Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 11
Úr atvinnulífinu Frh. af 7. síðn. sýna aðeins lit í þessa átt, en alltof lítinn. Skógi klætt landið mildar veðráttuna, hlífir öðrum gróðri, dregur úr stormum, auk þess, sem það skapar annan svip á landið, gefur hinni stórbrotnu náttúru þess, aukinn yndisleik. Það má ekki draga úr fram- kvæmdum, að núlifandi kynslóð nýtur að langmestu leyti minnstu ávaxtanna, heldur kom andi kynslóðir. Þjóðin hlýtur að vera það þroskuð, að hún verður miklu fremur að líta fram — langt fram í tímann — og horfa ekki alltaf eftir því, sem gefur j arðinn í dag eða morgun, held- ur hitt, hvernig hún býr í dag í haginn fyrir komandi kynslóð ir. Það á að vera hennar aðals- merki, að óbornar kynslóðir blessi störf afa og ömmu, sem bjuggu í haginn fyrir barna- börnin og gáfu þeim fagurt for- dæmi. Ég hef stundum heyrt anda köldu frá fjárræktarmönnum til skógræktarinnar íslenzku. Hafa þeir talið, að fjárfesting í skóg- rækt gæfi minni arð en kvikfjár- ræktin. Og enda þótt svo sé, sem hér skal ekki dæmt um, þá verð ur sjónarmiðið ekki að bindast við líðandi stund, heldur við- miðunin að sigla á langa fram- tíð. Landið er stórt og lítt num- ið og finnst mér að hvort tveggja, bæði skógræktin og einnig kvikfjárræktin, hafi nægj- anlegt olnbogarými um langa framtíð. Nútíma ört vaxandi tækni mun og hjálpa til að svo verði. Það má aldrei neinum þegni þessa lands gleymast orðin: „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna að nota hann.” Ó. J. REYKTU EKKI í RÚMINU! Húseigendafélag Reykjavíkur Atvinna Atvinna Viljum ráða blikksmið til starfa í verksmiðju ívorri. Góð vinnuskilyrði — Góð laun. H.F. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. Búlgaría Frh. af 10. ríðu. knattsþymusviðinu, var sigur þeirra yfir Frökkum 1959 með 1:0 í Sofia — en Frakkar voru þá taldir meðal sterkustu þjóða í knattspyrnu eftir 3. sæti þeirra í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1958. Einnig var þáttur Búlgaríu góður í Olympíuleikunum 1956 og 1960. Þrátt fyrir þetta voru fáir, sem spáðu Búlgaríu miklu gengi í und- anrásunum, en þeir áttu í höggi við Finnland og Frakkland. Liðið var álitið gott, en þó ekki eins „tekniskt” og Frakkland. En hið „ómögulega” skeði — til mikillar ánægju heima fyrir, en sorgar í Frakklandi, sem syrgðu tapið í marga daga. Belgía, sem ekki komst í úrslit í Chile, burstaði Búlgaranna nokkrum dögum seinna, en fréttaritarar töldu það aðeins vera afleiðing spennunnar í fyrri leiknum. Þeir álitu að Búlg- aría muni eflaust sýna sterkari þegar úrslit sérhvers leiks gildir í Chile. Núverand uppstilling liðsins mun eflaust vera óbreytt, þegar komið er til Chile frá leiknum gegn Frakklandi, en hún var: Neydenov, Rakarov og Metodi- ev, — Dinov, Dimitrov og Kova- chev — Diev, Velichkov, Iliev, Yakinov, Kolev. Markvörðurinn Neydenov er eins og allir eldri meðlimir liðsins „Master of sport”. Hann hefur leikið 41 sinni með liðinu og er ásamt miðfrv. Dimitrov máttar- stólpi varnarinnar. Dimitrov, sem er vélfræðinemi 26 ára, hefur leik- ið 28 leíki. Bakverðirnir Rakarov 54 leiki og Metodiev 27 leiki eru sterkir í ná- vigi og hreinsa vel frá. Hliðarfram verðirnir Dimov (2) og Kovacliev í41) eru úthaldsgóðir leikmenn, en uppbygging þeirra er ekki fyrsta flokks. Besti leikmaður framlínunnar og eina virkilega einstaklings- stjarnan er v. úth. eða innh. Kolev (56) en hann er mjög góður „dribblari” með skotsterkan vinstri fót. Hann er fyrirliði liðs- ins og sá marksæknasti. Yakinov, sem leikur með Kolev á vinstri væng er einnig mjög góð- ur leikmaður, 20 ára. Aðalkostur Velichknovs er hraðinn, en hann hefur verið valinn 3 sinnum og er besti innh. í augnablikinu þrátt fyrir mikinn einstaklingsleik. Diev (37) og Iliev (20) auka á slag- kraftinn og skothörkuna, en frek- ar auðvelt er að valda þá af föstum og hörðum varnarleikmönnum. Búlgarskir knattspyrnufrömuð- ir vildu sem minnst segja í Milan um möguleika liðsins í Chile, en sögðu að sigurinn yfir Frökkum væri stærsti knattspyrnusigur Búlgara fyrr og síðar. Þeir sögðust fara til Chile með von um að sýna góða leiki og álitu að Argentína og Brasilía myndu berjast í úrslitunum, en af evrópsk um liðum kæmu helst til greina England, Rússland og Ítalía. Þrótfur vann Framhald af 10. síðn ur Víkinga var markvörður þeirra Rósmundur, sem er mjög vaxandi í stöðu sinni. Hjá Þrótti bar mest á þeim Axel, Hauk og Ómari. Dóm ari var Valur Benediktsson og átti hann rólegan dag við auðdæmdan leik. — V. Kosningahandbók Fjölvíss fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27, maí 1962 er komla út. í henni eru upplýsingar um alla listabókstafi í landimj. framboðslista, úrslit síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga, mannfjöldaskýrslur og ýmsar sögulegar upplýsingat um sveitarstjórnarkosningar á fyrri árum. S > ^ Bókin er handhægt upplýsingarit ^ > fvrir kiósendur allra flokka. > Auk þess er verðlaunákrossgáta með 1000 kr. verðlaununt Bókin fæst um land allt. Verð kr. 30,— ff Bókaútgáfan Fjölvís Símanúmer okkar er 20820 HNOTAN Húsgagnaverzlun, Þórsgötu 1. Óskum eftir að taka á leigu 60—90 tonna bát sem skólaskip Uppl. og tilboð sendist Æskulýðsráði Reykjavíkur i> Lindargötu 50, sími 15937 kl. 2—4 e. h. daglega. SJÓVINNUNEFND. Skrifstofumaður % Óskum að ráða ungan reglusaman mann til starfa á skdfc- stofu vorri. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri stcaít svo og meðmælum, óskast sendar skrifstofu vorri fyrir 1* júní n.k. merktar „Skrifstofustarf". H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Scndibíll 1202- Stationblll 1202 fUICIA Sportbill OKTAVIA Fólksbíll TRAUST BODYSTAL - ORKUMIKLAR 03 VIÐURKENNDAR VÉLAR- HENTUGAR ISLENZKUM AÐSTÆÐUM - LAGT VERO PÓSTSENDUM UPPLÝSINGAR TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODID IAUGAVEOI 174 - SÍMI 57881 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. maí 1962 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.