Austurland - 17.12.1907, Blaðsíða 2

Austurland - 17.12.1907, Blaðsíða 2
veturg. hrútar: 138 pd; veturg. ær: 118 pd.; dilkar (þar af fullur helmingur tvílembingar): 76 pd. — Hinu að- fengna fé á að halda sérstöku og láta kynstofnana reyna sig hvern við annan. Reyna þó jafnframt blöndum kynjanna lítið eitt. S. F. Oscar II. (Svíakonungur) er nýlega látinn. Hann var fæddur 21. janúar 1829; tók við ríki eftir Karl XV. bróður sinn 1872. Þeir bræður Karl og Oscar voru sonar- synir Jean Baptiste Bernadotte, sem var einn af herforingjum Napoleons mikla, og varð síðan konungur Svía og Norðmanna, og nefndist þá Karl Jóhann. Oscar II. var talinn lærð- astur konungur í heimi. Hann var rithöfundur, skáld gott og mikill mælskumaður. Þar til 1905 varOscar ll.konungur bæði Svía og Norðmanna, og tóku bæði ríkin ákaflega miklum fram- förum á stjórnarárum hans. En svo fór hér sem oftar, að þessum tveim ríkjum samdi illa, og að stærra ríkið vildi ráða að ymsu leyti fyrir því minna. Það þoldu Norðmenn ekki, og endirinn varð skilnaður, og að Oscar konung- ur varð að sleppa Noregi. Þótt sumum þætti konungur halda stund- um fulimikið taum Svíanna með- an á deilunum stóð, ber öllum saman um, að hann hafi sýnt hin mestu stjórnhyggindi, mannúð og réttlæti gagnvart Norðmönnum, eftir að þeir sögðu sig úr sambandinu; endar var Oscar II. ávalt talinn mann- vinur og stórgáfaður. Kappsigling loftfara. í fyrra reyndu með sér kappsiglingu í flugbátum nokkrir helztu loftsiglinga- menn ýmsra þjóða. Það var hin fyrsta kappsigling af því tagi, er menn hafa reynt, og sá atburður gerðist í París. Þaðan sigldu lo'tförin í norðurátt og komu sum þeirra til Englands. Sá sem lengst komst þá, og vann verð- launin, var Bandaríkjamaður, hann komst norðarlega á Englandsströnd austanverða og hafði þá siglt rúml. 400 ensk mílur. Þá var afráðið að reyna þess háttar kappsiglingar árlega, og ákveðið að þetta ár skyldu þeir, er reyna vildu, sigla frá St. Louis í Banda- ríkjunum; og þaðan flugu þeir 21. okt. um kl. 4 síðdegis. Níu loftbátar voru í förinni; þrír þýskir, þrír amer- ískir, tveir franskir og einn enskur. Einn hinna þýzku vann verðlaunin, hann sigldi 880 mílur og kom til jarðar í Ashbury Park í New Jersey, er hann hafði verið 41 klst. á fluginu; næst honum var annað franska loft- farið, er kom niður skamt þaðan og flaug 875 mílur á tæpum 45 klst. Skemst fór enski loftbáturinn, hann kom til jarðar í Ohio og hafði þá flogið að eins 375 mílur á 24 klst. og 50 mínútum. Ameríski loftbáturinn, sá er lengt fór, var hinn fjórði í röðinni og flaug 730 mílur á tæpum 38 klst. Öll komust loftför þessi af slysalaust; og yfirleitt þykir tilraun þessi miklum tíð- indum sæta. Loftförin komnst miklu lengra nú en i fyrra, af því að þau höfðu meira land yfir að fara, og þau, sem lengst fóru, voru komin fast að Atlantzhafi, er þau leituðu til jarðar, og hefðu farið lengra ef þá hefði ekki sjórinn tekið við. Framfarir ioffrifunar. Þann 17 okt. komst Ameríka í var- anlegt loftskeytasamband við N o r ð- u r á 1 f u n a. Þann dag voru fyrstu skeytin send milli stöðva þeirra, er Marconi-félagið hafði reist á Cape Breton, N. S. og Marconistöðvanna í Clifden á írlandi. Fyrsta skeytið, sem þá var sent, var heillaósk til Breta frá Sir W. Laurier, og svarið kom innan lítillar stundar. Því næst var lýst yfir því, að loftskeytasamband yfir Atlants- haf væri nú á komið til almennra af- nota, og allan þann dag voru skeyti send fram og aftur yfir hafið, og um 10,000 orð voru samtals í þeim skeytum. Hröð ferð yfir Ailantshaf. Cunarð eimskipalínan hefir nýlega látið smíða tvö eimskip, miklu stærri en nokkur skip önnur, og hafa afl- meiri vélar með öðru lagi en tíðkast hefir til þessa. Skip þessi heita Lusitania og Mauritania, og hefir öðru þeirra verið