaður við að koma fiskinum á markaðinn vegna of hárra flutningsgjalda og tolla, og vandkvæði á að tryggja sér fiski- leyfi á þessum vötnum. Enda voru nú hjónin tekin að eldast og þreyt- p.st, því hvrougt hafði nokkurn tíma vægt sér í lifsbaráttunni. Var nú einnig heilsa beggja tekin að bila. Eftir tæpra 4 ára veru við Burns Lake fluttu þau því burtu þaðan og lét Jón þá af því starfi, sem hann hafði oftast stundað, frá þvi hann var smásveinn í Mikley. Settust þau nú að í Vancouver. Þar bygðu þau sér enn heimili við fagurt smá- vatn, er liggur milli hæða nokkurra i einu úthverfi borgarinnar. Heitir vatn þetta Bumaby Lake. Frá hús- inu er hið fegursta útsýni yfir vatn- ið og skógi vaxna ihlíð fyrir handan það, með há og tignarleg fjöll í fjarstu baksýn.. Hér hefði verið ljúft að eyða efri árunum i hvíld og friði eftir vægðarlaust strit þroska- áranna. En varla var heimilið full- gjört þegar dauðinn lagði kalda hönd á hjarta þess. Hjartað hætti að slá og húsið varð autt og tómrt. Tvær dætur eignuðust þau Björg og Jón: Jónínu Þorbjörgu, gifta Duncan C. Walker, freight superin- tendent of the God’s Lake Gold Mines, í norður Manitoba, og Sig- ríki Kristínu, gifta Roy Edward Spencer, í Venice, California. Þrjú barnabörn lifa Björgu sál. (1) Dennis Robert Walker; (2) Lolita Björg Spencer; (3) John Ray Spencer. Af systkinum Bjargar lifa 2 bræður: (1) Guðjón, giftur Stefaníu Jónsdótitur, systur Jóns, manns Bjargar. Búa þau í Los Angeles, Californía. (2) Ólafur, giftur Kristólínu Finnsson. Þau búa í Vancouver, B.C. Þegar maður lítur yfir langa við- kynningu við þau hjónin, Jón og Björgu, verður fyrir manni, meðal margs annars, eitt fyrirbrigði, sem er ekki alment og kastar því nokkru ljósi á innræti þeirra. Þegar þau fluttu, var það ekki allsjaldan, að fleiri eða færri nágrannar þeirra fluttu sig á eftir þeim, og vinir þeirra ferðuðust gjarnan langa vegu til að heimsækja þau. Orsök þessa fyrirbrigðis var sú, að þau létu sér ant um hag nágranna sinna. Vissu þau oftast allgreinilega hvernig hagur hvers nágranna stóð og voru ætíð reiðubúin, með ráðum og dáð, að hlaupa undir bagga þar sem þess þurfti. Allfjölment var og oftast á þeirra eigin heimili. Með Björgu Johnson er til mold- ar gengin ein af okkar góðu og göfugu landhájmskonum. Starfs- svið hennar var heimilið og ná- grennið. Hieimilinu stjórnaði hún með ráðdeild og skörungsskap. Því fórnaði hún kröftum sínum óskift- um. Hún var tápmikil og ósérhlífin í starfinu. Ást hennar og trygð til vina og vandamanna var heil og hrein. Gestum og gangandi veitti hún með ósvikinni íslenzkri rausn. Ekki var hún allra vinur, en legði hún fæð á einhvem, var það sjaldn- ast sjálfrar hennar vegna, heldur af þvi, að henni fanst hann hafa reynst einhverjum vina sinna illa, og tók hún þá upp þykkjuna vinarins vegna. En bæri slíka menn að garði hennar svanga, þyrsta eða þreytta, var þeim ætíð unninn beini, án tillits til þess, hvort þeir væru vinir henn- ar eða ekki. En þótt starfssvið Bjargar sál. væri takmarkað, var hún þó mikil kona á því sviði. Hún var stór í ást sinni til eiginmanns og bama; í trygðinni til vina sinna; í fórnfýsi sinni og ósérdrægni; í starfsþreki sínu og hetjuskap. Glaðlyndi henn- ar og góðfýsi bar birtu yfir heimili hennar og nágrenni. Eftir loftárás. Daginn sem eg kom til Barcelona, var reykhaf mikið yfir borginni og reyndist það stafa af olíubáli all- miklu. Flugárás hafði verið gerð á borgina utn morguninn og tókst að sprengja nokkra olíugeyma, sem svo við brunann, sprengdu út frá sér nokkra fleiri og var sagt að þarna hefðu eyðilagst 12’ geymar, og um 6000 smál. af olíu. Gerði reykhafið svo dimt yfir borginni að engar á- rásir voru gerðar á meðan. Strax og létti hófust þó árásir á ný og voru þær alls f jórar á meðan eg dvaldist í borginni. Var sú sið- asta alLharkaleg, en engar urðu skemdir. Árásir þessar eru aðallega gerðar á höfnina og skip, sem þar kunna að liggja. Þessa daga, sem eg var í borginni, lá á höfninni mjög stórt amerískt skip, “Visconsin,” með um 8,000 smálestir af allskonar varn- ingi, en ekki tókst að hitta skipið á meðan eg dvaldi þar syðra. En nokkrum dögum siðar tókst að eyði- leggja skipið en farmurinn mun þá að mestu hafa verið kominn á land. Loftvarnir Barcelonabæjar eru sagðar mjög góðar nú og tekst þeirn að jafnaði að halda óvinaflugunum svo hátt í lofti, að meira mun af handa hófi hvar sprengjurnar falla; og oftast falla þær í sjóinn. Skemdir í bænum eru náttúrlega allmiklar, en þó minni en eg hafði búist við; og eru þær aðallega í hverfunum kringum höfnina. Á