Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 6

Frækorn - 09.09.1910, Blaðsíða 6
118 þessi beinahópur er hreifanlegur fyrir hjálp liðamóta, sina og vöðva. í líkamanum eru lokuð hólf, þar sem er aðsetur heilans, mænunnar, lungnanna, hjartans, lifrarinnar, mag- ans, þarmanna, miltans, nýrnanna, o. s. frv.; þessum líffærum skýla brjósk, bein, vöðvar og húð. Allir þessir partar, sem nefndir hafa verið, eru vættir af litarlausum vökva, næringarvökvan um, líkt og svampur, sem dýft er í vaín; þessi vökvi er ákaflega þýðingar- mikill fyrir lífið og heilsuna, þrí að frá honum fær líkaminn næringu sína. Þessi vökvi kemur frá blóð- inu. Urn allan iíkamann er ofið neti úr örmjóum pípum; þær eru svo smágerðar, að þær sjást ekki með berum augum. Þær eru kallaðar hárker. Um þærrennurljósrautt blóð; næringarvökvinn greinist frá því og síast gegn um veggi pípn- anna út í líkamann. Hárkerin fá aftur blóð sitt frá stærrri pípum. sem liggja út frá sameiginlegum stofni eins og grein- ar frá tréstofni, og um allar þessar stærri vípur sogast blóðið frá hjart- anu í slögum; þær eru því nefndar slagæðar eða arteríur. Meðan blóðið streymir um hár- kerin, lætur það frá sér næringar- vökvann, verður dökkrautt og berst aftur að hjartanu um aðrar pípur, kallast blóðæðar, venur. Það getur komið fyrir, að á ein- hverjum sérstökum stað í líkaman- um safnist fyrir meiri næringarvökvi en þörf er á, þegar ástatt er eins og þegar venjulegt er. En ekkert af þessum dýrmæta vökva má fara forgörðum. Því er í líkamanum auk hárkera-netsins, sem ber blóðið, annað net úr jafn smágerðum píp- um, sem vefst um líkamann þveran og endilangan; þessar pípur sjúga gegrt um veggi sína það, sem um fram er af næringarvökva og spýta því út í dökkrauða blóðið í blóð- æðunum, skömmu áðuren það kemst að hjartanu. Líkaminn er sístarfandi, og eins og við alla aðra vinnu verður þar slit eða efnis-eyðsla. Ef það, se'm F R Æ K O R N þá gengur af, berst ekki burt úr líkamanum, verður hann veikur. En pipurnar, sem berR ekki blóð, eru þur-ræsingapípur líkamans. Þærflytja I urt bæði næringarvökvann,senr um- fram er, og afganginn, sem má auð- vitað til að vera fljótandi. Þetta verður nákvæmar tekið fram í IV. kafla um efnaskiftinguna. Frá hjartanu sogast dökkrauða blóð- ið inn í lungun,sýristaf loftinu.sem inn er andað, og breytist ásamt með næring''rvökvannm,sem geymst hefir, í hreint, ljósrautt blóð, sem berst aftur að h'artanu, en það ýtir því aflur gegn um stóru slagæðarnar inn í smágerðu hárkerin, en þaðan færir þið líkam.mum nýan næring- arvökva. Úrgmgurinn berst burt úrlikam- anum eftir ýmsum leiðum, einkum úf um nýrun og húðina. Þetta samband af nýrnavökva og úrg-angi kallast »Iymfa«, jog því eru þíu smágerð ker, sem þessi vökvisogast gegn um.kölluð lyinfu- ker eða sogæðar. En auk þess hafa sogæðarnar annað hlutverk í líkamanum, sem er ekki þýðingarminna. Þær eru fest- ar utan á þarmana hver við hliðina á annari og livert þétt upp að ann- ari og gegn um veggi þarmanna sjúga þær tipp safann úr fæðunni, sem búið er að nielta. Þessi safi er hvítur af fitudropuni, sem síast gegn um þarmana við meltingu þeirrar fæðu, sem fitu-efni eru í; því er hann nefndur mjölkursafi. Allar þessar mörgu, ákaflega smá- gerðu pípur safnast að lokuni í eitt og mynda í sanieiningu brjósta- m jólkurgangi nn, þar sem mjólk- ursafinn hittir lymfuna, og nú verða þau samferða, þangað til þau renna út í blóðæðarnar. Meðan meltingin stendur yfir, er sameiginlegi gangurinn líka fyltur þessum hvíta, mjólkurkenda safa. II. Taugar og bandvefur. Auk blóðs og sog-æðanna vefjast fjölda-margir hvítgráir strengir um líkama okkar eins og málþráða-net. Það eru taugarnar. Þær setja líkamspartana í samband þeirra á milli, svo að þeir hafa áhrif hver á annan. Það eru þær, sem framleiða samvinnu milli líf- færanna og gera þau að einni heild. Frá nokkrum aðalstöðvum í þessu málþráðaneti — frá heilanum, inæn- unni og taugahnútun um eða ■ganglínunum, sem svo nefnast — liggja þræðir um allan líkamann að hverjum depli, þar sem starf á sér stað: til augnanna, eyrnanna, tung- unnar, nefsins og húðarinnar, sem skynjunartaugar, til vöðvanna sein nreifingartaugar o. s. frv. Hver tauga- þráður hefir sín sérstök áhrif. Hverj- um áhrÍTum, sem sjónar- og heyrn- ar-taugin verður fyrir, geta þær að eins framleitt Ijós- eða hljóð-skynj- anir. Sé sjónartaugin skorin sund- ur, sér maður ljósglampa, og verð- nr síðan auðvitað blindur, en finn- ur engan sársauka af því. Eins er um lyktar- og smekk-taugina. Sé hreifingartaug andlitsins skorinsund- ur, verður tilsvaradi partur af and- litinu máttlaus, en missir ekki til- finningunajafturámóti mun eyðilegg- ing ti Ifinningartauganna gera andlitið tilfinningarlaus, en það get- ur hreifst eftir sem áður. Gegn um taugarnar fá Líffærin skipun um, að taka til starfa, og gegn um taugarnar er þessu starfi stjórnað og gegn um þaer tökum við við álirifum, sem berast með- vitund okkar; hún og skynsemin eiga aðsetur á einni aðalstöðinni — í taugahylfum heilans. — Flestir munu hafa tekið eftir því, að í kjötinu, sem við borðuni, eru himnur, sumar þunnar og aðrar þykkri, sem liggja utan um vöðv- ana og skifta þeim í sneiðar. Slíkar himnur eru líka í okkar Iíkama. Þær eru nefndar band- vefur, af því að þær binda saman allar myndanirnar í líkamspörtunum, smáar og stórar, og halda þeim saman. Þessi bandvefur fyllir öll milli- bil og hjálpar til þess, að gefa lík- amanum mynd ogsamanhengi. Hann liggur svo þétt um líkama manns, að jafnvel þó að alt annað hyrfi og bandvefurinn yrði einn eftir, mundi líkaminn samt halda mynd sinni. Bandvefurinn veitir blóð- og sog-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.