Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 2
82 KVENNABLAÐIÐ. nú í fyrsta sinn fram opinberlega og ættu að öllum líkindum að vera óháðari en karlmennirnir. En hvað sem öllu öðru líður, og hvern- ig sem konurnar líta hver á aðra, þá ættu þær nú að sýna þá eindrægni og þroslca að halda fast saman, og láta ekki sínar persónulegu velvildar eða óvildartilfinning- ar ráða, heldur líta eingöngu á málefnið, og stórt spor stigi Reykjavíkur konur í áttina til að þoka öllum réttarkröfum kvenna áfram með því að fylkja sér sem einn maður í þessu máli, og láta ekki neitt hamla sam- vinnu þeirra í því að koma nýtum kon- um inn í bæjarstjórnina í vetur. Um tölu þeirra má deila til og frá, en það er víst að ef vér hefðum völ á 5 hæfum konum sem gæfu kost á sér tii þessa, þá höfum vér réttinn til þess eftir kjósendafjölda. Fyrir oss konur ætti aðalatriðið við þess- ar kosningar að vera að koma konum að. Það er byrjunin sem hér er um að ræða. Ef vér notum nú ekki tækifærið, þá er það sú pólitíska synd, sem hefnir sín í öllum kvennamálum vorum siðar. Á næsta þingi yrði það ástæða móti pólitískum rétt- indum kvenna. Og út um land yrði það tekið sem dæmi þroskaleysis og samtaka- leysis kvenna höfuðstaðarins. Hvervetna hér á landi, þar sem konur síðar krefð- ust meiri réttinda, mundi svar karlmann- anna verða: »Þér hafið ekki viljað«. Og þeim væri vorkunn þótt þeim leiddist að leggja í skaut vort árlega fjölda þeirra réttinda sem erlendar konur verða að berjast fyrir svo að segja með oddi og egg um marga tugi ára, án þess að sjá oss vilja nota oss þau að nokkru leyti. SamYÍnnufélagsskapur. (Frh.). Nú þegár eg er aftur orðin alein, þá hefi eg tekið mér fyrir að sýna þetta í verkinu. Og eg segi með fylstu sannfæringu: Það er hœgt að komast af vinnukonulaus, og fá aðeins hjálp til að gera þyngstu verkin og hafa þó tíma til bóklegra starfa, spila á hljóð- færi og rækta blóm, ef menn eru gefnir fyrir það. Vel er hægt að komast hjá að fá hjálp við gólfþvott og matarílátaþvott eftir máltíðir. En þá verða tómstundir til annara starfa minni. Eg hefi gert mér vinnutöflu yfir hvern dag, og leitast við að fara nákvæmlega eftir henni. Eg fæ „morgunkonu" sem er hér um bil frá kl. hálf átta á morgnana til 12. Hún þvær 4 herbergi, eldhús, forstofu og búr. Auk þess þvær hún upp Inirílátin, afhýðir kartöflur, hreinsar fisk og grænmeti, og á vetrum kola- körfurnar. Alt hitt geri eg sjálf, t. d. bý um rúmin, hirði ofnana og bý til matinn o. fl. Maðurinn minn burstar föt sfn og skó o. s. frv. Honum finst altaf sjálfs höndin hollust. Tveir ofnar hita öll herbergin upp, og lifir í þeim jafnt nótt og dag svo þeir þurfa ekki svo mikla hirðingu. Eldavélina í eldhúsinu tek eg upp 1—2 í viku, þegar eg elda stór- elda og baka brauð. Eg baka alt brauð og kökur sjálf heima. Hina dagana elda eg við gas. Stúlkuherbergið sem er 5. herbergið öðru megin við eldhúsið, hefi eg tekið fyrir búr og geymsluherbergi. Það er stórt og í þvf er klæðaskápur. Á sumrum hefi eg ísskáp- inn þar inni. í klæðaskápnum geymi eg þvottavélina „Favorit", sömulniðis „Undinu" „til að þvo með lofti". — Það er lítið áhald sem eg brúka einkurn til að skola með sápuna úr þvottinum — og vindingarvél, sléttunarborð og þvottakörfu. Á fatasnagana hengi eg upp sléttunardúkana. Eldhúsið er búið eins og herbergi, með rauðmáluðum trésófa, horði og stólum. Á veggjunum eru handmáluð olíumálverk, rauð og græn gluggatjöld fyrir gluggunum, á borðinu heimaofinn rauður dúkur, með krukku með einhverjum grænum grösum eða blómum í. Á gólfinu er linoleumdúkur, og þvert yfir hann heimagerð tuskuþerra. í eldhúsglugganum hafa kaktuskrukkurnar fengið sæti. í eldhússkápnum geymi eg postulínið og dúka og servíettur, ásamt öllu sem þarf á

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.