Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 1

Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 1
Kostar hér á taneii I fcr, utanlands, kr. 1,50. Gjalddagi f. júli. Uþþsögn skriji. f. I. okt. BLAÐ ÍSLENZKRA KVENNA. VII. ár. Reykavík, Ágúst 1901. 8. tbl. Dugnaðarkona. Myndin hér í blaðinu er af norskri almúgakonu, sem hefur skarað langt fram úr öðrum í byggðarlagi sínu að dugnaði í garðrækt. Ingibjötg Nordhuglen heitir þessi sæmdarkona og er nú 72 ára göml. Hún hefur alla ævi sínabúið í Nordhuglen, sem er lítil ey fyrir norðan Storð. Faðir hennar var duglegastur garðyrkjumaður þar um slóðir, en hann rækt- aði aðeins næpur og gulrófur, með því að annar garð- ávöxtur þekktist þar ekki á þeim tímum. Þegar Ingibjörg var komin úr föð- urgarði og farin að búa, tók hún að leggja stund á garðyrkju eins og faðir hennar hafði gert, hún lét sér þó ekki nægja með það, en sáði líka kálfræi og ræktaði ýmsar káltegundir, seldi þær á markaði og fékk verðlaun fyrir þær á sýningu í Bergen 1898. Silfurpening fékk hún einnig frá norsku kvenfélagi til viðurkenningar fyrir starfsemi og á- huga í þessari grein. Ekki haf ði Ingibjörg aðra þekkingu á kálrækt, en leiðbeining þá, er hún fékk hjá fræsölumönnum, en hún lét lt'ka reynsl- una kenna sér, og sannaðist á henni, að „tnikið má, ef vcl vill“. Hún varð fyr- irmynd attnara og breiddist þekking á kálrækt út fra henni. Konur fóru nú að dæmi hennar að gera kálrækt sér arðberandi bæði með því að nota kál til heimilisþarfa og verzla með það. Það var jafnan viðkvæðið hjá þeim: „Ingibjörg byrjaði og hún hefur kennt oss". Vinnukona, er var á næsta bæ við Ingibjörgu, fluttist síðar búferlum í annað byggðar- lag og gerðist þar nafntoguð garðyrkjukona, er aðrar konur tóku sér til fyrirmyndar. En auk þessa þýðingarmikla starfs hefur Ingibjörg verið hin eina ljósntóðir á eyjunni sinni og tekið á móti ca. 300 börnum. Henni hefur látið þessi starfi mjög vel, þó hún sé próflaus, en engin laun hefur hún fengið nema frá konum þeim, er hún hefur hjálpað, og aðra tilsögn en þá, er hún sjálf hefur veitt sér, hefur hún eigi fengið í ljósmóðurfræði. Hún hefur sjálfátt mikla fjöl- skyldu, nefnil. 11 börn og er sögð góð og hógvær kona, er beri það með sér í svip og framkomu, að óhætt sé að treysta henni. í sambandi við hið heillaríka garðyrkjustarf hinnar áhugamiklu norsku almúgakonu virðist ekki van- þörf á að hvetja íslenzka menn og konur til að fara að dæmi hennar, því að vér stöndum svo langt að baki öðrum þjóðum hvað garðyrkju snertir, og þó er fyrir löngu vissa fengin fyrir því, að garðyrkja hér á landi getur víða orðið mjög arðber.mdi, sé hún vel stunduð. Eink- um er það þó kálið, sem lítið sem ekkert er hirt um að hafa til matar. Allar þjóðir borða kálmeti með kjöti, nema Islendingar, þær geta ekki án þess verið, en land- inn kann ekki að borða kál, ef svo má að orði kveða, og stafar það beinlínis af því, að hann hefur aldrei van- ið sig á að neyta þess. En Islendingar ættu að geta vanið sig á það, eins og aðrar þjóðir, því að auk þess sem búdrýgindi eru að káli, er það bæði hollt og ljúffengt. Síð in Schierbeck landlæknir gaf út garðyrkjukver sitt og bækur Garðyrkju- félagsins haf 1 breiðst út um landið, standa menn miklu betur að vígi til að rækta jörðina en áður, og nú má fá fræ og plöntur hjá garðyrkjufræðing Einari Helgasyni, eins og hugurinn girnist, en áður áttu menn oft í basli með að fá það frá útlöndum og vissu ekki, hvert þeir attu að snúa sér. Ef áhuga og dugnað ekki vantar, ættu því að sjást ljós merki þessa hægðarauka. Margar iurtir og kaltegundir, sem geta þtóast hér vel, ætti að rækta og hagnýta almennt til matar t. d í súp- ur og grauta, með kjöti og fl. Garð- yrkjukver Schierbecks er ágætur leiðar- vísir til að rækta það. Skarfakáli má heldurekki gleyma, það er innlent og er ákaflega hoil fæða, auk þess sem það er mjög bragðgott. Það er gömul trú, að það varni þ skyrbjúg og jafnvel holdsveiki;/ þaðtætti hver sem getur að reyna að fá í garðinn sinn og sömuleiðis rhaBarber./ / Kál og bláber, kúmen og fleira, sem vex hér, ættu menn að læra að þurka, geyma og nota. Það er eins gott, þó að það spretti hér og í útlöndum, og auk þess er ódýrara og sómasamlegra að hafa það við höndina heima hjá sér en að kaupa það í búðum. Því áttu svo fátt, að þú nýttir ei smátt, sagði álfkonan forðum, en hér nýtir almenningur ekki stórt og hvað þá smátt, og í því efni er því ver vanmn allt of ríkur. Þess er ósk- andi og vonandi, að áhugi manna til endurbóta í ýsm- um greinum, og ekki sízt að hagnýta sér jarðargróða, vakni með vaxandi þekkingu, með því líka að nú er lifnaður sá vísir í landinu, er menn geta gert sér glæsi- legar vonir um að hafi stórvægileg áhrif til endurbóta garðyrkjunni. Þessi vísir er Garðyrkjufélagið. ■ ■XMMX—-------

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.