áður lýst í Vínl.; en bæði eru þau eins að allri gerð. Nú er Lusitania fullgerð og búin að fara tvær færðir fram og aftur yfir Atlantshaf. Á fyrstu ferð sinni fór hún á skemmri tíma en nokkurt skip hafði áður farið yfir hafið frá írlandi til New York, en fór þó ekki eins hratt og þýzku eimskipin Deutschland og Kaiser Wilhelm II höfðu áður farið lengri leið, frá meginlandi Norðurálfu til New York. En aðra ferð sína vestur um haf, frá írlandi til New York, fór hún með meiri hraða en nokkurt annað skip. Þá leið fór hún á fjórum dögum nítján klst. og fimtíu og tveim mínútum. Ekkert skip hefir áður komist skemstu leið yfir Atlantshaf á skemmri tíma en fimm dögum, og þó er ráð fyrir gert að Lusitania muni síðar meir, þegar skip- verjar eru orðnir henni vanir, sigla með meiri hraða en nú landa á milli. (Vínl.) Úr bréfi úr Reykjadal. 24. nóvbr. Tíðin er alltaf heldur stirð. Október var snjóasamur og kaldur. í bilnum 5 okt. fennti fé víða, og er skaði af þeim sökum talsvert almennur, enn þó óvíða stórkostlegur. Frá Austari- Krókum í Hálshreppi fennti 45 kindur; 30 fundust lifandi og dauðar, en 15 vanta. Þetta er stærsti skaðinn, sem ég hefi heyrt nefndan hér í sýslu. Víða vantar 2—6 kindur af heimili. Nóv. hefir verið stormasamur; lengst af vestanátt; þýður annað slagið; snjólítið því og jarðir nægar. í fyrra dag var stórhriðar bylur af norðri, snarpur, en stóð ekki nema rúml. ^/2 dægur. Heyin eftir sumarið eru lítil enn góð. Tún spruttu nálægt meðallagi sum- staðar, en víða miður. Vatnsveitinga engi spruttu sæmil., en aðrar engjar yfirleitt illa og mun það vera talsvert almennt að úthey séu x/4—l/H neðan við meðallag að vöxtum. Hins vegar þurkar hagstæðir og nýting heyjanna hin bezta. Fyrirspurn frá Berufirði. Eg er gamall sjómaður af þilskipum og hefi oft leiðbeint skipum inn á höfnina hér, þegar ég var í þjónustu annara. I sumar var ég ekki á þil- skipi og einn góðan veðurdag kom gufuskip hér í fjörðinn og hafði hafn- söguveifu. Hinn lögskipaði hafnsögu- maður var ekki heima, og engum var kunnugt um hér, að hann hefði sett nokkurn mann í sinn stað. Umboðs- maður sýslumanns sendi því til mín og bað mig að leiðbeina skipinu inn, og gjörði ég það, og líkaði skipstjóra svo vel við mig, að hann bað mig að fylgja sér út aftur, og þetta gjörði ég líka; en er til borgunar kom, vísaði hann mér á afgreiðslumann skipsins, en er til afgreiðslumanns kom vildi hann aðeins greiða mér sem svarar helmingi þeirra launa, sem hafnsögu- manni ber eftir því, sem hér er taxti. Mér er nú spurn: Á ég ekki heimt- ing á fullum hafnsögulaunum, úr því ég liefi innt af hendi fullt hafnsögu- starf? 2. Hvernig get ég bezt leitað réttar míns gagnvart skipi eða skip- stjóra, ef hinni 1. spurning er svarað ját- andi? Það skal tekið fram, að útgerð- arfélag það, sem skipið tilheyrir, hefir verzlanir hér á landi og hefir hér um- boðsmann eða «disponent», sem er meðeigandi. * * S v a r. Það mun lítill efi á, að fyrirspyrgj- anda ber hæfileg borgun fyrii leiðsögu á skipi því er hann kveðst hafa leið- beint. Vér vitum eigi til að hafnsögu- menn hafi lögákveðinn taxta, en þá gildir líklega venjan sé hún ekki fjarri sannsýni. Hætt er við, að afgreiðslu- maður skipsins verði eigi dæmdur til að greiða leiðsögukaupið. Heldur verði spyrjandinn að lögsækja skipstjóra, fái hann eigi sæmilega borgun. Því þetta mun skipstjóri hafa átt að borga. En sé hér um litla upphæð að ræða, getur verið efasamt að tilvinnandi sé að fara í mál út úr henni í öðru landi. [Sögusafn «AusturIands >.] Kænskubragð. (Þýtt.) (Niðurl.) Þegarhún hugsaði um þennan mögu- leika, stökk blóðið fram í andlit hennar, brennandi heitt. Brjóst hennar þrútnaði, og æðaslögin urðu eins og hún hefði hitaveiki. Það væri óttalegt. Hún niundi ekki framar geta séð