Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 2
12 DAGBLAÐIÐ Dardenellasundið (Hellusund). Antonio og Ginevra. (Saga frá fyrri hluta 14. aldar). Frh. ----- Þar sem bæn Ginevru var að engu sint, var hún gift Franc- eske og fór brúðkaup þeirra fram með mikilli viðhöfn, sem öllum var til unaðar og gleði, nema brúðrinni, er var grátandi og niðurlút við þessa athöfn, og lét ekki huggast hversu sem að var farið. Eftir giftinguna var hún svo frásinna, að hún virtist ekki hafa ánægju af neinu í hinum glæsilegu sölum manns sins. Hugur hennar var allur hjá Ant- onio, fanst henni hún hafa ver- ið svíft allri gæfu og gleði í líf- inu og óskaði sér bráðum dauða. Nokkrum vikum síðar kom upp mjög mannskæð drepsótt í borginni, Ginevra lagðist í veiki þessari og þyngdi henni sóttin dag frá degi, þótt fengnir væru hinir lærðustu og bestu læknar staðarins henni til hjálpar, öll mannleg liðsemd var árangurs- laus, að fám dögum liðnum var hún dáin. Eftir þá tíðar venju var lík hennar brátt sett niður í graf- hvelfingu, undir dómkirkju borg- arinnar, þar sem grafreitur ætt- ingja hennar var. í ítölskum árbókum frá þeim tímum, er sagt, að kona þessi hafi orðið mörgum harm dauð í Florenz, þar sem hún þótti kvenna ágæt- ust, ung og fögur. Það var síðla kvölds, er hún var sett i grafhvelfinguna, þar sem hinn geigvæni friður dauð- ans ríkir. Skömmu eftir að fólkið hafði yfirgefið lík hennar, raknaði hún við af dauðasvefni sínum. Það leið langur tími áður hún vissi hvar hún var niður komin, en er hún hafði náð fullri rænu skildi hún hvernig í öllu lá. Likklæðin sem hún hafði verið sveipuð í tók hún af sér. Sjálf- andi af kulda, nakin og ótta full, fór hún að leita útgöngu frá hvílurúmum hinna framliðnu, Eftir mikið erfiði tókst henni að komast út úr grafhvelfingunni. En úti fyrir beið hennar vetrar- nóttin köld og dimm. Sóttveik og nakin reyndi hún að ganga heim til sín og tókst henni með hvíldum að ná til húss eigin- manns síns og barði að dyrum. Langur timi leið og enginn gegndi; hún barði aftur og aft- ur. Loks vaknaði maður henn- ar við höggin og lauk upp glugga á svefnherbergi sínu, og spurði hver berði svo hús um nætur. Ginevra sagði til sín og bað hann upp ljúka fyrir sér. En er hann heyrði mál hennar og að þar var komin kona hans frá grafhvelfingunni, varð hann mjög óttasleginn, og hélt þetta fylgju konu sinnar, er gæti ekki notið værðar og að hún vildi biðjast miskunar af kirkjunni. Hann sá hana líkt og lrvíta vofu í myrkrinu, og hrökk frá glugg- anum og skelti aftur; bað guð sér til hjálpar og margsigndi sig; á milli þess heyrði hann kveinstafi konu sinnar fyrir ut- an. Hann lauk aftur upp glugg- anum og mælti með hrærðum hug, að hann skyldi þegar að morgni láta syngja henni and- ríka sálnamessu í dómkirkjunni, svo sál hennar gæti frið fundið. Lokaði hann svo glugganum án þess, að svara bænum konu sinnar öðru. Hún stóð á strætinu, yfirgefin, sem þeir dánu; hún vissi ekki, hvort hún hefði orku til að haida lengra. Titrandi og skjálf- andi reyndi hún að komast burtu frá húsi mannsins síns. Hún ætlaði til foreldra sinna, og komst þangað eftir nokkurn tíma og knúði á dyr. Móðir hennar kom til dyra og var undrandi, er hún sá hvíta vofu fyrir utan, en er hún heyrði hana mæla svo, sem hún væri dóttir hennar, hin framliðna, vissi kerling hvað gera skyldi; hún hafði heyrt talað um svipi dauðra manna, sem reikuðu um; þeir voru illir og góðir, eins og mennirnir, sem áttu þá; svip dóttur sinnar óttaðist hún ekki, en inn vildi hún ekki hleypa honum. »Guðs friður sé með sál þinni, dóttir mín«, sagði kerling og lokaði því næst hurðinni. Frh,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/170

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.