Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 7
Jónas Jónsson frá Hriflu: ÉG BRÁ mér austur að Laugar vatni einn góðviðrisdag 1 lok júlí mánaðar. Veður vár liið bezta og landið í blómafötum. Þegar komið var á hæðina sunnanvert við dalinn opnaðist mikil útsýn til fjallahringsins. Efst gróður litlar brúnir, samfellt belti, víð- lend tún, skógivaxnar brekkur, silfurlækir og hlýleg sveitabýli. Sjálft vatnið fagurgert leiksvið æskufólks bæði vetur og sumar, samtengir alla byggðina. Á vest urbakka þess streyma 30 Íítrar af sjóðandi vatni og feikna mikið af gufu á hven,'i mínútu úr skauti jarðarinnar. Við þá heitu lind eru reistar fnargar stórar og smáar byggingar, kennsluher- bergi og íbúðir starfsfólks við skólana. Á vetrum ér allt að 300 manns í þessari menntaborg og litlu færri á sumrin. En á Laug arvatni ber ekki allt upp á sama daginn fremur en annars staðar í þessum órólega heimi. Fyrir nokkrum áratugum bjuggu þar ein hjön Böðvar Magnússon og Ingunn Eyjólfsdótt ir kona hahs með stóran barna- hóp. Það var þúsund ára gamalt heimili, friðsælt og fagurt, hálf gleymt í faðmi yndislegrar nátt- úru. Með aldarlöngu millibili höfðu gerzt þar sögulegir viðburð ir. Árið 1000 þoru skírðir þar margir sunnlenzkir heiðingjar. Á siðaskiptaöldinni komu Norðlend ingar að Laugarvatni á vetrar- ferð norður yfir fjöll. Við þá heitu uppsprettu, sem nú er köll- uð Lindin helga, þvoðu trúar- sterkir ættjarðarvihir norðan úr landi sár og jarðneskar leifar Jóns Arasonar og sona hans, einu píslarvotta, sem íslenzka þjóðin hefur eignast. Ólga aldamótatimans náði tök- um á hugum Árnesinga. Þeir vildu eignast menntpsetur í hér- aðinu sjálfu. Þá var byrjað að byggja hús á Laugarvatni með miklum áhuga, en litlum pening um. Um þær mundir var lítið um þjófa í landinu. Samt var hugtak óráðvendninnar vakandi í hugum manna. Fólk fannst ó- skiljanlegt, áð nokkrlr menn væru svo fákænir að byrja að hyggja menntasetur að Laugar- vatni í afskekktri sveit, allra sízt, þegar lítið vár um aúð í land- inu. En þegar á daginn kom og samt var hafizt handa á Laug- arvatni um töluverða húsagerð hugkvæmdist jmyndunarríku fólki, að hér væri um að ræða víðtækt þjófnaðarmál. Grunur féll á þrjá menn: Böðvar bónda á Laugarvatni, Guðjón Samúels- son, húsameistara og mig. Það var talað um, að húsameistari mundi stela timbri í Laugarvatn frá öðrum ríkisbyggingum. Ég þótti líklegastur til að hafa náð með ófrjálsum höndum handa Laugarvatnsskóla borðum, stól- um og Álafossteppum. Böðvar bóndi þótti líklegastur til að hafa náð í steinlím og fleiri byggingarvörur. Vegna þessa út breidda orðróms sagði einn af gáfuðustu kennurum háskólans síðar í sambándi við fundarhöld á Laugarvatni: „Ég kem aldrei á mannamót á þann stað, því þar er hver steinn stolinn". En síðan þessi hreystyrði voru mælt eru liðnir áratugir. Þjóðin héfur eign ast marga athafnamikla þjófa, án þess að beita hugárflugi til að uppgötva þá. En á Laugar- vatni eru á þessu tímabili komn- ir rríárgir Skólar. Þar ér héraðs- skóli, íþróttaskóli, húsmæðra- skóli, menntaskóli, iðnskóli og barnaskóli. Þar er ennfremur rekið stórbú og mikii gróður- húsarækt. Annað hvort sumar sfarfar á Laugarvatni verkleg deild. Húsmæðraskólans I Reykjavík. Nú i sumar er starf rækt á Laugarvatni hvíldarvika sunnlenzkra húsmæðra. Þrjátíu konur búa þar í senn tíu daga hver. Sumarlangt taka 20 hús- freyjur þátt í þessari hvíldar- viku. Aðrir gestir skipta hund uðum. í menntaskólanum búa að mestu útlendir gestir, en ís- lendingar í 'öéraðsskólanum. í- þróttaskólinn er ekki fullbyggð ur, þar er fámennur kennara- skóli á vetrum, en heimavist skortir fyrir nemendur. Þegar sá húsakostur hefur verið auk inn munu þar verða haldin mörg iþróttanámskeið á vorin og sumrin. Nemendur munu - þá skipta