Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 8

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 8
106 F R Æ K O R N Heilbrigðismái. Frækorn ætla framvegis að flytja ýmislegt heilbrigðinni viðvíkjar.di, og vonum vér, að sú fræðsla verði mörgum kærkomin. Sem upphaf að þessu flytjum vér stutta lýsingu á líkama mannsins; sú grein byrjar í þessu tölublaði. Gasljósið notað í Reykjavík á götunum frá 1. þ. m. Ljósiðágætt. Heilsuhælið Nú er farið að veita sjúklingum viðtöku. En um vígsluna mun ekk- ert afráðið enn — ef liún verður nokkur(?) Barnaskólinn. Fastur kennari við barnaskóla Rvíkur í stað frk. Thoru Friðriks- son, sem sagt hefir því starfi af sér, er ráðinn séra Bjarni Hjaltested. Bókaskrá. Skrá yfir ísienzkar bækur, blöð og tímarit, er prentað var árið 1908, hefir Bogi Th. Melsteð sagnfr. látið prenta og nefnir ritið: »A List of Icelandic Books«; er meiningin að gefa það út árlega. Af því má sjá, að það ár hafa verið prentaðar 227 bækur og smá- rit, á þessum stöðum: í Reykjavík.....................165 Á ísafirði.......................19 Á Akureyri.......................20 Á Seyðisfirði.....................3 í Hafnarfirði................... 1 I Kaupmannahöfn..................5 í Vesturheimi...................12 Á Bessastöðum.....................2 Ennfremur 66 blöð og tímarit, og voru prentuö \ Reykjavík......................40 Á ísafirði........................2 Á Akureyri........................6 Á Seyðisfirði.....................1 í Flafnarfirði....................1 i Kaupmannahöfn..................2 í Vestnrheimi....................13 Á Besssastöðum....................2 Prentarinn. Fæddir, fermdir, giftir, dánir 1909. Árið sem Ieið fæddust 1243 sveinar og 1106 meyjar, samtals 2349. Af þeirri töllu 66 andvana. Nú fullur 8. hlutinn óskilgetinn, áður setið við Vio. Fermdirvoru alls 1836. Hjóna- 453; fækkar ár frá ári, verið þófyrir skemstu um 500 á ári. Dánir alls 1329, sem mun vera með minsta móti. Tvær konur andast á aldrin- um milli 95 og 100 ára. Sex karl- menn hafa fyrirfarið sér. Dáið hafa af slysförurn 52, af þeim 40 drukn- að. Af slysförum andast 48 karlar og 6 konur. (N. Kbl.) Mikils háttar fjármálamaður. Hingað til lands kom á Kong Helga síðast mikils háttar fjármála- maður brezkur, F. L. Rawson að nafni,ásamt fjölskyidu sinni. — Hann fór á land á Stokkseyri og hélt síðan landveg þaðan til Reykjavíkur. Herra Rawson er lúngað kominn aðallega í þeim erindum að kynna sér land og lýð og konrast að raun um hvort og að hve miklu leyti til- tækilegt væri að leggja brezkt fé í fyrirtæki hér á landi. Peningamálanefnd. Eftir tiimælum nokkurra alþingis- manna af báðuni þingflokkum hefir stjórnin 2. þ. m. skipað 5 manna nefnd »til þess að rannsaka og í- huga peningamálefni landsins og undirbúa fyrir næsta þing meðferð þeirra þar, svo og tii að láta í té skýrslur og leiðbeiningar þeim mönn- urn, er kynnu að vilja beina fram- leiðslufjármagni inn í landið, og eins að taka við málaleitunum þeirra í þá átt og íhuga þær«. í nefndina eru skipaðir 5 menn: Klemenz Jónsson landritari, form., alþingismennirnir Jón Magnússon bæjarfógeti og Magnús Biöndahl, yfirdómslögmennirnir Eggert Claes- sen og Sveinn Björnsson. w ©ítsölumcnn, scm hafa fcngið ofscnd blöð af 9. tbl., cru bcðnir að endurscnda mcr þau scm fyrst. B.........■:..'................£ Prentsmiðja D. 0stlunds Austurstræti 17, Reykjavík, leysir af hendi allskonar prentun, svo seni i Sönglög, Bœkur, Blöð, Ritlinga, Brúðkaupsljóð, Erfiljóð, Heillaóskakort, Bréfhausa og Utnslög, Reikninga, Kvittana-eyðublöð, Götuauglýsingar, Kranzborða o. m. fl. Alt verk vandað, en þó mjög ódýrt. B'~.....................;.....a Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor B'espa- relse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav4 Mir. 130 Cf m. bredt sort, blaa, brun, grön og graa ægtefarvet finulds Kiæde til en ele- gant, solid Kjole eller Spadser- dragt for kun 10 Kr. (2.50 pr. Mtr). Eller 3i/4 Mfr. 135 Cfm. bredt sort, mörkeblaa og graanistret moderne Sfof til en solid og smuk Herre- klædningfor kun 14 Kr. og 50 Öre. Ervarerne ikke efter Önske tages de tilbage. AARHUS KLÆDEVÆVERI, Aarhus, Danmark. Samkomur. Sunnudag kl. 6,30 síðd. í Silóam. Inn- gangur frá Bergstaðastræti. David Östlund.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.