Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 3

Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 3
3i bók þessa efnis til þýðingar; jafnvel þó maður annars hefði ekkert heyrt um manninn, má ráða í sumar lyndis- einkunnir hans af þessu einu. Fari maður að þýða bók ótilkvaddur, og það bók, sem litlar líkur eru til að maður fái nokkra borgun fyrir að vinna að, þá hlýtur sú bók að falla manni mjög vel í geð. Efnið í bók Mills er siðferðislegt og alvar- legt, formið er heimspekilegt og fremur þungt. Það er þess vegna ekki nema mönnum með alvörugefni og þroskaðri lund og æfðri hugsun, sem bók þessi verður mjög geðfelld. Ollum þeim, sem þekktu Sigurð sáluga persónulega, varð hann harmdauða. Eg vona, að bók þessi geri minning hans enn fleirum kæra. — Ólafía Jóhannsdóttir. íslenzk mær. Ungfrú Björg Þorláksdóttir, sonardóttir séra Þorláks á Undirfelli og unnusta Sigfúsar Blöndals cand. mag. hef- ur á mjög stuttum tíma lokið stúdentsprófi með fyrstu einkunn við lærðan skóla í Kaupmannahöfn „Nörrebros Latin og Realskole", og ætlar nú að stunda málfræði við háskólann. Hún er bróðurdóttir Þórarins Þorláks- sonar, hins efnilega rnálara, er alþingi hefur veitt styrk til að fullkomna sig í málverkalist. Kjörgengi kvenna var fellt í efri deild alþingis, en rís auðvitað úr ösku sinni eins og fuglinn Fönix. Það hlýtur að ganga fram, þó síðar verði, Og með því að vinstri manna stjórn er nú komin aðvöldum! Danmörku, er mjög líklegt, að danskar konur öðlist það innan skamms og þá komum við á eftir. Stökup. Eftir Elinborgu Pétursdóitur prófasts á Víðivöllum. Lært í fláum hef eg heim helzt til fáar dyggðir, í þeim háa himingeim helgar þrái byggðir. Huggun sú ei metast má, mér sem trúin léði, hug að snúa heimi frá til himinbúa gleði. ------------------- ------------------- Smávegis. Á minningarhátíð, er haldin var 1 Toronto 12. júlí í sum- ar, voru allar áfengisveitingar bannaðar á sýningarsvæðinu.— Ungfrú Marion Ross hefur í einu hljóði verið veitt yfir- læknisembættið við yngri deild Maclesfield sjúkrahússins á Skotlandi. Einn prófessorinn sagði, að hún væri hið efnileg- asta læknisefni, sem hann hefði kynnzt. í Chicago hala 182 kvenmenn opinber störf á hendi. Major Harrison telur þá einhverja áreiðanlegustu embættis- menn bæjarins. ___________ í Frakklandi hefur glæpamönnum fækkað að stórum mun hin síðustu ár, morð voru áður 236, nú 168, barnamorð áður 172, nú 105. Öðrum glæpum heíur fækkað að sama skapi. Frönsk blöð geta þess, að kvenhreyfingin þar muni eiga þátt 1 þessari gleðilegu morðfækkun. Nýlega hafa Rússar, 1 fyrsta sinni, leyft konu í St. Péturs- borg að eiga lyfjabúð og hafa þar lyfsölu. I sambandi við þetta hefur þar ltka verið sett á stofn „laboralorium“ (starfhús efnafræðinga) og skóli, þar semkven- menn nema lyfjafræði. ________ Draumurinn, (Þýtt). —o----- Einu sinni var eg í samkvæmi. Þar var margt manna, konur bæði og karlar. Við ræddum saman um ýmislegt og samtalið barst að yfirnáttúrlegum hlutum og atvikum, fyrirboða, grun, vitran og fleiru þess konar, sem flestum er svo tíðrætt um nú á dögum. Húsbændurnir höfðu meðal annara gesta lækni sinn í heimboði þessu; hann hafði það orð á sér, að hann væri efagjarn maður og tryði ekki nerna því, sem hon- um þætti trúlegast. Hefðarkona ein beindi þá að hon- um þeirri spurningu, hvort aldrei hefði neitt komið fyr- ir hann, sem hann gæti ekki gert sér grein fyrir eða skilið til fulls. Læknirinn svaraði: „Fyrir löngrt síðan, þegar eg var unglingur, dreymdi mig draurna eða réttara sagt sama drauminn hvað eftir annað; svo einkennilegur var hann, að eg hef ekki heyrt getið um neitt svipað. Það er velkomið að eg segi frá honum, ef menn vilja hlýða á“. Gestirnir voru auðvitað fúsir til þess. Hann tók þá svo til máls: „Þegar eg dvaldi við böðin í Biarritz til að baða mig, var þar einkennileg, ensk stúlka, sem mér leizt betur á en aðrar stúlkur; hún var mjög skrítin og fann upp á hinu og þessu. Félögum mínum leizt einnig vel á hana. Hún kom okkur einu sinni til þess að sitja í róðrarbát þangað til kl. 3 um nóttina. Við skoðuðum stjörnurn- ar og ræddum um þá skoðun manna, að sálin færi frá einni stjörnu til annarar. Eg kom heim örmagna af þreytn og sofnaði skjótt í hægindastólnum mínum. Undir eins og eg hafði fest blund, fannst mér að eg kæmi inn í ókunn- ugt hús í stórri borg og sá eg líkvagn standa fyrir ut- an hliðið. Eg ætla að geta þess, að Kkvagnar í öðrum löndum' eru ekki eins háir og hér heima, þeir eru eins og aflangur kassi með glerveggjum og dálítilli hurð að aftanverðu og inn um hana er kistunni ýtt inn í vagn- inn. Svona leit líkvagninn út, sem eg sá í draumi. En ekki var nóg með það. Lítill drenghnokki á að gizka 15 ára gamall stóð rétt hjá vagninum, hann var í svartri treyju með snúruleggingum og skínandi stálhnöppum. Þegar hann sá mig, opnaði hann dyrnar á líkvagninum, hneigði sig og bauð mér inn. Eg varð hræddur og hörf- aði aftur á bak, rak höfuðið í stólinn minn og vaknaði. Þegar tveir dagar voru liðnir, dreymir mig sama drauminn, án þess að eg hugsaði um hann á daginn. Seinna dreymdi mig hann hvað eptir annað, og fór mér

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.