Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 4
iH Guðni Guðmundsson: Kennedy segir v/ð kommúnista: SÚ ÁKVÖRÐUN Kennedys Bandaríkjaforseta að senda banda rískt herlið til Thailands má telj- ast mjög einkennandi fyrir stefnu hans. Hann hefur sent lið til jþess að segja einfaldlega liingað og ekki lengra. Allt frá því Kenn edy tók við völdum befur hann sýnt, að hann ætlar sér ekki að láta kommúnistum haldast uppi ‘t>á yfirlýstu stefnu sína, stefnu, sem hefur verið uppáskrifuð af Krústjov, að ná undir sig æ stærri hlutum heims með undirróðri og bókstaflega með því að éta löndin jnnanfrá. Það er að sjálfsögðu alveg ljóst, að liðsflutningar Bandaríkja- manna cru gerðir vegna Laos, en ekki vegna Thailands, nema að ■því leyti sem því landi kann að stafa hætta af kommúnistískum her á landamærum sínum. Laosmálið hefur verið vand- ræðamál núna um langan tíma. Larna hafa áttst við þrír prinsar, einn hægrisinnaður, einn hlut- laus og einn kommúnistískur. .— Þessir náungar virðast aðallega hafa haft það sér til dundurs und anfarið að fljúga milli frumskóg- anna í Laos og einhverra villla á Rivierunni, . súpa whyskilögg, reykja vindla og komast ekki að neinu samkomulagi um það, hvernig skuli stjórna landi sínu. Niðurstaðan hefur svo að sjálf- sögðu orðið sú, að landið hefur logað meira og minna í borgara- styrjöld í um fjögur ár og enn verður ekki séð, hvort tekst áð mynda þar einhvers konar stjórn, er von hafi um að koma þar á eðlilegu ástandi. Þegar stríðinu í Indó-Kína lauk ioksins 1954, var stærsta tiluta Indó-Kína — Vietnam — skipt í Norður-Vietnam, sem kom múnistar stjórna, og Suður-Viet- nam, þar sem andkommúnistar hafa síðan farið með völd. Laos og Kambodia héldu sér sem sér- stök ríki og öll þessi lönd voru lýst hlutlaus. Aðeins einu þess- ara ríkja, Kambodiu, virðist síð- an hafa verið skynsamlega stjórn að. Fyrir um það bil fjórum árum virtist svo sem liin hlutlausa stjórn Souvannah Phouma, eins af fyrrnefndum prinsum, væri að ná góðum árangri í stjórn lands- ins, stuðluðu Bandaríkjamenn a því fyrir atbeina Dulles sál., fyrr- verandi utanríkisráðh, að Phou- mi Nosávan, hershöfðingi og hægri maður, gerði byltingu. Ár- 'angurinn Varð að sjálfsögðu borgarastyrjöld, sem staðið hef- ur síðan. Kennedy 'sá strax, að ekki var von um fulian sigur í Laos o" hefur því unnið síðan að því að koma á samningum um hlutlausa stjórn. Það er hins vegar svo þrátt fyrir mikinn stuðning Bandaríkjamanna virðast hægri menn í Laos alls ófærir um að stjórna sjálfir og ófúsir til ar semja við aðra um stjórn. Margir virðast óttast liðssend- ingu Bandaríkjamanna til Thai- lands. Telja, að hún kunni frem- ur að auka á spennuna, en draga úr henni. Það er að vísu alve- rétt, ða nuðsynlegt er að draga úr spennu í þessum heimshluta, ekki síður en öðrum. En það ber að skoða þetta undir dálítið öðru sjónarhorni. Ef við lítum til Evr- ópu eftir stríðið, þá minnumst við þess, að kommúnistar gleyptu í sig .hyert ríkið af öðru meö und- irrróðri og í skjóli rússnesks her- námsliðs. Það var vegna þeirra atburða, sem NATO var á sínum tíma stofnað. Það, sem er að ger- ast í Suð-austur Asíu núna, er mjög svipaðs eðlis. Suð-austur Asíubandalagið, SEATO, sem Bandarílcjmenn eru sterkasti að- ilinn í, er með liðsflutningum þessum að koma í veg fyrir ná- kvæmlega sams konar kommún- istíska landvinninga. Hættan á, að átök þarna breið- ist út vegna liðsflutninga Banda ríkjamanna, virðist ekki vera ýkja mikil. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að hin kommúnistíska sókn í Suður-Asíu er miklu frem- ur angi af hinum kínverska kom- múnisma en þeim rússneska. Eins og ástandið er í hinum kommún- istísku herbúðum um þessar mundir, er það skiljanlegt, að Rússr eru ekkert yfir sig hrifnir af þessum aðgerðum, enda hafa Rússar þegar lýsf sig fúsa til að standa við samkomulag þeirra Kennedys og Krústjovs frá Vín- arborg. Það eru því enn miklar líkur á, að koma megi á vopna- hléi og síðan myndun hlutlausr- ar stjórnar, ef þá þessir hálf- hlægilegu prinsar halda ekki á- fram að standa í vegi fyrir öllu samkomulagi. