Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.11.1907, Blaðsíða 3
KVE NNABLAÐIÐ. 83 dúkað matborð. Við borðum þar venjulega, því það sparar mikinn tíma. Diskana set eg í hlaða í sérstakan skáp, og potta og kast- arrólur þvæ eg undir eins heitar, því það sparar bæði tíma og slítur þeim minna. Venjulega þegar eg hefi ekki stórelda eða brauðbakstra þá lýk eg verkum mínum á 2V2—3 stundum. Þegar brauðgerð og stór- eldar eru, þá hefi eg lengri vinnuttma. En það er sjaldnast nema 1 í viku, svo enginn ofþreytist af því. Auðvitað þarf bæði hugs- unarsemi og hraða til að vera svo fljótur með daglegu verkin. Við etum fimm sinnum á dag, að með- töldu kaffi síðdegis. Eftir kveldmatartíma dúka eg borðið tii næsta morguns, og læt á það graut ng mjólk, til þess eg geti að morgninum strax eftir matinn gengið út með manninum mínum eða farið f erindi min út í bæinn. Þegar eg kem heim aftur þá lít eg eftir blómunum, meðan stúlkan þvær upp, þurka af inni í herbergjunum, og leik á hljóðfærið svo sem kl.stund þangað til eg fer að eiga við morgunverðinn. Þegar eg hefi tekið hann til og borðað og þvegið upp !es eg stundarkorn í blöðunum. Kl. eitt er eg kom- in að vinnu, hvort sem það er við ritstörf, sauma (saumaborðið er í eldhúsinu), stórelda, bakstur eða þvott. Venjulega þarf eg ekki að fara að elda fyr en kl. 3. Meðan kartöflurnarsjóða, bý eg til kjöt- eða fiskmatinn og grænmetið, og dúka borðið, svo við getum farið að borða litlu eftir kl. 4. — Súpu höfum við sjaldan, en oftast ávexti á eftir matnum. Þessir matar- hættir eru fljótlegir og góðir og hollir. Ekki tefst eg vlð að draga upp ölflöskur því við drekkum að eins vatn. Þegar eg hefi lagað til og þvegið upp eftir miðdagsverðinn, þá tek eg mér oftast ein- hverja góða bók. Kl. hálf sex drekkum við kaffi. Eg flýti venjulega fyrir mér með það á þann hátt, að þegar eg á matmálstímun- um hefl lausan gasloga (eða ef það væri hólf a eldavél) þá hita eg kaffivatnið og bý til lútsterkt kaffl, sem eg þynni síðan út hæfi- lega með heitu vatni. Það nægir venjnlega til næsta dags. Vegna starfa mannsins míns borðum við kveldmat kl. 10, og háttum því ekki fyr en kl. 11V2. Á morgnana förum við á fætur kl. 7V2 svo við höfum nægan svefn. Áuðvitað bregður út af þessu ef við höf. um gesti eða erum boðin til annara. Gestir okkar verða að gera sér gott af ein- földum góðgerðum Þeir fá aldrei annan kvöldverð en kaldan mat, með tei, mjólk og öli, og stöku sinnum einhvern eftirrétt. En alt sem fram reitt er, er af beztu tegund, og nógu mikið, en þó ekki í óhófi. Þá er að tala um fataþvottinn. Mér hefir ætið líkað illa að sjá hve illa með hann er farið þegar hann er þveginn annarstaðar. Þvottakonurnar rífa fínustu léreft og útsaum, dúka og handklæði miskunarlaust með gróf- um burstum, alveg eins og það væru striga- föt. Og það sem burstinn skilur eftir eyði- leggja þær með sýrum og klórvatni. Til þess að komast hjá þessu, og minka útgjöldin fyrir þvettinn, ættu allar konur sem gætu, að þvo heima. En jafnvel þá, er þvott- urinn ekki óhultur fyrir bursta og sýrum, nema húsmóðirin gæti vel að. En nú eru ýmsar hentugar þvottavélar að. fá, sem húsmóðirin getur þvegið sjálf með meira eða minna af þvottinum, án þess að reyna of mikið á sig, t. d. borðdúka, hand- klæði, servíettur, nærföt, gluggatjöld, blúsur, svuntur, klúta o. fl. Ef eldhúsið er nógu stórt, eða þvottahús er til, þá getur hún tekið allan þvottinn sjálf, ef hún getur þurk- að þvottinn heima. — Þessi þvottavél, sem eg á við, er „Favorit" (Skoglunds patent). Hún er sett á venjulega eldavél, og þvottur- inn soðinn í henni í 15 mínútur. Svo er hann skolaður í heitu vatni og síðan í nægi- lega mörgum volgum eða köldum vötnum. Til að skola þvottinn á eftir suðunni nota eg „Undinu", „þvo með lofti“, með henni get eg þvegið sjóðheitan þvottinn án þess að taka á honum með höndunum, og sömul. köldu skolin. Þvotturinn liggur í köldu vatni um nóttina. Að morgninum vind eg hann upp með vindingarvél, og hengi hann upp tíl þerris. Kvöldið áður en eg ætla að þvo, legg eg

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.