Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.11.1913, Blaðsíða 4
14 DAGBLAÐIÐ Þorvaldur Pálsson læknir sérfræðingur í meltingarsjúkdóraum. Viðtalstimi kl. 10—11 árd. á Laugavegi 18 B. Talsímar 334 og 178. (Niðurl. frá 1. síðu.) t>að er ókostur og gerir sög- urnar ófrumlegri. En líklega sjá börnin það ekki á meðan þau eru börn, eins má segja um suma gallana á sögunum, en sjálfsagt sjá þau þá seinna, sum þeirra. Og það er mikill ókost- ur á barnabókum, að þær tapi gildi sínu með árunum hjá hin- um skynsama ungling. Þannig hefir ofmikið af ís- lenzkri fræðslu og uppeldi ver- ið, og það er þess aðalgalli enn. Börnum er kent eitt og annað, sem þau hætta að virða þegar vit og ár færast yfir þau. ^Það verður í bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skamt á að lifa«. Valdemar. Hrómundarbréf. Eitt sinn var sýslumaður yfir Hnappadalsýslu, er þótti mjög nískur og veitti hjúum sinum illa, bæði til fatar og matar, svo hann átti ílt með að halda vinnuhjú, helzt dugnaðar vinnu- menn. Þess er getið að eitt sinn hafi hann haldið tvo vinnu- menn og hét annar þeirra Hró- mundur en hinn Jón. f*á var siður hjá sýslumanni að senda vinnumenn sína til sjóróðra, til Ólafsvikur, og er þessir menn skyldu þangað fara, þótti Hró- mundi útgerðin til vertíðar, harla lítil og klæði ill, hafði hann orð á því við sýslumann, og sagði sýslumaður þá að skinnklæði og mat sendi hann þeim bráðlega er þeir væru til vers komnir. Lét Hrómundur sér það vel líka og fer lil sjóróðra, en er fram á vertíð kemur fer Hró- mundi að lengja eftir því, er sýslumaður hafði lofað. Var hann þá og Jón félagi hans löngu mötulausir og illa að skinnklæðum búnir, en þá fisk- aðist mikið og sóktu menn því fast sjóróða; þótti Hrómundi þettað hið versta, er hann hafði Reynið að skifta við gullsmíðavinnustofu Einars G. Ólafssonar Laugaveg 19. Dæmið svo um, hvort annarsstaðar eru hag- feldari viðskifti. Jónas Grudmundsson Laugaveg 33, (löggiltur gaalaguing;amaðiir). Tekur að sér allskonar gaslagningar innanhúss, viðgerðir á gasleiðslum og gasáhöldum. Hefir til sölu: ágæta gaslanipa, gas- net o. fl. Útvegar auk þess alt sem fólk vantar, yiðvíkjandi gasi, fyrir senngjarnt verð. Hringið upp síma nr. Nýtízku fataefni 1913-14. Hýkomið mesta úrval í bæiium. Ulster og Frakkaefni, 16 teg. 60—70 teg. Alfataefni með öliu til- heyrandi. Hálslín. Bindingaslifsi. Vasaklútar etc. Iivergi ódýrara. Föt sauinuö fljótt og vel eftir Itvers óskum. Uægstu vinnulaun. Griiðm. Sigurðsson Sími 377. klseöskeri. Langaveg 10. i komist. Sezt því niður eitt kvöld og ritar sýslumanni svo- hljóðani bréf: Ólafsvík — — — Heiðraði, háttvirti herra sýlu- maður yfir allri Hnappadals- sýslu. Hverri þú ræður og regerir, í heiðri hafandi, hest þinn vel alandi, böðulinn brúk- andi, með bísnum æðandi, böl- vaður blótfjandi. Það er upphaf orðanna ó- lukku húsbóndi, að eg er að róa og fiska ofaní helvízkar horkindurnar þínar, sér þó ekki lit á mér, heldur en á kæfðum ketti, eg er líkari fátækum föru- manni, en háttvitibornum höf- uðmannsþjenara, því segi eg þér í almennilegum jötunmóði, að fái eg ekki skinnstakkinn, skinn- in og togann spunninn, strax upp á stundina, strýk eg tii skrattans burt úr skiprúminu, þér ekki þjónandi né fyrir þig róandi, þessa heims né annars. Sittu sérlega og drektu djarflega, þar til Baldur bærist, og Bifur nærist, sjöstjarnan sígur og sveitakerlingin mígur; sama seg- ir Jón Ormsson og eg, og vertu ekki kvikinsku helvízkur og far vel valinn. Hrómundur. Bréfið hafði þau áhrif að sýslumaður sendi það sem Hró- mundur bað um og var hann kyr hjá sýslumanni til vertíðar- loka, en þá hafði hann kvatt og farið. (Saga þessi er höfð eftír gömlum manni í Hafnarfirði). Aug;lýsing;ar komi fyrir fel. 11 á morgun. Útgef.: Félag í Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Magnús Gíglason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/170

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.