Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 2
Biistjórar: Gísli J. Ásrpórsson (áb.) og Benedikt Gröndai. — ASstoðarritstjóri: ítjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiðja Alþýðubiaðsins, Hveriisgötu •—10. — Askriftargj ald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. .",00 eint. Utgef- jndi: Alþýðuflokkurirm. -- Framkvæmdastjóri: Asgoir Jóhannesson. * Bændur og neytendur ■ 0 'UM ÞETTA leyti á ári hverju sezt verðlagsnefnd landbúnaðarafurða á rökstóla til þess að semja um nýtt afurðaverð. Búast má við því, að þessir samn- ingar verði mjög erfiðir í ár, þar eð allt bendir til þéss,, að bændur muni gera mjög miklar kröfur nú. Náist ekki samkomuiag milli fulltrúa bænda og neytenda fer málið fyrir yfirnefnd, sem skipuð er þremur mönnum, einum fulltrúa frá bændum, ein •um frá neytendum og hagstofustjóra, sem er odda- maður. Þetta fyrirkomulag tryggir skjóta lausn á ágreiningsmálum, er upp kunna að rísa mi'lli bænda og neytenda og virðist það hin ágætasta skipan mála. En nú hafa bændur látið í Ijós óánægju með þetta fyrirkomulag og óskað eftir því, að Framleiðslu- ráð landbúnaðarins fái algert sjálfdæmi um að á- kveða verð landbúnaðarvara. Voru kröfur um þetta samþykktar á bændafundi, er haldinn var að Laug um í Reykjadal fyrir skömmu en á þeim fundi voru fulltrúar úr 10 sýslum allt frá Strandasýslu til Austur Skaptafellssýslu. Fundurinn samþykkti einnig að bændur skyldu koma á sölustöðvun, ef kröfur þeirra um hækkun á afurðaverði næðu ekki fram að ganga. Alþýðublaðið lýsir furðu sinni yfir þessum álykt unum bændafundarins að Laugum. í fyrsta lagi er þess krafizt, að skipulag, sem nýlega hefur verið komið á og reynzt hefur vel verði afnumið. En í öðru lagi er því hótað, að bændur stöðvi sölu á af urðum sínum, ef þeir fái ekki þær hækkanir, er þeir v:lia alveg án tillits til þess, hver niðurstaðan yerði af störfum verðlagsnefndar og úrskurði yfir- nefndar. Þess verður að vænta, að bændur þeir, er héldu fyndinn að Laugum rasi ekki um ráð fram, held- ur athugi mál sín betur og sætti sig við það skipu- lag á verðlagsmálum bænda, er lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Alþýðuflokkurinn mun ekki sætta si'g við það, að gengið verði á hlut neytenda við á- kvörðun á afurðaverði bænda. Að sjálfsögðu verð- ur við ákvörðun á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara að taka tillit til aukins reksturskostnaðar í bú rekstri en einnig aukinnar vélanotkunar og fram- leiðsluaukningar. Leiði sú athugun í Ijós, að bænd- um beri hærra verð fyrir afurðir sínar eiga þeir að fá það. Hi'tt kemur ekki til mála, að bændur knýi fram miklar umframhækkanir í krafti sölustöðvun an Slík vinnubrögð munu neytendur aldrei sætta sig við. A'uglýsingasíminn er 14906 . ■ fl ' v ’ Mundu að þetta góða tannkrem hjálpar þér til að vernda1 tennurnar þínar og sótthreinsa hálsinn þinn. Tannkremið góða fæst í verzlunum um land allt. HANNES A HORNINU ★ Veiting bæjarfógeta- embættis. ★ Um gamla bíla í um- ferðinni. ★ Bréf til varnar þeim af gefnu tilefni. OPINBER STARFSMAÐUR skrifar: „Það hefur hlerazt og: m. a. verið getið um það í Alþýðu- blaðinu, að verið sé að safna undir- skriftum í Iteflavík undir áskorun til dómsmálaráðherra að veita Al- freð Gíslasyni aftur bæjarfógeta- embættið í Keflavík, er auglýst hefur verið laust til umsóknar. FLESTUM MUN enn í fersku minni blaðaskrif þau, er urðu