Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.08.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 16.08.1897, Blaðsíða 7
Áhrif æsandi meðala á tangakerfið. (Þýtt úr i nsku). Of miklar vökur, of langur vinnutími og yflr höfuð of mikil anclleg og líkamleg áreynsla, hafa mjög skaðleg og sljófgandi áhrif á taugakerfið. Mcnn hafa aldrei lagt eins mikið á sig, cinkum að því er vökur sncrtir, eins og gjört er nú á dögum. Er það sjerstaklega við skemmtanir og sam- komur. Þá heldur glaumurinn og gleðin mönnum vakandi, svo þeir finna ekki til svefns nje þreytu, en það hefur jafn ill áhrif á þá fyrir því. Allt sem er æsandi og örfandi ættu, menn að forðast. Skemmtanir sem standa lengur yfir en 3—4 kl,- stundir, segja læknar, að helst ætti ekki að eiga sjer stað, og síst af öllu ættu þær að ganga fram á nætur. Menn ættu að gæta þess að sofa allt af vissan tíma, jafnlangan; sje það ckki gjört, þá er hætt við að óregla komist á taugakerfið. Margir menn eiga mjög erfitt með að sofa, en það cr optast af því, að þeir hafa ekki gætt þess, að sofa á vissum tíma. Svefntfmi sá, er menn þurfa, er töluvert mismunandi, fer það belst eptir því hvað þeir starfa. Þeir sem vinna líkamlega vinnu þurfa að minnsta kosti að sofa 6—8 stundir. Verkamenn nú á dögum vinna allt of lengi og sofa langt of lítið; til þess að halda sjar vakandi og örfa krapta sína nota þeir ýms æs- í andi meðul, svo sem kaffi, te og einkum áfengi og tóbak. j Allt þetta veitir þeim óeðlilegt fjör; þeir finna ekki til svefns nje þreytu rjett 1 svipinn og vinna langtum meir en þeir eru færir um. Þeir verða því eptir sig á eptir, taugarnar veiklast, kraptarnir minnka og fjörið dofnar. Ráðið til að bæta þetta verður optast það, að nota sömu æsandi meðulin aptur, sem ; gjörðu þetta að verkum. Slíkt er næsta óhyggilegt, en flestir grípa þó til þess óyndisúrræðis; þegar menn eldast, leiðir af þessu svefnleysi og af því leiðir aptur sturlun á geðsmunum og j ýmislegt fleira. Margar millíónir manna hafa stytt aldur sinn um þriðjung eða meira, með þessum hætti, og ekki nóg með það, að þeir stytti sjálfum sjer aldur og skapi sjer að óþörfu illa æfi, heldur er það vísindalega sannað og ómótmælanlega. að það verkar einnig á börn þeirra. Börn þau, sem eiga drykkjumenn fyrir feður eða þá sem neytt hafa mikils tóbaks, eru nálaga allt af veikluð að einhverju leyti, optast tauga- veikluð og verða þunglynd með aldrinum. Þau eru hjartveik og ístöðulaus. Sumir hafa þóttst þess fullvissir, að mannkyn- inu væri að tara aptur, að því er krapta og annað atgjörvi snertir, og margt virðist benda til þess, að þeir hafi við nokk- uð að styðjast. Vlsindamenn hafa tekið það til íhugunar, þeir hafa leitað og rannsakað, reiknað og ályktað, og komist að þeirri niðurstöðu, að nokkur apturför ætti sjer stað; menn væru kjarkminni og þróttminni en áður, og yfir höfuð ístöðu- lausari; kenna þeir það eingöngu neytslu æsandi rneðala, einkum áfengis og tóbaks. Þrátt fyrir allt þetta, sem er byggt á óhrekjanlegri reynslu, finnast enn þá menn. sem halda fram gagnsemi þessarar eyðileggingar, sem tigna og tilbiðja tóbak og áfengi, þvert á móti betri vitund. S. J. J Nýtt blaö! jSamatj'laÖ ineð mynduni, hefur stórstúka ís- lands ákveðið að gefa út, og byrjar það 1. október. Blaðið á að heita »Æskan« og verða til þess að efla trú og siðgæði meðal æskulýðsins og vekja hjá honum lifandi tilfinningar fyrir öllu sönnu og fögru, rjettu og góðu, og jafnframt að vera svo fræðandi og menntandi sem unnt er. Það á að verða sem fjölbreyttast að efni og jafnframt sem auðskildast og einfaldast. Það á að- allega að flytja fagrar og siðbætandi smásögur; þá stutt- ar greitiar fræðandi, frjettir úr barnaheiminum, skrítlur og gátur. Blaðið á að koma út tvisvar í mánuði í sama broti og Kvennablaðið (4 síður) og er ætlasttil, að það flytji mynd að minnsta kosti í öðru hvoru blaði. Verð þess verður 60 aurar um árshelminginn úti unt land eða 1 kr. 20 aurar utn árið, en í Reykjavík 50 aurar um árshelminginn eða 1 kr. um árið. Utsending anti- ast póststjórnin og er áskript einungis bindandi fyrir 6 mánuði. Blaðið má panta hjá öllum póstafgreiðslu- og brjefhirðingamönnum; hjer í Reykjavík hjá Sig. Júl. Jóhannessyni, sem verður ritstjóri þess og Þorvarði Þorvarðarsyni, prentara. Þeir.sem ætlaað kaupa blaðið, eru vinsamlega beðmr að skrifa sig í sem fyrst. Þótt blöð sjeu hjer helst of mörg, þá munu flestir játa að einmitt sje þörf á svona blaði. Það má ekki gleyma bötnun- um, það verður að gjöra eitthvað fyrir þau lika. Barna- blöð eru hjá öllum siðuðum þjóðum og eru sumsstaðar keypt allra blaða mest, Margir kvarta um það, að þeir hafi ekkert nýtt handa börnunum til að lesa, og ætti þetta litla blað að geta bætt úr því; því þótt það sje vandi að skrifa svo ljóst og skýrt, sem þarf að vera, þá má gjöra sjer von um, að það takist nokkurn veg- inn, þar sem margir góðir menn hafa heitið liðveislu sinni; má þar til nefna hr. cand. theol. Ftiðrik Hallgrímsson hr. kennara Jóhannes Sigfússon og hr. cand. theol. Sig- urð Sívertsen og marga fleiri. Verðið hefur verið á- kveðið svo lágt sem mögulegt er á blaðinu til þess að sem flesti'r hefðu efni á að kaupa það. Reykjavík 16 ágúst 1897. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.