Dagskrá

Issue

Dagskrá - 16.08.1897, Page 1

Dagskrá - 16.08.1897, Page 1
K.emur ut hvcrn vírkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. Verð árgangs .yrir eldri kaup endur innanlands. 4 krónur. II, 39-40. Reykjavík, mánudaginn 16. ágúst. 1897. Umræðurnar um stjórnarskrármálið í efri deild síðast voru að mestu leyti ekki armað en endurtekning af þeim skoðunum sem komið höfðu fram áður í ræðum neðrideildarmanna um þetta mál. Hið helsta nýja sem taka mætti fram var það, að framsögumaður málsins, sra Sig. Stefánsson, lýsti því yfir að hann skildi orð landshöfðingjans svo, sem hann (lh.) mundi verða frv. því meðmæltur sem meiri hluti nefnd- arinnar hafði ráðið til að samþykkja. A þessari skoðun um afstöðu landshöfðingja virtist svo frmsm. vilja byggja mjög mikið um það hve væn- legt frv. væri til góðs árangurs, og tók hann það mjög skýrt fram, svo að engum gat misskilist, að landshöfð- ingi hefði eindregið látið í ljósi að hann væri frumv. blynntur. Það virðist nú ekki rjett að láta þessa staðhæfing tneð öllu ómótmælta, því hún hefur alls ekki hið minnsta við að styðjast og er sjálfsagt byggð á því að framsm. i hefur misskilið orð landsh. eða tekið rangt eptir þeim — því ekki eru nein líkindi til þess að hann hafi viljað rangfæra neitt í þessu efni. Það er fyrst og fremst harla ólíklegt að lh. mundi vilja gefii mismitnandi yfirlýsingar unt hið sama í báð- um deildunt þingsins, en eins og vjer höfum áður skýrt frá sagði hann það hreint og beint þá er frv. Valtýs kom fram í neðri deild að hann gæti ekki ráðið þinginu til að samþykkja það. — En auk þess sagði hann held- ur ekki eitt orð í þá átt í efri deild síðast, er kom í bága við hina fyrri yfirlýsing hans. Hann sagði að eins frá því hvað hann teldi líklegt að stjórnin gengi að og byggði hann þar auðvitað á skilaboðum þeim til þingsins, er honum var falið að flytja þinginu um undir- tektir stjórnarinnar. ef álíka frv. og Valtýr kom með, ! yrði samþykkt á þinginu. Það er nú harla óheppilegt af þingmönnum að vera jafnan að klifast á tillögum lh. utn þetta. Almenn hyggindi ættu að halda þm. frá því að heimta skýrari umsögn hans um málið heldur en þá sem þegar er feng- in—en ef landsh. á annað borð lætur skoðun sína í ljósi virðist þó í öllu falli rjett að skilja orð hans eins og þau eru töluð. Framsögum. lagði einnig mikla áherslu á það, að það væri að eins þetta þing, sent samkvæmt skilaboðum stjórnarinnar væri útilokað frá að koma með skilyrði eða fyrirvara með Valtýs-frv. því sem nú er verið að vekja upp aptur í efri deild — og samkvæmt tilefni frá frmsm. lýsti landshöfðingi því yfir, að skilorðin mtð hinu svo- kallaða »tilboði« væru þannig að skilja. — En líklega ætti það nú ekki að vera ofvaxið neinum að sjá að það sem þingið getur gjört að lögum um rjettarstöðu íslands, er bindandi fyrir hin komandi þing þótt aðrir menn skipi alþingi síðar. Allt sem löggjafarþing gjörir og getur gjört er jafn gott og gilt fyrir því hverjir sitja á þinginu þegar gjörðin fer fram, enda gæti annars eng- in þingráðstöfun verið bindandi fyrir komandi tíma því það er aldrei nema ein þingsatnkoma sem gjörir ráðstöfunina í hvert skipti. Leikfimi. Jeg er að vísu lítt kunnugur því, hverjar skoðanir menn hafa á leikfimi hjer á landi, eða sjerstaklega, hvernig alþingismenn muni líta á hana, og veit jeg því ekki fyrir víst hvort þarflegt muni vera fyrir mig, að svara grein nokkurri, er birtst hefur í síðasta tölubl. »íslands« viðvíkjandi umsókn minni til þingsins um fjárstyrk til að kenna hjer ýmiskonar leikfimi bæði inni og úti. — En þrátt fyrir það þótt jeg sje þessu ókunnur, og þótt jeg álíti að grein þessi sjc í rauninn.i þannig úr garði gjörð, að hún beri augsýnilega með sjer sjálf, að höf. muni ekki þekkja mikið til þess, er hann tekur sjer fyrir að leiðbeina alþingi um, vil jeg samt í örfá- um orðum minnast á nokkur atriði er sett eru fram í í »ísl.«gr. þessari. Höf. greinarinnar, hr. T., segir fyrst að jeg hafi sýnt þingmönnum h'kamsæfingar er hjer hafi verið kunn- ar áður — en eptir því sem mjer er kunnugt, hefur ein- mitt enginn maður hjer á landi æft sig í þeim hreif- ingum er jeg sýndi; stendur þetta auðvitað á litlu, því mest er undir því komið, hvort slíkar líkamsæfingar eru í sjálfu sjer heppilegar eða ekki, til þess að ná þeim til- gangi sem að er keppt, fulikomnun hinna líkainlegu krapta og heilsu. En satt mátti höf. þó vel segja um þetta, þó það væri lítils vert. Iiöf. játar þvínæst að umskapa þurfi leikfimiskennsl-

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.