Breiðablik - 01.12.1909, Page 7

Breiðablik - 01.12.1909, Page 7
BREIÐABLIK 103 sjálf. Það brot sannleikans, sem hún hefir tileinkað sér, lætur hún sér hug- kvæmast, að sé sannleikurinn allur. Við þetta sannleiksbrot leitast hún oft að fjötra mennina eins og skepnu við tjóður- hæl, þó hún ætti að vita, með fram af dýrkeyptri reynslu, að mannsandanum halda engiti bönd. Frjáls eins og fugl í lofti verður hann að leita sannleikans og tileinka sér hann eins og bezt hann má. Engánn sterkari fjötur er til, en fjötur sannleikástarinnar. Og engin stærri heimska til en sú að ætlasér að tryggja mönnum sannleikann með öðrum bönd- um. Samt má oss eigi með nokkuru móti verða illa til kirkjunnar, þótt hún um stund oti að oss hornstikli umburðar- leysisins. Uxinn er eitt þarfasta og og þolinmóðasta vinnudýr. Skelfing hefir hann mannkyninu hjálpað um daga þess. En stundum hleynur í hann vonzka og hann stangar. Hann verður þá óður og hamstola. En það rennur af eftir litla stund og hann heldur áfram að draga arðurinn kring um ónumin lönd. Vér gleymum þá og fyrirgefum og látum svo vel í meisinn,að hann sé óneyddur. Kirk- jan hefir dregið arður mannkynsins langa leið ; en þó akurreinin sé nokkuð hlykk- jótt og stefnan oft fremur óheppileg, er henni naumast einni um að kenna, heldur söfnuðinum, sem ekki hefir haft betra lag átaumhaldinu. Það er leikmaðurinn, sem taka þarf í taumana og hafa vit fyrir kirkjunni, þegar hún stefnir öfugt. Þeg- ar kirkjan fær umburðarleysisflog, verða leikmenn að kenna henni betri siðu. Það eru þeir, sem ráða eiga eigin landareign, þeir líka, sem láta í meisinn og hafa bæði tögl og hagldir. Mismunur í trúarskoðunum er sjálf- sa'gður. Eftir því sem mentan vex og sjálfstæði, kemur það betur í Ijós. Menn láta sig aldrei úr þessu allir binda ein- um klafa. Hver maður verður að gjöra sér þá grein, sem honum er eðlilegust fyrir fyrir trú sinni. Það er ekki skilning- urinn sem er aðal-atriðið,heldur samband- ið við guð og samfélagið við hann. Skað- legasta meinlokan, sem til er í kristninni nú á dögum, er einmitt krafan um, að allir í sama kirkjufélagi eigi að hafa ná- kvæmlega sömu trúarskoðanir,og um leið og einhver gjörir sér aðra grein fyrir ein- hverju atriði, sé hann annaðhvort rækur eða skyldugur til að segja sig úr lögum. Meðan sú meinloka helzt við, heldur kristnin áfram að molna sundur og sá hluti fólks, sem snýr við henni baki, vergur stærri og stærri, 7. Ætlunarverk kirkjunnar er að finna sameiginlegan nefnara, sem trúar- þörf mannanna gengur upp í. Það er skilyrði þess, að hún fái nokkuru orkað að útbreiðslu guðsríkis og efling. Kristinn heimur mótmælenda skiftist í eigi færri en 164 kirkjudeildir. Allar þykjast þær byggja skoðanir sínar á ritningunni. Þangað til fyrir skemstu hefir þeim kom- ið saman um, að ritningin sé öldungis óskeikul í smáu og stóru. En þessa óskeikulu bók skilur og skýrir kristinn heimur að minsta kosti á 164 ólíka vegu — svo ólíka, að mönnum finst eigi í má takanda að búa undir sama þaki, heldur skiftast í jafnmarga trúarflokka, sem hverjum fyrir sig finst sinn skilningur jafnóskeikull ritningunni. Ekkert sýnir betur,að eitthvað er bogið við þessa óskeikulleika-kenningu. Deil- ur og ofsóknir, sem út af henni hafa ris- ið, sýna að hún er ekki ein af kenningum kærieikans. Hún er að miklu leyti grundvöllur að kærleiksleysi kirkjunnar og er fremur en alt annað orsök þess og undirrót, að þjóðirnar hafa að svo tniklu leyti snúið sér frá kirkjunni og kristindóminum meðsterkum ímugusteða jafnvel fjandskap. Meðan kristinn heimur skiftist í I64 kirkjudeildir og þær kirkju- deildir fella fyrirdæmingar-orð hver um aðra, óbeinlínis að minsta kosti, þó þær sé hættar því að mestu leyti beinlínis,

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.