Alþýðublaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 11
Vesturröst opnar í nýju húsnæði Verzlun'arfyrirtækiíi Vestur- röst flutti um síðustu helgi í nýtt húsnæði í Garðastræti 2, þar sem áður var Kjólaverzlun-' in Fix. Hafa eigendur fyrirtæk- isins innréttað þar afar snotra eg skemmtilega verzlun, og er öll tilhögun í verzluninni gerð eftir þeirra hugmyndum. Hafa þeir komið upp nýrri Þýzkir æfa í Bretlandi London, 27. febrúar. Brezki hermálaráðherrann Harold Watkinsson sagði í neðri deild þingsins í dag, að brezka stjórnin hefði í hyggju að fá þýzka flotanum svæði á sjó og landi til æfinga fyrir 'her sinn. Hefur stjórnin beðið um sérfræðingahóp til Bret- lands til að athuga möguleik- ana á heppilegum svæðum. Andstæðingar komma sigra á Skagaströnd Skagaströnd, 27. febr. KOSNINGAR hafa farið fram til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélags Skagastrandar. Á kjörskrár voru 205, en atkvæði greiddu 137. A-listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, hlaut 78 atkvæði, en listi kommúnista og fylgi- fiska þeirra, B-listi, hlaut 57 atkvæði. Tveir seðlar voru auð- ir. í kosningum til ASÍ-þings sl. haust hlutu lýðræðissinnar 75 atkvæði, en kommúnstar 56. Stjórnina skipa nú: Formaður Björgvin Brynjólfsson, varafor- onaður Ólafur Guðlaugsson, rit ari Jón Árnason, gjaldkeri Sveinn Kristófersson og með- stjórnandi Sigríður Ásgeirs- dóttir. gerð af hillum, sem fljótt á lit- ið virðast vera mjög hagkvæm- ar og þægilegar. Þar sem þessi gerð af hillu, er algjör nýjung hér á landi, þá hefur verzlunin ákveðið að hafa þær til sölu, og útvega allt er til þarf varð- andi samskonar innréttingar. Fyrirtækið Vesturröst var stofnað árið 1957, og byrjaði þá með verzlun á Vesturgötu, sem fljótlega varð of lítil. Stofn endur Vesturrastar eru þeir Ingi Þorsteinsson, Þorsteinn Þórarinsson og Ragnar Sigfús- son, sem jafnframt er verzlun- arstjóri. Fyrirtækið verzlar með hverskyns byggingarvörur, verkfæri, veiðarfæri og fleira, og hefur umboð fyrir mörg vel þekkt fyrirtæki erlendis, sem framleiða slíkar vörur. í viðtali, sem eigendur héldu í sambandi við opnun verzlun- arinnar, sögðu þeir, að með inn- réttingum á verzluninni, hefðu þeir fundið mjög góða lausn á því vandamáli, sem oft vill skapast í sambandi við hillur og annað. Eru hillurnar, sem hér um ræðir, byggðar úr járn- undirstöðum, sem tréhillum er komið á. Allt er þetta færanlegt og ekkert naglfast. Inn í vegg- ina er komið fyrir grindum, sem hægt er að hengja hillur á í hvaða hæð sem er. Það er Ingi Þorsteinsson, sem átti hugmyndirnar" að þessum innréttingum og gerði teikning ar, en tréverkið annaðist Þor- steinn Þórarinsson. FUJ-fundur í Keflavík FÉLAGSFUNDUR vcrður hjá FUJ í Keflavík í kvöld kl. 8.30 í veitingahúsinu Vík. Egg- ert G. Þorsteinsson alþm. er frummælandi og ræðir kjara- málin. Félag'ar eru hvattir til að fjölmenna. sagði utanríkisráð- herra á fundi Alþýðuflokksfél. íSLENDINGAR eiga nú um tvær leiðiír að velja í landhelgismálinu, að halda deilunni við Breta áfram eða að semja við þá um lausn, sem í raun- inni færir okkur stærri fiskveiðilandhelgi en við höfum haft, sagði Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra í ræðu á sameiginlegum fundi Alþýðuflokksfélaganna í Reykjarvuk í Tjarnarcafé í gær. Utanríkisráðherra sagði, að samkomulag það er við gætum nú fengið við Breta væri það hagkvæmt, að tvímælalaust væri rétt fyrir íslendinga að taka því. Ráðherrann lagði á- herzlu á eftirfarandi: 1. Bretar viðurkenna 12 mílna fiskveiðilögsögu íslendinga. 