Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 1

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 1
XI. árg. Árg. kostar hér á landi 1 kr. 50 au. í I Vesturheimi 60 cents. Ojaldd. 1 okt. | Reykjavík 9. sept. 1910. Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumlungiun. Afgc. Austurstr.17. - Prsm. D. Östlunds 15. tbl. W ígslubiskups-vígslan fór fram í Reykjavík, eu ekki í Skálholti, 28 f. m. Jens prófastui' Pálsson lýsti víglsunni, en séra Jó- hann dómkirkjupreslur Þorkelsson var fyrir altari. Hinir vígsluvottarnir voru lektor Jón Helgason og dósent Eiríkur Briem. Á undan og eftir vígsluathöfninni voru sungin ljóöin sein Valdimar biskup kvað við bisk- upsvígsluna fyrir 2 árum og Sigfús tónskáld Einarsson setti lögin við. Alls voru við 16 prestar hempu- klæddir í kór. Úr Árnessýslu komu auk vígslubiskups og séra Ólafs sonar hans, þeir séra Gísli á Stokks- eyri, séra Jón á Þingvöllum, séra Ólafur á Arnarbæli og séra Ólafur í Hraungerði. Úr Kjalarnesþing.r voru auk prófasts þeir séra Árni á Kálfatjörn, séra Magnús á Mosfelli og séra Þorsteinn aðstoðarprestur Briem. Hinir Reykvíkingar. (N.Kbl.) Vér flytjum hér mynd af hinum nýja biskupi. Æfiágrip hans hefir birst í ýmsum blöðum, og allir þekkja hann meir eða minna r.f hinum mörgu og fögru kvæðum hans.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.