Sunnanfari - 01.02.1896, Side 1

Sunnanfari - 01.02.1896, Side 1
 Veril 2 kr. 50 aiirn árg., horgist íjrir frniii. fi'S'SB'H&eS t \ j, lngljsingar | ýj 20 n. megin- ij j inálsliiia; 25 m B aura smáletur. ® asras'ss'ss V, S FEBRUAB 1896 Magnús Grímsson er fæddur 3. Júní 1825 og var faðir hans Grímur bóndi Steinólfsson á Grímsstöðum í Borg- arfirði, en móðir hans var Guðrún jbórðardóttir prests að Lundi, Jónssonar bónda í Flekkudal í Kjós, og var jbórður prestur bróðir Jóns kennara Jónssonar á Bessastöðum, sem drukknaði undir Svörtuloptum 1817. Magnús hneigðist snemma til bókarinnar og var settur til menta. Hann var skrifaður út úr Reykjavíkurskóla 1848 og varð dyravörður skólans um haustið. Sama árið kvænt- ist hann frænku sinni, Guð- rúnu dóttur Jóns kennara, systur Bjarna rektors, en móðir hennar var Ragnheiður dóttir Bjarna lögréttumanns Haldórssonar í Sviðholti, sem síðar varð fyrri kona Björns skólakennara Gunnlaugsson- ar. 1850 lauk Magnús guð- fræðisnámi sínu og hafðist nú við í Reykjavík þangað til honum var veitt Mosfell 1355. þar var hann prestur í fimm ár, þangað til hann andaðist 18. Janúar 1860, 35 ára gamall. Séra Magnús var svo fá ár prestur, að ekki gat kveðið nokkuð að honum að marki í þessari stöðu, en þó mun hann hafa verið vel látinn, því hann var bæði lipur- menni og góðmenni. Meira kveður að ritstörfum hans, og eru þau bæði mikil og margvisleg, þegar þess er gætt hve séra Magnús dó ungur. Seinni ár sin í skóla og eptir það ferðaðist Magnús víða um land á sumrin fyrir fornfræðafé- lagið danska og samdi skýrslur um ferðir sínar. Mikið af skýrslum þessum er enn til í safni Jóns Sigurðssonar, og lýsing hans á Reykjanesskaga 1847 er í safni Bókmentafélagsins í Kaupmanna- höfn nr. 72, fol., allmerkileg. Athugasemdir hans við Egilssögu eru prentaðar i Safni til sögu íslands II. Tvö rit þýddi séra Magnús úr dönsku, Biblíu- sögur Herslebs (1854) og Eðlisfræði Fischers (1852). Biblísögurnar voru leingi kendar í latínuskólanum og voru þó ekki hentugar fyrir kenslubók. Eðlis- fræðin er vel læsileg enn í dag, en mesta þýðingu hefir hún þó vegna nýgjörfinga þeirra, er séra Magnús hefir búið til yfir ýms útlend eðlisfræðis- orð; eru margir af þessum nýgjörfingum mjög lið- legir og sumir jafnvel komnir inn í málið. Auðséð er að séra Magnús hefir verið mjög vel að sér í eðlisfræði og öllu sem laut að henni, og liggur ýmislegt í þá átt eptir hann i hrs. Bmfél. 359, 4to, svo sem drög um saungfræði, þríhyrningafræði og ýmislegt fleira, sem lýtur að eðlisfræði. Hann fann líka upp sláttu- vél, sem ýmsum málsmetandi mönnum leizt vel á, t.d. Birni Gunnlaugssyni, en aldrei komst sláttuvél þessi í gagnið. 1854 gaf séra Magnús út Stöfunar-og lestrarkverhanda börnum með Haldóri skóla- kennara Friðrikssyni, og kom út af þvi önnur útgáfa 1866. Stafrófskver þetta er hið stærsta stafrófskver, sem komið hefir út á islenzku, og eitt af hinum beztu. 1851 —52 gaf séra Magnús út blað í Reykjavík, Ný tiðindi, og hélt það fram ófrjálslyndri stefnu á móti þjóðólfi, en blað þetta átti sér ekki langan aldur, og þjóðólfur stóð jafn- réttur eptir sem áður. — Merkari en alt þetta er þó hluttaka séra Magnúsar í söfnun íslenzkra þjóð- sagna, og skal eg fara um hana nokkrum orðum. 1845 tóku þeir sig saman Magnús Grímsson, sem þá var i skóla á Bessastöðum, og Jón Arna- son, sem þá var hjá Sveinbirni Egilssyni, að safna íslenzkum þjóðsögum og kvæðum, þulum, kreddum o. s. frv., en tilefnið til að þeir byrjuðu á þvi fyrirtæki var að þeir höfðu lesið í skóla þjóðsagna- Magnús Grimsson.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.