Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1962, Blaðsíða 5
20 bátar með 16 þúsund tunnur SÆMILEG síldveiði var í fyrri- nótt, og um kl. 4 í gær, höfðu 20 bátar tilkynnt Fanney áætlaðan afla sinn, 16.370 tunnur. Bátarnir voru flestir á Akranesforinni og um 7-10 mílur suður undan Hellna sandi. Margir bátanna lönduðu á Akranesi og nokkrir í Reykjavík. Síldin fer nú dagbatnandi, og cru frystihúsin farin að taka hana til vinnslu, þ. e. til frystingar. Þó fer mest í bræðslu, og um borð í norsku sildarflutningaskipin, sem eru á Akranesi. Bátarnir, sem höfðu tilicynnt Fanney afla sinn um hádegi í gær, voru þessir: Leifur Eiríksson 700 tunnur, Höfrungur 920, Gísli lóðs 300, Eldborg 400, Víðir II. 1200, Stapafell 700,Guðrún Þorkelsdóttir 1100, Héðinn 850, Akraborg 1100, Haraldur 300, Manni 200, Skímir 800, Jón Garðar 1000, Dofri 700, Bergvík 300, Anna 1000, Ólafur Magnússon 600, Þrír bátar höfðu j tilkynnt afla fyrir klukkan fjögur í gær, en það voru: Guðmundur j Þórðarson 1000, Jón Trausti 1500 og Höfrungur II. 1700 tunnur. | Mjög gott veður var á miðunum i gær, en að venju er síldin mjög | stygg og stendur djúpt. Síldin er I mjög grunnt út af Hellnanesinu, I og svo að bátarnir geta tæplega kástað af ótta við að eyðileggja , næturnar. SKIPUN RIKIS- SKATTSTJÓRANS 1 GÆR var Sigurbjörn Þor- björnsson skipaður ríkisskattstjóri. Er hér um að ræða embætti sem ekki hefur verið til áður. Sigurbjörn lauk prófi frá Verzl- Tímarif rai- virkjameistara komið út RAFVIRKJAMEISTARINN, tíma- rit gefið út af félagi íslenzkra raf- virkjameistara og löggiltum raf- virkjameisturum í Reykjavík, er nýkomið út, 1. tölublað 3. ár- gangs. Flytur það einkum efni úr lífi rafvirkja, greinar um hags- munamál þeirra o. fl. Nokkrar myndir eru í ritinu, sem er 16 síður að stærð og prentað í Prent- verk hf. unarskóla Islands vorið 1942. — J Síðan starfaði hann eitt ár á skatt- stofunni í Reykjavík, en fór síðan ! til Bandaríkjanna, þar sem hann i lauk prófi frá Háskóla Minnesota j ríkis með ágætiseinkunn. | Árið 1947 var hann skipaður fulltrúi skattstjórans í Reykjavík, en árið 1950 lét hann af því starfi til þess að útbúa reglugerð um stóreignaskatt og framkvæmd hennar. Árið 1952 réðist Sigur- björn aðalbókari hjá Flugfélagi íslands og hefur gegnt því starfi þar til í gær. Sigurbjörn sagði í örstuttu sím tali við Alþýðublaðið í gær, að liann hefði byrjað í hinu nýja emb ætti í gær, þótt opinberlega tæki hann ekki við því sem slíku fyrr en 1. október næstk. RGIN • • i vorn SJÁLFSTÆÐISBLÖÐIN birtu gær viðtal við Ólaf Thors í til- efni af borgarstjórnarkosning- unum. Muna menn ekki, að sá flokkur hafi þótzt svo að- þrengdur, að hann þyrfti að kalla á formanninn nokkrum dögum fyrir kosningar, og jafn- vel það er ekki sérlega sigur- stranglegt. Ólafur segir sem sé: Við verjum vígið. Þetta er í fyrsta sinn í manna minnum, sem Ólafur Thors er í vörn í kosningabar- áttu. Mun þurfa eitthvað til að setja þessa gömlu baráttu- kempu í varnarstöðu, en það hefur Sjálfstæðismönnum nú tekizt! mumumwmHMtimHwi li; Raufarhöfn, 22. maí. SÖLVANÖF, sem um alda- raðír hefur skagað út úr Rauða- Núpi á Melrakkasléttu, klofnaöi frá Núpnum á sunnudagskvöld. Menn, sem þarna voru nærstadd- ir, heyrðu ekki, þegar þetta gerð- ist, en atburöurinn sást frá bæn- um Kötlu, sem stendur rétt undir Núifnum. Á Kötlu ólst Jón Trausti upp og kallaði sig eftir öðrum drang, sem nefndur er Jón Trausti. Jónas Hólmsteinsson, innkaupa stjóri Kaupfélagsins á Raufarhöfn, og Sigurpáll Vilhjálmsson frá Kópaskeri voru þarna við Núpinn að huga að eggjum. Þóttust þeir vel hafa sloppið að vera ekki blandað í aðskilnað bjarganna, sem hefðu getað orðið manns- bani. , § ! Áður var Jón Trausti einn klof- | inn frá fóstra sínum, Rauða-Núpi, , en nú hefur Sölvanöf elt hann út og súlurnar, sem áttu hreiður sín á sillunum, flugu upp, meðan skilnaðurinn stóð yfir en settust brátt aftur á eggin, þegar björgin voru skilin að fullu. — GÞÁ. Kosningaskrifstofa í Njarðvíkum ALÞÝÐUFLOKKURINN í NjarS- víkum hefur opnað kosningaskríf- stofu að Klapparstíg 5, sími 1704. Skrifstofan verður opin frá kl. 20 —23 í kvöld og næstu kvöld, cg frá kl. 12—23 á sunnudaginn. EINN tékkneskur sendiráðs-; maður fylgdist með flutningi Stochls út á flugvöll. Hann ók eigin bíl og fór fast á eftir bílnum, sem flutti landa hans* frá Hótel Borg, þar sem hann hafði verið í gæzlu útlendinga