Breiðablik - 01.12.1909, Page 10

Breiðablik - 01.12.1909, Page 10
ioó BREIÐABLIK í fimtán ár sóknina höfum vér háð og hafið í stafninum merki, vér trúðum á göfgi og guðlega náð og gengum sem bræður að verki. Þó stríðið sé þungt, eru gjöldin vor góð, þau gróa með rísandi bárum það pund,er vér leggjum í sannleikans sjóð, er sigurinn komand árum. Með fögnuði saman vér sitjum í kvöld, hve sælt er að minnast þess farna, hver stundin og dagur og árið og öld er einungis leiftrandi stjarna, en verkin þaugeymast og gildi hvers manns er guðlegum vísdómi falið ; hvert einasta smáblóm fær eilífan krans, ef að eins það sanna er valið. Að vinna sem bræður, og létta hvers leið er lífsmarkið hæsta á jörðu, það ljósgeislum fágar hið skammvinna skeið og íjkýlir í stormunum hörðu. Ef eining og kærleikur haldast í hönd til himins má leiðina brúa þá birtir og hlýnar á stundanna strönd, með styrkinn að vona og trúa. M. Marknsson BRÉFIN. NÝTT Kirkjublað 15. okt. þ. á* hefir meðferðis kafla úr þremur bréfum héðan að vestan, sem vér vitum að lesendum vorum er heilmikil forvitni að sjá, af því þau hafa vakið all-mikið um-> tal, en tiltölulega mjög fáir, sem sjá Kirkjublaðið. Vér álítum því lang-rétt- ast að prenta bréf-kafla þessa upp, svo þeir sem vilja geti lesið ; bréfin eru öll til Þórhalls biskups. I Síra Jón Bjarnason ritai maí — — — Yður finst sumt, sem eg hefi sagt í ”Sam“. í garð Islendinga aastan hafs talað af litlum skilningi. En, kæri,háttvirti vin ! Hitt ber þ5 eigi síður vott um skilningsskort, er þér ímyndið yður,að það muni mest komið undir mér hvort síra Friðrik Bergmann verður vikið úr ísl. lút. kirkjufélaginu hér. Það er eins og einnig þér ætlið, að trúmála-ágreiningurinn innan félags vors, sé fremur öllu öðru, ef ekki eingöngu, fólg- inn í persónulegri óvi d milli okkar tveggja, sr, Friðriks og mín. I fyrra var af sumum hér leit- ast við að telja mönnum trú um að svo væri, enda var síðan verið að flagga með slíkum um- mælum í blöðunum sumum á Islandi, en þetta dettur naumast nokkurum manni í hug í alvöru hér vestra lengur. Hvaðan er yður annars kom* in sú frétt, að það eigi að reka síra Friðrik? Ekki úr "Sameiningunni,, og naumast frá nein- um, sem stendur á sömu hlið og eg í baráttunni. Mér er allsendis óljóst, hvað gert verður við mál síra Friðriks á kirkjuþingi í sumar. Pað verður sennilega að mestu komið undir honum sjáltum, en vitanlega hefir hann sjálfur endur fyrir löngu kveðið þann dóm opinberlega yfir trúmála stefnu þeirri, sem hann nú heldur fram—einmitt í deil- unni móti yður forðum,að hannáekki lengurand- legt heimili í kirkjufélagi voru eins og um það er búið—meðal annars af honum sjálfum— í grund- vallar lögum þess.--------- Samhvgð yðar og annarra nýguðfræðinga með núverandi trúarskoðunum síra Friðriks skil eg. En þá gerðuð þér sannarlega vel í því að ráða honum bróðurlega til þess sem fyrst að segja sig út úr kirkjufélaginu. Enga betri ráð- legging getur hann fengið og af yður mundi hann taka henni vel. —------- Má eg ekki vænta þess, að málgagn yðar flytji ekki framvegis eins óáreiðilegar fréttir af högum vorum hér eins og tíðindin, sem það kom með í fyrra um síðasta kirkjuþing vort’) Pér kallið ísl. piltinn, sem vann Cecil Rhodes- verðlaunin og fer upp á þau til Oxford, “læri- svein” síra Friðriks Bergmanns. Það er algjör miskilningur. Hann hefir allsendis ekkert lært í Wesley skóla hjásíra Friðrik, tók engan þátt þar í íslenzkunámi og kann víst næsta lítið í feðratungu vorri. Get þessa — þótt sé smáræði.----------- II Síra Friðrik Bergmann ritar í júli. A undan þessu bréfi verðið þér búinn að heyra leikslok, — Reknir undir yfiiskyni. — Tveir stærstu og fjölmennustu söfnuðir kirkjufélagsins þegar sagt sig úr........Væntanlega mótmæla fleiri þessarri kúgunartilraun......Stefnuskrá minnihlutans eins og hún kom fram á þingi, vona eg að mæli með sér sjálf í yðar huga og allra sanngjarnra manna. Gjörðum okkur ánægða með jafnrétti fyrir skoðanir okkar. En að nefna þá sanngirniskröfu, var eins og að halda á lofti ratiðri dulu. Svo langt er ofstækið komið. Tuttugu og fimm ára fagnaðar hátíð að sumri ’)Góðar heimildir voru fyrir þeim tíðindum í skilríkum bréfum. En þau báru með sér að vera rituðúr andstæðingaflokki síra Jóns.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.