Austurland - 17.12.1907, Blaðsíða 3

Austurland - 17.12.1907, Blaðsíða 3
Hún lét ávalt cins og hana grunaði ekkert og horfði einbeitt í augu hans. En innra fyrir ólgaði aftur blóðið. Hún vissi nú að úrslitin nálguðust. «Jæja» — umsjónarmaðurinn stakk hendinni í vasann og tók þar saman- brotið pappírsblað. Hann fletti því í sundur og rétti henni það. Pað var bréfið til Kathe. Hún huldi andlitið í höndum sínum, rak upp hljóð og lét fallast í stól. Það varð þögn. Herra Krause var í óvenjulegu upp- námi. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera. í kyrþei ásakaði hann sig fyrir það, að hann hefði verið of fljótur á sér, óstjórnlegur. Hann hefði átt að vera varkárari. Vesalings Anna! En hún sat og beið með hitakendri æsingu, stöðugt með andlitið í hönd- unum. Hamingjan góða, hvað hann hugsar sig lengi um. Skildi hann ekki hjartað ennþá. Hvað þessir menn gátu verið tornæmir og feimnir. Á meðan þessar hugsanir þutu um höfuð hennar heyrðist niðurbældur grátur. Þetta fékk mikið á herra Krause; óframfærni hans og feimni hvarf loks- ins, þegar hann sá hana gráta. «Anna, elsku Anna,» hrópaði hann, um leið og hann vafði vinstri hand- leggnum um halsinn á henni, og reyndi með hægri hendi að Iosa hendur hennar frá andlitinu. «Ég bið yður, ég grátbæni yður um að gráta ekki! Tárin yður særa sálina mína. Pað hefir enginn lesið bréfið yðar, enginn — nema ég. Og ég — ég var svo hamingjusamur þegar ég las, að þér endurgulduð ást mína. Já, ungfrú Anna, ég elska yður — ég elska yður heitt og innilega.* Nú hafði honum tekist að ná hönd- um hennar frá andlitinu og Önnu fannst að nú vera kominn tími til að láta fallast að brjósti umsjónarmanns- ins. Varir hans náðu líka hennar vel á miðri leið. — — — Nokkrum árum seinna, þegar hún var fyrir löngu orðin hamingjusöm frú Krause, sagði Anna vinkonu sinni í trúnaði frá því, með hvaða kænsku- bragði hún hefði unnið Frits sinn. Kathe hlustaði með athygli á það, klappaði undrandi saman höndunum og sagði: «En hvað þetta var slóttugt, ákaflega slóttugt!» — Fúum vikum seinna var hún einnig trúlofuð. Endir. Veðrátta. Siðustu daga hefir verið góð hláka og allmikið rigning annað slagið. Snjó- laust og öríst í byggð. Siglingar. 7. og 9. þ. m. komu þeir hingað á norðurleið Ingólfur og Egill; með Agli kom heim aftur Clausen síldar- útvegsmaður hér á Eskifirði. Hann hafði brugðið sér snöggva ferð til Noregs. Með Agli var til Akureyrar ungfrú Ragnheiður Blöndal, sem verið hefir tvö ár að mennta sig í Dan- mörku. Með Ingólfi korn hingað barnakenn- ari Tómas Jónsson, sem verið hefir misseris tíma til lækninga í Skotlandi. Til Eyjafjarðar var með íngólfi enskur trúboði Artur Gock að nafni frá Eng- landi. Herra Gock á heima á Akur- eyri, og býr þar í samkomuhúsi, sem enskt félag á, hafði farið til Englands í sumar til að gifta sig og var kona hans nú með honum. En fremur var á ferð til Eyjafjarðar þjóðverskur véla- fræðingur, sem setja átti saman og koma í gang hinum nýju vélum í tó- vinnuverksmiðju Eyfirðinga. Til sömu verksmiðju var og sænskur dúkalit- unarmeistari, ráðinn til árs. Þjóð- verzkur fræðimaður Schröder að nafni var og með Ingólfi. Hann var árlangt á Hrafnagili í Eyjafirði í fyrra til þess að lesa, mun hann enn hafa ætlað að koma sér fyrir upp í sveit til þess að geta stundað bókfræði sína í sem beztu næði. Vesta kom hér við í fyrra dag frá útlöndum á leið til Reykjavíkur. Farþegjar með henni voru meðal annara: Ráðherra íslands, Smith símastjóri, Matthias Þórð- arson ritstjóri «Ægis», Páll Torfason kaupmaður af Flateyri, Ágúst Flygen- ring þingmaður og kaupmaður úr Hafnarfirði, Erasmus Gíslason verzlun- aragent úr Reykjavík, og einhverjir fleiri. Héðan fór til Reykjavíkur verzlunarniaður