Alþýðublaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1962, Blaðsíða 4
Hvenær byggium EF LÖGUM um bæjar- -og sveitarstjórnarkosningar liefði ekki verið breytt fyrir nokkru, væri þjóðin nú öll í íkosningaham, enda mundi gengið að kjörborði næsta Æunnudag til að velja bæjar :fulltrúa og hreppsnefndar- menn víða um landið. Sam Jkvæmt hinum breyttu lögum -fara þessar kosningar ekki :fram fyrr en snemma sumars, -og er það vafalaust hentugra fyrir alla aðila. Hins vegar tná sjá margvísleg merki þess, að kosningar eru ekki langt "lindan. Eitt þeirra mála sem skyndi lega er tekið að ræða mikið nxm, eru skipulagsmál. Var Tifizt um þau á síðasta borg- ítrstjórnarfundi í Reykjavík, ’enda er timi til kominn, að Uiöfuðborgin ákveði skipulag til að endurbyggja bæinn eft ir. Hafa erlendir sérfræðing- -ar raunar verið kallaðir til xáða og iagt fram stórmerkar tillögur, sem vafalaust verða ftó mikið deilumál, þegar þær ^verða birtar. Hinn danski prófessor, P. IBreidsdorff, sem hefur verið -aðalráðunautur bæjarins, Ieggur til stórfellda breytingu -á miðbænum, og telur, að þar 'verði aðeins hægt að byggja brot af því, sem hingað til hef tir verið búizt við. 'Vill hann undantekningarlítið ekki byggja hærri hús en gömlu húsin, sem fyrir eru í mið- bænum, og vill hafa miklar lóðir fyrir bílastæði og bíla- hús. Telur hann það óhjá- kvæmilegt, ef miðbærinn á ekki að verða gersamlega ó- viðráðanleg umferðateppa í framtíðinni. Til að bílamergð in ekki ryðji fólkinu alveg burt, vill hann hafa Aðal- stræti og nýjar verzlunargöt ur í Grjótaþorpi eingöngu fyrir fótgangandi, — bílalaus ar með öllu. Hann telur koma til greina síðar að fara eins með allt Austurstræti. Hætt er við, að ýmsum lóða eigendum í miðbænum og Grjótaþorpinu bregði, þegar þeir heyra þessar tillögur — og þann sterka rökstuðning, sem fram er færður fyrir þeim. Þá eru húgmyndir hins danska sérfræðings um fjár- hagshlið sk:pulagsins athygl- isverðar. Hann vill leggja þá kvöð á húsbyggjendur í mið bænum, að þeir tryggi nauð synleg bílastæði fyrir hús sín, en geti keypt sig frá kvöðinni. Með þeim gjöldum vill hann svo kaupa lóðir ' fyrir hin miklu bílastæði og torg. Er þetta í eðli sínu svipuð tillaga og við höfum verið með í A1 þýðublaðinu, er við höfum mWMWWWMWMlWWW t FÁ leikrit hafa hlotið betri dóm bæði hjá gagn- rýnendum og leikhús- gestum heldur enn Hús- vörðurinn eftir Harold Pinter, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. Enda er hér um að ræða sérstætt nýstárlegt og stórbrotið verk, sem eng- inn leikhúsunnandi ætti að láta fram hiá sér fara. Sýningin í heild er mjög vönduð og leikur Vals, Gunnars og Bessa í hin um erfiðu hlutverkum með afbrigðum góður. — Myndin er af Gunnari og Val. — Næsta sýning er á kvöld. krafizt þess, að gróðínn af fasteignasölu í miðbænum (til dæmis 10 milljóna lóðakaup um Seðlabankans) rynni í skipulagssjóð til að kaupa upp þær lóðir sem skipulagið krefst. Breidsdorff prófessor telur, að miðbærinn verði fljótlega of lítill, enda þótt hann verði nýttur eins og framast er skynsamlega hægt. Hann tel- ur, að Laugavegur og aðrar götur í áttina að Hlemmtorgi geti ekki orðið viðunandi nýr miðbær til verzlunar- og skrif stofustarfsemi, þar sem ógern ingur sé að tryggja þolanlegar umferðaæðar að þessum göt um, og þegar byggt svo mikið af varanlegum húsum, að skipulagsstörf séu af þeim sökum erfið. Þess vegna vill hann reisa nýjan miðbæ fyr- ir verzlun og viðskipti og ef til vill einhverjar opinberar hygg’ngar. Plann leggur til, að þetta hverfi verði sunnan^ Miklubrautar milli EQíðahverf is og Háaleitishverfis, þar sem golfvöllurinn er nú. Þar munu mætast tvær mestu umferða æðar bæjarins, Miklabraut í austur- og vestur, og ný breið gata, sem á að liggja frá Suð urlandsbraut yfir á Hafnar- fjarðarveg. Landið er tilbúið og hægt að byrja að byggja upp þetla hverfi hvenær sem er segir hinn danski sérfræð- ingur. Undanfarið hafa farið fram í alþingishúsinu mikilsverðir fundir um skipulagsmál, þar sem þingforsetar, fulltrúar þingflokkanna og borgar- stjórnin í Reykjavík hafa rætt framtíðarbyggingu fyrir al- þingi. Árum saman hefur ver ið leitað að stað fyrir ráðhús og deilt um hugsanlega staði. En allar athuganir