eftirlitsins. Blaðaljósmyndur- um, sem fylgdust með atburð- um, fannst sendiráðsmaðurinn myndavélafælinn. Við tókum myndina fyrir utan heimili hans á Snorrabraut. Hann er að taka upp útidyralykilinn. MMUMUWMtMMMUMMMM Utanríkisráðherra- fundinum lauk i gær UTANRÍKISRAÐHERRA- FUNDUR Norðurlanda var haldinn í Reykjavík dagana 21. og 22. maí. Sóttu hann ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum, Kjeld Philip efnahagsmálaráðherra Dan- merkur, Veli Merikoski utanríkis- ráðherra Finnlands, Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra íslands, Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs og Sven af Gej- erstan ráðherra frá Svíþjóð. Elgo metið nýjan leik SAMKVÆMT kröfu eigenda norska síldarflutningaskipsins El- go hefur skipið verið metið á nýj- an leik. Samkvæmt þessu yfirmati er hið nýja matsverð skipsins rúmlega 5 millj. og 575 þús. kr. en áður hafði skipið verið metið á ÍIVÍ! millj. kr. Eins og kunnugt er bjargaði varðskipið Þór Elgo og dró það til Vestmannaeyja. Yfirmatið fram- kvæmdu dómkvaddir menn í Vest- mannaeyjum, en eigendur Elgo töidu fyrra mátið of hátt. Skipið sjálft er nú metið á 5 millj. og 435 þús. kr. og farmur þess á 140 þús. kr. í Noregi er skipið tryggt fyrir 750 þús. norsk- ar krónur, svo að það mun ekkfc vera talið mikils virði af Norð- mönnum. Elgo er 14 ára gamalt skip, en var- gert upp í fyrra. Ef ekki tekst samkomulag um björgunarlaun til handa Land- helgisgæzlurfni og áliöfn varð- skipsins Þórs milli lögfræðinga málsaðila mun Landhelgisgæzlam höfða mál til þess að fá úr þvi skorið hver björgunarlaunin eigi að vera. En reynt verður að aá samkomulagi áður en málið fer fyrir dómstóla. Aðalfundur bakarasveina AÐALFUNDUR Bakarasveina- félags íslands var haldinn 17. maí þ. á., úr stjórn félagsins áttu að ganga, formaður, ritari og vara- formaður. Formaður og ritari voru endurkjörnir, og er stjórn félagsins skipuð: Formaður: Guðm. B. Hersir. Varaform. Herbert Sigurjónsson Ritari: Guðm. Daníelsson. Gjaldkeri: Alfreð Antonsson. Fjármálaritari: Jón Þ. Björnsson Ráðherrarnir ræddu vandamál þau, er steðja að Sameinuðu þjóð- unum. Þeir lýstu fullum stuðn- ingi Norðurlanda við samtökin, og von um að öll aðildarríkin styðji þær efnahags- og stjórnmálalega, svo að'samtökin fái gegnt því hlut verki sínu að koma á friði og bættum lífskjörum. Á fundinum var einnig rætt um einstök atriði varðandi væntanlegt framhaldsþing allsherjarþings Sam einuðu þjóðanna og hið 17. reglu- lega allsherjarþing. Ráðherrarnir ræddu afvopnun- armálin á grundvelli viðræðnanna í Genf og lögðu áherzlu á að um- ræðum um afvopnun væri haldið áfram. Einnig lögðu þeir áherzlu á nauð syn þess, að kjarnaveldin haldi á- fram viðræðum um bann við kjarn orkuvopnum. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir þvi, að tillaga 8-veldanna skuli geta orðið grundvöllur að á- framhaldandi samningaumleitun- um. Næsti fundur verður haldinn í Helsingfors i boði finnsku ríkis- stjórnarinnar í september 1962. Kommar hrynja í Kópavogi STYRKUR kommúnista í Kópa- vogi virðist vera hruninn. Þeir hafa nú misst úr starfi Finnboga Rút og konu hans, bæjarstjórann, og þar með síðustu von um að geta hulizt undir öðru heiti en lireinir kommar. Þeir kalla sig að vísu óháða, engum manni dettur nú i liug að halda, að þeir séu að neinu leyti óháðir — þeir eru ekk- ert nema línukommar. Útvarpsumræður fóru frani í FRA áramótum hefur um ferðardeild rannsóknarlög reglunnar borizt 885 skýrslur um árekstra og slys. Á sama tíma í fyrra voru skýrslurnar 716. Það sem af er þessu ári hafa orðið mörg slys, og sér staklega mikið um bílveltur Kópavogi á mánudag, og er það mál manna, að Alþýðuflokkurinú hafi þar borið af. Mæltu fyrir hans hönd ungir menn og nýir |i> þjóðmálabaráttunni hér syðra, - Axel Benediktsson, Hörður Ing • ólfsson, Ingvar Jónasson, Fanne;' Gísladóttir og Ólafur Hreiða ‘ Jónsson. Sjálfstæðismenn voru sv ) veikir í umræðúnum að láti hvorki heyrast í öðrum eða þriðj i manni sínum, og er það merki ■ legt framboð, þegar menn í þeir i sætúm eru ekki liæfir til umræcj k um bæjarmálin. Mætti ætla eftl ‘ því, að flokkurinn teldi þá varl i hæfa til setu í bæjarstjórn. Alþýðuflokkurinn hefur aldrt l verið þróttmeiri eða samstæðari i Kópavogi en- nú. Útvarpsumræ'i ■ urnar Iofa góðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ 23. maí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.