Svafar Sigurbjörnsson af Fáskrúðsfirði. Hefir hann fengið bókhaldarastöðu við Godthaabsverzlun þar, og fór nú alfarinn þangað, en kona hans mun ætla í vor. Héðan fór og Guðni Sveinsson sjómaður, suður til lækninga. Nokkrir sjómenn af Norðfirði og tveir eða þrír héðan fóru suður með Vestu og ætla að ráða sig vetrarvertíðina syðra og koma svo hingað í vor. Búast þeir við að fá gott kaup syðra yfir veturinn. Nýustu fregnir frá útlöndum segja: fslenzk vara yfirleitt fremur að falla, t. d. fiskur, síld óseljandi, mikill afli var af henni í Noregi. Banka- vextir ákaflega háir. Peninga vandræðin mikil í Ameríku, bankarnir þar hafa því fengið mörg tons af gulli frá Eng- Iandi til þess að bjarga sér, þetta mun hafa hækkað vextina í Englandi. Ann- ars var haldið að ástandið væri að lagast í Ameríku, og bankarnir myndu þá aftur ná tiltrú. Símabilarnir hafa verið með meira móti fyrir- farandi á Smjörvatnsheiði og víðar, endu sjóað mikið til fjalla. Áætlun um millilanda ferðir þess sameinaða er komin. Ceres á að koma frá út- löndum 5. febrúar næstkomandi og fer þá norður fyrir land, kemur við á Seyðisfirði, Húsavík, Akureyri, Sauð- árkrók og ísafirði og til Rvíkur 12. febr. Fer frá Rvík 15. febr. beina leið til Seyðisfjarðar, þaðan til Eski- fjarðar, og héðan beint til Leith. ■-«►■<►■-»•■•■►■-«►■<<►■•«►■•<►■ N ý i r t I kaupendur að „Austurlandi** fá það sem eftir er árgangsins fyrir tvær krónur. Fyrstu blöðin eru upp- gengin að mestu, svo illt er orðið að fá árganginn frá byrjum. „Austurland“ frá 11. blaði verður sent til sölu nokkrum nýjum útsölu- mönnum. NOTIÐ TÆKIPÆRIÐ Prátt fyrir hið afarlága verð, sem er á allri vefnaðarvöru og öðrum vörum við verzlun 6. \ ^e^ðarjwðx verður þó frá 1. desember til ársloka gefinn ] 15% afsláttur gegn peningum út í hönd af: Vefnaðarvöru. Höfuðfötum. — Tilbúnum fatnaði. Yfir- frökkum. — Kvennsjölum. — Treflum (Boe). — Tvísti af mörgum litum. 10% afslátt af: ísenkramvöru. — Hengilömpum. — Vegglömpum. — Könnum. Krúsum. — Diskum. — Skálum. — Speglum. — Myndum í ramma. Olíuprent-myndir í ramma. — Blikdúnkar. Mjólkurfötur. — Fataburstar. Maubluburstar. Fæibretti og kústaþvottabretti. — Saltkör og margt fl. Pess utan er margt til, sem er mjög hentugt til JÓLAGi-JAFA, svo sem: Plett-Kaffistell. — Kökuföt. — Kexbaukar. — Kertastjakar. Ofnskermar. — Klukkur. — Blómsturvasar. — Margar tegundir af ylmvötnum (Eau de Cologne.) Myndabækum handa börnum, m. m. o. fl. É»*4ééé**é| Alt með 10% afslætti. Sjóvátrygging. Undirritaður, sem hefur aðalumboð á íslandi fyrir fjelagið «Det kgl. octr. Söassurance-Compagni i Kjöbenhavn», tekur að sjer að vátryggja gegn sjóskaða, útlendar og innlendar vörur, með öllum fyrsta flokks skipum, hafna á milli hér á landi og til útlanda, samkvæmt reglum þeim, sem prentaðar eru á vátryggingarskírteinum fjelagsins. Þeir, sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til mín. Umboðsmaður minn á Norðurlandi er herra kaupmaður Otto T u I i n i u s, Akureyri. Virðingarfyllst Carl D. Tulinius Efterf. Eskifirði. í- i 1;;= ^'(pe 1 0 II ■ss t J L >c - ' ).í " ; Verzlunin EDINBORG á Eskifirði er vel byrgð af: Ágætum borðlömpum, stærri og smærri, mjög fallegum og olíudrjúgum. Hvergi meira úrval af lömpum á Austurlandi. Yerzlunin heíir og miklar byrgðir af: Stúfasirzi, Bomullardúkum og Allskonar álnavöru, Cementi, Gránsápu. Kexi, Kaffibrauði, Niðursoðum ávöxtum, Osti. Lauki. Og mörgu fleiru, sem allt er selt með verzlunarinnar alþekta góða verði. Það má fá margt til JÓLAGJAGA í Edinborg. Regnkapur (waterproof) ágætar, fást hjá Carl D. Tulinius Elterfölger. SWwvoUulampav af mörgum tegundum fást í verzlun Carl D. Tullnius Efterf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.