Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.08.1938, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. ÁGÚST, 1938 5 0^ Island Landvarnarbálkur I samhljóm við úthafsins ölduspil Skal alt þín minnast, sem finnur til. Og börn þín í ljúfri lotning Fagnandi syngja burt húm og haust Ilærra brimsins og stormsins raust. Fornhelga F'jalladrotning! Fjarst í aus.tri er þín mæra mynd Er miÖnætursól um fjallatind Vefur þig ástarörmum. EilífÖin sjálf þar á sinn draum, Er opnast þín blóm við ljóssins straum Með kristalla tár á hvörmum. Þú átt svo fagurt og ylríkt mál, Það ávalt hljómar í minni sál, Sem dýrðlegur bernskudraumur. Vögguljóðin þín vængja breið Vekjandi raddir á þroskans leið Er hreinn og hressandi straumur. Stephans G. Stephanssonar þýddur af Skúla Jolinson (Sbr. Andvökur III bls. 95-97). ATHUGASEMD: Þýðing þessa hugsjónaríka og þróttmikla íslands-kvæðis er birt í samúðaranda við hin vanalegu íslendingadags-hátíðahöld og einnig til þess a8 heiðra hingaðkomu íhins háttvirta íslands sonar, sem er nú staddur á meðal vor. Landvarnarkvæði sitt orkti Stephan G. árið 1908 — fyrir þrjátíu árum. Á því tímabili hefir mörgum breytingum orðið framgengt á íslandi svo velferðaróskir skáldsins til lands og þjóðar virðast nú að mörgu leyti uppfyltar. A8 hug- sjónir hans hafa átt þessum úrslitum að fagna, stafar af star.fsþrótti nútíðar Islendinga, en í þeirri starfsemi á seinni tið, hefir Jónas Jónsson verið einna afkastamestur. Of rhymes and runes thou Outgarth’s warden fairest, Ocean’s queen, set in either hemisphere, Who mantle green and wind-blown head-gear wearest. Our land of mountains, möther-island dear. Eg hefi teigað þá heilsulind, I hjarta geymi eg þína mynd: Þá litfögru listasmíði. Þótt fjarlægð skilji og fenni spor í faðmi þér liggur mitt æskuvor Og vonaheimurinn víði. Því margblessuð sértu móðir góð, Þinn máttur finnur hin týndu ljóð, Er felast á förnum leiðum. 1 gegnum árin því frið eg finn Og fögnuð við stjörnuhimin þinn t heiðlofti ’ á þínum heiðum. S. E. Björnsson. Thou hast with spirit and with flame inspired, Isle tiny, many far-off from thy strands. When midst of embers stand thy fells enfired Then fares a quaking throughout other lands. And shackles many shook cff necks of minions, Who shelter of thy guardian-spirits found: Of fire-crater with flame’s eagle-pinions, Of fell in snow and mist-cloud muffled round. The bargain-hucksters, hurried oar-pulls plying, Fled off, on forestays crowding every sail, When fatuous flames thy mountain-peaks were flying, And waxed the surf and seawards swept the gale. Minni Vesturheims Fjölþjóða land! Þér fósturbörnin unna —Framandi kvistir nærðir frjómold þinni, Víðfeðmi þinna vorsins nægtabrunna Vakið fá lotning hverju hugans inni. Manndóminn hækkar hæðsta klifa tindinn, Hyllingavíddir fósturlandsins skoða. Hugdiffðir stælir halda beint í vindinn, Hopa tii hvergi — brattans sigra voða. Firðsýnir Leifs, þig landið drauma eygði, Ljósbrota hjúpi morgunsólar vafið, Hrifningu vöktu — höfuð bljúgur beygði; Hrakninga volkið sökk í gleymsku kafið. Kynstórra feðra afl í taugum átti, Aldrei því fyrri hafði neinum lotið, Framtaka eðlið sín þó meira mátti. —Mótun þín síðar, norræns þroska notið. Landnemafjöld um lendur þinna skóga Lúans oft kendu, nútíð þótt ei saki. Vonin að sigra efldi orku nóga, Ærfingu til að lyfta Grettistaki: Brautir að ryðja, brúa fúakeldur, Beislandi fljót, til orku nýrra starfa, Frjóvgaða reiti rækta þar sem eldur Ríkti fyr, — til mannfélagsins þarfa. Fjölþjóða land! Þig kúgun hvergi saki, Kynþátta mergð þín friðarböndin tengi. Heill þinni yfir helgar dísir vaki, Herlúðra gnýrinn sízt að hlustum þrengi. Lýðræðis liugsjón lýsi þínum börnum Langt yfir fánýtt dægurmas og þrætur, Beini þeim framlijá brautum villugjörnum, Bræðraþels samtök ylji hjartarætur. Jóhannes H. Húnfjörð. Commonwealth it would surely be a welcome acquisition. (Grein þessi birtist fremst á rit- stjórnarsíðu stórblaðsins “Winnipeg Tribune” siðastliðinn laugardag. Er hún svo vingjarnleg í garð íslands og íslendinga, að ástæða þykir til að birta hana hér. Að sönnu hefði átt aÖ kveða fastar á um fæðingar- land Leifs Eirikssonar; einnig má eigi, — enda gefur greinin það í skyn — taka of alvarlega þá getgátu að Island gerist, ef til vill, hluti af samveldisríkjunum brezku.