hafa end að í norðurenda Tjarnarinnar, og bæjarstjórn samþykkti ein róma fyrir nokkrum árum, að þar skyldi ráðhús standa. En bæjarstjórn gleymdi einu mik ilsverðu atriði. Hún gleymdi að lala við nágrannana og spyrja þá álits um málið. í þessu atviki er alþingi næsti nágranni, og er augljóst, að alþingi getur ekki verið á sín um gamla stað, ef risavaxið ráðhús verður byggt í tjarnar endanum, og ráðhúsið getur ekki risið nema alþingi láti af hendi lóðir, til dæmis Góð- templarahúslóðina, sem þing- ið á. Til greina koma ýmsar framtíðarlausnir fyrir alþingi. Hugsanlegt er að byggja við gamla húsið og starfa áfram á sama stað. Hugsanlegt er einnig að byggja nýtt þinghús meðfram Kirkjustræti til vesturs í næsta nágrenni við gamla húsið. Þá hefur verið nefnd brekkan upp með Tún götu, þannig að þingið sneri fram að bæjarstæði Ingólfs. Enn koma til greina aðrar lóðir, til dæmis fegursta lóð bæjarins, sem er í suðurenda Tjarnarinnar. Önnur stórbygging, sem ætti að vera komin upp, er nýja stjórnarráðið. Það á að rísa milli Bankastrætis og Menntaskólans og mun breyta mjög svip miðbæjarins. Bygg ingin mun vera fullteiknuð, en alltaf eru einhverjir skugg ar yfir efnahagslífinu, sem hindra, að ríkisstjórnir þori að hefja verkið. Verður það vonandi ekki dregið lengi úr þessu. Það er skömm fyrir fsland inga hversu vesældarlega þeir hýsa ríkisvald sitt, og ber það ekki vott um, að þeim þyki vænt um lýðveldið eða beri virðingu fyrir því. Af hverju rísa ekki alþingi, stjórnarráð og hæstiréttur, byggingar fyr ir þrjá máttarstólpa þjóðfé- lagsins, eins og hér spretta upp bíó, happdrættishallir og bændahótel? Er ekki kominn tími til að draga fastar Hnur í skipulag höfuðborgarinnar, r.vðja til fyrir þessum húsum ef þess er börf, og sýna örlitla reisn í því, sem við eigum öll! saman? Grasafræði Geirs Gigju NÝLEGA er komin út á veg- um Ríkisútgáfu námsbóka GRASAFRÆÐI eftir Geir Gígju. Bókin er ætluð til notkunar í framhaldsskólum. Hún skiptist í 14 aðalkafla, sem nefnast: Túngrösin, Kál- garðurinn, Gróðurreitir og gróðurhús, Skrúðgarðurinn, Náttúruvernd, Um holt og hlíðar, í skóginum, í mýrinni, Á berjamó, Á heiðum og há- fjöllum, Við sjóinn, Vatna- og sægróður, Sveppir og gerl ar og Erlendar nytjajurtir. —. Þá er einnig í bókinni kafli um grasasöfnun og sérstakar leiðbeiningar við að þekkja nokkrar algenguslu jurtirn- ar. í Grasafræðinni eru 62 lit- myndir. Þær eru af algeng ustu íslenzkum jurtum, sem greint er frá í bókinni og nokkrum erlendum nytjajurt um. Ennfremur eru í bókinni um 200 svarthvítar myndir af jurlum, jurtahlutum og at vinnuháttum landsmanna fyrr og nú, einkm í sambandi við grasrækt og uppskeru garðávaxta. Bjarni Jónsson teiknaði myndirnar í samráði við höf und bókarinnar að undan skildum myndum af grasa fræðingunum Helga Jóns syni og Stefáni Stefánssyni, sem gerðar voru eftir ljós myndum. Bókin er 126 bls. í Skirnisbroti. Setningu annað ist ísafoldarprentsmiðja hf. en Offsetprentsmiðjan Litbrá hf. prentaði. ASV telur fiskverðið aðalatriðið Ísafirði, 15. janúar í gærdag hélt stjórn ASV fund hér á ísafirði. Til fundar ins voru boðaðir fulltrúar frá eftirgreindum félögum: Sjó mannafélagi ísfirðinga, Vél stjórafélagi ísafjarðar, Verka lýðsf. Bolungavíkur, Verkalýðs félagí Hnífsdælinga og Verka lýðsf. Álftfirðinga. Tilefni fundarins var það að ræða um bátakjarasamningana °g þá fyrst og fremst um til- kynningu ASÍ. — Samanber símskeyti til félaganna dags. 10. þ. m. — um að lokið sé til raunum til heildarsamnings um kjör bátasjómanna og þar sem málinu er vísað heim til hinna einstöku félaga. Eftirfarandi samþykkt var ger með samhljóða atkvæðum fundarmanna: „Þar sem meirihluti sam bandsfélaga ASV — þ. e. um % félaganna — sagði ekki upp bátakjarasamninginum og jafn framt með tilvísun til þess, að þau félög, sem sögðu samningn um upp, gerðu það fyrst og fremst til að tryggja örugga að ild jómannasamtakanna að á kvörðun um fiskverð til sjó manna, en það mál hefur verið leyst með sérstakri löggjöf, tel ur stjórn ASV og þeir fulltrúar, sem á fundi þessum eru mælt ir, að ekki sé grundvöllur fyrir því að hefja samninga um báta Framhald á 15. síðu. 21. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.