fyrir 1—2 árum út af rekstri þessa embættis og sömuleiðis ejidalok þess máls, að nefndur bæjarfógeti sagði af sér. Flestir muna það og hver eftirleikur þess máls varð, er þáverandi bæjarstjóri, sem aldrei liafði starfað á vegum ríkis- ins svo vitað sé, var veitt bæjar- fógetaembættið til að rýma sæti hans fyrir A. G7 — Mun nú þykja fróðlegt að fylgjast með hvernig embætti þessu verði ráðstafað“. G. S. SKRIFAR: „Ég er einn þeirra, sem les pistla þína að stað- aldri- Þar er oftlega stungið á kýl- inu og sagt frá því, sem betur mætti fara í okkar þjóðfélagi. Gagnrýnin er einn af hyrjiingar- steinum lýðræðisins, en þó sví- aðeins að hún sé á rökum reist. Nýlega birtist í pistli þínum bréf frá einhverjum Kr. Kr., sem stakk mig svo í augu, að ég sé mig knú- inn til andsvars. Bréfið var ekki einungis öfgakennt og villandi lieldur hrein og bein öfugmæli í óbundnu máli og má mikið vera, ef slíkir menn sem þessi bréfrit- ari, sem stangast svona við stað- reyndirnar, fái ekki einliverntíma kúlu á höfuðið“. HANN BYRJAR að iala um það, að hann sé búiþn að vera erlendis í eitt ár, og það fyrsta, sem hann rekur augun í, þegar heim kemur, eru allir gömlu bílarnir. Þó er staðreyndin sú, að aldrei í sögunni hafa verið fluttir inn jafn margir nýir bílar og einmitt á þessu eina ári. Það mætti kannski líka minna hann á það, ef hann hefur gleymt því á þessu eina ári, sem hann dvaldi úti, að síðustu 20—30 árin hefur bílainnflutningur íil íslands verið mjög takmarkaður þar til nú, og þótt margir séu kannski allvel fjáðir geta ekki allir kastað sínum gömlu bílum og fengið sér nýja um leið og innflutningur er gef- inn frjáls. OKKUR HINUM EFNAMINNI langar líka að aka og vera með en svo sannarlega myndum við ekki liafa á móti því að fá nýi- an bíl, ef Kr. Kr. gæti hjálpað okkur til þess. Ég er búinn að aka bíl í yfir 20 ár og alltaf á gömlum bílum, svo það er sannar- lega tími til kominn fyrir mig að endurnýja farkostinn. Nú get ég frætt Kr. Kr. á að í þessi rúm 20 ár á mínum gömlu bílum hefi ég aldrei valdið slysi á samborgurum mínum og þar er ég einmitt kom- inn að kjarna málsins, það eru ekki gömlu bílstjórarnir á gömlu bílunum, sem valda slysunum valda, heldur ungu mennirnir á nýju bílunum. ÞÁ SEGIST KR. KR. hvergi hafa séð jafn nrikið af skrjóðum í umferð og hér, reyndar skilst mér að hann sé ekki mjög víðförull, helzt dvalizt hjá frændum vorum Svíum, en nú vill svo til að ég hefi farið víða um Evrópu og get frætt hann á því að víðast hvar eru mikið eldri bílar í umferð en hér t. d. -í sjálfu Bretlandi aka leigubílstjórar á eldgömlum bíl- um. Það skyldi þó aldrei vera eitthvað samband á milli allra nýju bílanna í Svíþjóð og þess að óvíða í heiminum fara umferðar- slys jafn ískyggilega í vöxt og ein- mitt þar., með alla sína nýju bíla Þá talar hann um þá miklu slysa- hættu, sem geti stafað af brotn- um krómlistum og götóttum boddyum, og enn skýtur hann fram hjá marki, því það er ekki eitt dæmi um það í allri umferðarsögu íslands, að gat á boddyi eða brot- inn krómlisti hafi valdið slysi. HinS vegar eru mörg dæmi þess að skrautfígúrur og alls kyns spjót, já, einmitt á nýju bílunum, hafa valdið slysum. AÐ ENDINGU þetta: Lofið gömlu bílstjórunum að vera í friði á sínum gömlu bílum, þeir hvorki tefja umferðina né valda slysum á samborgurum sínum. En færið Framhald á 12. síðu. 2 28. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.