Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 9
ÆTLA £& A9 &I9JA WG AÐ GEPA r~ SVO VEL SIGGA VIGGA OG TILVERAN AS SE60AI UPP 6.RÉFLE<5AÍ VJÆ.ST PEGA^ UO HELOOR k V® púl HAFIR ONNl© STO'RA VINN/NGINN I HAPP- f' DRÆ.TTINU J . „VIKA TILL VANSTER“ er fyrsta boðorðiS í sænskum umferðer- reglum, en þegar Svíinn ekur bíln. um sínum til Danmerkur eða Nor- egs þá verður hann að gera svo vel að víkja til hægri — oft með hörmulegum afleiðingum — og þegar grannarnir koma til Sví- þjóðar gengur þeim oft illa að fylgjá hinni „ævafornu“ vinstri- reglu Svíanna. Með stórauknum samgöngum og síaukinni bílaeign er vihstriregla Svíanna til mik- illa' trafala bæði fyrir þá sjálfa og ekki síður fyrir erlenda ferða- menn, sem' koma til laridsins á eigin farartækjum. í fjörutíu ár- hafa Svíar því brætt með sér, hvort þeir skuli taka upp hægri akstur eins og allar aðrar þjóðir ó meginlandi Evrópu eða halda fast við vinstri regluna, sem er óþekkt utan eyríkjanna Bretlands og íslands. í gær gerðist það svo loks, að samgöngumálaráðherr- ann, Gösta Skoglund, lagði fyrir þingið tillögu um, að tekin skuli upp hægri akstur í Svíþjóð og skal undirbúriingi og nauðsynleg- um breytingum lokið vorið 1967. Snemma sumars það ár má búast við, að Svíar sveigi frá vinstri kariti yfir á hinn hægri. í greinargerð með tillögunni telur samgöngumálaráðherrann upp helztu atriðin, sem valda því, að ekki verður hjá því komizt að I taka upp sömu umferðarreglur I og gilda annars staðar í Evrópu: Hin aukna umferð landa á milli, og væntanleg Eyrarsundsbrú, sem I mun auka stórlega ferðalög Svía | til meginlandsins og ekki síður i beina straumi ferðamanna í eigin bílum til Svíþjóðar. — Þá hafa Danir lokið nýrri bílaleið til Þýzkalands og hafa í undirbúningi nýjar brýr yfir sundin, sem auð- velda mun ferðalög um álfuna. — Þetta telur ráðherrann mikilvæg- ustu ástæðurnar. Eitt enn skiptir ekki svo litlu máli heldur: kostn- aðurinn við breytinguna fer vax- andi með ári hverju og það er mik- ilvægt að þetta verði gert sem fyrst. Eftir stríð var reiknað út, að það mundi kosta rúmlega 20 milljónir króna, að taka upp hægri akstur, nú er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi 400 millj- ónum. Til þess að bera þennan gífurlega kostnað verður sérstak- ur skattur lagður á farartæki næstu fjögur árin, 20 krónur á mótorhjól, 40 krónur á litla bíla, 175 krónur á meðalstóra bíla og 100 krónur á vörubíla, langferða- bifreiðir og stóra einkavagna. Stærsti kostnaðarliðurinn í sam bandi við breytinguna er í sam- bandi við þær breytingar, sem gera verður á strætisvögnum og áætlunarbílum. Það verður sem sagt að færa dymar yfir á hægri hlið þeirra! Það mun kosta um það bil 176 millj. Þá verður að færa umferðarmerki og umferðarljós, breyta vegamótum og götum og sporvögnum. Það kostar 170 millj- ónir króna. Stærstu flokkarnir náðu sam- komulagi sín á milli um þessar breytingar á löngum og ströngum fundum fyrir jólin. Er því öruggt, að þingið muni samþykkja að taka skuli upp hægri akstur, — en þar með er ekki sagt, að allir þing- menn séu ánægðir með framvindu málanna. Innan þingflokka Jafn- aðarmanna og Centerpartiets eru jmargir svarnir andstæðingar þess- ; arar breytingar, en þeir munu varla geta gert sér vonir um, að fá sterkan hljómgrunn hjá al- menningi, svo mjög hefur afstaða fólks breytzt frá 1955, er aðeins 15 af hundraði voru hlynntir hægri akstri í þjóðaratkvæða- greiðslu, er þá fór fram um málið. Andstæðingablöð stjórnarinnar fagna yfirleitt tillögunni, en láta þó ekki tækifærið ónotað til þess að gagnrýna stjórnina fyrir þann drátt, sem orðið hefur á málinu. H. Ó. LAUFÁS- KiRKJA 100 ÁRA LAUFÁSKIRKJA er hundrað ára 1965. í tilefni þessa merka af- mælis, og vegna brýnnar þarfar, vill söfnuður Laufássóknar hefja undirbúning að því að aðgerð þessa forna guðshúss geti farið fram. Á safnaðarfundi, höldnum í Lauf ási 11. febrúar s.l. var samþykkt að stofna viðhaldssjóð Laufás- kirkju og leita samskota til hans bæði innan sveitar og utan. Sóknarnefnd Laufássóknar telur víst, að víðsvegar um landið séu unnendur Laufáskirkju, bæði burt fluttir sveitarbúar og fleiri, sem .mundu hafa ánægju af að styrkja viðhaldssjóð Laufáskirkju með fjár framlögum, svo að kirkjan geti haldið sinni fornu reisn. Framlögum til sjóðsins veita við töku sóknarprestur Laufáskalls, sr. Jón Bjarman og formaður sóknar- nefndar, Sigurbjörn Benediktsson, Ártúni. eftir Baldur Óskarsson er samtíðarskáldsaga um það, sem dylst bak við síður dagblaðanna. Bókðútgáfan Fróði ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. marz 1963 ,f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.