hann. En hvernig ætti hann að geta það. Nei, nei! Og Anna settist að hljóðfærinu til þess að flýja undan þessum hveljandi ímyndunum. En hún undi samt ekki við það mjög lengi. Hún spratt brátt upp aftur. Hálf fjögur! Nú lilaut hann að hafa fengið bréfið. Drottinn minn! Hún gekk fram og aftur um herbergið og neri saman höndunum. Hvað mundi hann taka til bragðs? Ef til vill læsi hann alls ekki bréfið, þegar hann sæi fyrirsögn þess, að það væri ekk ætlað honum. Fyrst í stað glaðnaða yfir Önnu við þessa hugsun, en brátt hreyfði sér veik — mjög veikbyggð kvörtun, sem smám- saman varð öflugri, því lengur sem hún athugaði þenna möguleika. Og ef hann nú læsi bréfið — hann mundi áreiðanlega lesa það — hvað mundi hann þá gera? Mundi hann senda henni það aftur? Eða mundi hann sjálfur færa henni það? Nei, það gat naumast komið til álita; hann hafði allt of mikið að gera til þess. En hver vissi, nema hann kynni að fá lausn litla stund og koma og----------- I ósjálfráðu eirðarleysi studdi hún hægri hendinni að hjarta sínu, sem barðist mjög ótt. Því næst gekk hún hratt að glugganum og leit út. Það var aðeins fátt fólk á götunni. Hún andvarpaði, gekk aftur að borð- inu og tók skáldsögu, sem hafði verið mælt með við hana, vegna þess hve vekj- andi hún væri. Þegar hún hafði lesið nokkrar setningar, fleygði hún áhuga- laust bókinni frá sér. Þegar óeirð hennar náði hita, sneri hún aftur að glugganum og horfði áfjáð út á götuna. Þá — henni fannst hjartað hætta að slá — sá hún hann Frits Krause koma hröðum fetum að húsinu. Lömuð af ótta, hljóp hún inn í næstu stofu, stóð þar nokkrarsekúndur án þess að hreyfa sig og dró andan erfiðlega, um leið og hver tilfinning og hugsun rak aðra. Hvernig átti hún að haga sér? Átti hún að tala við hann? Nei, nei! Hún mundi blygðast sín fyrir honum. Hann mætti hringja eins lengi eins og honum sýndist, hún hreyfði sig ekki. Ef enginn opnaði, mundi hann halda, að hún væri ekki heima. Og þá; mundi það ekki vera barnalegt og illa hugsað? Hvaða ánægju mundi hún þá hafa af kænsku- brögðum sínum? «Drottinn minn! nú er þegar hringt.» Og hún gekk til dyra til að opna. Athugandi gekk hún fram í ganginn. Enn þá einu sinni stansaði hún, and- varpaði, gekk því næst ákveðin til dyranna og á næsta augnabliki stóð Frits Krause hjá henni. Án þess að segja neitt, leiddi hún hann inn í stofu. Þegar henni tókst að gjóta til hans auga, komst hún að því, að hann varsömuleiðis gagntekinn. Andlit hans var dökkrautt og augna- tillitið var óstöðugt. Þegar Anna hafði hvatt gest sinn til að setjast, settist hún gagnvart honum, en hvorugt sagði eitt orð. Það mundi vera erfitt að skera úr því, hvort þeirra var feimnara. En samt var það hún, sem fyrst tók til máls. «Ég skrifaði yður í dag, eftir til- mælum pabba þér hafið víst fengið bréf mitt.» Um leið leit hún alveg ófeimin í augu hans. Hún var frá æsku sinni vanin að hafa stjórn á sér og láta ekki hinar sönnu tilfinningar brjótast út í orðatiltækjum og nú beitti hún öllu afli viljans til þess að hafa hemil á óeirð sinni. Það var ekki auðvelt fyrir unga manninn að átta sig. Hann ræskti sig nokkrum sinnum og einblíndi á gólfið á meðan hann svaraði stamandi: «Já, ég hefi fengið bréf frá yður, ungfrú Anna það er að segja — ekki það, sem var ætlað mér — heldur annað —» Hann þagnaði og leit feiminn til hennar. En hún lék mjög eðlilega óvæntan átta. «Ekki það, sem var ætlað yður? Ég skil yður ekki, herra Krause.» Það leit fyrst út fyrir, að það stæði í hálsinum á honum, en svo spurði hann: «Hafið þérekki í morgun skrifað annað bréf?» «JÚ, til vinkonu minnar í Dresden. En hver hefir getað sagt yður —?» «Og þér eru vissar um, að þér hafið sent vinkonu yðar bréfið, sem henni var ætlað?» «Auðvitað.»

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.