Austri - 19.07.1913, Blaðsíða 1

Austri - 19.07.1913, Blaðsíða 1
Blaðið kemur út 3—4 sinnum á mánuði hrerjum, 42 arkir minnst til næsta nýárs. Blaðið kostar um árið hér á landi aíeins o krónur, erlendb 4 krönur, Gialddagi 1. júlí hér á landi, erlendís boigist blað- ið fyrirfram. tfppsögo skriflef, bundin ▼ið áramót, ógild nema komin sé til rit;tjór» fyri.* 1. október og kaupandi sé skuldlans fyrir blaðið. Innlendar auglýsingar: 40 aurar hver centimetri dálks, og priðjungi dýrara, á 1. slðu. XXIII. Ar. Seyðisflrði 19. júlí 1918, NB 29 Til kaupenda A u s t r a. Jafnframt því að þakka all- nm skilvísum kaupendum klaðs- ins, vil eg skora á þá hina mergn, er eiga ógreitt and- virði þess, að borga það fyrir 81. okt. n. k. Eptir næstu áramót verður hæ'.t að senda blaðið til allra þeirra manna, sem sknlda blaðinu, hafl þeir §igi áður samið við mig um greiðsluna, og skuldirnar afhentar tU ínnheimtu með lögsókn. Sevðisfirði 17. júli 1913. Forst, J. 0. Skaptason. Fregnmiði Austra 14. júlí 1913. Símskeyti. (Frá fréttaritara vorum). Bv. í dag. Alþingi. Landbúnaðarnefnd í neðri deild: Eggert Pálssoc, Sigurður Sigurðsson, Kristján JónssoD, Bjarni Jónsson, Halldór Steinssen- Ráðherra gaf í dag í sameinuðu þingi skýrslu um lotterilögin, samn- inga við norsku stjórnina um kjóttoll, hestatoll, og um steÍDolíusölumáJið. Lárus JBjamasou ber upp fyrirspurn í neðri deild im lotterímálið, og var hún leyfð; vildi hann ekki hlýða skýtslu um það í sameinuðu þingi. Gekk par af fundi ásamt Guðmundi Eggerz, Valtý Guðmundssyni og 6 Sjálfstæðismpnnum. 4 neðrideildar- menn vantaði á fundinn, svo hann varð ekki ályktunarfær. Var pó iýst yfir óður af ráðhena: engin ályktun pjörð. — Viðsjár miklar um að steypa r?ðherra. UTAN ÚR HEIMl. Henri Rochefort, einn hinn nafnfrægasti blaða- maður og stjórnmálamaður Frakka. um langt skeið. er ný- lega látinn, 82 ára gamall. Hann var aðalsmanna-ættar, en gjörðist ungur lýðveldissinni og barðist fremstur í flokki gegu Napoleon III. keisara og stjórn hans; Rochefort þótti ritsnill- ingur með afbrigðum, ófyrir- leitiun og orðhvass í meira lagi. Varð hann opt aö þola. dóma fyrir gífuryrði sín. Mikið umtal vakti bað, er hann skoraði frœnda keisarans, Pierre Napoleon prinz, á hólm, en prinzinn /ramdi þá óhæfu að skjóta annan hólmgönguvott Rocheforts til bana, er honum var b1-rt hólmgónguáskorunin. Yarð sá atburður til þess að aukft óvinsældir keisaradæmis- ins. Eptir stjórnarbyltinguna 1870 varð Rochefort fyrst ráðherra, en gekk svo í lið uppreisnar- manna og var tekinn fastur og fluttur til sakamannanýlendunn- ar Ný-Kaledoniu; flýði þaðan á opnum bát, var landflótta. þar til 1880, er uppreisnarmönnum voru gefnar upp sakir. Kom þá heim til Frakklands og var ritstjóri um hríð og lét mikið til sín taka. Hann gekk í lið með Boulanger og var þá dæmdur 1 fangelsi, en flýði til Englands- Nokkru siðar kom hann heim aptur og varð þá í flokki þeirra, er mest ofsóttu Dreyfus. Fór álit hans úr því beldur minnkandi. Síðustu