2. Bretar fallast á mikilvæg- ar breytingar á grunnlínum sem stækka munu fiskveiði- lögsögu íslands um 5065 ferkílómetra. 3. Svæði það er Bretar fá að veiða í takmarkaðan tíma á ytri 6 mílunum næstu 3 árin jafngildir því, að þeir fengju að veiða á 5500 fer- kílómetra svæði samfellt. 4. Ríkisstjórnin lýsir því yfir, að hún muni halda áfram friðun fiskimiðanna við ís- land og vinna að friðun alls landsgrunnsins. Guðmundur sagði, að Bretar hefðu fallizt á það, að hætta algerlega veiðum í fiskveiðilög sögunni eftir 3 ár. Ráðherrann sagði, að ef ís- lendingar höfnuðu þeim hag- kvæmu samningum, er þeir nú eiga kost á, mundu þeir hafa mun erfiðari aðstöðu á alþjóða- vettvangi á eftir. Á síðustu Genfarráðstefnu hefðu íslend- ingar sætt harðri gagn- rýni fyrir ó- sanngirni. Jafnvel þau ríki er stutt hefðu íslend- inga í land- helgismálinu hefðu lýst yfir undrun sinni á því, að við teld um okkur ekki geta fallizt á að Bretar fengju að veiða stuttan tíma á viss- um svæðum innan 12 mílnanna. Enginn vafi væri því á því, að ef Bret- ar gætu nú tilkynnt heiminum, að þeir hefðu boðið íslendingum viðurkenningu 12 mílnanna og útfærslu fiskveiðilögsögunnar á vissum stöðum gegn því að þeir fengju tímabundið að veiða á ákveðnum svæðum innan 12 mílnanna en íslendingar hafnað slíkri lausn — þá myndu Bret- ar fá samúð heimsins með sér í deilunni en ekki við, sagði ráðherrann. Við eigum hér kost á hag- kvæmri lausn á viðkvæmu deilumáli og því ber að taka henni, sagði ráðherrann. Er ráðherarnn hafði lokið máli sínu töluðu dr. Gunnlaug- ur Þórðarson og Jón Axel Pét- ursson. Fjölmenni var á fund- inum og góður rómur gerður að máli ræðumanna. Óskar Hallgrímsson form. fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag anna í Reykjavík stýrði fund- inum. Féll a f bíl- | palli, og islasaðist | Akureyri í gær. ÞAÐ slys varð hér í dag, að 57 ára gamall maður féll ofan af bílpalli og slasaðist nokkuð. Maðurinn, Jón Vrgfússon, var að hlaða kössum frá nýju kassa-verk- smiðjunni upp á vörubíl, en honum varð fótaskortur eg féll niður af pallinum. Haan var fluttur á spítalann til rann. sóknar. Sjóprófum vegna Goða- fosssfrandsins lokið Akureyri í gær. SJÓPRÓFUM vegna Goðafossstrandsins er nú lokið. Skipshöfnrn á Goðp- fossi hefur verið yfirheyrð ©gf eins skipshöfnin á Svalbak. Sléttbakur er nú á veiðum, ®tt áhöfnrn verður yfirheyrð, þeg- ar togarinn kemur inn. Ein- hver sjópróf þurfa að fara fram í Ólafsfirði. Dregið 7. marz Meðal annarra vinninga: Ferð fyrir tvo til Mallorca og átta 5000 króna húsmunaverðlaun. Alþýðublaðið — 28. febr. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.