Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 4

Framsókn - 01.08.1901, Blaðsíða 4
þá að verða órótt í skapi. Skrítnast var þó, að allt sem bar fyrir augu mín í svefninum var nákvæmlega eins í hvert sinni, er mig dreymdi drauminn: húsið, líkvagninn og drengurinn, sem alltaf bauð mér jafnkurteislega að koma inn í vagninn. Það kvað svo ramt að þessu, að þegar eg var vakandi sá eg hann opt í snúrulögðu treyj- unni með stálhnöppunum, með bjarta hárið og gráu aug- un, sem lágu svo langt hvort frá öðru og minntu á fiskaugu. Að nokkrum vikum liðnum ferðaðist eg til Parísar- borgar með kunningjum mínum og fór til sama gistihúss og þeir. Eg fór úr ferðafötunum og ætlaði svo að fara niður að borða miðdegisverð 1 borðstofunni. Eg mætti kunningjum mínum á ganginum, en varð þó fyrstur að lyftivélinni, en eg hrökk burt, eins og eg hefði séð sjálf- an dauðann. I dyrunum sá eg dreng, alveg sama dreng- inn og eg áður hafði séð í draumnum mínum. Hann hneigði sig með kurteisi og bauð mér að lcoma inn í lyftivélina, en eg varð svo hræddur, að eg vissi naum- ast af mér og hljóp, sem fætur toguðu niður stigann og settist í ruggustól í anddyrinu meðau eg var að kom- ast til sjálfs mín aftur. Og . .. . eg veit ekki .... ef til vill liðu fáeinar sek- úndur eða mínútur, þá heyrði eg ógurlegt hljóð og brak . .. . svo sortnaði mér fyrir augum Þegar eg raknaði við aftur, sá eg mörg blóðug lík, sem var verið að breiða yfir. Drengurinn var einn af þeim, sem dóu. Og nú má hver, sem getur og vill, skýra þetta. Þér megið kalla mig efagjarnan, ef yður lízt, því að hefði þetta komið fyrir aðra en mig, hefði eg ekki trúað því“. Ferðalag’ kólerunnar. Lœknirinn'. Herra minn, þér ættuð að hafa betur gát á honum syni yðar. Hann kyssti vinnukonuna — — —. Faðirinn: O-jæja. Eg held að við hefðum heldur ekki lát- ið okkur slíkt fyrir brjósti brenna á okkar yngri árum. Lœk^úrinn: En eg hef orðið var við kólerueinkenni á vinnukonunni. Faðiritm (óttasleginn); Guð minn góðurl eg er þá bráð- feigur inaður! Lceknirinn: Hvað er þetta? — Hafið þér líka kysst hana? Faðirinn-. Já, það er voðalegt! Lœknirinn'. En þér hafið þó vist ekki kysst konuna yðar á eftir? Faðirinn: Æ-jú! Lœknirinn (í ofboöi): Þú eini sanni! Eg er þá líka bráðfeigur. ____________ Matreiðsla. Blómkál au natnrel. Blómkálhöfuðin eiga að vera hvít og föst í sér. Grænu blöðin eru tekin burt og hið neðsta af leggnum- skorið af. Síðan er kálið látið í saltvatn með ofurlitlu ediki, og á það að burtrýma skordýrum, er oft setjast á kálið. Síðan er kálið látið í sjóðandi vatn og á blómið að snúa niður; salt er látið í vatníð- og á það svo að sjóða hér um bil 20 til 25 mínútur. Sjóði það of mikið, verð- ur það bæði ljótara útlits og bragðverra. Til þess að það sé sem hvítast, má blanda vatnið með mjólk og sjóða svo, eða líka vefja utan um kálið mjög gisinni hvítri dulu. Blómkál er borið á borð annaðhvort sem réttur út af fyrir sig í lögun sem „pyramide*, eða ásamt öðrum mat- jurtum t. d. ertum, asparges, baunuin, radisum, gulrófurriy og púrrum. Er þeim þá raðað kringum blómkálið, en gulrófurnar látnar hér og hvar og snýr halinn upp. Blóm- kálið verður að sjóða sérstakt og sama er að segja um erturnar. Þennan kálrétt verður að búa til í snatri, svo að hann komi með heitri gufunni á borðið. Með hon- um er borðað hrært smjör. Blóinkálinauk. (Stuvet Blomkaal). Kálhöfuðin eru hreinsuð og soðin í heilu lagi. Þegar þau eru framt að því meyr, er sósan búin til úr smjöri, hveiti og mjólk, og í hana látið salt og ofurlítið af sykri. Það verður að láta renna vel af kálinu og hafa sósujafn- inginn vel hrærðan og ekki of þunnan, svo að ekki komi vatnsbragð að kálinu Þegar borið er á borð, ersósunni hellt yfir kálhöfuðin heit og í heilu lagi. Það nægir, að bræða smjör og hella yfir kálið og þá er sleppt að búa til jafninginn. Blómkál-gratin. 38 kvint smjör, 38 kvint hveiti, 3 pelar af sjóð- andi mjólk, 9 egg. Handa 10 eða 12. Smjörið er brætt, en ekki brúnað, hveitinu er svo hrært í það og mjólkinni sjóðandi hellt í það, en ekki miklu í einu, og stöðugt er hrært í, svo þetta jafnist sem bezt og brenni ekki við. Svo er þetta tekið af eldinum og latið kólna dalítið. Síðan er eggjablómunum hrært í og ofurlitlu af sykri ásamt blómkálinu, sem á að vera búið að sjóða sérstakt, unz það er orðið meyrt. Eitt blómkálhöfuð í meðallagi stórt nægir handa 4 mönnum. Þetta er svo látið í mót (blikform), en fyrst er smjör borið á botninn og á hliðarnar á mótinu og tvíbökum steyttum strað um mótið. Þetta er svo bakað í bökunarofni hér um bil I tya tíma, og sé það borið á borð í mótinu, verður að vefja serviettu fallega utan um það. Með þessu er borið á borð hrært smjör. Hrærð eg-g: með blóinkáli. (Knræg'). Blótninu á blómkálshöfðinu er skift í sundur í marga smáa parta og því næst soðið. Eitt egg og tvær mat- skeiðar af mjólk er talið nægja handa einurn manni og eftir því má telja. Blómunum og hvítunum úr eggjun- um er vel og vandlega hrært saman og blómkálið er svo látið þar í, en vatnið látið áður renna vel af því. Svo er brætt smjör í „kasserolle" eða öðru íláti með flötum botni. Eggjunum með blómkálinu er svo hellt í smjörið, eldurinn hafður daufur og hrært hægt og seint í. Ofur litla ögn af salti á að láta í þetta. en varast skal að láta það sjóða. Þegar eggin fara að stífna, eru þau með hníf losuð varlega írá botninum. Tekið úr hinni nýju og orðlögðu matreiðslubók ungfrúr Jensen. Blómkál getur vaxið hér á landi. —Sjá garðyrkjukver Schierbecks. I greininni „Það birtir“ í júníblaði Framsóknar hafa í 7. 1. fallið úrþessiorð: „útsvar af“. A að lesast „út- svar af 300 kr." Þetta eru lesendur beðnir að athuga. Utgefendur: Jarþrúður Jónsdóttir. Olafía Jóhannsdóttir. Glasgow- prentsmiðja.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.