—R.B.) Ísland Gotneska, góða land! Gullfagra sólarland! Ljóðfræga land! Hetjanna hörgum á Heimslistir dafnað fá, Lífsspekin fortíð frá Frægir vort land. Óðinn úr Hliðskjálf hátt Horfir í vestur átt, Lítur vort land. Sendir oss sólar yl, Suðblæ og hríðar byl, Byltir og breytir til, Blessar vort land. Lífsgjöfin helg og há Heimilin ljósi strá — Menning og mál. Hátt ofar hamratind Heilög skín norræn mynd. Birtir í Ijóða lind • Lifandi sál. Framgengin frægðar spor, Flytja þér dáð og þor, Metnað og móð. Þátíð er færist fjær, Framtíðin stendur nær, Draum-vona dýrðin grær Dafnandi þjóð. Al-laufgað lífsins tré Lykur þín helgu vé, Loft, sæ 0g land. Syngur nú sigur-ljóð, Sí-ungt er streymir blóð,— Endurfædd aldin þjóð,— Ástkæra land. S. B. Benedictsson. Ávarp Miss Salome Halldorson, M.L.A., að Gimli, 1. ágúst Fyrst og fremst Vil eg þakka herra forseta og nefndinni fyrir aÖ bjóða mér hingað í dag. Eg þarf ekki að taka það fram, að mér þykir vænt um þann heiður og að mér er mikil ánægja að því að vera hér meðal svo margra íslendinga úr öll- um áttum. Það er búið að bera hér fram margt fallegt og fróðlegt í dag — svo eg ætla aðeins að bera fram eina ósk Hún er sú aÖ okkar þjóð- flokkur, nú og í framtíðinni, eigi eftir að gera eins mikiÖ til umbóta þessa lands eins og forfeður okkar gerðu þegar þeir gerðust landnemar hér og sigruðu alla þá erfiðleika, sem voru því samfara. Nú eru erfiðleikarnir á alt annan hátt. Við vitum öll, að ef ekki verður fundin ráðning á ýmsum gátum á sviði stjórnmála og hag- fræði í þessu landi, og þaÖ á stutt- um tíma, þá er tvísýnt um að frið- ur geti haldist, jafnvel í landi því, sem forfeður okkar fórnuðu svo miklu til að byggja. Munum að við tilheyrum þeim þjóÖflokki, sem á elzta þing í heimi, og sem hefir lengst haldið við lýð- stjóm af öllum löndum heimsins. Það er þvi ekki að furða þó það sé eins og mér finst, að okkar þjóð- flokkur hafi fult eins mikinn skiln- ing á þeim málu-m og nokkur annar þjóðflokkur sem vera vill. Það er þá ósk mín, að sá fram- þróunarandi, sem knúði forfeður okkar til aÖ setja upp lýðstjórn og síðar til að leggja út á haf og byggja nýtt land — hafi ekki slokknað, heldur sé enn til í niÖjum þeirra; og að hann knýji þá nú áfram til aÖ leggja fram sinn skerf til úrlausnar á þeim mörgu gátum á sviðum stjórnmála, sem nú krefjast ráðn- ingar. MeÖ því getum við hjálpað til þess að fórn forfeðra okkar verði ekki til einskis, og að afkom- endur þeirra eigi eftir að njóta þeirr- ar fórnar og ala hér langan aldur i friði og farsæld. Thy speech, which lays and legends, ’bout Earth’s bowers, A guard of freedom for the fine art set; With thee, despite the twilight of all Powers, A newer, better world is visioned yet. Thine too are summer’s sunfair, island-mother, Dales sweet, and hillsides off’ring hours of bliss; And what is more: the moorlands of no other Land are as truly charming as of this. And tear-bright light above thy scaurs is litten, And lava-scree and grey and awesome sand! Our fathers’ bones, who were by feyness smitten, Them fructify, and consecrate this land. Be warmed this dust and be it watered ever! Beneath these howe-flames hides assur’d gold— Ne’er for their tombs should toll be paid, and never The tolft-fields of their scions should be sold. Lead thou thyself! Thy folk becomes the fairest, Free to itself and this ancestral spot— Believe not, bairn, that brother, who unfairest And false right pleads, will wrong his brother not. Believe not that, by bowing to unreason, For thee augments thy friends’ appraisal good; The first approach to equity and reason Is found if men approve of brotherhood. Still bear we can, though Time’s pleas prove not better, Be nothing from ns for unfairness shorn— The others, who confused, their children fetter, Are cursed by them for having e’er been born. —How lief it is to mention thee in measures, Our motherland, to this folk fugitive! What other thing the exile