Dagskrá

Issue

Dagskrá - 16.08.1897, Page 2

Dagskrá - 16.08.1897, Page 2
4 una hjer og koma henni á það stig, sem hún er á er- lendis. Telur hann því nauðsynlegt að leikfimiskennari geti kennt alls kyns »sport« er tíðkast nú í útlöndum. Segir hann að slíkur maður verði að geta kennt fótbolta krikket, að ganga á línu og að hann þurfi að vera tölu- vert heitna í músík o. fi. o. fl. Einnig telur höf. nauð- synlegt að hlutaðeigandi geti kennt undirbúningsmennt- un(!) undir leikfimi og loks að hann hafi brennandi á- huga á þessu starfi er hjer ræðir um. Höf. telur allt þetta upp í því skyni, að sýna fram á, að það sem jeg hafi látið þingmenn sjá, sjeekkinóg til þess að sanr.a, hvort jeg sje verður styrks þess, er háttv, neðri deild hefur samþ. að veita mjer. En — má jeg nú spyrja hr. T., hvernig á einn maður að geta sýnt krikket og fótbolta? Lýsir það ekki giögglega ó- fróðleik hans um það sem hann skrifar um, að hann ætlast til þess af mjer að jeg sýni þessa leiki einn, án allra tækja sem við þurfa? Ennfremur vil jeg spyrja hann hvort hann haldi, að menn muni ætla sjer að byrja hjer á »Cirkus«-æf- ingum eða hestahlaupum í skólunum, eða utan þeirra? — Það er engu líkara heldur en hann ætlist til þess, að sá maður er styrk fengi af þinginu til þessa, ætti að taka að sjer að æfa menn í trúðieikjum eða öðrum æfingum er menn sýna á leikhúsum — en því fer fjarri, að slíkt liggi nærri hjer á landi eins og til- háttar um leikfimi og íþróttir. Um allt þetta vil jeg eindregið ráða höf. að fræð- ast af hr. J. A. Hjaltalín, sem hann einmitt nefnir í grein sinni, sem þann mann er beri gott skyn á þetta mál, og treysti jeg hr. Hjaltalín vel til þess að koma höf. í skilning um hvað ríður á að gjöra hjer fyrst og fremst í þá átt að innræta þjóðinni löngun til hollra líkamsæfinga, og mynda góðan grundvöll undir þessa mikilvægu grein mannuppeldisins fyrir framtíðina. Aðdróttun höf. um að jeg muni hjer öllu fremur sækjast eptir peningunum, heldur en að jeg hafi áhuga á málefninu sjálfu ætla jeg ekki að fjölyrða um. Slíkt er jafnan hægt að segja um hvern sem er, ekki síst hvern sem kemur eins og jeg, ókunnur öllum og sem útlend- ] ingur, þó jeg sje fæddur hjcr og vilji eiga hjer heima. Jeg gjöri heldur ekki ráð fyrir því að höf. leggi trúnað á það, þótt jeg segi honum að löngunin til þess að geta orðið löndum mínum til gagns í þessu efni, sem jeg á- j lít eitt hið allra fyrsta og þýðingarmesta menningar- skilyrði þjóðarinnar, hefur fremur öllu öðru knúð mig til þess að leita heim til átthaganna aptur. Læt jeg svo úttalað um þetta nrál við hr. T. með þeirri von að jeg geti ef til vill sýnt honum það í verk- inu, að hve miklu leyti jeg sje fær um það sem jeg hef i boðist til að takast á hendur — ekki einasta það sem jeg hcf sýnt þingmönnum, heldur einnig annað, sem að leikfimi lýtur. Reykjavík 13. águst 1897. Magnús Magnússon. Er það endurskoðun ? í nefndaráliti í stj.skrármálinu í efri deild er það margtekið upp og lögð mikil áhersla á það, að ákvæði neðri deildar um aðskilnað sjermálanna frá ríkisráðinu sje »stjórnarskrárbreyting« — en á hinn bóginn virðast hin önnur aðalákvæði, sem þar er ráðið til að samþykkja, skoðuð sem »authentisk lagaþýðing« til tryggingar rjettri framkvæmd á þeim atriðum stjórnarskipunarinnar fram- vegis. En það skilst ekki hvernig farið verður með rjettu að gjöra þennan mun á ákvæðunum. Allar hinar sömu ástæður er knýjs. til þess að koma með authentiskar þýðingar á þeim greinum er m. hl. ræður til, mæla með því sama um aðskilnaðargreinina. Það sýnist auðsætt á eina hlið, að þessi skilnaðar- grein er ekki fremur »breyiing« á stjórnarskránni hclduj en hin ákvæðin, og á hinn bóginn að viðbótin við 1. gr. er að minnsta kosti jafnnauðsynleg eins og hinar — því það er játað að framkvæmd stjórnarinnar hafi ekki verið lögum samkvæm í neinu af hinum umræddu atriðunr. Það er heldur enginn vafi á því, að það er formleg breyting á stjórnarskránni þó ekki væri breytt nema einni einustu komrnu i henni eða orðaröð vikið við á einum stað eða fleirum. Til þess þyrfti þingrof og sam- hljóða samþykkt tveggja alþinga. — En að því slepptu verður naumlega sagt að hjer sje um verulegar breyt- ingar að ræða, og hljóta báðir flokkar þingsins að játa það. Vjer skulum fyrst líta á Valtýsfrv. sæla sem meiri hluti efri d. vill láta vekja upp frá dauðum, Getur stjórnin ekki framkvæmt það sem farið er fram á í hinu svokallaða Valtýs-frv. án þess að gjörð sje breyting á stjórnarskránni ? Jú. A því er enginn minnsti efi — (að undanteknu ákvæðinu um 61. gr. sem miðar að því að auka vald Danastjórnar gagnvart þinginu). Ekkert er auðveldara fyrir Danastjórn heldur en að lata »sjerstakan« ráðgjafa hafa Islandsmál á höndum, lata hann ekki hafa önnur ráðgjafastörf á hendi, lata hann mæta á alþingi. En ábyrgðarleysi þessa ráðgjafa yrði, eins og margsannað er áður í þessu blaði, hvorki meira nje minna en áður, þótt frv. Valtýs væri sam- þykkt. — Það er því að eins afnám þingrofsskyldunnar eptir 61. grein, sem getur kallast eiginleg stjórnarskrár- breyting af því er stendur skráð í frumvarpinu.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.