mörgum hundruðum. Héraðsskólinn er elztur og nafnkenndastur af menntastofn- unum á Laugarvatni. Nemendur úr þeim skóla skipta nú þúsund um. Guðjón Samúelsson byggði þetta stórhýsi í sveitarbæjarstíl. Annað minna en jafn listrænt hús í sama stíl, reisti hann síðar á Þingvöllum. Þessi tvö hús eru kapítuli fyrir sig í byggingar- sögu landsins, — en þau eru stað sett á einum gestkvæmustu stöð um landsins. Þessi tvö hús eru eins konar minnisvarði um feg urð bændabýlanna í þúsund ár. Ekki mun þeirri húsagerð þó haldið áfram. Með nýjum tíma ’koma nýir stílar í byggingarlist eins og öðrum mannlégum at- höfnum. Árið 1947 brunnu tvær efri hæðir héraðsskólans á Laug MYNDIN sýnir er eitt af vikingaskipunum, sem fund ust í Roskildefirði í sumar kemur tipp úr vatninu. Þetta er einn merkasti skipafundur frá víkingatíff. Alls hafa fund izt sex skip. En mikiff starf er enn óunniff. Hver einasti trébútur verffur settur í plastpoka, sém fylltur verffur af vatni og síffan fluttur á Þjóffminjasafniff danska. Eng in ákvörðun hefur enn veriff tekinn um þaff hvort reynt verffur aff raffa brotunUm saman aftur. arvatni. Síðar var húsið endur- reist undir forj’stu Þórir Bald- vinssonar, húsameistara Búnað- arbankans. Nú er fegurð þessa nafnkennda húss jafnvel meir en fyrr. Við endurbygginguna var haldið allri hinni uprunalegu stíl fegurð hússins, én mörgu breytt til batnáðar með nýrri tækni og meiri fjárráðurh. Nemendur og sumargestir njóta glaðra og góðra daga í þessum prýðilegu húsakynnum. Brytinn Eysteinn Jóhannsson • stýrir véitingum öllum á Laugar vatni bæði vetur og sumar og stendur fyrir allri aðbúð gesta, sem þangað sækja. Ég kynntist Eysteini fyrir meira en 50 ár- um. Hann var þá lítill drengur í Reykjavík og kom til fræðslu í barnadéild Kennaraskólans. Brytinn segist hafa fengið góð- an grundvöll fyrir lifsstarfið hjá Magnúsi Helgasyni, Olafi Dan og mér. Síðan hefur Eysteinn far ið um mörg lönd og verið bryti og yfirmaður veitinga í mörgum fjarlægum ríkjum. Bjarni Bjarna son gérði meir én að standa fyr- ir byggingu flestra húsa á Laug arvatni. Hann útvegaði auk þess í þessi hús til starfa marga mjög ágæta menn, sem halda nú áfram þróunarferli Laugar- vatns, Eysteinn bryti er einn af þeim. Umgengni öll í gistihúsinu á vegum bryta og skólastjórans Benedikts Sigvaldasonar er góð með afbrigðum. Ótaminn nem- andi byrjaði að rispa.eitt af hin um prýðilegum húsgögnum hins endurreista skóla. Skemmdar- verkinu var veitt eftirtekt og málið tekið til rannsóknar. Hinn seki fannst. Hann var látinn1 greiða viðeigandi sekt. Öllum nemendum í skólanum var til- kynnt, að brottrekstur frá Laug arvatni lægi við hvers konar si9 leysi á umgengni húsa og mann virkja. Þessi yfirlýsing hefur haft mikil áhrif, því að ekki eru sýnileg nokkur slitmerki á hús- munum og eignum héraðsskól- ans á Laugarvatni síðan viðgerð lauk. Meðan sumargistihús starf ar á Laugarvatni eru þrjár kennslustofur gerðar að einum miklum sal, og er það borðsalur gesta sumarlangt. í þessum sal og víðar í öðrum herbergjum skólans eru málverk eftir flesta helztu málara og myndhöggvara þjóðarinnar. Flestar eru gjafir þessar frá listamönnunum sjálf um á æskudögum skólans. í þess um mikla veitingasal skipa önd- vegi hrífandi málverk eftir Kjarval, þer sem er prýðilega túlkuð hi;n stórfellda náttúra landsins á köldum, björtum vcr degi, en andspænis í f jarlægð mikilla salarkynna er eldmessa Guðmundar frá Miðdal. Glóantli hraunstraumur sprettur upp i fjallshlíðinni og liðast eins c-g gullband niður á láglendið. Öll hin málverkin sýna aðrar hliðar landsins og þjóðlífsins á eftir- minnilegan og áberandi hátt. | Framh. í/ðJÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. ágúst L962 ff

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.