owns and treasures, That to thy paean is comparative? Our island, thou, from thee all fetters flinging, Shalt free become and walk ways fortunate! Then in the Westlands we’ll delight, for singing A day to find, and for thee celebrate. THE 1938 EDITION OF THE TRUCKERS AXI) SHIPPERS GUIDE NOW RENAMED Hlotor Freiqht Quide IS NOW READY FOR DISTRIBUTION Your copy can be obtained from our Office 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG or, we can forward it to you by mail upon receipt of the amount shown on the enclosed statement. TKe Motor FreiqKt Quide KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Is the most valuable and complete volume of information for the use of Western Truckers and Shippers ever published. A Complete Alphabetical Classification Freight List is one of the chief features, there is also a carefully compiled Rate Table for all the principal shipping centres of the west. An up-to-date Directory of all Western Carriers with their addresses and telephone numbers is included. Truckers & Shippers cannot afford to be without one of these books Coplcs Can Be Obtalncd By Mailing $1.00 to THE CODUMBIA l‘RKSS, T/I'D. 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG Ávarp Miss Canada á Iðavelli 30. júli 1938 (Miss Snjólaug SigurdsonJ More than sixty years ago our fathers sought a new home in a new world. They found a land called CANADA, then only a newly-born infant among the nations of the earth. And there they found a home, in the very heart of Can- ada, along the shores of a vast inland sea, Lake Winnipeg, the lake of muddy waters. They built their homes, they laid the foundations of a great commun- ity, they became part of their adopted land, CANADA. And so, today, as we look about us, what do we see? We observe ourselves as members of one of the great nations of the world. We recognize ourselves as members of the greatest com- munity of free and independent nations the world has ever known, the British Common- wealth of Nations. We occupy one-half of a vást continent, bounded on three sides by endless seas, and on the south by a friendly neighbor. We have no enemies; we are at peace with all who will be at peace with us. We have given the world the greatest example in all history of a nation being at peace with its neighbor. Not a gun nor a bomb guards the vast frontier between us and the great Com- monwealth to the south of us. But this picture of peace may not ever remain. Rumblings of cannon are now heard in too many parts of the world. Free men are in too many lands be- coming slaves. Murmurs of na- tional disunity are now too often heard in our own Canada. Why are these things happen- ing? What is their cause? They result from ignorance, from greed, from hate, from a sense of injustice, frorfi intoler- ance and from lack of opportun- ity. These are thé enemies of freedom; they are the team- mates of disruption. But though we are only a small part of the Canadian peo- ple, let us do our share to de- stroy them. May we make Can- ada a land of broad opportunity, a nation speaking the language of brotherly love.. Let us all unite and work to- gether in the interest of a com- mon purpose. And let that com- mon purpose be: Preservation of our freedom; retention of our liberties; the mitigation of pov- erty; the unending search for greater happiness for us all. And let Canada be only one country, united and free. And let us all be Canadians, whether we live on the shores of the Atlantic Ocean, or in the ranges of the Rocky Mountains; or whether we be the descendants of Icelandic pioneers, who over sixty years ago, adopted as their new home, the shores of Lake Winnipeg. “And thou, O my country, from many made one, Last-born of the nations, at morning thy sun, Arise to the place thou art given to fill, And lead the world—triumph of peace and good-will!” A LIBERAL ALLOWANCE For Yo ur Walch ilyltt I changs leol TRADE IT IN foh a N E W BULOVA iz |eweli *297S 5/U Wa&eS&r THORLAKSON and BALDWIN Watchmakers and Jetoellers 699 SARGENT AVE. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.