Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 5
TÍÐINDAMAÐUR æskulíðssíð- unnar átti nýlega tal við Sigurð Guðmundsson, formann Sam- bands ungra jafnaðarmanna, cr skipar 6. sæti á framboðslista AI- þýðuflokksins við alþingiskosn- ingarnar í Reykjavík á vori kom- anda. Margt bar á góma í spjall- ínu og víða komið við, enda hefur stjórn SUJ mörg járn í eldinum eins og fyrri daginn. Er sannleik- RÆTI ViÐ FORMÁNN SUJ urinn sá að æskulýðshreyfing jafí' aðarmanna er sú pólitíska ung- hreyfingin er starfar hvað bezt nú og hefur reyndar gert nokkur undanfarin ár undir forystu þeirra fyrrverandi og núverandi for- manns SUJ Björgvins Guðmunds- sonar og Sigurðar Guðmundsson- ar. Æskulýðssíða Alþýðublaðsins hefur ekki rætt við hinn nýja for- mann SUJ fyrr og bótti því máj til komið. „Fyrst er frá ÁFANGA að segja“, sagði Sigurður , þegar við tókum tal saman. „Hann er eitt af mínum mörgu hjartans málum. ÁFANGI er nú kominn á þriðja ár og hefur átt erfiða bernsku. En honum sækist furðu vel(. Öðrum árgangi ritsins er nýlokið og urðu margir til að ljúka lofsorði á síðasta lieftið, þótt mér detti ekki í hug að neita því að ýmsir fundu honum sitthvað til foráttu. Er þetta á- gæt bót til batnaðar frá þvi sem áður var því að þá var hann horki lofaður né lastaður. Lifi hann hins vegar af þá örðug- leika, sem hafa hrjáð hann í uppvextinum, en um það er eng- an veginn útséð enn, þá vona ég að hann eigi bjarta framtíð fyr- ir höndum sem sósíaldemókrat- iskt tímarit unga fólksins um listir, vísindi, þjóðmál, bók- menntir, sögu og önnur menn- ingarmál. Margir ungir vísinda- menn, stjórnmálamenn og menntamenn hafa heitið mér lið- sinni og því er ég vongóður. Eða hví skyldi ekki vera hægt að gefa út slíkt tímarit á íslandi?“' — Hvað er annars að frétta? — Ja, okkur tókst að afla okk- ur sæmilegs jsjóffs sköinmu eftir að við tókum við en hann siglir nú hraðbyr út um allt land í fundá herferðina okkar. Við ætlum að halda fundi á 14—15 stöðum um allt land á 4 — 5 næstu vikum og þetta kostar auðvitað stórfé. Von- andi verður jafnmikið gagn að ]:essu“. „Já, útgáfustarfsemi okkar er óvenjumikil í ár. Bæði hefur nú æskulýðssíða Alþýðublaðsins liafið göngu sína aftur með mikl- um myndarbrag og eins hef ég óður rætt um ÁFANGA. Nú, svo höfum við að nýju tekið upp út- gáfu Sambandstíðinda, sem send eru til flestra eða allra félagsbund inna ungra jafnaðarmanna. Eitt tölublað er þegar komið út og annað á leiðinni. Og svo höfum við nýlega hafið útgáfu á fréttablaoi á dönsku, sem við sendum bræðra- samtökum okkar á Norðurlöndun- um-og víðar". „Það er rétt, við gengum í Al- þjóðasamband ungra jafnaðar- manna fyrir einum tíu-tólf árum síðan og um leið gerðumst við að- ilar að Samvinnunefnd ungra nor- rænna jafnaðarmanna. En nú á að fara að stofna Samband ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum. Vcrður það gert í Malmö í byrjun júní. Stjórn SUJ hefur það mál til meðferðar nú og sjálfsagt ger- umst við aðilar þar að. Fjarlægð- in hefur gert öll okkar samskipti mjög erfið en við erum að reyna að bæta úr því með ýmsum hætti cins og ég hef áður drepið á“. — Jú, auðvitað má minnast á sitthvað annað, sem við höfum unnið að. Þar er t. d^ erindrekstur til FUJ-félaganna ekki þýðingar- lítill. Auk þess mætti minnast á fjölmargt fleira, sem ástæðulaust er að tína til hér. Og ekki má þó gleyma stórmáli, ég vil segja ekki stærsta máli, sem við vinnum nú að og tekst vonandi að hrinda i framkvæmd. En það er nú ekki tímabært að segja frá því strax". — Ég skal segja þér það að ég man ekki eftir að FUJ-félögin úti um allt land hafi starfað jafn vel um langt skeið eins og þau hafa gert nú allra síðustu árin. Við eig- mn prýðislið víðast hvar sem starf- ar ágætlega, og hámarkinu má segja að hafi verið náð í starfi þeirra með byggingu og starf- rækslu félagsheimilisins Burstar í Reykjavik og félagsheimilis, sem ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði