Sunnanfari - 01.02.1896, Síða 4

Sunnanfari - 01.02.1896, Síða 4
60 Sigurður Pétursson er fæddur hinn 23. dag Nóvembermánaðar 1867. Faðir hans var Pétur bóndi Sigurðsson, er áður bjó á Sjávarborg í Skagafirði (dóttursonur séra Péturs á Víðivöllum); móðir hans er Björg Bjarndóttir. Sigurður kom í latínuskólann 1883 og út- skrifaðist þaðan 1889 með 1. einkunn; samsum- ars sigldi hann til háskólans og tók að nema lögfræði, lauk embættisprófi í Janúarmánuði 1895 með 1. einkunn, fór heim í Martsmánuði og var settur sýslumaður í Suður-Múlasýslu sumarið 1895, og þjónaði því embætti til Jóla sama ár. Hann dó 1. Janúar 1896. Sigurður heitinn var skarp- gáfaður maður og námið stundaði hann af allri alúð bæði hér og heima. Hann var mjög vel látinn af skóla- bræðrum sínum, og er hann harmdauði hverjum, er hann þekti, og allir minnast hans að góðu einu. Hann lét all- mikið til sín taka í málum þeim, er islenzkir stúdentar báru fyrir brjósti og rædd voru í stúdentafélaginu og annarsstaðar. Hann var kappsamur og gætinn og veítti örugga fylgd, er á þurfti aðhalda. Félagsmaður var hann hinn bezti. Hér á mjög vel við það, sem Bjarni Thorarensen kvað: »Er þegar öflgir ungir falla sem sígí í ægi sól á dagmálum«. þ>að er hörmu- legt þegar ungir og efnilegir menn deyja svona snemma og ættjörðin fær ekki að njóta atgervis þeirra. Saga Sigurðar Péturssonar er stutt; hún hefir ekki frá öðru að segja en undirbúningi undir lffsstarf, það lífsstarf. er hann ætlaði að helga föðurlandinu. pegar undirbúningsstarfinu er lokið er sagan á enda. Hefði honum orðið leingra lífs auðið mundi saga hans hafa orðið auðugri að framaverkum, því sú mun optast raunin á verða, að þeir, sem láta til sín taka á stúdentaárunum, verði síðar nýtir menn. þ>að er ekki ávalt svo mikið komið undir að lifa leingi, og margur hefir á unga aldri getið sér meiri orðstír en hinn, er leingi hefir íifað. f>að er sviplegt þegar ungir atgervismenn hníga að velli áður en þeim hefir gefist kostur á að beita sér til fulls, og þótt vér ekki getum borið þá saman við aðra atgervismenn, er ná hárri elli, þá er það skylt, að láta þjóðina vita hvf- líka syni hún hefir átt og hvað hún hefir mist við fráfall þeirra. Vér endum þessi minningarorð um vorn látna vin með þeirri ósk, að ísland eignist marga sonu jafnefnilega og rnegi njóta þeirra leingur. H.-p. Veikindasumarið. (Niðurlag). III. Um höfuðdag var veikin horfin. Sumir voru reyndar lasnir enn. En það var farið að lifna yfir fólkinu og færast líf í allt. Einmitt þegar veikin var í rénun og fólkið fór alment að ganga út aptur til heyvinnunnar hafði komið óþurkaskot, rigningar og norðaustan kalsa-þembingar, og var ýmist súldruveður með þéttings þoku-sudda- ýringieða ’nelli-dembu-regn, og gekk svo hátt á aðra viku. Túnhirðingar höfðu því dregizt von úr viti víð- ast hvar. þ>að var að eins á tveim eða þrem bæjum að menn höfðu náð töðunni inn fyrir rigningarkastið. Nú var veðrið aptur ákjósan- legt, blásandi sunnanvindur og rífandi þerrir. Skapið hafði ekki verið gott það, sem af• var slættinum, en þyngslunum létti af með regnskýjunum. pað kom fyrst einn stilludagur með hægviðri, og mesti sjórinn þornaði af grasinu; vatnið sé dálítið í blánurn niður í keldurnar og stararflóana og lækirnir, sem höfðu oltið fram beljandi kolmórauðir yfir bakkana fóru að draga sig niður í farvegina og regnskýjablikan að lyptast suður á öræfun um. pá höfðu margir beðið drottinn um um- skipti. »Nú ætlar guð að gefa þurk«. Pln aðrir sögðu að fyrst mundi skipta um fyrir alvöru ineð höfuðdeginum. »þ>að vildi eg guð minn góður gæfi, að nú færi að skipta um«. En næsta morgun þegar fyrsti kvenmaðurinn kom á fætur til að setja upp ketilinn og bænd- urnir eða ráðsmennirnir vöknuðu og hlupu á nærbrókunum fram úr rúmunum til að líta út um gluggann — að hugsa sér þau umskipti: blásandi sunnanvindur, heiður og skýjalaus himinn. Sigurður Pétursson.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.