Landið


Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 1

Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 1
LANDIÐ 49. tðlnblað. Reykjavík, fostadaginn 13. des. 1918. III. árgangnr. w Arni Eiríksson. | Heild8ala. | Talsími 265. Pósthólf 277. | Smásala"" Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög flölbreyttar. Saumavélar (með hraðhjóli oglOára verksmiðj uábyrgð. Smávörur, er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætiavörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjaílr — Jólagjafir — Leikföng. Ijj. jTnðersen 8 Sön, Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Simi 32. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum og öllu til fata. Tenniir. eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Hverfisgötu 46. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. — Viðtalstími kl. io—5. Sophy Bjarnarson. Hvlti hanzkinn er einhver bezta sagan. Fæst hjá bóksölum. Bazarinn á Laug-aveg1 5 hefur ávalt allskonar tæki- færisgjafir fyrir börn og =7.. ■ fullorðna. —■ Ennfremur bróderaðir og áteikn- aðir dúkar, kragar og fleira. Vanskil á blaðinu. Ef vanskil verða á blað- inu, eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslunni að- vart um pað svo fljótt sem hægt er. Fullveldishátíðin. Ræður þær, sem þá voru flutt- ar, eru á þessa leið: Ræða fjármálaráðherra Sig. Eggerz: íslendingarl Hans Hátign kon- ungurinn hefur staðfest sambands- lögin f gær, og í dag ganga þau í gildi. ísland er orðið viðurkent fullvalda ríki. Þessi dagur er runn- inn af þeirri baráttu, sem háð hefur verið í þessu landi alt að því í heila .öld. Hún hefur þroskað oss, baráttan, um leið og hún hefur fært oss að markinu. Saga hennar verður ekki sögð í dag. Hún lifir í hjörtum þjóðarinnar. Þar lifir einn- ig minning þeirra, sem raeð mestri trúmensku hafa vakað yfir málum vorum. Hér engin nöfn. Þó aðeins eitt, sem sagan hefur lyft hátt yfir öll önnur á sínum breiðu vængj- um. Nafn Jóns Sigurðssonar. Hann var foringinn meðan hann lifði Og minning hans hefur, síðan hann dó, verið leiðarstjarna þessarrar þjóðar. í dag eru tímamót. í dag byrjar ný saga, saga hins viður- kenda íslenzka ríkis. Fyrstu drætt- ina í þeirri sögu skapar sú kyn- slóð, sem nú lifir, frá þeim æðsta konunginum, til þess sem minstan á máttinn. Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu, nei, það eru sllir. Bóndinn, sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu, daglaunamaðurinn, sem veltir steinum úr götunni, hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjó- maðurinn, sem situr við árarkeip- inn, hann á þar hlutdeild. Allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka veg hins íslenzka ríkis. Og sú er skylda vor allra. Hans hátign konungurinn hefur með þvf að undirskrifa sambands- samninginn, leitt þá hugsjón inn f veruleikann, sem vakti fyrir föður hans, Friðriki konungi VIII., sem öðrum fremur hafði djúpan skiln- ing á málum vorum. Og í gær hefur konungurinn gefið út úrskurð um þjóðfána íslands, sem blaktir frá því í dfcg yfir hinu íslenzk; ríki. — Hlýr hugur hinnar íslenz <u þjóð ar andar á móti konuagi vorum. Fáninn er ímynd þeirra hug- sjóna, sem þjóð vor á fegurstar. Hvert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fánans. Hvort sem það er unnið á höfunum, f barátt- unni við brim og úfnar öldur, eða á svæði framkvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þess göf- ugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og konungs vors. Vér biðjum al- föður að vaka yfir íslenzka rfkinu og konungi vorum. Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægð- ar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum. Svo drögum vér hann við hún. Ræða foringjans á tlslands Falkt. Sem fulltrúi Danmerkur við þetta hátíðlega tækifæri vil eg lýsa því yfir, að þetta 21 kveðjuskot, sem skotið var áðan á skipi því, sem eg hef þann heiður að stjórna, var skotið samkvæmt skipun dönsku stjórnarinnar, og er ákveðið f al- þjóðaríkislögum, að kveðja skuli slfkri kveðju fána fullvalda ríkis. Með þessu er af Danmerkur hí.lfu gefið hið fyrsta ytra, en þó þýð- ingarmikla merki þess, að það er einlægur vilji dönsku þjóðarinnar fyrir sitt leyti, að fylgja fram, á sem hollustusamlegastan hátt, sam- b^ndslögunum, sem nú eru samþykt ísland og Danmörk eru ennþá sem tveir fullveðja norrænir bræð- ur, tengd alúðarböndum Framar öllu með persónu Hans Hátignar, konungs vors, og danska þjóðm þykist