eru nú að búa sig undir að set-ja á laggirnar. Maður getur sannar- lega verið stoltur af því liði. — Úr því að við erum teknir að ræða það á annað borð, þá er það jú rétt að áberandi er hvað komm- únista vantar margar kynslóðir af ungu fólki í flokkinn, enda liggur öll þeirra æskulýðsstarfsemi gjör- samlega niðri. Þetta er orðið svo mikið vandamál að það var eitt af nokkrum megin-dagskráratriðum, sem rædd voru á þeirra róstusama flokksþingi fyrir nokkru. Hjá borgaraflokkunum báðum er hins vegar mikið af ungu fólki, alveg eins og hjá okkur. — Um kosningarnar, já. Auö- vitað geng ég að því vísu að Al- þýðuflokkurinn vinni á, enda er manni full-heimilt að vænta þess þegar litið er á stefnu hans og af- rek allt frá því að Emil Jónsson myndaði sína minnihlutastjórn SIGURÐUR GUÐMUNDSSON haustið 1958. Ríkisstjómir Emtís) og Ólafs hafa gjörbreytt öllu efna- hags- og fjárhagsástandi hér á landi til hins betra, svo að nær ó- þekkjanleg tímabil eru t. d. 1956— 1958 annars vegar og hins vegalf 1958-1959 og 1959-1963., Vi3( búurn við mestu velmegun í sögU okkar og hvað kýs fóik ef það kýU ekki þann flokk, sem hefur ál4 mestan og drýgstan þátt í að komS þeirri þróuii til leiðar — og tryggð henni sigur !” Á. G. i ‘ PILTÁRNIR og stúlkumar á myndinni halda öll í sama snærisspottann, og er fyrir- myndin frá barnalicimilunum, scm á þennan hátt hemja litlu börnin þegar þau fara göngu- túr í bæinn. í þetta skipti vorú hinsvegar gáskafullir mennta- skólanemar á ferð. Við tókum myndina í Lækjarg. Má halda að veðurblíðan hafi stuðláð’ að þessu uppátæki skólafóik$ins Alþingiskosningarnar eru fram- j iundan. Listar flokkanna í hinum ’ einstöku kjördæmum eru nú óð- um að birtast. Á listum Alþýðu- \ flokksins eru nöfn margra ungra manna og kvenna úr öllum stétt- um. Næstu vikur munu undir fyr- Irsögninni „Áhugamál ungra fram bjóðenda“, birtast hér á síðunni viðtöl við eitthvað af þessu unga fólki. Að þessu sinni höfum við tal af upgri húsmóður, Hafdisi Sigur- björnsdóttir, sem er í 16. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Við ræddum við hana um efni, pem hefur af og til verið á dagskrá, og skoðanir manna verið mjög ski’ptar um. Það er hvort giftar konur eigi að vinna úti eða ekki, þ. e. konur, sem eiga barn eða börn. Hafdís sagði, að margs væri að gæta, þegar um þetta mál væri rætt. Sjálf kvaðst hún hiklaust svara því játandi, og miða þá við eigin reynslu. Allir vita, hve dýrt er að stofna heimili nú til dags, ef fullnægja á þeim kröfum, sem ungt fólk gerir. „Þegar kona hefur hæfileika og menntun til að stunda vinnu úti, þá er ekki að undra að hún freistist til að vinha úti hluta úr degi, ef það gæti orðið til að - lækka kúfinn á skulda- hlaðanum", sagði Hafdís. Taldi Hafdís, að kona með eitt og jafnvel tvö börn ætti að geta unnið úti einhvern hluta dags, án þess að það kæmi niður á heim- ilinu. Auk þeirra peninga, sem hún aflaði, kvað Hafdís þetta í flestum tilfcllum konunni og börnunum til góðs, hvað andlega velferð snerti. Margar konur hefðu svo lítið fyr- ir stafni á heimilunum, að þeim sárleiddist. Á vinnustað kynntust þær fjölda af fólki, eignuðust ný áhugamál og starfið hefði lífg- andi áhrif á þær. Fyrir börnin væri það þroskandi að vera í leik- skóla. Þau lærðu þar fjölmargt gott og nytsamlegt, sem gæti orð- ið þeim til gagns. Hafdís sagði: „Mín reynsla er sú, að ég, barnið og heimilislífið hafi gott af því, að ég vinni úti þrjá tíma á dag. Barnið hefur gott af því að vera í Ieikskóla, ég gagn og gaman af því að vinna á sk. stofu, og auk þess hefur mér tek- izt að létta undir með manninum mínum með íbúðarkaupin“. „Þessí sjónarmið breytast að vísu öll, þegar börnunum fjölgar meir. En á meðan þau eru, aðeins eitt eða tvö, ætti þetta að vera hægt“, sagði Hafdís að lokum. ARNDÍS SlGURBJÖRNSDÓTTIBfc ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. marz 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.