Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 13
IliiÍÍ Vmandi frasogn Morgunblaðsins af Sauðárkróksmáli MORGUNBLAÐIÐ hefur flutt ranga og villandi frásögn um kærumálið á Sauðárkroki. Til að menn geti fengið réttar upplýs- ingar um málið, er hér birtur úr- skurður félagsmálaráðuneytisins í málinu. Jafnframt vilja kær- endur láta þess getið, að mál þetta er ekki úr sögunni, fyrr en reikningar Sauðárkróksbæjar hafa verið leiðréttir. Hér fer á eftir úrskurður ráðu neytisins : ■ „Með bréfi dags. 15. des. sl. kærðu þeir Erlendur Hansen og Skafti Magnússon, bæjarfullti-ú- Kvikmyndir Austurbæjarbíó: Orfeu Ne- gro — hátíð svertingjanna. Margverðlaunuð frönsk mynd. 'Goðsögn í nýjum, af- ar vel útfærðum búningi. Nýja bíó: Þjófarnir sjö: Am- crísk mynd með óvæntum endi. í MYNDINNI Orfeu Negro hef- ur það tekizt, sem er afar sjald- gæft fyrirbrigði í kvikmyndum, að áhorfendur eru sér þess alls ekki mcðvitiandi mest alla mynd ina, að hún sé leikin. Áhorfend- ur eru á undraverðan hátt gerð- ir þátttakendur í því sem fram fer og sú illusion varir, að mað- ur sé á staðnum. Hin hreina lífsnautn dökku náttúrubarnanna verkar á mann eins og lífselexír og hinn ótrú- legi, alltað því óhugnanlegi ryt- masans þeirra er tjáður af mik- illi list í myndinni. Þessi mynd er listaverk vegna þess, að hún er ótrúlega sönn. Hún er lofsöngur til lífsins og ástarinnar, sem menn ættu ekki að þurrka úr huga sér að sinni eftir að hafa séð hana. Hvernig goðsögnin er mótuð, getur valdið deilum og hefur gert það, en þær deilur eru um keis- arans skegg. ÞJÓFARNIR SJÖ í Nýja bíó hef ur það sér til ágætis, að hún gefur okkur tækifæri á að sjá hinn ágæta leikara Edvard G. . Robioson og Rod Steiger, sem er séi-stæður og viljasterkur leik-. ari, að því er virðist. Einnig er hún byggð upp á annan hátt, en maður á að venjast í amerískum kvikmyndum af svipaðri gerð. Efnið er það í stuttu máli, að sjö bófar (reyndar er reynt að láta líta svo út alla myndina, að þetta sé bezta fólk) ákveða að ræna spilavítið í Monte Carlo. - Það opnast og ræningjarnir eru 4 milljónum ríkari, en þegar féð er fengið, kemur það í ljós að þeim cr ekki unnt að notfæra sér fenginn, og tvö úr liðinu taka að sér að skila honum aftur. Það tekst með ágætum og sögunni er lokið. Góður leikur (nema lijá Joan Collins) en mjög umdeilanlegt efni. H. E. ar á Sauðárkróki til ráðuneytis- ins afgreiðslu meirihluta bæjar- stjornar Sauðárkróks á reikning um kaupstaðarins fyrir árin 1959 og 1960. Kæra þessi var send bæjarstjórn Sauðárkrókskaup- staðar til umsagnar með þréfi ráðuneytisins dags. 13. jan. sl. Ráðuneytinu barst síðan umsögn frá bæjarstjóranum á Sauðár- króki, dags. 3. febr. sl. Loks barst ráðuneytinu framhaldsbréf frá kærendunum, dags. S. febr. sl. og 25. febr. sl. Kærumál þetta gefur, að áliti ráðuneytisins, tilefni til eftirtal- inna ábendinga fyrir' bæjarstjórn Sauðárkrókskaupstaðar. 1. Þar eð framkvæmdasjóður- inn er ekki sjálfstæðiir en inni- falinn í hinum ýmsu eigna- og skuldaliðum bæjarins, virðist hann enga þýðingu hafa, en til- vera hans aðeins villandi fremur en leiðbeinandi. Það sýnist því koma til athugunar fyrir bæjar- stjórn að leggja hann niður, a. m. k. í þvf formi, sem hann er nú. 2. Það" er ekki ljóst af skjöl- um málsins, hvort útgerð mb.- Bjarna Jónssonar hefur vcrið rekin fyrir reikning bæjarsjóðs eða fyrir reikning Fiskivers hf. Á reikningum Fiskivers Sauðár- króks hf. fyrir árin 1958 og 1959 er mb. Bjarni Jónsson, talinn skulda því kr. 338,763,84 31. des. 1958 og kr. 610,340,91 31. des. 1959. Þetta kynni að benda til þes^, að útgerð báts þessa hafi verið rekin á ábvrgð bæjarsjóðs. Sé þetta rétt, átti að sjálfsögðu að færa tapið á útgerð bátsins til gjalda á reikningi bæjarsjóðs yfir tekjur og gjöld. Það er tii athugunar fyrir bæiarstjórn að koma þessu atriði á hreinan grundvöll og færa reikninga kaupstaðarins í samræmi við þá niðurstöðu. 