árin dvaldi hann erlendis. Hann var optastnœr nefndur „rauði markgreifinn“. Ófriðurinn. Fregnir þaðan eru fremur ó- Ijósar, því engum útlendum fréttariturum er leyft að vera við hersveitirnar, Búlgarar og Serbar þykjast hvorir um sig hafa sigrað, en þó mun Serb- um og Grikkjum víbast hvar hafa, veitt betur. Talið «r að af Serbst og Grikkja' liði séu fallnir og sœrðir 15,000, en af Búlgurum 20—-25,000. í fimm daga samfleytt var barizt á afar-löngu svæði. Nú eru Rúm- enar líka. komnir til sögunnar og er mælt að þeir hafi þegar náð landspildum þeim, er þeir krefjast af Búlgurum. Austur- ríkismenn hafa skorað á Bulg- ara, að Rúmenar fái þá lands- hluta og heita að útvega þeim Saloniki í staðinn. En óvíst er að Rússar samþykki þab. Yilja þeir fá að skera úr deilumál- unum. Tyrkir eru líka farnir ab víg- búast við Tschataldja. Heimta Tyrkir að Búlgarar fari burt með her sinn frá Rodosto á Gallipoliskaganum og með allt lið sitt fra ströndinni við Marm^ arahafið. Síðustu fregnir segja að hlé hafi orbið á bardögunum. Stórkostlegt verkfall gjörðu verkamenn í gullnám- unum við Jóhannesburg í Trams- vaal. Urðu þar róstur miklar, svo herlið varð að skerast í leikinn. Sló í bardaga með þeim og námumönnum, og féllu all-margir og enn fleiri sœrð- ust. Nú er þó kominn friður á þar syðra. Hafa námueig- endur boðið að hækka kaup verkamanna, og hafa þeir geng- ib að þeim kostum og tekið til vÍDnu aptur. Kvikfjársýning, stórkostlega. mikil, er haldin í Kaupmannahöfu um þessar mund- ir. Er sýningin haldin á völl- um miklum fyrir utan borgina, og er þar ákaflega. mikill út« búnaður, Er það Landbúnaðar- félagið danska, er gengst fyrir sýningunni. Gefur þar að líta fjöldæ ágætra. gripa: hest.a, nautfé, kindur, svin og geitfé.. í sambaDdi vib kvikfjársýn- ingunau er einnig sýnd allskou- ar jurtarækt, þar sem gjörb er grein fyrir umbótum jurtanna og framförum í akuryrkjunni í Danmörku á síðustu árum. Loks oru sýnd allskonar landbún- aðarverkfæri og vélar. Ber þar mest á rafmagnsvélunum, enda fer notkun þeirra. mjög vaxandi. Stjóraarskrárhreyting í Noregl. r A stórþingi Norðmanna var 1. þ. m. s&mþykkt með 91 at» kvæði gegn 27, að ráðherrarnir mættu takast á hendur þing- mennsku. Áður þurftu þeir að leggja niður bingmennsku um leib og þeir .urðu ráðherrar, og þótti það opt korna, sór ílla. Jóhann Sverdrup kom því tií leiðar 1884 að ráðherrarnir fengju að mæta. á þingi og hafa. þar málfrels’, en þingmena máttu þeir ekki vera. Flngmannínnm frakkneska, Brindejonc, sem get- ið var um í siðasta blaði að verið befði á hringfluginn frá Paris, heppnaðist flugið frá Stokkhólmi til Kaupmannahafn- ar, og svo þaban til Parisar. þ>ykir hariD. nú frægasti flug- maður heimsins og keppast þjóðirhar um ab heiðra hanu, þannig sœmdí Kristján X. Danakonungur hann riddara- krossi daunebrogsorðunnar, og hvar sem hann för um, æt-laði fólkib að ærast af fagnaðarlát- tim. Brindbjonc er aðeins 21 árs gamall.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.