heimleiðinni sá eg í blöðunum, að búið væri að gera 91 loftárás á Barcelona og var talið að ekki væri yfir 2,000 manns sem hefðu látið lifið eða særst. Neðan jarðarskýlin. Um allan bæinn eru neðanjarðar- skýli, sem fólk streymir að úr öllum áttum til Skjóls. Þegar vart verður óvinanna eru gjallarhorn þeytt svo ákaft, að heyrits um allan bæinn og er þá tekið til fótanna til næsta skýlis. Mega menn oft hýrast þarna í myrkrinu í marga klukkutíma, en Hugsaðu hvað sem hefst þú að, hvort það staðist fái; og viljir glaður þola það þig hver maður sjái. Léttúð gjaltu varhug við, vefur hún alt mleð brigðum, hennar valt er hyggjumið, hún blæs kalt að trygðum. Hún um það ei hugsun ber hvar við staðar nemum; fer á hvað sem fyrir er fyrst þar að sem kemur. Hygginn maður háskann flýr, honum að því gætir; heimskur þaðan hvergi snýr, hratt því skaða mætir. * -f f- Hleilræði eftir Steingrím Thor- steinsson. Hann hefir stundum, og það með réttu, verið nefndur — skáld spekinnar: Þó að þú golþorskum gleymist, glitraðu samt eins og ber. Djúps þó í grunni þú geymist, Guðs auga veit eg þig sér. Afl hver á að ríeyna, afl, sem hefir þáð. Sú er sælan eina, sem að fæst með dáð. Fyrir sök hins sanna sértu í ljóssins her; vængir valkyrjanna veifast yfir þér. Þó Guð gefi vængi má binda við þá blý, svo bannað verður flugið til himins yfir s’ký. Æ, vald því ei sjálfur, því fár er flugsins þrot, og farinn er hver andi, sem missir vængja not. Hafðu i láni hóf á þér, hæglega kann að skeika, gleði byrinn böls á sker ber þitt fleyið veika. Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœbingur I eyrna, augna, nef og híllssjúkdðmutn. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstlml — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofuslmi — 22 261 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœöinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur löpfrœðingtir 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 9 4 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. L/indal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í iyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arlington SlMI 35 550 Finni oss I sambandi við lyf, vindlinga, brjðstsykur o. fl. PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalfin og elds&byrgð af öllu tægi. PHONE 94 ?21 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sfi. bextl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 ST. REGIS HOTEL 2 85 SMITH ST., WINNIPBO pœgilegur og rólegur bústaflur i nUObiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; m*0 baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar m&ltlðir 4 0c—#0c Free Parking for Guetit Sér til happs að hrella mann hefnir sín með árum; flý s.em helið fögnuð þann, er fæst með annars tárum. -f -f Svo kvað Kristján Jónsson: Gleymdu aldrei Guði og dygð, grátna þerrðu hvarma, sýndu vinum sanna trygð, sefaðu mæddra harma. Saklaus skemtan samt þér kær sé með góðum mönnum, anda mannsins oft það fær auðgað heillum. sönnum. -f -f Svo kvað Sigurður Breiðf jörð: Ráðið vísa eitt það er okkra fornu vina: elska og prísa eigum rér alla sköpunina. Vizku og dygð að vinum þér veldu systur báðar, leitaðu hvað sem forma fer fyrst til þeirra ráða Hamingjan býr í hjarta manns höpp eru ytri gæði; dygðin ein má huga hans hvíla og gefa næði. Ráði sá, sem ráðið hefur fyrri; það sem þykir barni bezt, barnið stundum skaðar mest. •f -f Svo kvað Páll Jónsson: Ef dæmirðu rangt, en veist þó vel, voði er það fyrir lif og sál. Harðlega klagar þig hyggjuþel, hafðu fyrir þér (Jónsson Pál). -f -f Svo kvað Grímur Thomsen: Af því flýtur auðnu brestur öllum, sem ei trúa vilja, ósýnilegur oss að gestur innan vorra situr þilja; þylur sá ei langan lestur, . en lætur sína meining skilja, — en — ef ekkert á oss bítur, engill fer — og lánið þrýtur. -f -f Þetta er nú víst orðið full-langt; eg læt því staðar numið. M. I. The actor rushed home after the night’s performance and awakened his wife. “Beloved one,” he cried happily, “tonight has been the greatest of my long career. Tonight, for the first time, I played a dual role.” His wife sat up. She was a trifle mystified. “A dual role? How did you come to play a dual role?” “Ah. my love,” he replied, “it was truly sensational! Just before to- night’s performance we had news that Claude Goodwin could not ap- pear.” “Well,” commented his wife, “I still don’t understand.” “Very simple,” asserted the actor proudly. “I not only carried my own spear—but his as well!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.