Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.03.1963, Blaðsíða 8
UNGA stúlkan, sem liggur í sjúkrarúminu á myndinni, er 20 f ára gömul. Hún starfar við blóð- - ! banka í Cambridge, en svo kom|||l jþað fyrir, að hún þurfti sjálf að ganga undir hjartauppskurð, og þá var nauðsynlegt að gefa henni mikið blóð. Starfsfélagar hennar buðust til að leggja fram allt, sem nota þurfti henn- ar vegna, og á myndinni er hún að biðja vinkonur sinar að skila þakklæti. ,JÉg hef tekið á þúsundum manna, sem blóð, en aldrei hugsað inn að það gæti haft nokkra þýðingu fyrir sjálfa mig“, sagði hún. Jónas Jónsson há Hriflu: Listafólk úr byggð Þor MARGAR eru bújarðir fallegar á íslandi, en fjórar þeirra eru mér eérstaklega húgstæðar, þegar rætt er um fegurð sveita. — Þar er: Kirkj ubæjarklaustur, Valþj ófsstað- ur, Reynisstaður og Ljósavatn. Þessi fögru sveitasetur og þó einkum eitt þeirra, hafa komið mér í hug í sambandi við það, að nýlega hefur listafólk úr umdæmi Þor- geirs Ljósvetriingagoða — komið fram á sjónarsvið í Reykjavík. Eru þessir listamenn ýmsir fæddir og uppfóstraðir í sveit Þorgeirs Ljósvetningagoða eða að ættstofn þeirra er þaðan kominn svo að listagáfurnar má rekja til forfeðra, sem þar áttu heima. Sýna þessi dæmi og ótal önnur, hve mjög hið nýja þéttbýli við Faxaflóa nýtur góös af menningararfi margra fjar- itegra byggða. Sá, er fyretur kom fram á sjónarsviðið var Páll H. Jónsson, einn af kunnustu áhrifa- mönnum Laugaskóla í Þingeyjar- sýslu. Um þennan Pál má eegja, að hann sé yngsti lærisveinn Bene- dikts á Auðnum, sem menntaði tvær kynslóðir með því að kaupa og lána fólki góðar bækur. Hann hefur notið lítillar ekólagöngu, en fjölbreytts sveitalífs og mikils boka lestrar og ferða innanlands og ut- an. Hann hefur nýlega gefið út ljóðabók, sem heitir „Á 17. bekk“. Fer vel á því, að ný skáld gangi fram á sjónarsviðið, þar sem hin eldri falla mjög í valinn, eök- 'um aldurs og misturs í samtíðar- útsýninu. Eitt erindi úr bók Páls H. Jónssonar um eld og hörmungar í Búdapest sýnir að enn þurfa ís- lenzk skáld hvorki að skorta yrk- isefni eða listrænt form. Þar eegir: Fer surtarlogi að sunnan og svelgir nú alla jörð. Er syndugum sökkvandi heimi hin síðasta bálför gjörð. Er verið að uppræta í eldi hið illræmda nöðrukyn sem nagar frá órofi alda um asksins laufgaða hlyn. Meðan skáldin varðveita lífræn- ar hugsjónir, kunna full skil á móð urmáli sínu og listformi íslenzkrar tungu, mun listamennina ekki skorta fleyg orð og djarfmannlegar hugsjónir, þegar þeir búast her- týgjum, sem hafa reynzt skáldum þjóðarinnar vel frá því Egill Skalla grímsson orti Sonartorek og til þessa dags. En Páll H. Jónsson hefur fleira til síns ágætis heldur en ljóðgáfu. Hann hefur staðið fyrir efling söngmenntar í heilli sýslu og átt forstöðu við að fullgera eitt af beztu byggðarsöfnun 'landsins á Grenjaðarstað. Síðan flutti Páll til Reykjavíkur, síðast liðið sumar, hefur hann í hjáverkum látið tU sín heyra nýja tóntegund í kór þeirra manna, sem fylla hin miklu dagblöð borgarinnar. Páll er ein- dreginn samvinnumaður svo sem vænta mátti um andlegan-fóstur- son Benedikts frá Auðnum. Hon- um hefur þótt nokkuð skorta á varnir samvinnumanna í hrinding- um og pústrum stjórnmálaflokk- anna. Sennilega hefur honum þótt nokkuð langt gengið, þegar það kom í ljós, að sex frægustu for- göngumenn samvinnufélaganna í Eyjafirði týndust úr lestinni í höf- uðborg Norðurlands við hátíðleg tækifæri síðastliðið sumar. Páll beitir nýrri varnar- og sóknarað- ferð í skiptum samvinnumanna við samkeppnismenn. Hann befur birt í Tímanum margar ritgerðir, stuttar, hver þeirra tæplega dálk að lengd. Hann ritar uridir fullu höfundarmerki. — í þessum smá greinum hefur hann rakið í stuttu ! en mjög glöggu máli, aðalefni andstæðinganna og . lætur síðan • fylgja umgerð hnitmiðuð svör, tæmandi málsvörn. Engin beizk- jyrði eða kuldi fylgdi þessum leið- réttingum í garð andstæðra höf- unda, Rökum gagnsóknarinnar er hágað eins og vel fer málsvöm dóm stóla. — Andstæðingum samvinnu- manna kom þessi nýja tækni mjög á óvart og hafa ekki enn sem kom ið er, fengið ráð til sigursællar gagnsóknar. Næsti liðsmaður úr héraði Þor- geirs goða er Sigurður Róberts- son, höfundur sjónleiksins Dimmu borgir. Sigurður er fæddur og upp- fóstraður í Ljósavatnsskarði, þar sem er víð útsýn í margar áttir. Þar mun Sigurður hafa gætt hjarð ar í bröttum fjallahlíðum, likt og Kjarval í Borgarfirði eystra og vaxið af þeirri áreynslu. Nú er þetta leikrit Sigurðar sýnt í Þjóð- leikhúsinu. •— Það fær misjafna í dóma, ekki sízt hjá sumum læri- meistm-um í bókmenntum. En því meiri viðurkenningu fær leikritið hjá leikmönnum og þykir mikið koma til þessa leikrits hins nýja höfundar. Þess skal fyrst getið, að Sig- urður Róbertsson hefur hlotið lá- mæli í leikdómum fyrir það að stórsyndarinn í Dimmuborgum hafi eingöngu til að bera mann- legar ávirðingar, en enga kosti, sem þó væri þægilegt að hafa sér til réttlætingar á dómsdegi. Það er rétt, að syndaselur Dimmuborga er enginn dyggðarmaður, en því- lík manngerð er alkunn heimsbók- menntunum og hefur ekki fyrr ver- ið að fundið. Má fyrst nefna Njálu og Mörð bónda á Hofi. Þykir hann gildur maður í sígildri bók, án þeirra kosta, sem prýða góðan mann. Hið sama er uppi á ten- ingnum, ef leitað er til stórmeist- ara alls skáldskapar, Shakespeares. Má nefna til samanburðar við Ög- mund í Dimmuborgum víðfrægar, en dyggðum sneyddar persónur, konunglegar. — Tvær af dætrum Framh. á 13. síðu ÞJÓNUSTA Frönsk þjónusta ANDLLITSBÖÐ HANDSNYRTING HARGREIÐSLA Ath. Hárgreiðsla er undir verðlagsákvæðum. Viðskiptavinunum er leiðbeint rrteð val og notkun snyrtívöru, án endurgjalds. 8 17. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAUGAVEGI 25 II. hæð. — Sími 22138

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.