3. Það hefur ekki verið gerð .grein fyrir því, vegna hvers 150 þús. króna lán híá Sparisjóði Sauðárkróks hefur fallið niður af skrá hitaveitunnar um skuldir hennar. Er bað til athugunar fyr- ir bæjarstjórn. 4. Svo virðist sem efnahags- reikningur hafi ekVí verið gerð- ur fyrir hafnarsiðð kaupstaðar- ins fyrr en á árinu 1960. Það er út af fyrir sig aðfinnsluvert, en þar sem nú hefur verið bætt úr þessu, verður við svo búið að standa. 5. Það er ekki fullkomlega ljóst hvernig eign bæjarins í Fiskiver Sauðárkróks h.f. er var- ið. ’Tveir möguleikar virðast vera fyrir hendi. Annars vegar að bærinn hafi kevpt hlutabréf- in yfir verði eða umræddar kr. 200.000.00 að nafnverði fyrir ca. kr. 1,282,400,00, þó að það verði (að teljast óeðlilegt, bar eð hluta félagið Fiskiver Sauðárkróks var stofnað um leið og framlag bæj- arsjóðs var lagt fram og því eðli legast, að hlutafé hefði verið ákveðið í samræmi við framlag- ið. Hins vegar er sá möguleiki, að auk umrædds , hlutafjár eigi bæjarsjóður hjá Fiskiver Sauð- árkróks hf. ca. kr. 1,082.400,00, sem venjulega viðskiptaskuld. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- TIMI sumarferðalaganna er að hefjast og þar eð leið svo margra liggur til eða um Eng- land er rétt að benda mönnum á hina fögru og sögulegu Kant- araborg, þar sem í sumar verð ur haldin hátíð í nálega fjóra mám) i með leiksýningu og skrautsýningum auk sérstakra hátíðamessna í hinni fráegu dómkirkju. Kantaraborg er gömul höfuð borg konungs Saxa, eitt fyrsta og helzta virki kristinnar trú- ar í Englandi, þar var Thom- as af Recket myrtur og þang- að voru pílagrímar Chaucers vanir að fara. Um 26.000 manns búa á Kantaraborg, sem er í miðju gróðurlendi Kent, er nefnt hefur verið „Tlie Garden of England.” Fyrr á öldum lágu alíar leiðir frá meginlandinu til Kantaraborgar. Pílagrímar Chaucers (skömmu fyrir 1400) áttu því ekki í neinum erfið- leikum með að komast til borg arinnar til að votta Becket, sem þá var Heilagur Thomas, virðingu sína. Og sama er að segja um ferðamanninn í dag. Ilann á um margar leiðir að velja. Iljarta borgarinnar er enn þann dag í dag, eins og árið 600, þegar Heilagur Ágústínus stofnaði biskupsstól í Kantara- borg, dómkirkju. Sú kirkja, er nú stendur þar, hefur þrjá jurna, er sjást langar leiðir að. Byrjað var á byggingu hennar árið 1070, en byggingunni var lokið 1495. Hún er byggð á rústum fyrri kirkju, sem Odo erkibiskup teiknaði árið 942. í kirkjunni í dag eru hlutar af kirkju Odos, auk annarra stíla, enda var hún um fjórar aldir í byggingu. Saga kirkjunnar er svo vel þekkt, aö segja má, ~að dagsetja megi hvern stein, sem í haua fór. Inni í kirkjunni er Englands saga gædd lífi. í norð-vestur hliðarskipinu myrtu fjórir riddarar Hinrik konung II. — Thornas Becket árið 1170 Bak við háaltarið eru legstaðir Hinriks konungs IV. og drottn- ingar hans og Játvarðar hins svarta prins. í austurendanum var StóH Ágústínusar. Þessi einfaldi steinbekkur var höggv- inn á þrettándu öld og r.cfur alla tíð síðan verið notaður, er erkibiskupar af Kantaraborg voru settir í embætti. Fleira mætti að sjálfsögðu tína til, en hér skal látið stað- ar numið, aðeins bent á, að fyrrnefnd hátíðahöld hefjast 17. júní með sérstakri guðs- þjónustu í dómkirkjunni. Og einnig má gela þess, aö skraut- sýningar munu fara fram á hverju kvöldi, með kirkjuna að baksviði, frá 3. ágúst til 22. september. Þó ekki á sunnu- dögum. ingsins verða hinar sömu í báð- um tilfellum. Þar eð efnahags- reikningur Fiskivers Sauðár- króks h.f. sýnir ekki umrædda viðskiptaskuld við bæjarsjóð virðist, fyrrnefnda tilvikið vera sennilegra. Kemur þá til athug- unar fyrir bæjarstjórnina að endurskoða mat sitt á þessum eignalið, þar sem Fiskiver Sauð- árkróks h.f. hefur verið rekið með allmiklu tapi.” f^-lisíinn ! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. maí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.