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að full þörf virðist vera á því fyrir Bandaríkjamenn, og raunar öll vesturveldin, að gera eitthvað stórkostiegt í að endur bæla lífskjör og stjórnarfar í lönd um, eins og t. d. Suður-Vietnam. Það er engan veginn fullnægi- andi lausn að veita hernaðarað- stoð, eða aðra aðstoð ef fyrirsjáan legt er, að sú aðstoð kemur ekki iandsfólkinu almennt að haldi, jheldur eingöngu fámennri valda- Kosn'mga- skrifstofur A-listans í Reykjavík FULLTRÚARÁÐ AlþýSuflokksins í Reykjavíkur hefur nú opnaS flestar umdæmisskrifstofur sínar í Reykjavík. Eru þær þessar: \ SiÓMANNASKÓLINN: Stórholt 1 (efstu hæð), sími 30213. LAUGARNESSKÓLINN: Dalbraut 1. Sími 38005. LANGHOLTSSKÓLINN: Laugarásvegi 29 (efri hæð). Sími 38097. Umdæmisskrifstofurnar eru opnar kl. 5-10 e. h. Hverfisstjórar í hinum ýmsu umdæmum eru beðnir að mæta á umdæmisskrifstof um sínum öll kvöfd kl. 8,30. Auk hverfisstjóranna er nauðsynlegt að starfsfólk á kjördegi og alþýðuflokksfólk almennt komi á umdæmisskrifstofurnar út alla vikuna. Starfsfólk á kjördegi. A-listanum er brýn nauðsyn að fá sem flesta til starfa á kjör- degi. Vinsamlegast tilkynnið ykkur á umdæmisskrifstofunum eða á aðalskrifstofunni í Alþýðuhúsinu, símar 15020, 16724. Bifreiðar á kjördegi. Þeir bifreiðaeigendur, er lána vilja bifreiðar sínar til aksturs fyr- ir A-listann á kjördag, eru beðnir að láta strax vita á aðalskrif- stofuna, símar 15020 og 16724. Utankjörstaðakosningin. Utankjörstaðakosning stendur yfir. Þeir, sem ekki verða heima á kjördegi, geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepps stjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGASKÓLA. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 8-10. Sunnu- daga kl. 2-6. Aðalkosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Reykjavík er í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Símar 15020, 16724 og 19570. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-22. Alþýðuflokksfólk er beðið að hafa samband við skrifstofuna og veita upplýsingar, er að gagni mega koma. Einkum er mikilvæg vitneskja um þá kjósendur, er eiga að kjósa utankjörstaðakosningu, - jafnt þá, sem dvelja nú erlendis eða verða ytra á kjördag og hina, sem flutzt hafa milli byggðarlaga innanlands. — Kjósendur Álþýðufiokksins eru hvattir til að ganga úr skugga um sem fyrst hvort þeir eru á kjörskrá eður ei með því að hafa samband við skrifstofuna. klíku, eins og nú gerist í Suður- Vietnam, þar sem Diem, forsæt- isráöherrra, er svo til einráður og styöst við sterkan her, her, sem haldið er uppi að verulegu leyti af Bandaríkj amönnum til að berjast við leyniher kommúnista frá Norður-Vietnam. Eina lausnin er að veita landsfólkinu þau lífs- kjör, sem það vill ekki missa og. er reiðubúið til að verja. Allt annað er bardagi við vindmyllur. Hvað vilja beir hér? ÍSLENDINGAR hafa yfirleitt tekið fulltrúum frá löndum austan járntjálds með vinsemd, síðan þeir tóku að koma til íslands. Einstöku sinnum hefur þó komið fyrir, að þeir hafa sýnt annarleg áhugamál, sem ekki verða fyllilega samrýmd einlægum vilja til að kynnast ís- Ienzku þjóðinni einni. í fyrrasumar var til dæmis haldin mikil flug- sýning á Reykjavíkurflugvelli, og tók varnarliðið á Keflavíkurflugvelli þátt í henni með flestum flugvélategundum sínum. Þá brá svo við, að starfsmaður rússneska sendiráðsins birtist á flugsýningunni, ekki sem venjulegur sýningargestur til að skemmta sér með íslendingum, heldur hlaðinn Ijósmyndavélum og áhöldum. Myndin okkar var tekin af þess um manni, þar sem hanu var að taka kvikmyndir af orustuflugvél frá varnarliðinu, og virðist maðurinn vera búinn til þess að ná góðum mynd um. Ekki munu undirmenn í íslenzkum sendiráðum hafa ráð á svona miklum kvikmynda- og Ijósmyndunartækjum. 4 23. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.