Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ 13 Konstantín XII. Grikkjakonungur. Alþýðuvísur. Ðýr trygðarof. Vísu þessa gerði Rannveig Jónsdóttir á Hlíðarenda við Sauðárkrók, um forlög sín: Flest ágæti förlast mér, fást ei bætur kífsins. Hverju sætir, að ég er argintæta lífsins? Þá lát manns hennar, er Sveinn hét, bar að höndum, kvað hún: Mín burt feykist muna ró máttarveik og hrakin, líkt og eik í eyðiskóg orðin bleik og nakin. (Etlir frú Ólöfu Pálsson Siglufirði). Visa þessi er eignuð Guð- mundi Torfasyni, um óverklag- inn karl: Þú heflr unnið strit með striti og stritið er þér veitt, en hefir ekki vit á viti og veizt svo ekki neitt. Efnahagurinn. Sveinn Siglvíkingur hafði kveð- ið eitt sinn visu þessa, er hann var spurður um efni sín: Ekki biður svarið, Sveins, sist eru hagir duldir: Eg á ekki neitt til neins nema börn og skuldir. Ungur Englendingur erfði ný- lega greifatign og auð mikinn í heimalandi sínu. En jafnskjótt kærði ein leikkona hann fyrir að rjúfa hjúskaparheit við sig. Við hið fyrsta réttarhald í málinu, var þröng mikil i rétt- arsalnum; margar tiginbornar konur mættu þar og fjöldi af meyjum borgannnar. En rétt áður en vitnaleiðsla skyldi fram fara, var auglýst, að málsaðilar hefðu sætst á, að jarl- inn greiddi leikmeynni 250 þús. dali fyrir ráðsspjöll auk mikils málskostnaðar. Var þetta kvennaskaranum og fólkinu, er troðfylt hafði dóm- salinn, hin mestu vonbrigði, því mörgum var forvitni á að vita, hvað þeim hefði á milli farið, greifanum og leikkonunni. Lausar sýslanir, er ráðherra veitir. Eftirgreindar próstafgreiðslu- mannssýslanir eru lausar: Á Bíldudal. Árslaun 300 kr. í Flatey. Árlaun 250 kr. í Hólmavík. Árslaun 300 kr. Á Hvammstanga. Árslaun 300 kr. Á Mjóafirði. Árslaun 400 kr. Á Norðfirði. Árslaun 600 kr. Á Önundarfirði. Árslaun 300 kr. Póstafgreiðslumönnunum verð- ur gert að skyldu að setja veð, er stjórnarráðið nánara ákveður, til tryggingar póstfé, er þeim verður trúað fyrir. (Eítir Lögb.) Skrítlur. Eitt sinn hélt prestur nokkur blótsaman vinnumann. Prestur þurfti að láta tyría kirkju, er var á prestssetrinu, og biður hann vinnumanninn að gera það, og hét honum rjólpundi til verð- launa fyrir, ef hann blótaði eigi við það starf. Vinnumaður tók til starfa og hélt bindindið vel, unz hann var að ganga frá síð- ustu torfunni. Kemur prestur þá til hans og segir: »Þér er- uð þegar búnir með þetta verk, Jón minn, og líst mér vel gert«. Jóni var mikið í hug, þarhann þóttist þegar búinn að vinna fyrir rjólbitanum ogsagði: »Trú mér til, hún lekur enn þá h.... líka hripið það tarna«. A: »Eg hefi heyrt, að elzta dóttir Þorláks gamla sé trúlof- uð. Hver er sá lukkulegi?« B: »Auðvitað Þorlákur gamli«. »Hún er fremur trygg þér, konan þín, Bensi minn«, sagði einn nágranni við kunningja sinn. Bensi. (mjög hrærður): »Já, það má nú fyrri vera trygða- tröllið. Hú’n hefir víst einum 5 sinnum strokið í burtu frá mér, með hinum og þessum, en alt af þegar hún hefir verið orðin leið á þeim og þeir á henni, hefir hún komið aftur til gamla mannsins«, María. (sem er komin að heimsækja vinstúlku sína): »Hvaða hljómur er þetta hér i húsinu niðri?« Vinstúlkan: »Annað hvort er það kötturinn að rífast við hund- inn okkar, eða frúin að spila á píano«. B. (við betlarann): »Hvaða drengur er með þér uúna?« Betlarinn: »Það er frændi minn, eg er að kenna hönum«.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/170

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.