þess fullvís, að nú, er hver hugsun um danskt forræði er að engu orðin, munu þessir tveir nor- rænu bræður af hjartans alúð og gagnkvæmu trausti rétta hvor öðr- um höndina, til þess að Ieysa úr hinum mörgu viðfangsefnum, sem sá hinn örlagaþrungni, nýi tími mun fá í hendur bæði dönsku og fslenzku þjóðinni. Venjulega er það enginn hægð- arleikur að skilja tilfinningar og hugsunarhátt annarra, en eg held að bræður vorir, íslendmgarnir, skilji, að það er ekki að fullu auð velt dönsku þjóðinni, sem hingað til hefur fundið til þess, að hún er smáþjóð, að taka þátt í því, sem hér hefur fram farið í dag. En guð, sem svo margvíslega hef- ur sýnt oss, að hann ann réttlæti, en hatar ranglæti, hann mun launa það dönsku þjóðinni, að hún hefur lagt kapp á að gera bræðraþjóð- inni ekki á nokkurn hátt rangt til i þessu máli. Já, guð blessi framtíð bæði Is- lands og Danmerkur, og guð verndi konunginn. Rceða Jóh. Jöhannessonar bcejarýógeta. Oss er bæði ljúft og skylt að minnast sambandsríkis vors, Dan- Verslunin gjörn Kristjánsson merkur, við þetta mjög svo hátíð lega tækifæri, þegar íslenzkur ríkis- fáni er í fyrsta sinn dreginn að húni á þessu landi og fullveldi ís- lands viðurkent í öllum málum þess. Ozs er þetta því ljúfara og skyld- ara, sem Danmörk er fyrsta rík»ð; sem viðurkent hefur fullveldi ís- lsnds og hefur nú síðast sýnt oss þann mikla sóma og hið hlýja bróðurþel, að láta herskip bfða hér, eingöngu til þess að heiðra fána vorn við þetta tækifæri og láta í Ijósi samúð sfna við oss og sam- fagna oss á þessarri stundu. Eg er þess því fullviss, að tala fyrir munn hvers einasta íslend- ings, þegar jeg læt í ljósi þá inni- legu ósk og von, að Danmerkur- ríki megi eflast og blómgast, að ó'ikir og vonir, sem þvf hafa verið hjartfólgnar um mörg ár, megi ræt- ast, og að ætið megi fara vaxandi bróðurþel óg samvinna milli dönsku og íslenzku þjóðanna, báðum til gagns og sóma. fullvelðis-skeyti. Frá íslendingum í Khöfn hefur forseta sam. aiþingis, Jóh. Jóhannes- syni, borist svofelt skeyti: »íslendingar, sem komið hafa saman hér 1. des., óska að láta f Ijósi við yður og samnefndarmenn yðar í sambandsiaganefndinni viður kenningu sfna á ágætu starfi yðar, sem leiddi til þess, að skilyrði fengust fyrir auknum og áfram- haldandi framförum á íslandi sem óháðu landi, og auknum skilningi hvorrar þjóðar á hinni, og frjáls- mannlegum viðskiftum Dana og ís- lendingac. Skeytið var undirskrifað af Finni Jónssyni prófessor Hage verzlunarráðherra Dana, formaður dönsku samninganefndar- innar, sendi formanni íslenzku nefnd- arinnar, Jóh. Jóh., þetta skeyti: »Dönsku sendinefndarmennirnir þakka kveðju íslenzku samverka- mannanna og láta þá von f Ijós, að verk það, sem leitt hefur verið til Iykta í bróðerni, megi verða undir- staða farsællegra framfara á kom- andi tfð«. Skeyti frá Ragnari Lundborg: »Heiðurskveðja til íslenzku þjóð- arinnar á þjóðardeginum. Ragnar Lundborg*. Frá Eggesbones barst »Landinu« svolátandi skeyti: >Hamingjuóskir til fslenzku þjóð- arinnar f tilefni af fullveldisviður- kenningunni. Ókomni tfminn verði bjartur og hamingjusamlegur fyrir Iand og lýð. Seimundur Schjelderup*. Ennfremur bárust Stjórnarráðinu mörg skeyti utan af landi. Fimtngsaímæli átti prófessor Haraldur Níelsson þ. 30. f m. og í haust voru 10 ár liðin síðan hann byrjaði kenslu í guðfræði. Lærisveinar hans við há- skóiann allir, eldri og yngri, ætluðu að velja afmælisdaginn til þess að færa honum gjöf, sem er silfurbúin biblfa, í hans eigin þýðingu; en veikindin töfðu verkið um nokkra daga. Lærisveinar hans á vélstjóra- skólanum tærðu honum að gjöf silfurbikar og í 600 kr. f gulli. Og sóknarnefnd safnaðar hans færði honum 2100 kr. að gjöf. Sr. Haraldur er efalaust einhver allra-merkasti maðurinn í andlegu stéttinni hér á landi. Hann er ágæt- ur kennari, frábær prédikari og hefur leyst af hendi eitt hið vanda- mesta vlsindastarf, er hann þýddi gamla testamentið úr frummálunum, með snildarlegu íslenzku orðfæri. Það afrek mun verða honum hinn óbrotgjarnasti bautasteinn — þótt litlar sjái hann þakkirnar fyrir það. enn sem komið er. Þá er ekki hvað sízt vert að minnast á sannleiksást hans og einurð, er hann hefur fullsannað í afskiftum sínum af spiritismanum og óþreytandi starfi að því, að gera kunnugt og verja gegn árás- um það málið, sem hann taldi hið allra-mikilvægasta fyrir andlega heill mannkynsins. Lét hann þar

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.